Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI 8JÖRN KÁRASON Aóstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrífstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af jreim. Samkeppni og hugsjónir í frjálsu samfélagi manna er fátt gleðilegra en þegar stórhuga einstaklingar taka sig saman og ráðast af krafti á rótgróið fyrirtæki sem um áratugaskeið hefur setið eitt á markaði. Slíkir menn eru reknir áfram af hugsjónum, en þó umfram allt hagnaðarvoninni. Besta trygging fyrir samkeppni er hagnaðarvonin, sem rekur einstaklinga áfram til efnahagslegra verka, en ekki op- inberar stofnanir sem reyna að viðhalda eða koma á samkeppni. Mikil breyting átti sér stað í innanlandsflugi 1. júlí 1997 þegar samkeppni var leyfð. Áður höfðu Flugleiðir, sem nú hafa sett innanlandsflugið inn í sérstakt félag - Flugfélag íslands - setið eitt að öllum helstu flugleiðmn í krafti sérleyfa. íslendingar eru bundnir þeirri áráttu að binda allt sérstökum leyfum, enda margir sem lifa í þeirri trú að allt sé bannað sem er ekki sérstaklega leyft. Þannig eru höfð endaskipti á hlutunum. Afnám sérleyfa í innanlandsflugi hleypti nýju blóði í samkeppnina og verðstríð hófst á milli Flugfélags ís- lands og íslandsflugs. Farþegar nutu þessarar sam- keppni sem birtist í aukinni þjónustu og lægra verði. Hvorki Flugfélag íslands né íslandsflug hafa orðið feit á innanlandsflugi, samkeppnin hefur verið hörð - stundum óvægin. Fyrrnefnda félagið hefur hins vegar burði til að berja af sér samkeppni og einmitt þess vegna hefur Samkeppnisstofnun talið sér skylt að fylgj- ast vel með starfsháttum félagsins og setja því ákveðn- ar skorður. Vandinn er hins vegar sá að með því að setja Flugfélagi íslands of þröngar skorður kann Sam- keppnisstofnun að ganga þvert á hagsmuni þeirra sem hún ætlar sér að vernda - flugfarþega. Þetta hefur kom- ið berlega í ljós þegar stofnunin bannaði félaginu að bjóða upp á síðdegisflug á áætlunarleiðinni Reykjavík - Egilsstaðir, í beinni samkeppni við íslandsflug. Eins og kemur fram í fréttaljósi hér í DV í dag taldi Samkeppnisráð að Flugfélag íslands væri markaðsráð- andi fyrirtæki sem væri að hindra minni keppinaut. Slíkt væri sérstaklega alvarlegt þegar haft væri í huga að félagið hefði i krafti sérleyfa getað byggt upp sína markaði. Ríkar ástæður þurfa að liggja fyrir því að yfirvöld samkeppnismála skerði frelsi fyrirtækja og einstak- linga til efnahagslegra verka. Vandinn í innanlands- fluginu liggur hins vegar í því að lítið fyrirtæki er að brjótast inn á markað þar sem annað stærra hefur set- ið eitt í krafti lögbundinna sérréttinda. Einmitt þess vegna kann að vera réttlætanlegt að komið sé í veg fyr- ir að samkeppni sé brotin niður um leið og frelsi er veitt. Innanlandsflugið er hins vegar langt frá því að vera eina dæmið þar sem stórir aðilar hafa komið sér vel fyrir í skjóli lögvarinnar einokunar. Næst þegar Sam- keppnisstofnun hefur áhyggjur af samkeppninni ættu starfsmenn hennar að huga að lífeyrismálum lands- manna. Meginhluti lifeyrissparnaðar landsmanna er undanskilinn samkeppni þar sem flestir hafa lítið eða ekkert val um aðild að lífeyrissjóðum. Með því er líf- eyrissjóðunum veitt betri samkeppnisstaða á markaði fyrir lífeyrissparnað og á hliðarmarkaði fyrir útlán en sjálfstæðum frjálsum lífeyrissjóðum. Það yrði saga til næsta bæjar ef yfirvöld samkeppnismála tækju á þessu meini. Óli Björn