Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Síða 2
2
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999
Fréttir
Hótuðu að koma með haglabyssu til ömmu fórnarlambs en lögreglan neitaði aðstoð:
Höfuðpaurinn slapp
- nítján ára með nýja handrukkara á hælunum
„Ég bjóst við hinu versta," segir
nítján ára piltur sem var numinn á
brott í farangursrými bíls og ekið upp
að Vatnsenda, þar sem þrir menn
þjörmuðu að honum og óku loks með
hann heim til höfuðpaursins í
glæpaklíku með höfuðstöðvar á Soga-
veginum í Reykjavík. Þar héldu ofbeld-
ismennimir áfram barsmíðum sínum
í drjúga stund áður en lögreglu bar að
garði og handtók fautana.
Atburðurinn varð nóttina eftir
þrettánda dag jóla í byrjun þessa árs.
Pilturinn var heima hjá sér þegar einn
þremenninganna hringdi seint um
kvöld og bað hann að finna sig en þeir
þekktust lítiflega í gegnum fikniefna-
neyslu piltsins. Pilturinn fór út og ók
með mönnunum upp á Vatnsenda, þar
sem sá er hringdi réðist á piltinn inni
í bílnum og ásakaði hann um að hafa
gefið lögreglu upplýsingar sem leiddu
til þess að lögregla komst yflr landa
sem höfuðpaurinn átti. Við þá hald-
lagningu hafi brotnað rúða á heimili
höfuðpaursins og var piltinum gert að
greiða hana. Hann segir upphafið að
misklíðinni hins vegar hafa verið þá
að hann hafi neitað að selja landa og
fiknieftii fyrir höfuðpaurinn.
„Ég neitaði náttúrlega að hafa
„skvílað" en þá tók hann mig út úr
bílnum og lamdi meira. Annar dró
homaboltakylfu upp úr skottinu en
rétt á eftir keyrði bíll framhjá og þeir
fóm aftur með mig inn í bíl. Þá heyrði
ég hvert við vorum að fara. Þeir fóm
Stjórnendur ÁTVR:
Afhenda ekki
tölvutækan
verðlista
Stjómendur ÁTyR hafa hafnað að
afhenda verðlista ÁTVR á tölvutæku
formi til birtingar á vef Veiga, veig-
ar.is, sem fjallar
um áfengi. Að því
er kemur fram á
veigum.is segir
Höskuldur Jóns-
son, forstjóri
ÁTVR, að fyrir-
tækið hafi ekki
mótað stefnu í
þessum málum,
þ.e. varðandi það
hverjum ÁTVR
lætur í té þessar upplýsingar. Á meðan
svo sé treysti fyrirtækið sér ekki til að
láta verðlistann af hendi.
Veigar.is benda á að á sínum tíma
hafi Samkeppnisstofnun skikkað
Landssímann til að láta símaskrána af
hendi á tölvutæki formi, eftir að hafa
hafnað beiðni einkaaðila um það. „Það
er skoðun aðstandenda Veiga að þessi
mál hafi hliðstæðu og þar sem ÁTVR
falli undir samkeppnislög sé stjómend-
um fyrirtækisins ekki stætt á öðra en
að afhenda listann.“ -GAR
Höskuldur
Jónsson.
Pilturinn sem fluttur var í bílskotti handrukkara og bjargað á síðustu stundu
sést hér við sinn eiginn bíl í gærkvöldi.
út með mig aftur og skipuðu mér ofan
í skottið og keyrðu af stað. Ég var með
síma með mér og rétt náði að hringja i
pabba og segja honum hvert við vomm
að fara áður en þeir stoppuðu bílinn og
tóku símann af mér,“ segir pilturinn.
Bjargað á elleftu stundu
Mennimir héldu förinni áfram að
heimili höfuðpaursins á Sogavegi.
„Þeir fóm allir inn með mér og ég var
settur í stól. Kylfú var haldið að háls-
inum á mér og ég var sleginn í andlit-
ið,“ segir pilturinn.
Faðir fómarlambsins hafði gert lög-
reglu viðvart en pilturinn telur hana
hafa verið vonum seinni að bregðast
við, t.d. hafi bróðir hans verið kominn
á staðinn á undan lögreglumönnunum
þar sem hann beið átekta i bíl sínum.
„Það liðu 20 til 30 mínútur þar til lög-
reglan kom og hefði hún komið tveim-
ur mínútum seinna hefði ég fengið
kylíúna í hausinn," fullyrðir hann.
