Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 57
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 57. Jólastjörn - hátíðakonfekt Sælgætisgerð af ýmsum toga er alltaf vinsæl fyrir jólin. Hér getur að líta uppskrift að konfekti sem vel er við hæfi á þessari hátíð. Jólastjömur (konfekt 15 stk.) 100 g marsipan 1/2 tsk. flórsykur 1 tsk. dropar eftir smekk 90 g mjúkt núggat Skraut: 100 g suðusúkkulaði Hnetur (heilar) Sykurskraut Hnoðið saman marsipan, flórsyk- ur og dropa. Fletjið marsipanblönd- una út á smjörpappír þar til hún er ca 3 mm á þykkt. Gott er að strá flórsykri á pappírinn svo að hún límist ekki við. Fletjið núggatið eins út. Leggið núggatið yfir helm- inginn af marsipanblöndunni og brjótið hinn helminginn af því yfir núggatið svo að það verði í miðj- unni. Stingið út litlar stjömur með smákökujárni. Penslið með bræddu súkkulaði og skreytið með hnetun- um og sykurskrautinu eftir smekk. Hver er minnisverð- asta jóla- gjofin? Rannveig Guðmunds- dóttir al- þingismað- ur: „Ég hef ver- ið svona 12 ára gömul og þá var það farið að skipta mann dá- litlu máli að eignast fallega hluti. Það voru að koma jól og í skóbúðina á ísafirði komu þá dýrindisskór sem allar stelpurnar í vinahópnum féllu fyrir og allar vildu eignast. Þetta voru tvær eða þrjár gerðir af skóm og við höfðum aldrei séð ann- að eins og mig langaði því óskap- lega í skóna. Ég var næstyngst átta systkina og ég fékk nú að vita það að um þessi jól yrðu gömlu spariskórnir að duga, enda í sæmilegu lagi. Ég fylgdist með þegar vinkonurnar fóru í skóbúðina að máta og kaupa skó upp á jólin. Það var ekki laust við að mér fyndist ég vera í stöðu Öskubusku að fá ekki að upplifa þetta sama. Mikil var því gleðin á aðfangadag þegar ég opnaði jóla- pakkann frá foreldrunum og draumaskórnir komu upp úr hon- um. Það var ekki vani á mínu heimili að börnin fengju svo dýrar gjafir. Þá hafði mamma fengið vinkonu mína til að fara af stað til að kaupa þessa skó sem mig dreymdi svo um. Hún geymdi skóna og ég var látin trúa því að gömlu skórnir yrðu látnir duga. Auðvitað fékk ég falleg föt en mamma mín var listasaumakona af Guðs náð. Við fengum því alltaf mjög falleg föt fyrir jól og hátíðis- daga. Ég held að þetta sé með því minnisstæðara frá æskuárum og hvað það kom mér á óvart að þannig væri sameinaður draumur minn um skóna og þeir gerðir að jólagjöfinni það árið. Ég man enn hvernig skórnir litu út. Þeir voru svartir, með litlum fölgylltum doppum sem voru nærri því eins og litlar stjörnur á skón- um. Við höfðum aldrei séð svona fallega stelpuskó áður. Á þessum árum eftir stríð var ekki mikið úrval af vörum í búðum. Flest var skammtað og fólk stóð í biðröð eftir skótaui og öðru. Þetta var í lok þess tíma, ég held 1952, og þá voru rétt að byrja að koma svona fallegir hlutir. Almennt var ekki mikið vöruúrval úti á landi á þeim árum.“ --- ötu 13 Borgarnesi Sími 437-1234 lllBBliBlliB Glæsilegt úrval af handunnum skartgripum og gjafavörum fljKyíu 1 '----------------------' Sendum í póstkröfu. b______________________i Vönduð svissnesk dömu- og herraúr ' Schofí 1 BKJEíl ' * Classic fœst í apótekum, KA-verslunum, Nóatúns-vers lunum, HagkaupS'Verslunum. Scholl jólapakkning frábœr jólagjöfá goðu verði Kirsuber Kr. 22.500 NftotftHwr yjjjíjuþjíj 3 ém iÉtmgu Hirzlan 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.