Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Frækileg björgun á skipstjóra Víkings SU 43 sem strandaði við Barða: Naumlega bjargað - lá meðvitundarlaus tímunum saman áður en hann gat tilkynnt um strandið „Við fórum þrír á slöngubát frá Flateyri á strandstað og það stóð mjög glöggt að tækist að bjarga skip- verjanum," sagði Benedikt Gunnars- son, björgunarsveitarmaðm- frá Flat- eyri, sem við þriðja mann stóð að frækilegri björgun aðfaranótt sunnu- dags með aðstoð félaga þeirra á björgunarskipinu Gunnari Friðriks- syni frá ísafirði. Ekki mátti seinna vera að skip- stjóranum á Víkingi SU 43 yrði bjarg- að af strandstað við norðanverða Krossvík á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Þegar skipverjar á Gunnari Friðrikssyni huguðu að Víkingi SU skömmu eftir björgun mannsins hafði báturinn brotnað í spón og nær ekkert var eftir af hon- um. „Þegar við komum á staðinn á slöngubáti frá Flateyri fórum við tveir, ég og félagi minn, Gunnlaugur Jónsson, um borð í Víking en þriðji maðurinn fór frá aftur og lónaði á slöngubátnum rétt fyrir utan,“ sagði Benedikt. „Sá sem stjómaði slöngubátnum, Sævar Ingi Pétursson, var öllum hnútum kunnugur á strandstað en erfitt var að komast að Víkingi í svartamyrkri og mikið var þama af skerjum. Skipstjórinn á Víkingi var slasaður þegar við komum að, hann „Ég kom út í gróða. Veislustjórinn okkar og einn besti vinur, Ragnar Rögnvaldsson, orðaði það þannig í brúðkaupinu að auglýsingar borgi sig,“ sagði Haukur Magnússon, við- skiptafræðingur og ofur-Þróttari, sem gekk að eiga sína heittelskuðu, Soffiu Marteinsdóttur, sl. laugardag eftir sögulegt bónorð. Það varð ekki aðeins landsfrægt heldur var greint frá því í blöðum og sjónvarpi erlend- is. Haukur bað Soffiu nefnilega í Þessi mynd birtist á skjánum þegar Haukur bað Soffíu „í beinni". sjónvarpsauglýsingu í lok ágúst sl. eins og DV greindi þá frá. Haukur hafði lengi hugleitt að bera upp bónorðið með þessum óvenjulega hætti. Góður vinur hans, Pétur Jónsson hjá Filmus, ákvað að aðstoða hann við gerð bónorðs- filmunnar. Hún var síðan sýnd í sjónvarpinu. Það kvöld passaði Haukur að vera ekki heima heldur dvaldi hjá vini sínum. Eiginkona vin- arins gerði sér erindi i heimsókn til Soffiu og kom fyrir upptökuvél svo lítið bar á. Viðbrögð Soffiu við bón- orðinu voru þvi fest á filmu. í erlenda fjölmiðla Frásagnir af þessu óvenjulega bón- orði fóra víða. M.a. birtust heilu opn- urnar í sænskum dagblöðum, Extra- blaðinu og Svenska Aftenblaðinu. Þá keyptu tvær þýskar sjónvarpsstöðv- hafði fengið mikið höfuðhögg þegar hann fór á fullri ferð upp í fjöruna. Það hefur verið gifurlegt högg og hann hefur rotast. Við létum því skjóta fluglínu úr slöngubát sem var þama rétt fyrir utan og drógum til okkar lítinn gúmmíbát frá Gunnari Friðrikssyni sem búið var að taka mótorinn af. Við settum skipstjórann um borð i þann bát og drógum hann ar, RTL og Sat 1 bónorösauglýsingu Hauks og svarfilmu Soffiu. Bónorðið var sýnt í sérstökum þáttum við góð- ar undirtektir þýskra, sagði Haukur, sem hefur fengið þættina senda að utan i heild sinni. „Ég held að erlendu fjölmiðlamir hafi komist að þessu í gegnum DV,“ sagði Haukur. „Þegar