Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON RitsÁórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Tilveruréttur íslensks kúakyns Innflutningur fósturvísa af norsku kúakyni, í tilrauna- skyni, er alls ekki hættulaus. Sú er niðurstaða Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum. Dýralæknirinn hefur tjáð sig um málið að gefnu tilefni. Landssamband kúabænda hefur sótt um leyfi til innflutnings fóstur- vísanna og meirihluti stjómar Bændasamtaka íslands hefur tekið undir óskina. Landssambandið vill kynbæta íslenska kúakynið, fá stærra og afurðameira kyn, gripi sem mjólka meira og gefa af sér meira kjöt. Sú afstaða er skiljanleg, sé einung- is litið á efnahagslega hlið málsins, en fleira kemur til. Full ástæða er til að fara með gát í málinu. Því er eðlilegt að stjómvöld taki sér tíma og ani ekki að ákvörðun und- ir þrýstingi kúabænda. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur raunar látið svo ummælt að hann standi frammi fyrir erfiðustu ákvörðun hérlendra valdsmanna í þúsund ár. Ætli það sé ekki ofmælt hjá ráðherranum en ábyrgðin er engu að síður mikil. Það er eftir því tekið sem Sigurður Sigurðarson segir í athugasemdum sínum. Hann telur það skyldu sína, sem sérfræðings í nautgripasjúkdómum, að vara við því að þetta skref verði stigið, skref sem hann segir illa undir- búið og illa rökstutt af hálfú umsækjenda. Dýralæknir- inn, sem vísar til þess að fleiri dýralæknar séu á sama máli, meðal annarra Páll Agnar Pálsson, fyrrum yfir- dýralæknir, bendir réttilega á að þetta komi ekki kúa- bændum einum við heldur öðrum bændum og reyndar þjóðinni allri. Þeir telja misráðið að taka þá áhættu sem fýlgir innflutningi hins norska kúakyns. í rökstuðningi kemur fram að tilraunin geti orðið af- drifarík. Innflutningurinn brjóti skarð í varnargarð sem vel hefúr dugað gegn því að hingað berist nýir smitsjúk- dómar í nautgripi. Dýralæknirinn bendir á að í ná- grannalöndunum séu margir sjúkdómar í kúm sem ekki hafa borist hingað. Kýr ganga úti hluta ársins og þá til dæmis í bland við sauðfé. Sauðfé getur þannig dreift inn- fluttum kúasjúkdómum. Bent er á að innflutningur norsku kúafósturvísanna sé ekki sambærilegur innflutningi á frjóvguðum hænueggj- um eða lifandi svínum sem átt hafa sér stað. í þeim dýra- tegundum eru flestir þeir smitsjúkdómar sem finnast í nágrannalöndunum. Svín eru auk þess lokuð á húsi alla sína ævi við stranga sjúkdómavöm. Landbúnaðarráðherrann stendur frammi fyrir sinni ákvörðun. Hann verður að meta rök kúabænda og ann- arra þeirra sem tilbúnir eru að taka áhættuna af inn- flutningnum í því skyni að auka afurðir kúa. En ekki vega síður þungt rök þeirra sérfræðinga sem gerst þekkja þá hættu sem tilrauninni fylgir. Vamaðarorð þeirra hljóta að vega þungt. Þá má og nefna að kjötið af íslenska kúakyninu þykir bragðgott svo af ber og hefur vakið athygli fyrir þær sak- ir ytra. Því má heldur ekki gleyma að hérlent kúakyn á sér tilverurétt og hefur fylgt okkur frá landnámi. Það kann að vera smágerðara en önnur kyn en verðmætt engu að síður. Það þurfa því að liggja sterk rök fýrir því að fóma kyninu fyrir stórgerðari norskar skepnur. Standi slíkt til má taka undir með Sigurði dýralækni sem kallar eftir ítarlegri úttekt og jafnvel umhverfismati, svo sem tíðkast í öðrum og umdeildum málum. Menn verði að gera sér grein fyrir kostum og göllum svo dýrrar og afdrifaríkrar gjörðar. Að óreyndu verður ekki öðru trúað en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra standi vörð um íslenska kúakynið. Jónas Haraldsson Hæstiréttur hefur brugðist þolendum sifjaspella