Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og út^áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsia, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Augiýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt tii að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. „Engin flugufregn" „Hér virðist því ekki um neina flugufregn að ræða, eins og stundum áður,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, þegar hún hóf umræður utan dagskrár á Alþingi í liðinni viku. Tilefnið var nið- urstaða „rannsóknar“ sem birtist í tímariti banda- rískra kjarneðlisfræðinga - Bulletin of the Atomic Sci- entists - þar sem því var haldið fram að Bandaríkjaher hefði komið fyrir kjarnavopnum á íslandi og 14 öðrum ríkjum á árunum 1956 til 1959. Einn höfunda skýrslunn- ar er gamall kunningi íslendinga, William M. Arkin. Þessar „nýju upplýsingar“ voru vel þegnar af þeim sem alla tið hafa haft horn í síðu varnarliðsins - verið á móti þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. Á síð- ustu árum hefur fátt orðið til að gleðja gamla herstöðv- arandstæðinga og því var nú fögnuðurinn meiri en ella. Loksins var hægt að setja sig gamalkunnar stellingar og dusta rykið af gömlum slagorðum úr Keflavíkur- göngunum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, krafðist þess að skipuð yrði óháð rannsóknar- nefnd - „eins konar sannleiksnefnd“ - til að fara ofan í saumana á þessum málum. Deilur um það hvort kjarnavopn hafi eða hafi ekki verið geymd á íslandi hafa sprottið upp af og til í gegn- um árin, enda af litlu öðru að taka fyrir þá sem leggjast gegn varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Og þar hefur William Arkin verið liðlegur. Ríkisútvarpið dró Arkin fram á sjónarsviðið með furðulegum hætti á vormánuðum 1980. Þá sýndi Arkin hversu snjallri aðferðafræði hann beitir í fræði- mennsku sinni. Allar líkur áttu að vera á því að kjarna- vopn væru geymd á íslandi þar sem handbók banda- ríska sjóhersins um kjarnorkuöryggismál væri í notk- un hjá varnarliðinu. Rúmum fjórum árum siðar neyddist „fræðimaður- inn“ til að draga orð sín til baka, en hann var þá stadd- ur hér á landi í boði Félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands. En hann hafði annað fram að færa. Nú hafði hann upplýsingar um að flytja ætti kjarnorkuvopn til landsins á ófriðartímum. Með svipaðri hundalógik, sem gerði Arkin að athlægi þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með sérstakri aðstoð Ríkisútvarpsins, komst hann ásamt félögum sín- um að þeirri niðurstöðu að kjarnorkuvopn hefðu verið geymd hér á landi á sjötta áratug aldarinnar. Þar var lesið í eyðurnar og lesið vitlaust, eins og áður. Og nú hefur Arkin viðurkennt í viðtali við The Washington Post að honum kunni að hafa skjátlast. Nú er fullyrðingin ekki önnur en að „tilefni til að gruna“ að kjarnorkuvopn hafi verið staðsett hér á landi. Auðvitað er ekki hægt annað en dást lítillega að því fólki sem heldur áfram að berja hausnum við steininn, ár eftir árv En mikið hlýtur það að vera erfitt að berja hausnum alltaf við sama steininn. Steingrímur J. Sig- fússon getur líklegast gleymt „sannleiksnefndinni“ sem hann vildi koma á laggirnar án tafar. Margrét Frí- mannsdóttir getur einnig fagnað því að eftir allt saman var hér um „flugufregn“ að ræða og gott betur. Þetta var eftir allt saman bara gamall kunningi sem býr yfir ályktunarhæfileikum barns og fræðikunnáttu andskot- ans. Óli Björn Kárason „Ég mæli ekki endilega með því að Samfylkingin taki upp foringjabindindi Kvennalistans. En hún á að kynna sig sem flokk hinna mörgu starfandi stjórnmálamanna." Hvern vantar leið- toga? - Ekki mig vantaði en höfundur var sýnilega viss um að það væru ný tíð- indi fyrir samfylking- arfólk. Leiðtogi er engin töfralausn Mér kemur þetta tal sífellt á óvart vegna þess að ég hef verið í einum þeirra flokka sem standa að Sam- fylkingunni frá upp- hafi hans og umgengst talsvert af samfylking- arfólki að staðaldri en ég verð aldrei var við að þar finni menn til þessa leiðtogaleysis. „Mér kemur þetta tal sífellt á óvart vegna þess að ég hef ver- /ð f einum þeirra flokka sem standa að Samfylkingunni frá upphafi hans og umgengst tals- vert af samfylkingarfólki að staðaldri en ég verð aldrei var við að þar finni menn til þessa leiðtogaleysis Kjallarinn Gunnar Karlsson prófessor Átakanlegt er hvað fólk hefur miklar áhyggjur af leiðtoga- skorti Samfylkingar Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista. Mennta- málaráðherra, sem þarf þó að sinna mörgu og á enn eftir að koma upp menn- ingarmiðstöðvum í öllum landshlutum, hefur jafnvel gefið sér tíma til að reyna að finna Samfylking- unni leiðtoga. Um það bil allt síð- astliðið sumar var endurprentuð næst- um daglega sama klausan í Sandkom- um DV, þar sem sagt var frá því hvað Sam- fylkingarfólk þráði að fá Jón Baldvin