Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999
ennmg
#$*
17
Spegill, spegill
Alltaf er spenn-
andi að sjá
hvemig tekst til
þegar rithöfund-
ar sem jafnan
skrifa fyrir full-
orðna, senda frá
sér barnabók.
Einar Kárason er
þó ekki að þreyta
frumraun sína
nú sem bama-
bókahöfundur
því hann hefur
áður sent frá sér
bókina bráð-
skemmtilegu um
Diddu dojojong
og Dúa dúgnaskít.
Ekki er titillinn á nýju bókinni
síðri, Litla systir og dvergamir sjö
heitir hún og segir frá tveimur vin-
konum. Önnur er átta ára stelpa
sem alltaf er kölluð Litla systir, hin
er ferfætt og af kattaætt og ber það
skemmtilega en heldur óþjála nafn
Dvergamir sjö og er því bara kölluð
kisa. Sögumaður
segir okkur svo frá
því hvemig þær
urðu svona góðar
vinkonur. Það var
þegar Litla systir
var á fyrsta ári að
ómálga ferfætling-
amir, smábamið og kötturinn, sam-
einuðust gegn því sem þær báðar
óttuðust mest, öskubílnum í öllu
sínu veldi og ógurlegu hyski hans,
starfsmönnum sorphirðunnar.
Þetta er skemmtileg og hugljúf
saga, sögð af hlýju og alúð. En þótt
ég hefði gaman af henni sjálf var ég
ekki viss um að hún höfðaði til
barna. Flestar bamabækur um smá-
böm eru fyrir þau sjálf en texti Ein-
ars er allt of flókinn fyrir yngstu
bömin, og ég efaðist um að stálpað-
ir krakkar hefðu gaman af sögu um
lítið bam. Tilraunadýrið mitt er
drengur á sjöunda ári sem gerir orð-
ið þó nokkrar kröfur um æsilega at-
burðarás og vill helst hafa riddara,
dreka og falinn fjársjóö í hverri bók.
Er skemmst frá því að segja að hann
varð stórhrifínn af bókinni um
Litlu systur og gaf henni hæstu ein-
kunn.
Við nánari athugun rann upp fyr-
ir mér að galdurinn felst í því að
sögumaður kynnir Litlu systur fyr-
ir lesendum þegar hún er orðin stór
stelpa og að lesa bók, þannig verður
hún hliðstæða eða jafnvel spegil-
mynd þeirra barna
sem lesa eða hlýða á
söguna. Öll höfum
við einhvern tíma
verið lítil og vitlaus
og því er sagan um
litla bamið líka okk-
ar saga. Eiginlega er
eins og verið sé að rifja upp gamla
minningu.
Myndlýsing Sigurborgar Stefáns-
dóttur vinnur vel með þessari hug-
mynd. Myndir hennar eru hóflega
dregnar teikningar (sem auðvelt er
að spegla sig i), litaðar að hluta í
fáum en fallegum litum. Þær minna
ljúflega á myndskreytingar barna-
bóka frá því fyrr á öldinni þegar
prenttækni var frumstæð og litirnir
lentu ekki alltcif þar sem þeir áttu
að lenda. Saman skapa myndir og
texti sterka heild og útkoman er fal-
leg bók fyrir böm og fullorðna.
Einar Kárason
Litla systir og dvergarnir sjö
Sigurborg Stefánsdóttir gerði
myndirnar
Mál og menning 1999
Bókmenntir
Margrét Tryggvadóttir
Eigið vasadiskó
Jónas Þorbjamarson er með
áhugaverðari skáldum sem fram
hafa komið á síðasta áratug og
fimmta ljóðabók hans, Vasadiskó,
er enn ein
sönnun
þess.
Vissulega
eru þar
engar
stökk-
breyting-
ar í ljóð-
heimi
Jónasar,
sem hefur
fyrir all-
löngu
skapað sér eigin stíl. Stíl sem best
væri lýst sem látlausum og hógvær-
um. Ljóð Jónasar ryðjast ekki fram
með hávaða og fyrirgangi en þau
eru áleitin í hógværð sinni og verða
lesandanum oft minnisstæð. Yrkis-
efhin i þessari bók eru mörg kunn-
ugleg þó bókar-
titillinn sé harla
ólíkur fyrri titl-
um skáldsins.
Jónas yrkir
sem fyrr um
tengsl manns og
náttúru og er ljóðið „Litaminning"
gott dæmi um það:
Ég hef alltaf verið landslags-
málari
en af því ég kann ekki að mála
hefur sólkvöldið í Álftaveri
fyrir nokkrum árum
ekki orðið að mynd
en -
ekki heldur að myrkri
Bókarheitið Vasadiskó kom ærið
ankannalega fyrir sjónir í fyrstu en
skýrist af ljóðinu „Skilveggir", þar
sem segir: „en auðvitað heyrir eng-
inn / nema í sínu eigin“. Bókin
skiptist í þrjá hluta. í þeim fyrsta, Á
seyði, er meðal annars hugað að
veðri, fuglum og flugum og þar má
einnig finna hið ágæta ljóð „Eins og
að breytast í tré“:
Enn eitt haust
leggst að síöum mér
sveipar mig kulhjúpi
sem ég finn þó vart fyrir
get vel hreyft mig
fer út aó ganga
öll kvöld eins og í fyrra
en samt:
þetta hristir enginn af sér
nœsta haust verð ég ögn stirðari -
vafinn enn einum árhring
í öðrum hluta, Umtali, örlar á
nýjum tóni í ljóð-
unu Jónasar,
hvassari og gagn-
rýnni en fyrr, eink-
um í ljóðunum
„Landlega" og
„Stoðir" en þar eru
einnig ferðaljóð líkt og í síðustu
ljóðabók skáldsins, Villilandi (1996).
Síöasti hlutinn, Veggir dægranna,
einkennist af haustljóðum sem eru
með þeim athyglisverðari sem kom-
ið hafa frá þessu unga skáldi.
Þó Vasadiskó boði engin straum-
hvörf i skáldskap Jónasar Þorbjarn-
arsonar ítreka ljóð hennar enn að
þar er á ferð gott skáld og fengur að
hverri nýrri bók þess.
Jónas Þorbjarnarson:
Vasadiskó
Forlagið 1999
,
* k ó
Bókmenntir
Geirlaugur Magnússon
SJÓNVÖRP
ÉÉÉiÉ^ÉÍÉIÉÍÍii
'vB)
Úrvalið er í Japis, yfir 20 gerðir sjónvarpstækja frá Sony
■ ' f -■
• 29" Super Trinitron myndlampi
• Nicam Stereo 2x20w D.
• Menu allar aðgerðir á skjá
• Sjálfvirk vistun stöðva (auto-tuning)
• Textavarp, fjarstýring
• 2x scarttengi S-VHS
i. ¥ - Í '♦ 4f H t v
“ FD Super Trinitron myndlampi
Nicam Stereo 3D 2x15w Subwoofer
Menu allar aðgerðir á skjá I.Q.Sound
Sjálfvirk vistun stöðva (auto-tuning)
Textavarp, fjarstýring
2x scarttengi S-VHS
• 29" FDTrinitron myndlampi
•100 Hz. D.N.R.
• MyndíMynd I.Q.Sound
Menu allar aðgerðir á skjá
Sjálfvírk vistun stöðva (auto-tun.)
Textavarp, fjarstýring SMARTLINK
Nicam Stereo 2x25w magnari Subwoofer • 3x scarttengi S-VHS
Hí/ómar betur
BRAUTARHOLTI 2 • SÍMI 5800 800