og það verður erfitt að endurvekja traust á dómskerfinu, segir m.a. í grein Álfheiðar. - (Tekið skai fram að mynd þessi tengist ekki umræddum sýknudómi Hæstaréttar.) http://haestirettur.is fellingar fyrir sakar- giftir „án þess að þær hafi verið sann- aðar“. Þetta er rangt. Ég vil ekki láta dæma saklausa menn. Ég tel hins vegar ótvírætt eftir lestur þeirra skjala sem opinber eru í þessu máli að sekt hafi verið sönnuð og vafalaus og það töldu líka 5 héraðs- dómarar af 6 og 2 af 5 hæstaréttardómur- um! En um leið og lög- maðurinn átelur aðra fyrir að hafa skoðanir á dómnum, „Dómurinn afhjúpar ótrúlega slæma réttarstöðu og nær algert varnarleysi barna þegar kemur að sifjaspellum: Þeim er einfald- lega ekki trúað og ekkert tillit tekið til sérfræðiálita sem stað- festa trúverðugleika þeirra. “ Kjallarinn Álfheiður Ingadóttir ritstjóri Jón Steinar Gunn- laugsson sendi mér tóninn í DV sl. þriðju- dag. Lögmaðurinn vill sérstaklega mótmæla opinberri umræðu um sýknudóm hæstaréttar í siijaspellsmáli nr. 286/1999. Ég er ein af þeim sem er ekki sam- mála niðurstöðu meiri- hluta hæstaréttar - en leyfíst okkur ekki að hafa slíkar skoðanir? Og orða þær í ræðu og riti? Jafnvel á Netinu? Og fyrst menn eru að tala um mannréttindi - hvað varð þá eiginlega um málfrelsið og prentfrelsið? Fagna umræðunni Dómurinn afhjúpar ótrúlega slæma réttar- stöðu og nær algert vamarleysi bama þeg- ar kemur að sifjaspell- um: Þeim er einfald- lega ekki trúað og ekk- ert tillit tekið til sér- fræðiálita sem stað- festa trúverðugleika þeirra. Þetta er ekkert nýtt. En nú gerðist nokkuð sem ég held að hljóti að vera einsdæmi í málum sem þessum: Kona, sem er náskyld umræddri dóttur og gjör- þekkir málavexti, mótmælti dóms- niðurstöðunni á málefnalegan hátt í blaðagrein. Hvílíkur kjarkur! Og hvílíkt happ fyrir stúlkuna að eiga svona sterka fjölskyldu að. Grein Ólafar Guðnýjar varð mér hvatning til að heimsækja heima- síðu hæstaréttar, lesa dóminn vandlega og hvetja í netbréfi nokkrar vinkonur mínar til að gera það sama. Markmiðið var einfalt: Látum ekki aðra segja okk- ur hvað stendur í dómnum. Lesum það sjálfar og látum það ganga! Sönnuð sekt og vafalaus í DV fullyröir Jón Steinar Gunnlaugsson að þeir sem taka til máls í þessum efnum krefjist sak- átelur hann sjálfur þá sem ekki dæmdu honum í vil en töldu sekt sannaða. Hann segir þessa sjö dómara „ekki hafa virt grundvall- arreglur", hafa „brugðist skyldum sínum“ og ekki fært „neinar tæk- ar röksemdir fyrir sakfellingu sinni“. Ég á ekki von á að dómar- ar eða saksóknari svari slíkum skeytum, en ég hlýt að svara ásök- un hans um að við sem mótmæl- um þessum dómi viljum sakfella hinn sýknaða „án þess að vita neitt um atriði málsins". Þetta er rangt. Þeir eru margir sem vita - og sumir af biturri reynslu - margt um afleiðingar sifjaspella. Vita t.d. að böm sem verða fyrir sifjaspelli láta sem þau sofi, - lýsa því hvemig þau svífa úr líkamanum; hvernig bamssálin hverfur á vit draumsins meðan likaminn verður eftir í hryllingn- um miðjum. Það er líka vel þekkt að eldri systkini, sem hafa orðið fyrir sifjaspelli, grípa jafnvel til ör- þrifaráða til að koma í veg fyrir að yngri systkini lendi í því sama. Þeir sem hafa kynnt sér þessi einkenni sifjaspella skilja vel af hverju dóttir kærir fóður sinn þá fyrst þegar hann krefst þess að fá að umgangast yngri systurina einn. Þeim dettur ekki í hug að þar sé á ferð handbendi heiftugrar móður eins og lesa má út úr fram- burði ákærða og dómsorði meiri- hluta hæstaréttar. Réttlætiskennd misboðið Hæstiréttur hefur bmgðist þolendum siijaspella. Það