Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999 Fréttir Fíkniefnamál tíumenninganna sem sitja í gæsluvarðhaldi að skýrast: Möguleiki að ákært verði aftur í tímann - rannsóknin beinist m.a. að fjölda smyglferða á a.m.k. 12 mánaða tímabili Lögreglan útilokar ekki að fleiri veröi handteknir í stóra fíkniefna- málinu. Níu menn eru í haldi fikni- efnalögreglunnar en ríkislögreglu- stjóri rannsakar þátt tíunda manns- ins sem síðast var úrskurðaður í gæsluvarðhald Lögreglan segir að játningar liggi fyrir hjá þeim sem inni sitja. Hins vegar heldur rannsókn þessa um- fangsmikla máls áfram - innflutn- ingur, sala og dreifing efnanna, fjár- mögnun og eignamyndun af fikni- efnagróðanum. Athygli vekur að smyglleiðin Kaupmanna- höfn/Reykjavík er talin hafa verið notuð í að minnsta kosti heilt ár áöur en málið komst upp. Um það hve tíðar smyglferöirnar í gámum voru liggur ekki fyrir. Á hinn bóg- inn telur lögreglan að á annað hundrað kíló af fíkniefnum hafl ver- ið flutt á þessari leið - þar af veru- legur hluti af sterkum fíkniefnum. í þessu sambandi segir lögreglan að þegar upp verði staðið sé mögu- legt að einhverjir af tíumenningun- um verði ákærðir fyrir innflutning á mun meira magni en lagt hefur verið hald á. Mál þetta er um margt farið að minna á svokallað málningardósa- mál. Þar voru tveir menn ákærðir fyrir að flytja hátt í 70 kíló af hassi til íslands með Eyrarfossi og Ála- fossi í tíu ferðum á tímabilinu des- ember 1985 til nóvember 1987. Þá lagði lögreglan einungis hald á efni sem komu í tíundu og siðustu ferð- inni - 10,7 kíló af hassi. Mál tíu- menninganna er miklu alvarlegra, ekki síst vegna þess að þar er inn- flutningur ekki aðeins á tugum kílóa af hassi heldur einnig á miklu magni af sterkum og hættulegum fikniefnum sem dómstólar hafa tek- ið hart á á síðustu misserum. Lögreglan hefur lagt hald á fjár- muni, bíla og fasteignir fyrir meira en 70 milljónir króna. Þar er um að Hörð gagnrýni á R-lista á framsóknarþingi: Kennaramal í ólestri Hörð gagnrýni kom fram á borg- arfulltrúa R-listans og borgarstjóra á kjördæmisþingi Framsóknar- flokksins um helgina vegna stöðu kennaramála í Reykjavík. Einn þingfulltrúa, Sigfús Ægir Ámason, sagðist ekki sáttur við það sem for- eldri að bamið sitt heföi verið kenn- aralaust þegar það kom heim úr skólanum í haust. Síðan hefði rúm- lega tvítugur kennari fengist til að kenna bekknum. „Ég er ekki sáttur við að borgar- yfirvöld í Reykjavík sætti sig við það að ómenntaðir aðilar séu bama- kennarar í borginni. Borgaryfirvöld virðast horfa á það þegjandi að kennarar séu tíndir út úr skólunum vegna boða um betri kjör en bregð- ist ekki við vandanum. Smám sam- an getur þetta þýtt að einu kennar- arnir í Reykjavík verði þeir sem fá hvergi annars staðar vinnu. Ástæð- una fyrir þessu tel ég vera þá að þeir sem era að ráða þetta fólk í vinnu hafa ekkert um kaup og kjör að segja. Það em einhverjir allt aðr- ir sem stjóma peningamálunum. Það er miklu nær að hinir síðar- nefndu sjái um ráðningamcU' i stað þess að henda þeim í skólastjórana sem mega ekki ráða nokkmm sköp- uðum hlut.“ Sigfúr Ægir kvaðst eiga son í 7. bekk sem væri nú með sinn 6. kennara. Svo ætti hann son í 4. bekk sem væri að fá 5. kennarann sinn núna. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi R-lista, kvaðst vísa gagnrýni Sigfúsar Ægis til föðurhúsanna. Reykjavíkurborg hefði sett 330 milljónir, til viðbótar við kjara- samninga, í skólana. 