Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Side 3
meömæl i g f n i Tískubúðin One 0 One á Laugavegi er farin að selja þessi líka framúr- stefnulegu úr. Úrið og ólin eru eitt og ólin er beygð um úlnliðinn. Úrin heita Boa, hönnuðurinn Nick Day og þetta er framleitt hjá Strange Days. Verðið er rúmlega er ekki mikið, miðað við það hve rosalega kúl þú ert með svona úr. Ef þú vilt skreppa I mínísólarlandaferð þá er Kokkteilbarinn í Miðbæjarmarkaðnum lausn- in. Hann ervið hliðina á sólbaðsstofunni Sól og sælu og Ijósahita- lyktin fyllir vitin. Þar að auki eru veggirnir skreyttir með pálmatrjám og staðurinn státar af sama kokk- teillista og fimm stjörnu hót- el á Kúbu. Kokkteilbarinn er líka niðri í kjallara sem gefur honum sjarmerandi og létt púkó búllublæ. Byrj- aðu helgina á Ijósum og nuddi í Sóli og sælu og tiplaðu svo á tánum yfir á Kokkteilbarinn. Þar bíður svalandi Pina Colada með regnhlíf og röri. Sykursætur sjóari ísfirskur sjóari stakk af með titilinn herra ísland 99 í síðustu viku. Það sérstaka við keppnina í ár var það að hann var síður en svo eini sjóarinn í hópi keppenda. Niðurstaðan Svona litur herra Island arið .1999 út. Hann heitir Ægir Örn Valgeirsson og er fallegasti karlmaður landsins í dag. Það er fullkominn unaður í dós fylla töskuna af litlum Prlns Pólóum. Þau eru oft á tilboðum í sjoppum og 2-3 tíkalla. Pólsku súkkulaöikexin standa alltaf fyrir sínu og eru sérlega heppileg fyrir fólk á hlaupum. Svo er líka hægt að kaupa Prins Póló í græn- um og bláum um- búðum og eiga soldið glaðlegt nesti í farteskinu. Ingvi Þór Kormáksson og Guðmundur S. Steinsson eru glaðbeittir yflr útgáfu Viskíbarnanna. „Eru sjómenn ekki bara ahnepnt myndarkarimenn,“ er svarið sem Ægir örn Valgeirsson gefui* við spumingunni. af bvetju það hafi verið svona margir sjóarar sem tóku þátt í feguröarsamkeppni karla sem fram fór á Broadway í síöustu viku. „Ætli sjávarloftið sé ekki svona gott fyrir útlitiö,“ bætir Ægir við. Sjávarloftið hefur allavega gert húð Ægis sitt gagn því hann bar sigur úr býtum i keppninni og getur nú með stolti kallað sig fallegasta mann !s- lands. En finnst þér þú virkilega vera fal- legasti maöur íslands? „Það er nú ekki mitt að dæma um það. Úrskurðurinn er kveðinn upp og þá er bara að taka því,“ segir Ægir með stillingu. TitiUinn herra ísland er allavega nokkuð þungur að bera því síðan Ægir hlaut hann hef- ur hann svo að segja legið í rúminu með flensu en var að skríða saman þegar Fókus talaði við hann. Lyftir í véiinni Ægir er Isfirðingur í húð og hár og bjó á ísafirði þar til hann var 19 ára gamall en þá hélt hann suður til náms í Vélskólanum. Fyrir utan sjó- mennskuna, en Ægir er yfirvélstjóri á bátnum Erni, þá hefur hann mik- inn áhuga á mótorsporti og fjalla- ferðum. Sjálfur á hann jeppa og 400 hestafla sportbfl. Einnig á hann spittbát og bregður sér gjaman á sjó- skiði Ægir hefur einnig lengi haft áhuga á líkamsrækt og þetta spengi- lega útlit hans er ekid eitthvað sem hann hefúr náð á vikunum fyrh' Herra íslands-keppnina. „Ég og einn íelagi minn, sem er að vinna með mér á bátnum, erum bún- ir að koma upp æfingabekk niörí vélinni þannig að maður getur grip- ið í lóöin á frívöktiun,“ segir Ægir og telur ekki ferðalög upp sem sitt aöaláhugmál eins og flestar fegurð- ardrottningar gera. Hann á þó eftir að ferðast nokkuð á næstunni og fer hann m.a. til Kína á næsta ári þar sem hann mun keppa við herra frá öllmn löndum heims. Aó taka þátt í feguröarsamkeppni er nú kannski ekki svo karlmannlegt. Hvað fannst eiginlega vinnufélögum þinum um þessa ákvörðun þína? „Þeir hlógu mikið að þessu og fannst skrýtið að ég skildi ætla að taka þátt í svona keppni. Þeir komu nú samt að horfa á mig og hvöttu mig óspart,“ svarar Ægir. Hann seg- ir að framtíöaráformin séu óljós en segist hafa fengiö ýmis tilboð í kjöl- far keppninnar sem hann sé að skoða í rólegheitum. Á sjónum ætlar hann allavega ekki að vera enda- laust. Og svona í lokin, stelpur, Ægir er á fostu. -snæ „Þetta er ævisaga Jacks Erd- manns frá því að hann er pottormur og þangað tfl hann fer í meðferð," segir Ingvi Þór Kormáksson, bóka- safnsfræðingur