Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Side 4
4 MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 Fréttir Margrét Frlmannsdóttir alþingismaður: Hörku á handrukkara - hvetur foreldra til aö kæra „Ég hvet foreldra til að kæra þegar svona kemur upp. í raun og veru er það eina sem hægt er að gera að taka af hörku á þessu,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Samfylkingar- innar, um ofheldisfullar innheimtu- aðgerðir fikniefiiasala sem DV hefur fjaliað um. „Foreldrar hafa hins vegar einfald- lega verið hræddir við að kæra af ótta við áframhaldandi skemmdir eða lík- amsmeiðingar á sér eða bömum sín- um. Það er orðið mjög nauðsyn- legt að taka harkalega á svona brotum," segir Margrét og bæt- ir við að sjálf þekki hún dæmi um aðfarir handrukkara. T.d. nefnir hún að amma og afi ungs manns hafi orðið fyrir hótun- um og skemmdir unnar á eig- um við hús þeirra. „Ég þekki dæmi um skuldugan eiturlyfja- neytanda sem var laminn og síðan keyrður í bílskotti og Margrét Frímannsdóttir. skilinn eftir. Hann þorði ekki að kæra af ótta við að tekið yrði harðar á sér næst,“ segir hún. Margrét segir lögreglu því miður ekki búa yfir mann- afla til að vemda fómarlömb hótana, jafnvel þó að um ítrekaðar hótanir sé að ræða og hún segist þekkja dæmi þess að aðstandendur skuldugra fíknieftianeytenda einfaldlega taki bankalán til að greiða skuldina og losna við hótanimar. Margrét segir hægt að taka á hand- rukkaraógninni án þess að grípa til breytinga á refsiramma eða lögum. „Við höfum refsiramma sem hægt er að vinna innan og við höfúm lög um friðhelgi heimilis og það ætti að vera hægt að framfylgja þeim.“ Hvorki náðist í Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra né Harald Johannes- sen ríkislögreglustjóra í gær. -GAR Jólaundirbúningur leggst misjafnlega í landsmenn: Marga fer aö kvíða i október - segir Stefán Jóhannsson Q ölskylduráögj afi „Kvíðinn byrjar í október þegar auglýs- ingamar byrja,“ segir Stefán Jóhannsson fjöl- skylduráðgjafi aðspurð- ur um jólahátíðina sem fer óðar í hönd. Lands- menn hafa ekki farið varhluta af því að tími jólanna nálgast. Kaup- menn hafa þegar stillt upp jólaskrauti í glugg- um verslana sinna og jólaseríumar spretta upp hver af annarri víðs vegar um bæinn. En þrátt fyrir boðskap jólanna era ekki allir sælir og ánægðir. Marg- ir eiga um sárt að binda og hafa ekki efni á jól- unum. „Jólakvíði er því mið- ur dálítið algengur. Fólk leitar oft aðstoðar vegna persónulegra erfíðleika en þessi tími sem fer í hönd er mjög viðkvæmur hjá mörgum. Þeir sem hafa misst ástvin á árinu sem er að líða sjá fram á fyrstu jólin án hans. Hjá mörgum fjölskyldum er áfengi misnotað en það eitt getur skemmt há- tíðina. Þá eiga einstæðar mæður marg- ar um sárt að binda því þær hafa ekki fjárhagslega getu til að halda upp á jólin eins og tiðkast hjá mörg- um,“ segir Stefán að- spurður um tímann sem fer í hönd. Stefán hefur haldið námskeið fyrir einstak- linga sem þjást af kvíða fyrir jólin um nokkurra ára skeið. Fjölskyldur hafa í heiðri ólíka siði um hátíðamar og hjá ungu fólki sem hefúr sambúð stangast oft siðir fjölskyldna þeirra á. „Verið óhræddir" segir i jólaguðspjallinu en Stefán segir líðan margra vera í þversögn við hinn raunverulega boðskap jólanna. „Lausnin liggur í því að hafa gleðileg jól úr því sem við höf- um,“ segir Stefán. -hól Jólaundirbúningur er víða hafinn. Mennirnir tveir voru að festa upp jólaljós í Hafnarfirði þegar Ijós- myndara DV bar að garði fyrr í vikunni. DV-mynd GVA Stefán Jóhannsson fjöl- skylduráðgjafi segir marga kvíða jólunum. Jólaboðskapurinn vill gleymast í látunum og gleðin lætur í minni pok- ann fyrir áhyggjum og örvæntingu. Hreyknar, brjóstaberar konur Hreyknar konur sýna stundum barm sinn í blöðum og tímaritum. Þær telja sig hafa eitthvað að sýna sem þær geta verið stoltar af. Þeg- ar þessar blaða- og timarita- konur eru skoðaðar kæra menn sig yflrleitt kollótta um hvort brjóstin eru eins og þau eru af náttúrunnar hendi eða hvort flinkur lýtalæknir hafi lagt gjörva hönd á barm. Enda fengju þær varla borgað fyrir að bera sig frammi fyrir linsu ljósmyndarans , nema þær hefðu eitthvað til að hreykja sér af. Hins vegar fer það yfírleitt ekki á milli mála þegar annar en skaparinn hef- ur komið við sögu brjósta þeirra. Og konur' sem vilja hafa atvinnu af að bera