Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1999, Síða 32
V I K I N C UTT0 a&vtnna, FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 Steingrímur J.: Gaddfreðin einkavæðing „Satt best að segja átti ég ekki von á því, þrátt fyrir allt, aö þeir myndu j*. forherðast svo í kjölfar þó þeirrar miklu umræðu sem varð um FBA að halda bara beint áfram með ríkisvið- skiptabankana. Meðal annars vegna býsna já- kvæðra viðbragða forsætisráðherra við frumvarpi okkar Ögmundar Jónassonar um að setja inn ákvæði sem tryggja dreifða eignarað- ild, þá hefðu menn a.m.k. átt að komast til botns í því máli,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, en ríkisstjórnin hyggst selja 15% af hlut rikisins í Búnaðar- bankanum og Landsbankanum í lok desember. „í rauninni eru menn hér á tiltölu- lega gaddfreðinni einkavæðingar- braut og það er óneitanlega athyglis- vert að Framsóknarflokkurinn, hvort sem honum er það ljúft eða leitt og ég fer nú að halda að þeim sé þetta alls ekki eins leitt og þeir láta, að þeim er beitt fyrir vagninn í þessum efnum. Það eru Framsóknarráðherrarnir sem að mörgu leyti eru sporgöngumenn í einkavæðingunni.“ -hdm Steingrímur J. Sigfússon. „Ég lýsi mig alsaklausan," sagði Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, Vatnsberamaðurinn, við þingfestingu ákæru þar sem honum er gefið að sök manndráp með ásetningi gagnvart Agnari W. Agnarssyni í sumar. Á blaðsíðu 4 er fjall- að ítarlega um það sem fór fram i dómsalnum í gær. DV-mynd Hiimar Þór Prestafélagið: Gunnar verður að sættast „Mál séra Gunnars Björnssonar í Holti hefur ekki verið rætt i stjórn Prestafélagsins enda ekkert erindi borist þar að lútandi," sagði Helga Soff- ía Konráðsdótt- ir, formaður fé- lagsins, sem harmar mjög hvernig málum er komið í sókn séra Gunnars i Önundarfirði. „Séra Gunnar er varamaður í stjóm Prestafélagsins og ég þekki hann ekki nema af góðu. Hann er góður guðfræðingur og skemmti- legur ræðumaður," sagði séra Helga Sotfla. - Hvaða ráð getur þú gefið prest- inum í Holti? „Séra Gunnar verður að gera allt sem í hans valdi stendur til að sættast við sóknarbörn sín.“ - En þau vilja ekki sættast við hann. „Hann verður að sættast," sagði formaður Prestafélagsins. -EIR Helga Soffía Konráðsdóttir. ^ Sjúkrahús Reykjavíkur: I tíu ára einelti - segir yfirlæknirinn sem sagt var upp Gunnari Þór Jónssyni prófessor og yfirlækni á bæklunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur verið sagt upp störfum. Hann segir það gert til þess að annar maður geti fengið stöðuna hans. DV-mynd Pjetur ^Forseti bæjarstjórnar: Ég er ekki RARIK „Það er bara ákvörðun okkar," svaraði Gísli Páll Pálsson, forseti bæj- arstjórnar Hveragerðis, spumingu DV þess efnis hvers vegna bæj- arstjórnin hygðist halda lokaðan fund á morgun til að fjalla um sölu rafveitu Hvera- gerðis til RARIK. - Er ekki um að ræða stórt hags- munamál Hver- gerðinga? - Hefði þá ekki verið eðlilegt að hafa fundinn opinn? „Þetta er okkar ákvörðun. Við ráð- um því. Þetta er okkar mál.“ „Er ekki óeðlilega að málum staðið að RARIK skuli fyrst kynna sér tölur keppinautanna og bjóða síðan sjálft? „Nei.“ - Hvers vegna ekki? „Þetta skýrist allt á morgun." - En þeir vissu um tilboð keppi- nautanna? „Ég veit ekkert hvað þeir hafa heyrt í fréttunum. Ég er ekki RARIK. < *-Þetta skýrist allt á morgun." Sjá nánar á bls. 2. -JSS „Ég tel mig hafa verið í tiu ára ein- elti af vissum aðilum á þessu sjúkra- húsi,“ sagði Gunnar Þór Jónsson, yf- irlæknir á bæklunardeild Sjúkrahúss Reykjavikur, við DV. Honum hefur verið sagt upp störfum. Hann hefur svarað uppsögninni með því að stefna sjúkrahúsinu fyrir Héraðs- dóm. Hann krefst þess að uppsögnin verði ógilt. Gunnar Þór gegnir einnig stöðu prófessors við læknadeild Há- skóla íslands. Jóhannes Gunnarsson lækninga- forstjóri sagði í DV fyrir helgi að Gunnari Þór hefði veriö sagt upp vegna „vanrækslu í starfi". Gunnar Þór sagði að þar væri einungis um að ræða að hann hefði ekki staðið skil á vottorðum á tilskildum tíma, svo og greinargerðum til landlæknis. Hann kvaðst ekki vera einn lækna sem yrði á að draga slíka pappírsvinnu. „Tilgangurinn með því að Qæma mig í burtu er að tiltekinn maður geti tekið við starfi mínu. Það sem sóst er í er prófessorsstaða sem ég gegni við sjúkrahúsið. Kæran, sem ég hef lagt fram, byggist á þvi að stjómendur sjúkrahússins hafi ekki húsbóndavald yfir mér þar sem ég er ráðinn að sjúkrahúsinu samkvæmt gildandi kennslusamningi við Há- skóla Islands." Gunnar Þór sagði að lækningafor- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur hefði farið með málið til læknadeildar og reynt að fá því framgengt aö hann yrði einnig leystur frá störfum þar. „Þar hef ég fengið áminningu fyrir að hafa ekki stundað rannsóknar- störf eins og til er ætlast. Samkvæmt lögum á ég rétt á að gera bragarbót þar á. Deilan snýst um hvort ég hafi fengið þennan lögvarða rétt eða ekki. Ég hef farið fram á að fá eins árs rannsóknarleyfi. Niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir enn.“ Gunnar Þór sagði að fyrst hefði verið gerð tilraun til að flæma hann úr starfi frá sjúkrahúsinu fyrir tíu árum með munnlegri uppsögn. Hann hefði leitað aðstoðar lögmanns og niðurstaðan verið afdráttarlaus, um- ræddur kennslusamningur væri ráð- andi um stöðu hans og störf við sjúkrahúsið. Hið sama hlyti að gilda um uppsögnina nú. -JSS Veðrið á morgun: Víöa létt- skýjaö fyrir austan Á morgun verður sunnan 10-15 m/s og snjókoma fram að hádegi en síðan vestan 8-13, él og hiti kringum frostmark vestan til á landinu. Um landið austanvert verður fremur hæg suðlæg átt, víða léttskýjað og frost 3 til 9 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Jólakort NYJAR W VÍDDIR Sími 569 4000 Hafnarbraut 23, Kóp. * /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.