Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 15 Áfram, Stefán Jón! Þættir Stefáns Jóns Hafsteins um lands- byggðarvandann sæta tíðindum. Loksins, loks- ins er komin sjónvarps- umflöllun sem freistar þess að þreyta fangbrögð við þann veruleika sem á okkur brennur. Því al- varlegustu meinin á ís- landi i dag eru ekki meinin sjálf, heldur van- búnaður okkar til að kryfja þau og ræða af skynsemi. Þar munar að sjálfsögðu mest um íjar- veru Ríkissjónvarpsins sem virðist vera slysa- lega fyrirmunað að krist- alla lifið utan Kringlunn- ar og Stoke City. Umfjöllun án radda Vandi landsbyggðarinnar til dæmis að taka hefur hingað til að- allega verið af- greiddur með þvi að kalla til stjórn- málamenn og/eða embættismenn, fyrir utan hin ann- áluðu viðtöl við bæjarstjórann á stéttinni framan við félagsheimilið. Ég minnist þess ekki að áður hafi persónur og leik- endur vandans verið kölluð fram með jafn eftir- minnilegum hætti og í þessum þátt- um Stefáns Jóns, og það sem kannski er enn sjaldgæfara á ís- landi: að sjá þá sem vandinn snert- ir opna munninn og ræða jafnvel saman. Áhrifln eru næstum því Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur Því hefur verið haldið fram að flóttinn frá landsbyggðinni sé sjónvarpsreikningur síðustu áratuga: yfirgnæfandi hluti sjón- varpsefnis á sér stað í borg - sápurnar, framhaldsþættirnir - allt sem skemmtilega og flotta liðið aðhefst fer fram í stórborg- arumhverfi, segir m.a. í grein Péturs í dag. Á vit hins óþekkta í dag aftur á móti hefur ferðalagið út á land tekið á sig svip farar á vit hins óþekkta, íbúar lands- byggðarinnar eru á góðri leið með að breytast i tröll og for- ynjur. Afrek Stefáns Jóns felst í því að færa þessu fólki mennskuna á nýjan leik, en líka að sýna hvemig vandinn sem það hefur tekið á sín- ar mjóu herðar er vandi samfélagsins alls og verður að ræðast og leysast á sameiginlegum veg- um okkar allra. Pétur Gxmnarsson eins og að sjá tröll og forynjur taka til máls, verða mennsk, svo vön erum við að þetta fólk sé úr fókus og um það fjallað án þess að rödd þess nái að heyrast. Misgengi á milli hugar og líkama Mér dettur jafnvel í hug að það sé stærstur hluti vandans: að ná aldrei máli. Því hefur jafnvel verið haldið fram (ensk könnun) að flótt- inn frá lands- byggðinni sé sjón- varpsreikningur síðustu áratuga: yfirgnæfandi hluti sjónvarpsefnis á sér stað i borg - sápurnar, fram- haldsþættirnir - allt sem skemmti- lega og flotta liðið aðhefst fer fram í stórborgarum- hverfi. Utanbæjar- menn sem nærast á þessari fæðu upplifa misgengi á milli hugar og líkama, þeir eru með hugann í stórborg en lík- amann úti á landi. Flutningurinn til borgarinnar táknar þá samruna líkama og sálar. Öldungis öfugt við- horf var við lýði hér á íslandi á fyrrihluta og fram um miðbik ald- arinnar: straumurinn lá til borgarinnar en hugarheimurinn var sveitarinnar. Förin út í sveit táknaði þá heimkomu. „ Vandi landsbyggðarinnar til dæmis að taka hefur hingað til aðallega verið afgreiddur með því að kalla til stjórnmálamenn og/eða embættismenn, fyrir utan hin annáluðu viðtöl við bæjar■ stjórann á stéttinni framan við félagsheimilið.“ Gelding lífs- nautnarinnar Hann var í senn yndislegur og kröftugur. Svo hraður og glæsileg- ur í hreyfingum. Svo kvikur í aug- um. Mér fannst hann .fegurð heimsins samanþjöppuð í einum skrokki. Folinn ungi var viðfangs- efni drauma minna og erindi mitt í hagann. Ég var bara átta ára og í ókunnri en góðri sveit. Þarna skyldi ég sinna léttum störfum bams og vera ijölskyldu minni til sóma. Ég hljóp léttfætt og klippti graslaukinn í garðinum fyrir kvöldmatinn og rak kýrnar með smalanum út í hagann á morgnana. Áföll æskunnar Svo var það einn daginn að ég var rekin með töluvert harðri hendi inn í bæ. Það voru komnir riokkrir menn og til stóð að gera eitthvað að hrossunum niðri í gömlu grjóthlöðnu réttinni. Geld- ing er ekki fallegt orð - jafnvel í bamshuga sem ekki skildi nema óljóst hvað í orðinu fólst. Undirrituð játar það hér að hafa í óleyfi húsbænda sinna hlaupið undir vegg í réttinni og horft eins og taugar þoldu á aðfarir þær sem nú hófust. Folinn glæsilegi var eft- ir tusku við vitin fallinn hálfmeð- vitundarlaus á jörðina. Hann var bundinn og skorinn eins og venjur gera ráð fyrir. Heittelsk- andi bamshjart- að engdist sund- ur og saman. Tár féllu i laumi. Þessi sýn var áfall sem aldrei virð- ist ætla að flæða yflr. Og það er svo þrátt fyrir að síðar á ævinni hafi viðhorfið herst til muna og undirrituð geti nú nokkurn veg- inn