Þegar mennimir urðu varir lög-
reglumanna utan við húsið létu þeir
piltinn setjast í stól í stofunni og skip-
uðu honum að láta líta svo út að hann
væri að horfa með þeim á sjónvarp.
Bragðið heppnaðist þó ekki. Drengur-
inn kærði ofbeldismennina en aðeins
einn manna sætti ákæm og var dæmd-
ur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi
fyrir fáum vikum. Hann segir hma,
þar á meðal höfuðpaurinn, hafa slopp-
ið og haft stöðu vitna í málinu.
Á flótta með litlu bræður
Dagana eftir atburðina í janúar ótt-
aðist pilturinn um öryggi sitt.
„Ég fór í felur hjá ömmu minni en
var ekki búinn að vera hjá henni nema
í tvo eða þrjá daga þegar hringt var í
frænda minn og honum tilkynnt að
menn væm á leið með haglabyssu til
ömmu. Við hringdum og báðum um
fylgd lögreglu í ömggt húsnæði en lög-
reglan neitaði og það var sama vaktin
og var á vakt nóttina sem þetta gerðist.
Á endanum stoppaði pabbi lögreglubíl
sem var í eftirliti og okkur var fylgt, í
óþökk varðstjóranna, með litlu strák-
ana, bræður mína, á ömggan stað.
Pilturinn segist hafa sætt alls kyns
hótunum frá mönnunum síðan en fór
hins vegar að vinna við hesta úti á
landi og losnaði undan ofsóknunum
um skeið. Þegar hann kom til baka
hafði hann hægt um sig en komst þó
fljótlega í kynni við hóp fólks sem hélt
vemdarhendi yfir honum allt þar til
harrn sneri við því baki fyrir stuttu.
Það hafi hópurinn tekið óstinnt upp og
nú sé hann á höttunum eftir piltinum
vegna meintra fikniefnaskulda. „En
það er bara tilbúningur, því ég hef ver-
ið „clean“ síðan þetta gerðist f janúar,"
segir pilturinn að endingu.
Þess má geta að áðumefndur höfúð-
paur situr nú í gæsluvarðhaldi vegna
síendurtekinna brota. -GAR
Unga stúlkan var að kynna nýjungar í háls- og höfuðböndum fyrir þessum tveimur jólasveinum sem þjófstörtuðu
um helgina á jólasýningu í Laugardalshöll. DV-mynd Hilmar Þór
Guðmundur Árni á fundi Alþýðuflokksmanna um helgina:
Reiðarslag ef ekki er virkjað
Frá súpufundi Guðmundar Árna með Rósarfólki um
helgina. DV-mynd GTK
„Það er búið að halda Austfirð-
ingum volgum varðandi stróiðju í
20 ár. Ef ekki verður af virkjunar-
framkvæmdum og fyrirhugaðri
byggingu álvers á Reyðarfirði verð-
ur það sálrænt reiðarslag, ekki að-
eins fyrir Austfirðinga heldur þjóð-
ina alla. Það er engan veginn verj-
andi að menn kippi að sér höndum
þegar þeir standa frammi fyrir stór-
iðjukosti úti á landi,“ sagði Guð-
mundur Árni Stefánsson, varafor-
maður Alþýðuflokksins og þingmað-
ur Samfylkingarinnar, við DV.
Guðmundur reifaði virkjana- og
stóriðjumál á súpufundi í Alþýðu-
flokksfélaginu Rósinni um helgina.
Þar ítrekaði hann þá skoð-
un sina að halda ætti fram-
kvæmdum vegna Fljóts-
dalsvirkjunar áfram. Vitn-
aði hann til funda sinna
með sveitarstjórnarmönn-
um eystra, þar sem viljinn
var á einn veg.
„Ég var á sínum tíma
stuðningsmaður Fljótsdals-
virkjunar en þá átti að
reisa hana vegna fyrirhugaðrar kís-
ilmálmverksmiðju á Reyðarfirði.
Mín afstaða hefur ekkert breyst frá
því ég var í framboði fyrir Alþýðu-
flokkinn á Austurlandi 1984. Ég met
meiri hagsmuni fyrir minni. Ég er
umhverfissinni en líka fram-
kvæmdasinni."
Guðmundur Árni gagnrýnir að-
ferðafræði og verklag ríkisstjómar-
innar varðandi Fljótsdalsvirkjun.