75 kennara- stöðum, umfram almenna bekkjar- kennslu, hefði verið bætt við. Landlægur skortur hefði verið á kennurum en nemendum hefði fjölgað. Samkvæmt niðurstöðum athugunar nefndar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og mennta- málaráðuneytisins yrði viðvarandi skortur á kennaramenntuðu fólki næstu 4-5 árin. -JSS ræða ætlaðan gróða af fikniefnasölu hér á landi. Þegar og ef ákærur verða gefnar út í því sambandi mun í fyrsta skipti reyna á fyrir dómi ný- legt ákvæði í lögum þar sem lög- reglu er heimilað að leggja hald á eignir sem talið er að hafi verið afl- að með ólögmætum hætti. -Ótt DV-mynd Arnheiður Þak hefur verið sett á fjölnota íþróttahúsið í Reykjanesbæ. Reykjanesbær: Fjölnota íþróttahúsiö heiti Reykjaneshöll DV, Suðurnesjum: Markaðsráö Reykjanesbæjar hefur ákveðið að fara þess á leit við bæjarstjóm að „Reykjaneshöll- in“ verði nafnið á nýja fjölnota íþróttahúsinu. Nafnið hefur verið samþykkt af eigendum hússins. Á alþjóðavettvangi yrði nafnið „Reykjanes Arena“ notað sem nafn á húsið. -A.G. Ótraustar fréttir Sunday Times - Ólafur Ragnar Grímsson sagöur fyrrum bóndi Eitthvað virðist vanta á heima- vinnuna hjá tveimur blaöamönnum Sunday Times sem halda því fram í grein í blaðinu í gær að Ólafur Ragnar Grímsson sé fyrrverandi bóndi. í því sambandi er í gæsalöpp- um haft eftir fyrmrn eiginmanni Dorrit Moussaieff að sér þyki ólík- legt að hún muni giftast forseta ís- lands. Fjölskylda hennar sé miklu ríkari en ísland og þú myndir aldrei sjá hana á bak við plóg! Blaðið greindi frá því að híinn 56 ára forseti, og fyrmm bóndi, hefði sagt sjónvarpsáhorfendum að hann væri að þróa nýtt ástarsamband. Nokkrum dögum síðar hefði hann „fallið aftur“. Þá af hesti þegar þau Dorrit hefðu farið í útreiðartúr þar sem myndir voru teknar af þeim. Þessar „fréttir" em í raun niður- lag greinar sem að öðru leyti fjall- ar í aðalatriðum um hve Dorrit Moussaieff sé auðug. Þannig hafi hún nýlega selt hlutabréf fyrir um 5 milljarða íslenskra króna í stærstu skrifstofubyggingu Bret- lands - Canary Wharf. Dorrit er í greininni sögð búa í 240 milljóna króna húsi við Cadogan Square í London. Sunday Times greinir frá. því að fjölskylda Dorritar eigi sér aldagamla sögu í Jerúsalem - fólk- ið er sagt á meðal 350 efnuðustu íbúa Bretlands. -Ótt n l|í nintendo64 GAMEBÖf AEG __ Manchester United - sameiginleg sigurganga frá 1982 ' SHAfíP hetw r*ríd aöa&yrktatadili Uáncestar Un/tad Irí 1982 Nöfn allra þeirra sem kaupa SHARR Aoneer AEG tækl eða aðrar vörur fyrir að lágmarki 10.000 kr., frá Bræðrunum Ormsson, eða hjá umboðsmönnum, komast í lukkupott sem dregið verður úr í desember næstkomandi. Verðlaunin eru ekki af verri endanum O Þrír farseðlar á leik Manchester United í Manchester í byrjun næsta árs. (Innifalið: Flug, gisting, morgunveröur og miðar á leikinn). O 2 flugmiðar til Akureyrar með íslandsflugi og gistinótt á Fosshótel KEA G 5 stk. Game Boy Color O 10 SHARP-bolir O 100 stk. Nintendo Mini Classics Alls eru 120 vinningar í Lukku-pottinum. Þú kaupir SHARP, PIONEER, AEG tæki eða aðrar vörur að verðmæti 10.000 kr., á tímabilinu sept.-des. og ferð í Lukku-pottinn (fyllir út miða með nafni og heimilisfangi). Gildir hjá Bræðrunum Ormsson og hjá öllum umboðsmönnum. OYAMAHA jamo 0mDesir Fuuux Nikon LOEWL sw®ca CNinrendo) B R Æ Ð U R N I R (©] ORMSSON Lógmúlo 8 • Sími 530 2800 /uiosCopco TEFAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.