táralaust vitað af skepnum í þessari stöðu. Þannig eru áfóll æskunnar, í sporin sem þau marka flæðir seint. Ófá tilefni Siðar á ævinni taka áfóllin á sig ýmsar myndir og stundum er eins og í gömul spor sálar- innar sé stigið. Fals- anir á sviði mynd- listar vekja reiði sem hjá öllu hugs- andi fólki á sér djúp- ar rætur. Umhverf- isslys og meðvituð spellvirki vekja óhug og í martröð- um dagsins marar hálendið í hálfu kafi. Líkt og hjá barninu undir rétt- arveggnum læðist sú tilfinning um lík- amann að ekkert sé lengur ömggt, varn- ir allar máttlausar. Og tilefni slíkra þanka eru ófá. Fyrir stuttu var leikin i útvarpi allra landsmanna poppuð útgáfa af kafla úr verki eins okkar mestu tónskálda. Flestir íslendingar kannast við það verk Páls heitins ísólfssonar sem sungið er við text- ann „Brennið þið vitar“. Töfrar þessa kafla úr lcantötu Páls era með sama hætti ólýsanlegir og töfrar folans unga. Hvernig við hverja hlustun og hvem fund lífs- nautnin hríslast niöur bakið jafnt á barni, táningi og fullorðinni konu. Það er svo erfitt að lýsa þvi hvernig land- ið okkar, náttúran og öflin sem það leika geta birst í upplifun á glæsilegri skepnu eða miklu listaverki sem bæði eru sprottin úr þessum jarðvegi. En ný útgáfa kórkaflans glæsilega á margt sammerkt með unga gelda folanum í sveit- inni forðum. Hann stóð eftir árásina upp dasaður, valtur á fót- um, krafturinn horf- inn. Allan þann dag hengdi hann haus og aldrei varð hann samur. Úr honum var sá sjálfstæði mátt- ur sem hafði gripið hjartað svo sterkt. Auðvitað þótti mér áfram vænt um hann en tilfinningin var nú lituð vorkunn. Lífsnautnin verður hins vegar aldrei byggð á vorkunn. Uppsprettan hafði glat- að frjóseminni - sköpunarkraftin- um. Sigfríður Björnsdóttir „Það er svo erfitt að lýsa því hvernig landið okkar, náttúran og öfiin sem það leika geta birst í upplifun á glæsilegri skepnu eða miklu listaverki sem bæði eru sprottin úr þessum jarðvegi.u Kjallarinn Sigfríður Björnsdóttir tónlistarkennari 1 IVIeð Oj á móti t Hækkun leikskólagjalda Borgarráð hefur samþykkt að veita 70 milljónir króna til leikskólanna í borg- inni á næsta ári og hækka gjaldskrá þeirra sem því nemur. Talið er að hækkunin muni nema að minnsta kosti 11 prósentum. Betri kjör - betri skóli „Með samþykkt borgarráðs stígur meirihlutinn enn eitt skrefið til að bæta kjör starfs- manna leik- skólanna. Sam- anlagt hefur meirihlutinn því ákveðið að veita aukalega 190 milljónir tU leikskólanna á þessu og næsta ári. Á sama tíma hefur hlutdeUd for- eldra í rekstr- arkostnaði leikskóla Reykjavíkur dregist saman frá því að vera rúm 34 prósent árið 1997, meðal annars vegna aukins launakostn- aðar. Með gjaldskrárbreyting- unni um næstu áramót verður hlutdeild foreldra í rekstrar- kostnaöinum færð tU sama árs og 1997. Eftir sem áður verða leik- skólar Reykjavíkur í fararbroddi, bæöi hvað varðar þjónustustig og lága hlutdeUd foreldra í rekstrar- kostnaol eri þeirri stöðu viljmn við halda samhliða áframhald- andi uppbyggingu og fjölgun starfsmanna." Hrannar B. Arnars- son, borgarfulltrúi Reykjavíkurlista. Elísabet Gísladótt- ir, form. Reykjavík- urdeildar Lands- samtaka foreldra- félaga leikskóla. Otímabær „Þessi hækkun er ótímabær eins og málið blasir við foreldr- um í dag. Það óöryggi sem hefur blasað við for- eldrum margra leikskólabarna er enn viðvar- andi. Nýju dvalarsamning- arnir eru afar- kostir en þeir gera ráð fyrir að hægt sé að segja þeim upp fyrirvaralaust. Gæði þjónust- unnar hafa minnkað. Þau gæði sem við höf- um verið að borga fyrir eru ekki til staðar aUs staðar í dag. Ráða- menn borgarinnar byrja á því að hækka gjöldin áður en þeir eru búnir að sjá i'yrir lnað þeir ætla aö gera. Við vitum ekki í hvað þeir ætla að veita þessum pening- um. Þeir hafa verið að nefna þess- ar 50 mUljónir og þessar 70 miUj- ónir. Þaö er spuming hvort þetta getur verið í kjölfar hinnar nýju námsskrár sem menntamálaráðu- neytið gaf út. Við megum gjaman kynna okkur betur hvort þessir peningar skUa sér í hækkuðum launum. Einnig þarf að athuga hvort launahækkun hjá einni stétt í þjóðfélaginu virkar sem tekjuskerðing á annan, afmarkað- an hóp. Það er mjög alvarleg þró- un. í síðustu kjarasamningum hjá leikskólakennuram voru gjöldin hækkuð samhliða þeirri hækkun. Þá er tekjuskerðing for- eldra bein afleiðing af launa- hækkunum til leikskólakenn- ara.“ -JSS Kjallarahöfundar Athygli kjaUarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt tU að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.