fréttin hafði birst þar fór hún á Reuter og síðan byrjaði boltinn að rúlla. Það var varla vinnufriður fyrir hinum ýmsu stöðvum úti í heimi sem voru að hafa samband." Enn átti DV eftir að koma við sögu í tilhugalífinu því fimmtudaginn fyr- ir rúmri viku birtu vinkonur Soffiu stóra auglýsingu í blaðinu þess efnis að hún ætti að vera tilbúin kl. 17 laugardaginn 9. október. Þá kæmu þær til að „gæsa“ hana. Ljósadýrð í Viðey Um helgina gengu þau Soffia og Haukur svo í það heilaga í Háteigs- kirkju. Séra Pálmi Matthíasson gaf brúðhjónin saman. „Eini lösturinn sem ég sé á honum er að hann skuli ekki vera Þróttari - hann er Víking- ur,“ sagði Haukur um prestinn. Eftir hjónavígsluna var fjölmenn brúð- Haukur er frægur köttari. út og þaðan var hann fluttur um borð í björgunarskipið. Við fóram sömu leið út í björgunarskipið. Það var sið- an siglt með skipverjann á Víkingi til læknisskoðunar á Flateyri. Björgun- arskipið fór aftur á strandstað en þá var báturinn mölbrotinn," sagði Benedikt. Víkingur SU 43, sem var um 7 tonna nýlegur plastbátur, sendi Til- kaupsveisla haldin úti í Viðey og þar héldu stórmerkin áfram að gerast. „Það var sett i gang alveg sérstök flugeldasýning. Þeir sem voru að byggja þessa Kringlu þóttust eitthvað vera með þetta á sínum vegum en við litum á þetta sem okkar sýningu. All- ir gestimir fóru út á tröppur og lásu hitt og þetta út úr sýningunni. Það stóð þarna „Haukur og Soffia" og „Þróttur" og fleira sem flugeldarnir skrifuðu á himininn," sagði Haukur. „Norðurljósin lituðu himininn á þessum óvenjulega fallega degi og einhver hafði á orði að Þróttur hefði kostað þau og sett upp.“ kynningaskyldunni orðsendingu um brottfór frá Skagaströnd kl. 15.30 á laugardag og var ferðinni heitið tfi ísafjarðar. Siðast var vitað um ferðir bátsins er skipstjórinn talaði við eig- inkonu sína um kvöldmatarleytið og taldi hann sig þá eiga eftir um 15 mílna siglingu til Bolungarvikur þangað sem hann hugðist fara. Klukkan tíu á laugardagskvöldið hafði Tilkynningaskyldan engar frek- ari spumir haft af ferðum bátsins og var lögregla og skip þá beðin að svip- ast um eftir bátnum. Leitað var í öll- um höfnum á Vestfjörðum en þegar það bar ekki árangur var björgunar- skipið Gunnar Friðriksson kallað út um kl. tvö aðfaramótt sunnudags. Björgunarskipið leitaði fyrst á ísa- fjarðardjúpi fyrir utan Bolungarvík þar sem líklegast þótti að báturinn gæti verið og síöan á Aðalvík. Skip- verjinn á Víkingi tilkynnti síðan rnn strandið um kl. 5 um nóttina. Líkm- eru taldar á að báturinn hafi strand- að um miðnættið en skipstjórinn þá rotast og ekki getað látið vita af sér i nokkra klukkutíma. Skipstjórinn á Víkingi var fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði. Samkvæmt upplýsingum þaðan í gærkvöldi var líðan hans eftir atvikum en hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Haukur og Soffía em nú að undir- búa brúðkaupsferð sem á að standa í hálfan mánuð a.m.k. Enn hefur ekki verið ákveðið hvert skuli halda. En þau hafa fengið nokkra æfingu því peningunum, sem þau fengu fyrir bónorðsauglýsinguna frá þýsku sjón- varpsstöðvunum, var varið til að fara í eins konar „forbrúðkaupsferð" til Parísar. Og þau tóku vinahjónin frá auglýsingakvöldinu góða með. Sá boðskapur sem nýbökuðum brúðguma er efst í huga eftir við- burðaríkan tíma er einfaldur: „Þetta sannar manni að orð skulu standa, jafnt bónorð sem önnur orð.