Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 Neytendur__________________________________x>v Verökönnun í matvöruverslunum: Verð í Bónusi lækkar aftur en Nóatún hækkar Verð í verslunum Nóatúns hefur hækkað um 5,9 prósent frá því í mars en verð í Hagkaupi hefur lækkað mest á sama tímabili eða um 5,76 prósent. Nóatún hefur með þessu skipað sér í flokk þeirra versl- anakeðja og stórmarkaða sem bjóða hæst vöruverð. Lægsta vöruverðið er sem fyrr í Bónusi og hefur bilið milli Bónuss og Nettó aukist frá síð- ustu verðkönnun enda lækkaði verð í Bónusi frá könnun sem gerð var í september en hækkaði í Nettó. Verslanirnar sem sýndu mesta verðhækkun i síðustu könnun hafa nú lækkað verð nánast að sama skapi. Þetta eru niðurstöður nýrrar verðkönnun sem gerð var á vegum Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu i 10 matvöru- verslunum. Könnunin var gerð fóstudaginn 22. október og náði til 109 vörutegunda. Tekið skal fram að hér var um beinan verðsamanburð að ræða en ekki var lagt mat á þjón- ustustig sem er afar mismunandi í verslununum. Nýkaup og Nóatún hæst Helstu niðurstöður könnunarinn- ar eru þær að lægsta verðið er í Bónusi, 82,3 miðað við meðalverðið 100 í öllum verslununum. Aðrar verslanir undir meðalverði eru Nettó, Hagkaup og Fjarðarkaup. Hæsta meðcdverð mældist í Ný- ,JHáríðámérbytjaðiað þymiast um tvítugt“ Sérfræðingurinn, Jiirn Petersen, verður til viðtals dagana 4.-7. nóvember nk. Persónuleg þjónusta í fullum trúnaði. Apollo Hárstúdíó Hringbraut 119 • 107 Reykjavík. Sími: 552 2099 • Fax: 562 2037 tAI>OLL.g-i Verð í stórmörkuðum höfuðborgarsvæðisins er mjög misjafnt og því mikilvægt að vera vakandi fyrir öllum verö- breytingum. kaupi og Nóatúni eða 107,1 og 107,0 miðað við meðalverðið 100. Meðal- verð í Nóatúni í sambærilegri könn- un í mars var 101,6. Verð í Bónusi lækkaði um 3,05 prósent frá síðustu könnun sem gerð var í september en þá hafði verðið þar hækkað um 3,7 prósent frá könnun sem gerð var i júlí. Sú hækkun hefur því að mestu gengið til baka. Verð í Samkaupum hafði einnig hækkað samkvæmt könnun í september en lækkaði nú aftur um nær sama hlutfall, 2,33 prósent. Óveruleg lækkun varð jafnframt i Strax, Fjarðarkaupum og Hagkaupi. Mest verðhækkun frá könnun í september var í 11-11, um 2,31 pró- sent, en verð hækkaði einnig í Nettó, Nóatúni, Nýkaupi og lítUlega í 10-11. Baugur hæstur og lægstur Könnunin var gerð í eftirfarandi verslunum: Bónus Holtagörðum, Fjarðarkaupum, Hagkaupi Smára- torgi, 10-11 Glæsibæ, Nóatúni Hring- braut, Samkaupum Hafnarfirði, 11- 11 Grensásvegi, Nýkaupi Kringl- unni, og Strax Hófgerði. Könnunin var gerð með sama hætti og verðkannanir DV, þ.e.a.s farið var á á sama tíma í allar verslanirnar og ekki var tilkynnt um verðkönnun heldur höguðu verðtakendur sér eins og þeir væru í verslunarferö. Þegar búið var að renna vörunum í gegnum kassann var tilkynnt um verðkönnunina. Með þessum hætti endurspeglast best vöruúrval versl- ananna á þeim tíma sem verðkönn- unin er gerð og einnig er komið í veg fyrir allt misferli. Ef Fjarðarkaup er frátalið fara innkaup verslananna tíu í könnun- inni ýmist í gegnum Búr eða Baug. Verslanirnar sem mælast með hæsta og lægsta verð