Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Fréttir Margrét Frlmannsdóttir um brotthvarf Áma Þórs og félaga: Eiginhagsmunir ráða DV, Suðurlandi: „Við höfum lengi átt þennan draum að sameina vinstrimenn eða félagshyggjufólk í landinu. Hins vegar hefur ýmislegt komið í veg fyrir það, ekki endilega pólitísk deiluefni. Fyrst og fremst hafa eig- inhagsmunir verið látnir ráða og því miður er það hópur vinstri- manna sem hugsar meira um sjálfa sig og sinn eigin frama heldur en málefnin. Núna hefur þetta orðið til þess að menn hafa búið til vinstri- flokk til hliðar við Samfylkinguna en ég vonast nú til þess að seinna meir komi þessir menn og sjái mik- ilvægi þess að þessi breiðfylking verði til, og hún verður til með eða án þeirra," sagði Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Samfylking- ar, á Selfossi á laugardagskvöldið, eftir stofnfund Samfylkingarfélags- ins á Suðurlandi. í Degi á laugardag gerir Árni Þór Sigurðsson upp sam- starf sitt við Samfylkinguna og seg- ir þar meðal annars að vonir um breiðfylkingu séu brostnar og hún hafi ekki náð að fóta sig í tilver- sjá foringja í framvarðasveit Sam- fylkingarinnar: „Ég veit ekki hvar hann setur sína mælistiku, þetta eru svolítið skrýtnar kveðjur sem hann er að senda fyrrum félögum sínum. Hann hefur að vísu tapað prófkjörum bæði í borgarstjórnar- og alþingis- kosningum og kannski eimir eitt- hvað eftir af sárindum," sagði Mar- grét Frímannsdóttir. Margrét segir að brotthvarf Áma Þórs og íleiri manna breyti engu fyrir R-listann i Reykjavík. „Vissulega sé ég eftir þeim og hefði viljað sjá þá áfram með okk- ur. Það mun hins vegar engu breyta varðandi störf hvorki Reykjavíkur- listans né annars staðar á landinu. Við erum í samstarfi í flestum sveitarfélögum landsins og R-list- inn er auðvitað með Framsóknar- flokkinn lika. Þar hafa menn sam- einast gegn Sjálfstæðisflokknum og það er mjög gott og vonandi er það framtíðin sem við sjáum fyrir okk- ur í landsmálapólitíkinni. Ég sé ekki að þetta brotthvarf muni breyta neinu, Reykjavíkurlistinn verður jafnöflugur og áður,“ sagði Margrét. -NH Frá stofnfundi samfylkingarfélagsins á Selfossi. unni. „Þetta lýsir honum meira heldur en Samfylkingunni vegna þess að hann virðist ekki hafa lagt sig fram um að fylgjast með því starfi sem hefur verið innan Sam- fylkingarinnar. Pólitikin er ekki rýr, það höfum við sýnt í störfum þingflokksins nú þegar. Við erum með mjög öfluga kjarastefnu, við viljum beita okkur sérstaklega fyrir þá sem hafa lökust kjörin í landinu og við stefnum að mjög góöu sam- starfi við okkar fólk innan laun- þegahreyfingarinnar í þeim málum. í umhverfismálum höfum komið fram með mjög skýrar línur hvað varðar dreifða eignaraðild, við höf- um farið fram á það að utanríkis- málin verði rædd út frá nýjum grunni og við höfum komið fram með markvissa stefnu í byggðamál- um. Árni Þór er einn af þeim sem vilja halda inni gömlum gildum sem voru mjög góð hér á árum áður en ýmislegt hefur nú breyst síðan þá þó að hann hafi ekki fylgt með,“ sagði Margrét. Foringjaleysi? f viðtalinu i Degi segist Árni ekki Hetjur hálendisins vmhri < Björgunarsveitir landsins eru loksins famar að æfa sig eftir langt hlé. Skraddarar, skrifstofumenn og skatt- stjórar streyma nú til fjalla í því skyni að halda rjúpnastofninum í skefjum sem er þjóð- þrifaverk þar sem rjúp- an sækir mjög að beija- lyngi og öðram gróðri sem nú á mjög í vök að verjast. Það er hættuspil að vemda berjalyngið með því að drepa rjúp- una og ófáar hetjur há- lendisins lenda í háska við gróðurverndarátak sitt. Þar koma^ björgun- arsveitarmenn' til sög- unnar og bjarga gjaman náttúruvemdarmönnunum og fá í sömu andrá æf- ingu i því að leita til fjalla, yli húsa fjær. Það er því gagn af rjúpnaskyttum í tvennum skilningi - þeir stuðla að gróðurvemd með fyrirbyggjandi aðgerð- um og sjá um að halda björgunarsveitarmönnum í formi. Eitt vandamál er þó enn til staðar. Ekki er fost læknavakt til fjalla sem nauðsynlega þyrfti þar sem rjúpnaskyttur eiga það til að slasast við starf sitt í þágu þjóðarinnar. Rjúpan sjálf er ekki hættu- leg en hún á það til að beita klókindum sem stefna lífi og limum veiðimanna í hættu. Ekki er óalgengt að rjúpa komi sér fyrir í skot- línu úr tveimur gagnstæðum áttum og þá er voðinn vís þegar tveir veiðimenn hleypa af í sömu