„Ríkisstjórnin hafði öll tök á því
fyrir 1-2 árum, þegar kröfur
um umhverfismat komu
fram, að setja málið í þann
farveg. Þá væri þvl lokið
núna. Mér þykir súrt í broti
ef menn ætla að hunsa þess-
ar leikreglur. En það breytir
hins vegar ekki þeirri grund-
vallarafstöðu minni að halda
eigi áfram virkjunarfram-
kvæmdum."
Hann segir krata ekki alla sam-
mála um virkjunarframkvæmdir
eystra en liins vegar séu þeir sam-
mála um að virkjunin skuli í lög-
formlegt umhverfismat.
-hlh
Stuttar fréttir r>v
Forkastanlegt
Jóhannes
Gunnarsson, for-
maður Neyt-
endasamtak-
anna, segir for-
kastanlegt að
kjúklingabænd-
ur gefi í skyn að
búið sé að upp-
ræta campylobacter-mengun í
kjúklingabúum. Reykjagarður
sendi frá sér fréttatilkynningu þar
sem tilraunastöð HÍ í meinafræði
að Keldum var látin gefa Reykja-
garði vottorð um að engin
campylobacter-mengun finnist í
Ásmundarstaðabúunum. Vísinda-
menn á rannsóknarstöðinni rengja
þessa túlkun. Bylgjan sagði frá.
Leifs heppna mynt
500 þúsund eins dala silfurpen-
ingar verða slegnir á næsta ári í
Bandaríkjunum til minningar um
Leif Eiriksson. Öldungadeild
Bandaríkjaþings hefur samþykkt
frumlagið um myntsláttinn. Ágóð-
inn af sölu silfurpeninganna mun
renna til Stofnunar Leifs Eiríks-
sonar.
Rúmlega 20 athugasemdir
Frestur til að koma athugasemd-
um til skipulagsstjóra við frum-
matsskýrslu um álver í Reyðarfirði
rann út á fóstudag og höfðu rúm-
lega 20 athugasemdir borist. Úr-
skurður skipulagsstjóra verður
kveðinn upp eigi síðar en 10. des.
Norræna í Þýskalandi
SmyrU Line hefur skrifað undir
samning um smíði á nýrri farþega-
ferju sem mun leysa Norrænu af
hólmi. Skipið mun taka 1500
manns í koju, verða um 30.000 hest-
öfl, 161 metri á lengd og 30 metra
breitt.
Nýjan saksóknara
Jón Steinar
Gunnlaugsson,
lögmaður Magn-
úsar Leópolds-
sonar, hefur
sent Sólveigu
Pétursdóttur
dómsmálaráð-
herra erindi,
þar sem óskað er eftir því að ráð-
herra felli úr gUdi ákvörðun ríkis-
saksóknara um að hafna beiðni
Jóns Steinars um opinbera rann-
sókn á tUdrögum þess að Magnús
var gmnaður um aðUd að hvarfi
Geirfinns Einarssonar. Jón Steinar
óskar þess að settur verði sérstak-
ur saksóknari tU að fara með rann-
sóknina.
Kanadískt svindl
Opinber rannsókn er hafin í
Kanada á peningasvindli sem m.a.
hefur teygt arma sína tU íslands.
Fyrir skömmu barst fjölmörgum
íslendingum bréf frá Canadian
Fundings í Ontario, þar sem reynt
er að nálgast reikninganúmer
þeirra á fólskum forsendum.
Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá.
List í grunnskólum
Þrjátíu listamenn hafa verið
ráðnir til að vinna að listsköpun
með nemendum og kennurum í
grunnskólum Reykjavíkur i tUefni
þess að Reykjavík verður menning-
arborg Evrópu á næsta ári. Þeir
verða í tvær tU fjórar vikur i hverj-
um skóla þar sem þeir vinna með
nemendum að mörgum ólíkum
verkefnum.
7 milljarða jól
Samtök verslunar og þjónustu
áætla að Islendingar eyði aukalega
rúmum sjö mUljörðum króna fyrir
jólin í verslunum innanlands. RÚV
greindi frá.
Láglaunafólk illa statt
Láglaunafólk
á íslandi hefur
mun minna
mUli handanna
en láglaunafólk
á Finnlandi,
þrátt fyrir lágar
þjóðartekjur
þar, skv. bók
Stefáns Ólafssonar, íslenska leiðin.
Þetta veldur því að ójöfnuður er
meiri hér en almennt. Stöð 2
greindi frá. -HVS