Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Qupperneq 32
* % Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.4S FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sém birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 Myrkrahöfðinginn: Veldur ekki svefnleysi - segir leikstjórinn „Þetta er ekkert sem veldur mér svefnleysi. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði hið besta mál,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri Myrkrahöfðingj- ans, um frum- sýningu mynd- arinnar á ísa- firði nk. sunnu- dagskvöld. Hrafn kvaðst Hrafn Gunn- sjejna aQ þvj ag laugsson. verða viðstadd- ur frumsýninguna. Hann sagði myndina fullfrágengna af sinni hálfu. „En það verður ekki auðvelt fyr- ir mig að kjósa á milli þess hvor eigi að keppa til óskarsverðlauna, Myrkrahöfðinginn eða Ungfrúin góða og Húsið. Systir mín leikur aðalhlutverkið í Ungfrúnni og son- ur hennar, Ólafur Egill Egilsson, vinnur feiknalega stórt listrænt af- rek í Myrkrahöfðingjanum, þar sem hann gerði búningana." -JSS Spegill, spegill, herm þú mér... í Helgarblaði DV á morgun verða kynntar niðurstöður úr skoðanakönn- un þar sem spurt er hver sé kyn- þokkafyllsta kona og karl á íslandi í ** dag. Einnig verður birt viðtal við Evu Klonowski sem hefur starfáð við að grafa upp fjöldagrafir í Bosniu. Myndir Þorvaldar Amar Kristmunds- sonar sýna glöggt þann óhugnað sem mætir Evu á hverjum starfsdegi. Birtir eru kaflar úr bók Amórs Hannibalssonar sem fjallar um sam- skipti íslenskra sósialista og komm- únista við skoðanabræður sína í Sov- étríkjunum fyrr á öldinni. Þessi sam- skipti voru meiri og nánari en áður var vitað. Einnig birtast kaflar úr bók Finn- boga Hermannssonar um ævintýra- legt lifshlaup Huldu Valdimarsdóttur Ritchie, vestfirskrar kjamakonu. * Starfsfólk Flugleiða er nú í óðaönn að máta nýja einkennisbúninga sem kynntir verða með skrautsýningu 9. nóvem- ber. Lesenda sinna vegna tekur DV forskot á sæluna og sýnir í dag hvernig til hefur tekist með hina nýju, frönsku hönnun sem á að breyta útliti og yfirbragði Flugleiða. Sjá bls. 4. DV-mynd E.ÓI. Lagt hald á ótrúlegt myndbandasafn á heimili: Þúsundir klámspóla sem vekja viðbjóð Lögreglan í Reykjavík hefur lagt hald á rúmlega tvö þúsund mynd- bönd með sérlega grófú klámi, með- al annars þar sem allt niður i 5 ára böm eru bundin og þau eru barin og beitt öðru ofbeldi. Myndböndin fundust á heimili rúmlega sextugs karlmanns í miðborginni. „Þetta er það viðbjóðslegasta sem maður hefur séð,“ sagði heimildar- maður innan lögreglunnar við DV. Lögreglan lagði einnig hald á tvö þúsund myndbönd með fjölfólduðu sjónvarpsefni. Maðurinn sem á öll þessi myndbönd - um 4 þúsund tals- ins - er sterklega grunaður um að hafa leigt klámefnið út til annarra. Klámið sem hér um ræðir vekur mikinn óhug hjá lögreglumönnum. Á meðal efnisins vora myndbönd með litlum börnum. Þar var greini- lega harðsvírað brotafólk sem stýrði framleiðslunni. Á einni spólunni hafði verið saumað fyrir kynfæri bama. Annað efni var að mjög miklu leyti í þeim dúr að það vekur upp viðbjóð hjá fólki. Lögreglunni bárust upplýsingar um að umræddur maður hefði verið að leigja út gróft klámefni. Um miðj- an mánuðinn var ákveðið að láta til skarar skríða og gera húsleit hjá honum. Við leit á heimilinu kom í ljös hvílíkt magn af myndbandsspól- um að menn höfðu vart séð annað eins. Klámefnið hefur nú allt verið skráð þar sem það liggur geymt í stórri stæðu í tugum kassa á lög- reglustöðinni í Reykjavik. Maðurinn sem átti efnið sem lagt hefur verið hald á hefur eftir því sem DV kemst næst ekki verið dæmdur fyrir hliðstæða háttsemi og á ekki markverðan sakarferil að baki þó lögreglan kannist vel við hann. Mál hans verður sent ákæruvaldi innan tíðar og maður- inn svo væntanlega leiddur fyrir dóm. -Ótt Norðurál: Kerklandur „Starfsmönnum var aldrei hætta búin. Kerin eru niðurgrafin og álið rennur beint ofan í kjallara þar sem enginn er,“ sagði Willy Kristensen, kerskálastjóri hjá Norðuráli, en þar láku 6 tonn af áli úr einu keri án þess að menn gætu rönd við reist. „Þetta gerist 4-5 sinnum á ári í álverum en er í fyrsta sinn hjá okkur hér í Norð- uráli,“ sagði Willy. Nú er beðið eftir því að kerið kólni og þá verður það endurfóðrað. Sjálfur lekinn verður hreinsaðir upp og reynt að nýta hann eftir bestu getu. -EIR/GAR ^ Akureyri: Arekstrar í snjónum DV, Akureyri: Snjókoma var víða á Norðurlandi í nótt og í morgun og alhvítt niður að sjó. Á Akureyri sagði varðstjóri hjá lögreglunni að umferðin hefði gengið þokkalega en þó virtist sem einhver hrina árekstra væri að hefj- ast um klukkan átta þegar umferðin jókst. Ekki hafði þó verið tilkynnt um alvarleg umferðaróhöpp. Færð á fjallvegum var yfirleitt sæmileg norðanlands en á Vest- fjörðum hafði snjóað eitthvað meira og á fjallvegum, t.d. á Klettshálsi, var ófærð og þæfingsfærð í ísafjarð- ardjúpi. -gk Sprengja sprakk í Langholtsskóla Sprengja sprakk í skólastofu í Langholtsskóla í nótt. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í spaðaviftu á glugga utan við húsið Að sögn slökkviliðsins var líklega um að ræða heimatilbúna púðursprengju. Reyk- hreinsa þurfti stofuna en nokkrar skemmdir urðu á gólfefnum. Nokkur hvellur var af sprengingunni en ná- grannar skólans heyrðu hvellinn og höfðu samband við lögregluna. -hól Líkin fundin Lík allra mannanna þriggja sem fórast þegar bát þeirra hvolfdi á Mývatni á þriðjudagskvöldið era fundin. Kafarar fundu lík tveggja mannanna í gær en þriðji maðurinn fannst seint aðfaranótt miðviku- dagsins. Hátt í tveir tugir kafara og fjöldi annarra manna lögðu nótt við dag við björgunarstörf. -Ótt Veðrið á morgun: Vægt frost fyrir norðan Á morgun verður norðan- og norðaustan 10-15 m/s og slydda suðaustanlands síðdegis. Vægt frost norðan til en hiti 0 til 5 stig sunnanlands. Veðrið í dag er á bls. 29. MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-i^l islenskir stafir 5 leturstærðir 8 ieturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar I tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.