andrá. Umhverfíssóðinn, rjúpan, getur því allt eins staðið uppi með lyngið í nefinu en skytturnar tvær verið óvígar, annaðhvort af sárum eða vegna taugaáfalls sem er bein afleiðing af lífsháskanum. Landverndar- átakið getur þvi verið erfitt því hún á það til að vera ein upp til fjalla. Það þarf því mann á rjúpu til að ná árangri án þess að stórslasast. Þrátt fyrir að rjúpan sé mjög neðarlega í lífkeðjunni en rjúpnaskyttan að sama skapi ofarlega er það ekki mælikvarði á getu hennar til að komast af. Konungur háloftanna, örn- inn, var henni lengi skeinuhættur en hún hefur náð að útrýma honum að miklu leyti með óþekktum að- ferðum. Svo illa var komið fyrir arnarstofninum að þjóðin ákvað að friða hann fyrir ágangi og brellum rfúpunnar og segja þessum bragðgóða hænsfugli strið á hendur. Það stríð stendur nú sem hæst og þjóðinni ber skylda til að tryggja svo sem hægt er öryggi hermanna hálendisins. Fórnfýsi þeirra er óendanleg og ekki hefur þurft að skikka þá til þjón- ustunnar við þjóðina og berfalyngið. Margir þeirra sem lýst hafa áhyggjum af örlögum gæsanna þegar Eyjabökkum verður sökkt axla nú byssur sínar og halda á fiöli til verndar gróðrinum. Það er því hrein og tær ást á lífríkinu sem ræður fór en ekki veiðieðlið. Þarna þarf ekkert herútkall. Ást- in á landinu og gróðri þess er slík að sjálfboðaliðar fara hundruðum saman hvemig sem viðrar um heiðarlönd og gjarnan kaldir og hraktir. Erfitt er um bílastæði fyrir alla og því hafa sumir náttúru- verndarmennirnir orðið að leggja jeppum sínum utan vega í gróðurreitum sem rjúpan hefur enn ekki náð að eyða með klóm sínum og goggi. Björgunarsveitir þurfa að vera stöðugt á vakt og heimilislæknar verða að skipuleggja reglubundnar vaktir á öllum fiallahring landsins. Látum hetjun- um ekki blæða út, yli húsa fiær, í átökunum við lyngvarginn. Dagfari PR-mönnum ofboðið Þeim fiölgar sífellt sem yfir- gefa alvöru fiölmiðla til að taka að sér að sfiórna umfiöllun fiöl- miðla með óbeinum hætti. Mikl- ir peningar eru í boði fyrir fréttamenn sem snúa baki við fréttamennsku til að gerast PR- menn fyrir fyrir- tæki. Nú hefur varaformaður Blaðamannafé- lags íslands Þór Jónsson skorið upp herör gegn PR-plágunni. Hann sagði í viðtali við kollega sína á Bylgjunni að þeir sem væru í PR-störfum ættu ekkert erindi í Blaðamannafélagi Islands og svo var að skilja að henda ætti þeim út. Þetta sárnar mörgum góðum PR-drengnum og þeim ofbýður málflutningur Þórs.... FLAS Gárungarnir sem koma við í kaffi á Hótel Loftleiðum eru baneitraðir í tung- inni, enda þótt þeu: seu gestir JommSf Flugleiða meðan . Mj þeir renna niður kaffinu. Þar var um daginn rætt um sameiningu Flugleiða og SAS, og hugsanlegt nafn á barninu. Flugfélag íslands og Loftleiðir urðu Flugleiðir. Núna telja vitringarnir á flugvellinum að Flugleiðir og SAS verði FLAS, - samanber máltækið „Ekki er flas til fagnaðar". Samkvæmt samheitaorðabókinni þýðir nafnið: Bráðræði, glópska, ófor- sjálni, óvarkárni... Englar í myrkri Illa gengur að ljúka Myrkra- höfðingjanum eftir Hrafn Gimnlaugsson og allar líkur á að frumsýningu verði ekki á næstu vikum en þann um næstu mánaðamót rennur út frest- urinn fyrir for- val vegna Ósk- arsverðlauna. Friðrik Þór Guðmunds- son hefði vilj- að klára Myrkra- höfðingjann sem þá hefði keppt við Ungfrúna góðu um útnefn- ingu til Óskarsins. Þess í stað munu væntanlega Englar alm- heimsins eftir Friðrik og Myrkrahöfðingi Hrafns bítast um útnefningu að ári. Ungfrúin verður þvi að öllum líkindum sjálfkjörin. Reiknimeistarinn Áhugamönnum um talna- speki og reikningslist er enn í fersku minni þegar úrsagnar- hrina Steingríms J. Sigfús-. sonar og félaga gekk yfir Al- þýðubandalagið. Líta menn þá helst til framgöngu þáverandi framkvæmdarstjóra flokksins, Heimis Más Péturssonar, sem hafði þau orð við brott- hvarf þeirra fé- laga að fleiri hefðu gengið í Alþýðubanda- lagið en úr því. Eitthvað virðast þessir liðsmenn hafa lagt lítið til mál- anna þar sem allaballar biðu af- hroð í prófkjörum um allt land og ekki var nú árangur Sam- fylkingarinnar í kosningum neitt til að hrópa húrra fyrir. Notaði forsætisráðherra þá meðal annars tækifærið og rifi- aði upp þessi orð Heimis Más, Samfylkingunni til háðungar. Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandltom íáfT. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.