Kárason Samfylkingin er hreyfing vinstri- manna í mótun. Nú þegar hafa sam- fylkingarfélög verið stofnuð í fimm kjördæmum af átta i gömlu kjör- dæmaskipaninni. Þessi félög eru sameiginglegur vettvangur fólks úr Alþýðubandalagi, Alþýðuflokki, Kvennalista og hópi óháðra sem vilja hafa mótandi áhrif á stefnu og uppbyggingu Samfylkingarinnar. Á næstu mánuðum og misserum verða stofnuð fleiri samfylkingarfé- lög, m.a. í Reykjavík. Þessi félög ásamt stofnunum þeirra flokka sem stóðu að kosningabandalagi Sam- fylkingarinnar í kosningum til Al- þingis i vor, munu ákveða sameigin- lega hvernig Samfylkingin verður byggð upp í framtíðinni og hvaða mál hún mun setja efst á forgangs- lista í upphafi nýrrar aldar. Vandaður undirbúningur Það hefur eðlilega gætt nokkurrar óþreyju hjá þeim fjölmörgu stuðn- ingsmönnum Samfylkingarinnar sem ekki hafa verið félagar í þeim flokkum og samtökum sem buðu fram saman undir merkjum hennar í vor. En það er líka mikilvægt að „Við uppbyggingu Samfylkingarinnar í vetur eru ailir vinstrimenn og fé- lagshyggjufólk kallað inn á völlinn," segir Margrét undir lok greinar sinn- ar. - Þingflokkur Samfylkingar kemur saman. Hreyfing í vexti og mótun málefni sem Alþýðu- bandalagið mun leggja megin áherslu á innan Samfylkingarinnar á næstu árum. Miklir breytinga- tímar Það eru miklir breytinga- og mótunartímar í ís- lenskum stjórnmálum. Þróun íslenskra stjórn- mála er nátengd því sem verið hefur að gerast i löndunum í kring um okkur allan síðasta ára- tug. Við mótun stefnu Samfylkingarinnar sem formlegs stjórnmálaafls þarf að vega og meta þessa þróun fordóma- „Þróun íslenskra stjórnmála er nátengd því sem verið hefur að gerast í löndunum í kring um okkur allan síöasta áratug. Viö mótun stefnu Samfylkingarinnar sem formlegs stjórnmálaafls þarf aö vega og meta þessa þró- un fordómalaust. “ Kjallarinn talsmaður Samfylking- arinnar vanda vel allan und- irbúning að framtíð- arskipulagi Sam- fylkingarinnar. Um það er allt forystu- fólk hennar sam- mála og fólk hefur ekki setið auðum höndum frá kosn- ingum, eins og stofnun samfylking- arfélaga um allt land og málatilbún- ingur þingflokks Samfylkingarinnar nú í haust sýnir m.a. Innan Alþýðu- bandalagsins hefur átt sér stað mikil umræða um framtíð Samfylkingarinnar og þátttöku flokks- ins í mótun hennar. Þann 10. október sendi miðstjórn flokksins frá sér skýr skilaboð í þess- um efnum og beindi því til landsfundar flokksins sem hald- inn verður í nóvem- ber, að fundurinn gefi forystu Alþýðu- bandalagsins fullt og óskorað umboð til viðræðna við samstarfsaðila flokksins um skipulag og framtíð Samfylkingarinnar. Á landsfundinum verður farið yfir reynsluna af Samfylkingunni allt frá því aukalandsfundur sam- þykkti þátttöku Alþýðubandalagsins í henni í júlí 1998. Landsfundarfull- trúar munu einnig fara yfir þau laust. Þó má segja að ein megin lína í stefnu Samfylkingarinnar hafi leg- ið fyrir frá upphafi. Alger samstaða hefur ríkt um þrjár megin stoðir í stefnu Samfylkingarinnar sem varða velferðarmál, heilbrigðismál og menntamál. Til að efla megi þessar stoðir þarf að taka verkefni hins opinbera og forgangsröðun þeirra til gagngerrar endurskoðunar. Núverandi ríkis- stjórnarflokkar hafa ekki sýnt neitt frumkvæði í þessum efnum. En ef ís- lendingar ætla að byggja upp al- mannatryggingakerfi, heilbrigðis- kerfi og menntakerfi sem stendur öllum jafnt til boða og er á