brjóst sín í blöðum og tímaritum vilja auðvitað ekkert hálfkák hjá lýtalækninum. Stór skulu þau vera og strútta og bera handbragði lýtalæknisins gott vitni. Það er beggja hagur. Nýi Netdoktorinn hefur greinilega skoðað blöð og tímarit þar sem þessar hreyknu konur sýna sig. Og hreykinn segir hann frá því að lýtalækn- ar séu orðnir mjög flinkir í að lagfæra brjóst kvenna sem finnst þau vera of lítil eða slöpp. Nægir að skoða blöð og tímarit til að sannfærast. Netdoktorinn segir ekkert eðlilegra en að konur sem óánægðar eru með hvemig barmurinn er frá náttúrunnar hendi leiti til þeirra um aöstoð. Býsna algengt sé að þessar konur láti græða í sig sílikonpúða og árangurinn sé yfirleitt framúrskarandi eðli- legur og veki hrifningu. Þessi texti fór ekki sérstak- lega fyrir brjóstið á Dagfara þó lýtalæknir og einn aðstand- enda Netdoktorsins segi hann klaufalegan og honum beri að skipta út fyrir annan. Það er ofureðlilegt að menn hreyki sér af verkum sínum ef þeir telja sig eiga inni fyrir því. Og ekki síst ef hreyknar konur á siðum blaða og tímarita vilja ólmar vekja athygli á framúr- skarandi árangri og hafa um leið upp í kostnað vegna að- gerðanna. Það vekur hrifningu lærðra sem leikra. Lýtalæknar eru í vanda við að auglýsa framúrskarandi verk sín. Þeir vilja því eðlilega nýta hin einstöku tækifæri sem bjóðast á síðum blaða og tímarita, þar sem skoða má myndir af hreyknum, brjósta- berum konum sem eru geislandi af gleði yfir framúr- skarandi sköpunarverkinu. Það er ekkert klaufa- legt við það, síður en svo. Konur læðast ekki með veggjum eftir heimsókn hjá lýtalækninum. Þær hreykja sér framúrskarandi stoltar framan við ljósmyndalinsur. Dagfari Vestfirsk valkyrja Vösk valkyrja hefur nú bæst um stundarsakir í hóp þingkvenna. Það er Bergljót Halldórsdóttir, sem sit- ur á þingi sem varamaður Guðjóns A. Kristjánsssonar, en hann hefur verið í fríi vegna þings Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, þar sem hann lét nýlega af embætti forseta. Bergljót er af miklu kyni orð- háka þvi faðir hennar er enginn annar en Halldór Hermannsson sem er aftur bróð- ir leiðtoga flokksins, Sverris Her- mannssonar. Eins og Sandkom upplýsti nýlega er starfsmaður þing- ílokksins, Margrét, dóttir Sverris, svo líklega færi best á því að halda fundi þingflokksins heima í eldhús- inu hjá formanninum... Sinnaskipti Sivjar Umhverfissinnar í Framsóknar- flokknum urðu margir æfir þegar Ríkissjónvarpið sýndi frétt úr TV-4 í Svíþjóð um Fljótsdalsvirkjun þar sem Siv Friðleifsdóttir varði mál- stað .ríkisstjórnar- innar af mikilli hörku gegn sjónar- miðum umhverfis- sinna. Þeim er í fersku minni slag- ur Sivjar við Finn Ingólfsson um varaformennsku í Framsðkn þeg- ar Siv falaðist eftir stuðningi þeirra og lýsti yfir við Moggann að hún vildi að virkj- unin færi í feril lögformlegs um- hverfismats. Eins og frægt er orðið skipti Siv um skoðun þegar hún varð umhverfisráðherra og stuðn- ingsmenn Finns tala nú gleiðir um að hún sé nú orðin þægasti stuðn- ingsmaður hans í málinu. Eftir sitja umhverfissinnar flokksins með sárt ennið og finnst Siv hafa platað þá upp úr skónum... Oddatöludagur Á föstudag var 19. nóvember, eða 19.11.1999, og allar tölur í dag- setningunni því oddatölur. Sér- fræðingar í talnaspeki segja að næsti hreini oddatöludagur veröi ekki fyrr en 1. janú- ar árið 3111, eða 1.1.3111. Næsti slétttöludagur verður hins vegar 2. febrúar á næsta ári, eða 2.2.2000, og er það fyrsta slétta dagsetn- ingin siðan 28. júní árið 888, eða 28.6.888. Á fostudag átti Hreiðar Már Jónsson, aðstoðar- forstjóri Kaupþings, afmæli. Gár- ungar segja að þann dag hafi Kaupþingsmenn eingöngu verslaö með hrein oddatöluverðbréf... Peningatala KR-ingar héldu upp á afmæli fé- lags síns nýlega með miklu hófi. Voru þar margar ræður haldnar undir borðum og það misgóöar eins og gengur. Heimildarmenn Sandkoms vora lítt hrifnir af ræðu Karls kaupmanns i Pelsinum, þótti hún bæði óskap- lega löng og rýr að innihaldi. Skel- eggum veislu- stjóra, Hauki Hólm frétta- manni, þótti þó ekki við hæfi grípa fram í fyrir ræðumanni þar sem nefndur Karl var jafnframt að afhenda 500.000 króna gjöf til æsku- lýðsstarfs félagsins. Höfðu menn á orði að hinn örláti gefandi mætti því tala mikið og lengi, peningarn- ir hefðu orðið... Umsjón: Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.