Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 * 46 tyólagjafir^fyrifl Istóra stráka l Handtalstöðvar Draga 3-5 km. 3orásir + skanni. Einfaldar, engin rekstrargjöld. Sparar GSM símtöl. Tilvalið í veiðina, smalamennskuna, á vinnusvæðið o.fl. Gefðu gott samband í jólagjöf. Fjarstart Fjarræstu bílinn út um gluggann og hann er heitur þegar þú kemur út. Laus við að skafa. Dregur allt að 400 metra. Gefðu hlýja og öðruvísi jólagjöf. GPS tæki Magellan hefur skilað fjórum íslenskum leiðangrum yfir Grænlandsjökul og tveimur á Suður-Skautið. Ekki týna neinum, gefðu GPS tæki í jólagjöf. * Litlarog kröftugar. Vertu í sambandi við ferðafélagana. Ekki láta ferðabílinn fara í jólaköttinn. Radarvarar * Duga gegn nútíma radarmælingum. Láttu ekki hirða þína nánustu. Gefðu sparnað í jólagjöf. AUKARAF IVerslun • Verkstæði Skeifan 4 • Sími 585 0000 www.aukaraf.is fallegum litum. Ef þú verslar í undirfatadeild okkar í desember gætir þú átt von á því að eignast gjafabréf upp í ferð að eigin vali. Dregið verður á Matthildi þann 31. des. '{7imífeni 9, támi 5531300. íslenskur brautryðjandi i Ijósleiðaraskreytingum: 12 metra jólatré í Danmörku Mikil þjóðtrú tengist jólun- um á íslandi. í skammdeg- inu var eðlilega mest hætta á að alls kyns illþýði væri á ferðum og eru margar sögur af því. Grýla er þekkt frá því um 13. öld. Hún var hrikaleg í útliti af einhvers konar tröllakyni. Hún birtist í kringum jólin og át óþekk börn með bestu lyst. Ekki er vitað hvað hún át á öðrum árstímum. Ef börnin voru hins vegar góð og þæg gat Grýla ekkert gert við þau. Jólasveinarnir synir hennar komu til skjalanna á 17. öld og voru þá mjög vondir. 77 jólasveinanöfn Vitað er um 77 mismunandi nöfn á jólasveinum. Al- mennt er talað um að jóla- sveinarnir séu 13 og nöfnin sem nú eru algengust eru: Askasleikir, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur, Giljagaur, Gluggagægir, Hurðaskellir, Kertasníkir, Ketkrókur, Pottasleikir, Skyrgámur, Stekkjastaur, Stúfur, Þvöru- sleikir. Þeir voru frekar óyndislegir lengi framan af og börn almennt hrædd við þá. í lok síðustu aldar fara jólasveinarnir að líkjast þeim danska og þeim amer- íska og um 1930 er jóla- sveinninn kominn í rauðan búning og farinn að gefa börnum gjafir. Heimild: Saga saganna eftir Árna Björnsson. jósaskreytingar með ljós- leiðurum er nýjung á markaðnum. Trjárunnar við Aðalland í Reykjavík eru einmitt skreyttir með þessum hætti og hafa vakið mikla athygli. Eigandinn, sem er jafhframt braut- ryðjandi á þessu sviði á alþjóðlega vísu, er íslendingurinn Jóhannes Tryggvason. „Þetta er allt gert með ljósleiður- um, um þræði sem eru ekki nema 0,75 millímetrar að sverleika," segir Jóhannes sem rekið hefur skiltagerð- arfyrirtækið Dengsa ehf. í Duggu- vogi. Ljósin við heimili hans þykja sérstök og skipta meira að segja lit- um „Þetta er nýtt og algjör bylting og við erum eiginlega fyrstir í heimin- um til að gera þetta svona. Það er m.a. búið að selja þetta til Danmerk- ur. Þar kveikti borgarstjórinn í Kaupmannahöfn á tólf metra háu jólatré sem skreytt er með okkar tækni á laugardaginn. Það stendur við fyrir framan Tívolí. Við höfum m.a. mikið verið að vinna fyrir Nordisk Film, gerðum stjörnuloftið í nýju Kringlunni og ýmislegt fleira. Þannig erum við með Skandinavíuumboðið og ég er með fyrirtæki í Danmörku og Svíþjóð og er að stofna eitt í Noregi líka. Skilti sem við gerðum fyrir Landssímann, sem sett var upp á sýningu í Sviss, vakti t.d. mikla athygli. í þessum trjáskreytingum er það skerpan í ljósunum sem er númer eitt tvö og þrjú. Við erum að ná upp undir 4000 Kelvin-gráðum út úr ljós- þráðunum sem er farið að nálgast ljóshitastig dagsljóssins sem er 5.500 K. I garðinum hjá mér leiði ég ljósið með ljósleiðara frá Ijósgjafa þar sem ljósinu er skotið inn í endan á leiður- unum. Þá er hægt að leika sér með liti eins og maður vill með því að hafa litahjól sem snýst á milli ljós- gjafans og þráðarins. Til þessa þarf ég ekki nema 300 vatta orku eða sem svara tveim góðum ljósaperum." - Er þetta ekki dýr tækni? „Það er afstætt hvað menn telja dýrt. Auðvitað eru til mjög ódýrar jólaseríur frá Kina og þetta er dýrara en það. Spumingin snýst bara um það hvort fólk vill eitthvað nýtt og öðruvísi. Þræðimir sem við notum eru samt ekki eins dýrir og glerþræð- imir sem notaðir eru í ljósleiðara fyrir síma og sjónvarp. í skiltagerð er þetta líka mikil bylt- ing. Hægt er að gera ljósaskreytingar sem eiga að standa utanhúss og hafa ljósgjafann sjálfan innanhúss. Slíkt auðveldar allt viðhald því þræðimir sjálfir bila nánast ekkert. Það er líka hægt að leiða ljósið ofan í vatn því ekkert rafmagn er í þræðinum. Bæði er hægt að vera með þræði sem lýs- ast allir upp og aðra sem ljósið kem- ur bara út um endann á. I þeim sið- arnefndu er hægt að leiða ljósið 30 metra án þessa að það tapi nokkru. Nýjasta tæknin er svo að nota leysi til að skjóta ljósi inn í þræðina," seg- ir Jóhannes Tryggvason. -HKr. Jól og þjóðtrú Þú færð jolagfof elskunnar þinnar hjá okkur. Ótrúlegt úrval afglæsilegum undirfatnaði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.