tilheyra báðar Baugi, þ.e. Bónus og Nýkaup, og talsverður verðmunur er einnig á Hagkaupi og 10-11. Búrsverslanim- ar Strax, 11-11 og Nóatún raða sér hins vegar í efstu sætin ásamt Ný- kaupi. -GLM Hlutfallslegur verðmunur - milli matvöruverlana a höfuðborgarsvæðinu 100 T----Kn m W "I02'2 |9W ** 82,3 80 60 40 20 kr. Meöalverð=100 kr -o a> ta £2. ti ^ IJUi C/D rH C/> i-J 107,0 _ 107,1 |F r t= ca. 1 Jí§ r mmrnm IBgg Flrönsk lauksúpa Þessi matarmikla franska lauk- súpa yljar vel á köldum vetrar- kvöldum. Uppskrift 1 msk. smjör 2 msk. ólífuolia 4 stórir laukar, skornir í þunnt 2-4 hvítlauksgeirar, smátt niður- sneiddir 1 tsk. sykur 2 msk. hveiti 1/2 bolli þurrt hvítvín 8 bollar kjúklingakraftur 2 msk. koníak (má sleppa) 6-8 sneiðar af finu snittubrauði 1 hvítlauksgeiri, afhýddur 350 g ostur að eigin vali. Aöferð 1) Hitið olíuna og smjörið í potti og bætið lauknum út í. Látið malla í um 10-12 mínútur eða þar til lauk- urinn hefur brúnast. Bætið þá hvít- lauknum og sykrinum saman við. Látið malla áfram í um 30-35 mínút- ur og hrærið í á meðan. 2) Bætið hveitinu smátt og smátt Þessi matarmikla franska lauksúpa yljar vel á köldum vetrarkvöldum. saman við og hrærið því vel saman við. Bætið þá hvítvíninu og kjúklingakraftinum saman við og látið koma upp suðu. Lækkið hitann og látið allt malla í um 45 mínútur. Bætið koníakinu þá saman við ef það er notað. 3) Hitið grillið í ofninum og bakið snittubrauðið þar í. Nuddið báðar hliðar á hverri brauðsneið með heila hvítlauksgeiranum. Hellið súpunni í 6-8 skálar og bætið einu til tveimur snittubrauðsneiðum ofan á. Setjiö ost ofan á snittubrauð- ið og skellið skálunum inn í ofninn í smástund eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram strax. -GLM Bætiefni við ýmsum kvillum Marblettir Ef þér hættir til að fá marbletti er ráðlegt að taka 1000 mg af C- vítamíni með P-vítamíni, rúþeni og hesperídíni þrisvar á dag til að draga úr viðkvæmni háræða. Marblettir verða til þegar smá- æðar undir húðinni rifna. Beinbrot Ef þið hafið einhvem timann beinbrotnað vitið þið hversu leið- inleg biðin eftir því að brotið grói er. Hægt er að hraða fyrir því að beinið grói með því að auka neyslu á kalki og D-vitamíni. Höfuðverkur Eftirfarandi vítamín og stein- efnablanda hafa reynst áhrifarík gegn höfuðverk. Takið 100 mg af híasíni þrisvar á dag, 100 mg af B-vítamíni gegn streitu tvisvar á dag eða kalk og magnesíum, sem eru hin róandi lyf náttúrunnar. Athugið að taka á helmingi minna af magnesíum heldur en kalki. Svefnleysi Svefnlyf unnin úr barbitúrsýru eru mjög sterk, vanabindandi, geta verið hættulee blandist þau öðr- um lyijum og geta valdið kalktapi. í stað hefð- bundinna svefn- lyfja má taka tryptófantöfl- ur sem unnar era úr náttúralegum amínósýrum og valda syfju. Áhrifaríkt er að taka þrjár tryptófantöflur hálftíma fyrir háttatíma, eina húðaða kalk- og magnesíumtöflu þrisvar á dag og þrjár töflur að auki hálftíma fyrir háttatíma Tíðaverkir Gott er að taka eftirfarandi bæti- efni gegn tíðaverkjum og bjúgi í kjölfar tíða: 50 mg af B6-vítamíni þrisvar á dag (er þvagörvandi), 100 mg af samsettu B-vítamíni fyrir og eftir hádegi. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.