Hannibalsson sem leiðtoga sinn, og að hann kynni að vera til í að fórna sér í hlutverkið ef hann væri beðinn nógu vel. Og ég sem hélt að sá gamli samstarfsmað- ur minn og pólitíski leiðbeinandi í kosn- ingabaráttunni árið 1967 hefði stigið virðulega út úr stjómmálun- um og fengið þokkalega atvinnu í Ameríku við að vera fulltrúi allr- ar þjóðarinnar. Loks gerðist það um daginn, 13. október, að tveir kjallaragreina- höfundar hér í DV tjáðu sig sam- tímis um vanda og vanlíðan Sam- fylkingarinnar að eiga engan leið- toga. Annar þeirra komst raunar að þeirri niðurstöðu að það væri ekki leiðtogi sem Samfylkinguna Það samfylkingarfólk sem ég heyri tala um pólitík talar um málefni, stefnu, leiðir til valda, ekki leiðtoga. Auðvitað þekki ég ekki alla og synja ekki fyrir að einhverjir sam- fylkingarmenn kunni að halda aö leiðin til fylgis og valda sé að eign- ast sterkan og heillandi leiðtoga. Slíkir menn em mikið í tísku nú um stundir. Viðreisn breska Verkamannaflokksins var skipu- lögð í kringum nafn og andlit eins manns og skilaði góðum árangri. Upphaf og sigur Reykjavíkurlist- ans byggðist að verulegu leyti á stjórnmálahæfileikum Ingibjargar Sólrúnar. Sjálfstæðisflokkurinn verður æ meira að eins manns flokki í hvert skipti sem ráðherra- lið hans er endumýjað. Á hinn bóginn eru nóg dæmi um hve laust það kjörfylgi oftast er sem veiðist á leiðtoga: Hannibal Valdimarsson, Vilmundur Gylfa- son, Albert Guðmundsson, Jó- hanna Sigurðardóttir áttu öll að halda uppi nýjum stjórnmálasam- tökum, náðu góðum árangri í fyrstu en svo til allt var horfíð áður en kjörtímabil var liðið. En Kvennalistinn, sem stundaði alla tíð strangt leiötogabindindi, gerði betur í öðmm og þriðju kosning- um sínum en þeim fýrstu. Leiðtogavandamálið Sterkir leiðtogar eru dálítið eins og sterkir drykkir; það get- ur verið flmaskemmtilegt með- an þeir era til en afleitt eftir að þeir eru horfnir. Um næsta for- mann sinn hugsa ég að sjálfstæð- ismenn eigi oft eftir að segja: „Hann er góður, en hann er nátt- úrlega ekki eins og Davíð.“ Stór og stöðugur flokkur verður að treysta á eitthvað annað en ein- staklinga, umfram allt á mál- efhalega vinnu fjölda fólks. Ég mæli ekki endilega með því að Samfylkingin taki upp foringja- bindindi Kvennalistans. En hún á að kynna sig sem flokk hinna mörgu starfandi stjórnmála- manna. Kannski ætti hún að mynda öflugt skuggaráðuneyti að hætti breskra stjórnarandstöðu- flokka og leggja þannig áherslu á að hún sé stjórnarandstöðuflokk- urinn, hvenær sem er tilbúinn að taka við stjórn landsins. Gunnar Karlsson Skoðanir annarra Evran og ESB „Við höfum um nokkurt skeið unnið að því að ná stjórn á ofhitnun í hagkerfi okkar, til dæmis með vaxtahækkunum á sama tíma og flestar ríkisstjóm- ir i „evrulandi" hafa reynt að stuðla að frekari hag- vexti og þar hafa vextir farið lækkandi á þessu ári. Ef hins vegar Bretar taka upp evruna, og jafnvel líka Danmörk og Svíþjóð, þyrftum við hugsanlega að gera einhverjar breytingar á stefnu okkar í peninga- málum ... Af þessari ástæðu og mörgum öðrum er það staðreynd að enginn mælanlegur kostnaður fylg- ir því fyrir okkur um þessair mundir að standa fyrir utan ESB en aðild að sambandinu hefði í för með sér mikla ókosti." Úr ræðu Davíðs Oddssonar í Bresk-íslenska verslun- arráðinu 27. okt. Sovétíslendingar „Rússagullið er forsendan fyrir áhrifum Sovétís- lendinga hér á landi í dag og þeim hefði aldrei enst erindið fyrir eigin reikning ... Sovétíslendingar tóku Ríkisútvarpið með trompi og sátu um Útvarpshúsið eins og Trjójuborg í áratugi og því miður ber RÚV ennþá sár eftir setu þeirra í Útvarpsráöi. Háskóli ís- lands, Kennaraháskólinn og helstu menntaskólar hafa löngum verið höfuðsetnir af Sovétíslendingum og fyrir bragðið var sovésk slagsíða með sænsku hallamáli á öllu menntakerfinu áratugum saman ... Sovétíslendingar lifðu flestir af fall Sovétríkjanna og í dag mara þeir þúsundum saman í hálfu kafi í rík- issjóði, sem tók við framfærslu þeirra þegar Rússa- gullið þraut.“ Ásgeir Hannes Eiríksson í Degi 28. okt. Rússagullið enn í skjóðu? „íslenskir sósíalistar hafa frá árinu 1938 staðfast- lega neitað öllum tengslum við erlenda kommúnista- flokka, hvort heldur í Sovétríkjunum, Austur-Þýska- landi eða í öðmm austantjaldsríkjum ... Enn em á lífi flokksmenn sem þekkja sögu fjármálatengslanna en hafa þráast við að leysa frjá skjóðunni. Það er ekki víst að þögnin verði þeim áfram það skjól sem hún hefur verið; allt bendir til þess að fleiri gögn verði dregin fram í dagsljósið á næstu ámm. Og víst er að fáir munu verða til að verja þá þegar þeir em gengnir til feðra sinna. Það hlýtur að fara ískaldur hrollur um þá sem enn lifa að þurfa að horfa upp á gamla samherja keppast við að skella allri skuld á látna félaga." Jakob F. Ásgeirsson í pistli sínum í Mbl. 28. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.