verður erfitt að endurvekja traust á dóms- kerfinu enda eru sifjaspell að flestra mati alvarlegustu glæpir sem framdir em. Ein af mörgum hugmyndum sem fram hafa komið þessa síðustu daga á Net- inu er að hjá ríkislögreglustjóra verði komið á fót kynferðis- brotadeild með sama sniði og efnahagsbrotadeild embættisins. Þar verði sérfræðingum á sviði kynferðisbrota ásamt sér- þjálfaðri lögreglu falið að rann- saka kærur og undirbyggja mál. Eitt er víst að með aukinni þekkingu í þessum efnum myndu fleiri mál leiða til ákæm og sakfell- ingar en nú er og líðan og hegðan þolenda síður verða lögð þeim til lasts. Viðbrögð við þessum óréttláta dómi hafa verið sterk og sýna að hann misbýður réttlætiskennd fjöl- margra. 8000 heimsóknir á heima- síðu hæstaréttar á einum sólar- hring, þar af 5000 á dómasíðuna, staðfesta að hér er ekki á ferð „æst- ur múgur" sem vill koma á fót „net- dómstól" götunnar eins og látið er í veðri vaka. Hér er á ferð upplýstur flöldi karla og kvenna sem vill kynna sér málin af eigin raun og tjá hæstarétti skoðun sína undir fullu nafni. Það er eðli lýðræðisins, prentfrelsis og málfrelsis á nettím- um, enda kveinkar hæstiréttur sér ekki undan slíku. - Það gerir bara Jón Steinar Gunnlaugsson. Skoðanir annarra Blaðamenn - milliliðir „Eitt einkenni nútíma blaðamennsku er hraði og geysimikið upplýsingastreymi.Við emm að drukkna í upplýsingum - ómeltum ... Núna hvarflar varla að nokkrum blaðamanni að skrifa sjálfstæða frásögn af fféttnæmum viðburðum, heldur snúa þeir sér undir- eins til opinberra aðilja, lögreglunnar o.s.frv. og taka viðtöl við þá sem voru á staðnum. Blaðamennirnir er þvi orðnir að hreinum milliliðum - þeir upplýsa ekki sjálfir lesendur sína um það sem er að gerast, heldur koma áleiðis til lesenda skilningi yfirvalda og sjónar- votta á atburðarásinni. Ósjálfstæði íslenskra blaða- manna gerir það m.a. að verkum að skoðanamyndun í landinu er um of undir oki sérfræðinga og hags- munagæslumanna. “ Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 11. nóv. Hæstiréttur dæmir klofið „Síðustu dagana hafa margir orðið til þess að veit- ast harkalega að Hæstarétti vegna nýlegrar niður- stöðu meirihluta dómsins í kynferðisbrotamáli ... Þetta er reyndar í annað sinn á stuttum tíma sem Hæstiréttur lendir í því að klofna svo rækilega við uppkvaðningu dóms í alvarlegu máli - og komast um leið að meirihlutaniðurstöðu sem gengur þvert á að minnsta kosti verulegan hluta almenningsálitsins í landinu ...! báðum málunum réðist það þannig af af- stöðu eins dómara af þremur hvonun megin meiri- hlutinn lenti ... Má ljóst vera, að í svo viðkvæmum málum er afar óheppilegt að æðsti dómstóll landsins skuli klofna með slíkum hætti.“ Elías Snæland Jónsson í Degi 9. nóv. „Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á siðustu árum er ríkið enn að stofna fyrirtæki. Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins er gott dæmi um það að í raun er alveg glórulaust að ríkið skuli eiga slíka áhættufjárfestingarsjóði. Nokkur slík félög eru nú þeg- ar rekin hér á landi og lifa góðu lífi á Verðbréfaþingi íslands, t.d. Þróunarfélagið hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins gæti verið afar áhugaverður fiárfestingarkostur á VÞÍ sem tæki nokkra áhættu í sínum fiárfestingum. Það er því með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli standa í svona rekstri nú, á tímum einkavæðingar... Ríkið er enn allt of umfangsmikið í rekstri fyrirtækja." Bjarni Már Gylfason í Viðskiptabiaðinu 10. nóv. Ríkið enn of umfangsmikið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.