við það besta sem þekkist í heiminum, þarf að móta nýja sýn á forgangsröðun verkefna hins opinbera. Upp úr skotgröfunum Það þarf líka að nálgast utanríkis- mál með hliðsjón af breyttum að- stæðum. Þar ber fyrst og síðast að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga og koma af stað umræðu sem gerir öllum almenningi kleyft að mynda sér skoðun og stefnu sem tryggir stöðu íslands og þátttöku ís- lendinga í alþjóðasamfélaginu á næstu öld. Til þess að sú umræða geti átt sér stað og verið gefandi þurfa allir að yfirgefa þær pólitísku skotgrafir sem einkennt hafa um- ræðuna um utanríkismál síðustu fimmtíu árin. Án þess verður ómögulegt að komast að vitrænni niðurstöðu enda væru menn þá að láta úreltar forsendur ráða gangi umræðunnar. Við uppbyggingu Samfylkingar- innar i vetur eru allir vinstrimenn og félagshyggjufólk kallað inn á völl- inn. Samfylkingin byggir á sterkum stoðum sem er ríkur og einlægur vilji vinstrimanna um breiðfylkingu félagshyggjufólks. Ekkert fær stöðv- að þá framrás og við Alþýðubanda- lagsmenn göngum til þeirra vérka sem nauðsynlegt er að vinna full- vissir um að framtíðin sé okkar ef við náum að virkja samtakamáttinn. Margrét Frímannsdóttir Skoðanir annarra Bætt aflanýting „Nýting og vinnsla aukaafurða úr þorski er orðinn mikilvægur þáttur í íslenskum sjávarútvegi...Auðlindir sjávar eru takmarkaðar og þess vegna skiptir höfuðmáli fyrir þjóðarbúið, að sem mest verðmæti fáist fyrir afurð- irnar. Með engum hætti er hægt að fallast á, að verð- mætum sé fleygt i sjóinn. Hversu mikið er i húfi má marka af 2,5 milljarða verðmæti aukaafurða þess hluta þorskaflans, sem nýttur var til þeirrar vinnslu. Sjávar- útvegurinn getur ljóslega aukið verðmætasköpun með bættri nýtingu aflans.“ Úr forystugreinum Mbl. 14. okt. Úlfur og refur sameinast „Sama fólkið og heimtar strangari löggæslu og harð- ari dóma og fer hinum laklegustu orðum um afbrota- menn er allt í einu orðið að.verndurum fanganna og kvartar yfir ómannúðlegri meðferð ríkisvaldsins á þeim og eru gjörðir þeirra gleymdar og grafnar. Reynt er að verða við þessum kröfum og hælast fangelsisjdlr- völd um síbættan aðbúnað. Umhyggjan er slík að elsku englabassamir mega ekki hafa á tilfmningunni að þeir séu sviptir frelsi og því varast að rimlar og læsingar beri fyrir þeirra viðkvæmu augu...Allt er þetta gott og blessað, og vonandi verður batnandi aðbúnaður til þess að enn fleiri komi út úr fangelsum betri menn og hæfari...En það breytir ekki tvískinnungnum í umræð- unni um glæpi og refsingu, sem sýnir að „oft er á ferli úlfur og refur í einum og sama manninum.““ Oddur Ólafsson í Degi 14. okt. Kynningarskattur á launþega? „Því miður er það svo að almennt hafa útlendir menn í besta falli yfirborðskenndar hugmyndir um ísland og menningarþjóðina einstöku sem það byggir. Að auki má fullyrða að erlendum þjóðum er upp tO hópa öldungis hulið á hvem veg íslensk þjóð hefur haft mótandi áhrif í veraldarsögunni. Það er skylda okkar íslendinga að koma þessari vitneskju á framfæri en það verður trú- lega ekki gert án þess að stórauknum flármunum verði varið til kynningar á islenskri arfleifð og menningu er- lendis. Til álita hlýtur að koma að sérstakur skattur verði lagður á launþega og fyrirtæki til að unnt reynist að standa með fullri reisn að slíku kynningarstarfi." Ásgeir Sverrisson í Mbl-pistli 14. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.