“ -JSS Mýrdalsjökull vaknar Raunvísindastofnun Háskbla íslands fylgist nú með 12 sig- kötlum í Mýr- dalsjökli. Magn- ús Tumi Guð- mundsson hjá RHÍ sagði aug- ljóst að Mýr- dalsjökull væri að vakna til líf- isins. RÚV greindi frá. Rafbyssuárás Árás var gerð á pitsusendil við iðnaðarhúsnæði á Seltjamamesi undir miðnætti á laugardag. Hafði pitsa verið pöntuð á stað- inn en þegar sendillinn kom þangað var ráðist að honum. Kom maður hlaupandi út úr myrkrinu og gaf sendlinum rafstuð með raf- byssu. Árásarmaðurin hafði að- eins um þúsund krónur upp úr krafsinu en málið er í rannsókn. Innbrot í vélsmiðju Tilkynnt var um innbrot í véla- verkstæði í vesturbæ Reykjavík- ur kl. 13.45 í gær. Þar var stolið miklu af rafmagnsverkfærum. Að sögn lögreglu er óvíst um verð- mæti þess sem stolið var en talið víst að það nemi tugum þúsunda króna. • Þá var brotist inn í fjóra sum- arbústaði í Skammadal í Mosfells- dal. Brotnar voru rúður og hurð- ir. Ýmsu lauslegu var stolið. Njála efst Brennunjálssaga hafði hlotið flest atkvæði í vali á bók- menntaverki árþúsundsins sem lauk á miðnætti í nótt á Vísi.is. Ríf- lega fiórðungar þeirra sem höfðu tekið þátt kusu Njálu. Á eftir komu Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness og Hávamál. Valinu lauk á miðnætti í nótt. Úrslit verða kunngjörð í dag. Ofbeldisdómum fjölgar Dómum fyrir oíbeldi fiölgaði mikið í fyrra, eða um 40%, og um 60% síðustu tvö árin. Samt hefur þeim sem afplánuðu fangelsis- dóma fyrir ofbeldi fremur fækkað en Qölgað. Aðeins 15% dæmdra ofbeldismanna á síðasta ári end- uðu í fangelsi en langsamlega flestir sleppa með skilorðsbundna dóma. Reykur í Hvalfirði Bilun varð í hreinsibúnaði Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í gær og lagði mik- inn kísilreyk upp úr skorsteinum verksmiðjunnar. Að sögn for- svarsmanna verksmiðjunnar varö bilunin vegna rafmagnstrufl- un. Vísir.is greindi frá. Skólp í fjöru íbúar Lambhóls við Ægisíðu era ósáttir við frammistöðu Reykjavíkur- borgar í hol- ræsamálum sínum. Um 25 metra langt rör er það eina sem liggm- frá húsinu og nær það rétt út i fiöruna fyrir neðan húsið og fyllist fiaran því iðulega af skólpi. Viðbrögð borgaryfir- valda við beiðnum íbúa um var- anlega lausn á málinu hafa verið þau að verkið yröi of dýrt. Stöð 2 greindi frá. Samkomulag Stéttarfélögin Efling, stéttarfé- lag, Iðja, félag verksmiðjufólks, Verkalýðsfélagiö Hlíf í Hafnar- firði og Verkalýös- og sjómannafé- lag Keflavíkur hafa gert með sér samkomulag um undirbúning kjarasamninga, samræmingu á kröfum og samstöðu í aðgerðum ef til koma. Vísir.is greindi frá. -hdm/H.Kr. -HKr. ^ Erlendir Qölmiðlar keyptu bónorðsfilmuna eftir DV-frétt: Eg kom út í gróða - sagði Haukur Magnússon sem bað unnustunnar í beinni Haukur og Soffía í gjafa- og blómahafi eftir brúðkaupið. Þau fóru til Parísar í „forbrúðkaupsferð“ en eiga eftir að ákveða hvert haldið verður í aðalbrúðkaupsferð. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.