Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Side 9
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999 9 JOV Scotland Yard íhugar kæru á hendur Jeffrey Archer: Bað vin sinn að bera Ijúgvitni Scotland Yard í Bretlandi hefur staðfest að lögreglan íhugi nú að kæra rithöfundinn Jeffrey Archer lávarð sem á laugardaginn hætti við framboð sitt til embættis borgar- stjóra í London. Archer viður- kenndi að hafa beðið vin sinn að segja ósatt fyrir rétti í meiðyrða- máli sem hann hafði höfðað fyrir 13 árum. Talið er að Archer geti verið kærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Archer bað vin sinn, Ted Francis, að segja ósatt til að leyna því að hann hefði snætt kvöldverð á veit- ingastað með konu sem hann kvaðst vilja „vernda fyrir sviðsljós- inu“. Bað Archer Francis að segja að þeir tveir hefðu snætt saman á veitingastaðnum. Francis hefur nú sagt blaðinu New of the World sögu sína. Archer hafði höfðað mál gegn blaðinu Daily Star sem fullyrti að hann hefði sængað með vændis- konunni Monicu Coghlan. Hann neitaði ásökunum og fékk um 60 milljónir króna í skaðabætur. Coghlan-málið var eitt af mörgum sóðalegum málum sem skóku þá- verandi stjórn íhaldsmanna. Breskt síðdegisblað fullyrti að Archer hefði látið afhenda Coghlan 2 þúsund pund í brúnu umslagi. Vildi hann að hún dveldi erlendis þar til málið dæi út. Wiiliam Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, sætir nú mikilli gagnrýni vegna Archers-málsins. Hann hafði verið varaður við að samþykkja framboð Archers. Ævisöguritari Archers, Michael Crick, kveðst hafa boðið Hague á einkafundi ýmis gögn um þingmanninn og rithöf- Archer hefur alltaf neitað að hafa undinn vinsæla. Hague hafi hins- sængað með vændiskonu. vegar afþakkað. Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, var greinilega skemmt af viðræð- um sínum við ítalska leikarann og leikstjórann Roberto Benigni í Flórens um helgina. Hillary var með eiginmanni sínum, Bill, á fundi evrópskra leiðtoga jafnaðarmanna. Símamynd Reuter Vísindamönnum bjargað úr helli eftir 10 daga Sjö vísindamenn, sem lokaðir höfðu verið í helli í suðurhluta Frakklands i 10 daga, fundust í gær heilir á húfl. Tveir vísindamann- anna voru svo vel á sig komnir að þeir gátu gengið á móti björgunar- mönnunum sem sigu niður tugi metra til þeirra. Vísindamennirnir lokuðust í hell- inum þegar vatnsyfirborð hækkaði í kjölfar úrhellis. Þeir voru strandaglópar í um 3 kílómetra fjar- lægð frá hellismunnanum. Þúsundir tepptar vegna snjókomu Mörg þúsund ökumenn festu bíla sina á þjóðvegum í Frakklandi, Sviss og N-ftalíu um helgina vegna mikiilar snjókomu. Fyrir sunnan Lyon í Frakklandi voru yfir 3 þúsund ökumenn fastir í bílum sínum. Opnuð voru sérstök bráðabirgðaskýli fyrir bílstjóra sem urðu að yfirgefa ökutæki sín. Hundruð vörubílstjóra sváfu aðfaranótt laugardags í bílum sínum. Rafmagn fór af um 10 þúsund heimilum. 1 Sviss varð röskun á flugi og á umferð um þjóðvegi. í Ölpunum opnuöu menn hinsvegar skíðastaði viku fyrr en áætlað var. Útlönd Þungunin eykur vinsældir Blairs Fréttin um að breski forsætis- ráðherrann, Tony Blair, og eigin- kona hans, Cherie, eigi von á barni hefur aukið vinsældir hans og stjómar hans meðal Breta. Þetta er niðurstaða skoðanakönn- unar sem birt var í gær. Samkvæmt fylgiskönnuninni þykir nú 58 prósentum Breta að Blair sé góður forsætisráðherra. Fyrir nokkmm dögum, áður en fréttist af þungun forsætisráð- herrafrúarinnar, vom 53 prósent ánægð með forsætisráðherrann. Vinsældir stjómarinnar hafa aukist um 4 prósent, úr 42 í 46 prósent. Talsmaður Blairs sagði í gær að hann yrði að valda ítölum vonbrigðum með því að tilkynna að bamið hefði ekki komið undir í Toscana þegar hjónin voru þar í fríi. Gámaleiga i iVinnuskúrar Gámur getur verið hentug lausn á hverskyns geymsluvandamálum. Hjá okkur færðu flestar gerðir gáma hvort heldur er til kaups eða leigu. Einnig leigjum við út og seljum vinnuskúra. Getum við aðstoðað þig? HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími 565 2733 Fax 565 2735 Barnamyndatökur Ef þú ætlar að láta mynda bömin þín fyrir hátíðar þarft þú að panta strax. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. jkUr 4E B m * { hm i' L 19V • mm ■ j jólagjöfln í áryá Síðir ekta pelsar. Sj í Verð aðeins kr. 135.000. Aldamóta / jóladress. 1 Handunnin gjafavara í úrvali. Opið virka daga kl. 10-18, M laugard. 10-15, sunnud. 13-15. I Sigurstjarnan 1 í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545. MMC Lancerst., f. skrd. 17.12.1991, bsk., 5 dyra, ekinn 132 þ. km, rauður. Verð áður 550.000. Verð nú 450.000. Mazda 323 F, f. skrd. 19.03. 1993, bsk., 5 dyra, ekinn 74 þ. km, grænn, Verð áður 590.000. Verð nú 460.000. Volvo S 40, f. skrd. 11.07. 1997, bsk., 4 dyra, ekinn 62 þ. km, blár. Verðáður 1.710.000. Verð nú 1.590.000. Nissan Sunny SLX, f. skrd. 11.06.1991, ssk., 4 dyra, ekinn 110 þ. km, rauður. Verð áður 490.000. Verð nú 390.000. MMC Pajero 3000 bensín, f. skrd. 30.09. 1994, ssk., 5 dyra, ekinn 106 þ. km, grár/blár. Verð áður 2.130.000. Verð nú 1.950.000. MMC L-300 dísil 4x4, f. skrd. 31.10. 1991, bsk., 5 dyra, ekinn 113 þ. km, grár. Verð áður 950.000. Verð nú 750.000. Nissan Terrano SE, f. skrd. 26.06.1991, ssk., 5 dyra, ekinn 107 þ. km, blár. Verð áður 990.000. Verð nú 870.000. Volvo 440, f. skrd. 22.03. 1995, ssk., 4 dyra, ekinn 94 þ. km, grár. Verð áður 920.000. Verð nú 790.000. Hyundai Accent, f. skrd. 07.03. 1997, bsk.,4 d. ek.54 þ. km, rauður. Verð áður 750.000. Verð nú 590.000. Urval Rofa^ra bíla af öllom s-f-aeröutn og geröuw! Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hægt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðsium

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.