Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Jólabærinn Akureyri Hyrir síðustu jól var byggt lítið þorp innar- lega í bænum sem hét Norðurpóllinn. Nú ákváðum við hins vegar að láta Akureyri rísa undir nafni sem jólabær og fluttum höfuðstöðvar Jólabæjarins inn í göngugötuna og notum hana sem leikmynd," segir Ingþór Ásgeirsson, formað- ur Miðbæjarsamtakanna á Akur- eyri, en þau hafa haft frumkvæði að því að koma „Jólabænum Ak- ureyri" á fót. „Þeir aðilar sem standa að þessu eru Miðbæjarsamtökin sem í eru hagsmunaðilar í miðbæn- um. í framhaldinu er svo gert ráð fyrir að þetta verði í höndum markaðsskrifstofu bæjarins en Miðbæjarsamtökin sjái um ýmsar uppákomur i bænum,“ segir Ing- þór. Hann segir að höfuðáherslan verði lögð á það að vera með ýms- ar fjölbreyttar uppákomur i mið- bænum fostudaga til sunnudaga og þar verði jafnt um að ræða kóra, jólasveina, harmóníkuleik- ara, leikara og fleiri og reyndar geti fólk bara gert vart við sig ef það telur sig hafa eitthvað áhuga- vert fram að færa. „Við munum stíla inn á að oftast verði ein- hverjar uppákomur í gangi. í göngugötunni verður komið fyrir smáhýsum og tjöldum þar sem fólk getur selt alls kyns vaming og við leggjum talsvert upp úr því að fá handverksfólk með alls kyns varning til að vera með. Allt þetta sem ég hef talið upp á að geta myndað skemmtilega heild og göngugatan og Ráðhústorgið verð- ur veglegur rammi utan um þetta,“ segir Ingþór. Göngugatan og næsta nágrenni hefur verið óvenjulega mikið skreytt að þessu sinni og segir Ingþór að verslunareigendur hafi lagt mikið af mörkum í þeim efn- um, sem og bæjaryfirvöld. Þá hafi fjölmargir bæjarbúar tekið vel við sér og skreytt fyrir utan heimili sín fyrir 20. nóvember þegar „Jólabærinn" var opnaður form- lega, eins og farið var fram á, og segir Ingþór að margir leggi hönd á plóginn til að Akureyri rísi und- ir nafni sem „Jólabærinn". -gk Mjög miklar jólaskreytingar eru að venju í nágrenni Akureyrarkirkju. DV-mynd gk Canon ár eftir ár - öld eftir öld! Canon IXUS M-f í gjafakassa (taska, ól og rafhlöður fylgja) • Alsjálfvirk APS myndavél • Möguleiki á þiemur myndastærðum • 23mm rafdrifin linsa með Ijósopi 4,8 • 'yfegur aðeins 115 g • Sjálfvirkur fókus og auðveld filmufsetning • Möguleiki á dagsetningu og textaaftan á mynd • Sjálfvirkt innbyggt flass Byltingarkennd nýjung í sokkabuxum frá Filodoro. Hátíðasokkabuxurnar í ár. Nótnabækur Gítarar Blokkflautur Taktmælar Nótnastatíf / Ymis skemmtileg smáhljóðfæri Gítarstatíf Gítarstillitæki Tölvuhljómborð og margt fleira TONASTOÐIN Skipholti 50D • sími: 5521185

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.