og þýðandi bókar- innar Viskíbömin. Þórarinn Tyrf- ingsson læknir ritar formálann að bókinni og minnist þar á fordóma sem beinast gjaman að drykkjusjúk- um. „Já, það er fullt af fólki sem vifl ekki viðurkenna drykkjusýki sem sjúkdóm eins og kvef, sykursýki eða skjaldkirtilssjúkdóm," fullyrðir GuÓ- mundur S. Steinsson sem gefur bók- ina út og bætir við að slíkt fólk tali gjaman um karakters- eða ístöðu- leysi. Hvernig spratt hugmyndin að þýð- ingunni og útgáfunni? „Það er ákveðinn lífsstíll að vera edrú. Ég hef gengið í gegnum hlið- stæða reynslu og þess vegna var áhugi fyrir að gefa akkúrat þessa bók út. Enda er hún raunsönn lýsing á hvemig áfengissýkin nær smám saman algemm tökum á manneskju. Rauði þráðurinn er þessi sjúkdómur og hvemig hann leiðir til glötunar. í rauninni er þetta klassísk reynslu- saga sjúklings," svarar Guðmundur. „Ja, flestir þekkja einstaklinga sem hafa lent í vandræðum með vimu- og fíkniefni. Þess vegna er gott að fá bók beint úr myrkviðun- um. Það hefur ekki gerst síðan bók- Ingvi Þór Kormáks- son bókasafns> fræðingur þýddi bandarísku bókina Vtskíbðrnin, Útgef- ^andi er Guðmundur S, Steinsson, eig- andi söluturnsins Póló, in „Ég græt að morgni" kom út fyrir mörgum árum síðan. Þessi er kannski sambærileg við hana að mörgu leyti,“ segir Ingvi Þór. Hemingway og Islendingasögurnar Jack Erdmann skrifaði Viskibörnin ásamt ljóðskáldinu Larry Keamey sem var fullur frá ¥59-¥81. Félagamir eru sammála um að bókin sé sérstaklega vel skrif- uð og það hafi vissulega kynnt und- ir áhuga á þýðingu og útgáfu. „Það er ekkert verið að velta sér upp úr einhverjum ógurlegum harmi í frá- sögninni. Þvert á móti byggist hún á stuttum hnitmiðuðum setningum og fáum lýsingarorðum. Það hefur alltaf þótt góður siður á íslandi," út- skýrir Ingvi Þór. „Já, þetta er engin tiflinninga- vella. Það er ákveðin karlmennska í stílnum og hann minnir dálítið á Hemingway," segir útgefandinn. Er frásögnin sem sagt blanda af Hemingway og íslendingasögunum? Þeir yppa hlæjandi öxlum og ít- reka gæði manndómsstilsins. Að þeirra mati er hann kraftmestur í sögulok. „Stíllinn er bestur og magnaðastur í lokin þegar niðurrif- ið er sem mest. Þá verður hann ósjálfrátt súrrealískur, fáránleika- kenndur og atburðarásin fullkom- lega laus við viðjar vanans," segir Guðmundur og Ingvi telur bókina vera bókmenntalega ævisögu. „Ekta“ alkóhólisti „Þessi maður er bam síns tíma og „ekta“ alkóhólisti sem drekkur bara alkóhól. Það er lítil dópneysla, ekkert kók eða heróín," segir Guðmundur. „Hann tekur einu sinni róandi,“ skýtur þýðandinn að en útgefandinn heldur ótrauður áfram: „Viskibömin em vissulega annars eðlis en Dýra- garðsbömin. Stelpan þar er í mikilli neyslu og er orðin hrak fyrir tvítugt." „En Jack drekkur vín í þrjátíu ár og er mjög Ula farinn síðustu tíu árin. Fer stöðugt inn og út af meðferðar- stofnunum. Það er miklu lengra og lúmskara ferli,“ segir Ingvi Þór. Að sögn félaganna eiga Viskíbömin erindi við marga. Þrátt fyrir að bókin fjalli um karlmann sem háður er lög- legum fíkniefnum höfðar hún til allra sem lent hafa í álíka hremmingum. Forfallnir netnotendur meö áhuga á myndlist ættu eindregið að heim- sækja heimasíðu Zentr- um fur Kunst und Medi- H entechnologie, http://www.zkm.de, sem er í Karlsruhe í Þýsklandi. í þessu mjög svo framúr- stefnulega safni stendur nú yfir sýningin net-condition, - bein leiö, http://onl.zkm.de/netCondition.root/netcond ition/start/language/default-e - sem er að hluta til sett upp á sjálfu Netinu. 1 sýningunni taka flölmargir þeirra listamanna þátt sem í dag nota eingöngu tölvur og aðra hátækni til að skapa listaverk. Af slóð sýningarinnar á heimasíðu safnsins er hægt að komast inn á heimasíður listamannanna sjálfra. Forvitniieg sýning fyrir tæknisinnaða listáhugamenn sem ættu ekki aö sleppa því að líta viö í leiöinni á critical-art til að kynnast „Nýrri Evu“. Börkur Gunnarsson : „Það er ódýrt að lifa í Prag“ Marta Nordal: í erótísku viðtali Hin eina og sanna Selma. Verður á Indlandi um ára- mótin Strákarnir í Quarashi: „Góðærið er spillandi“ Sjálfsrækt í Reykjavík: Háskólar brjóta niður guðdóminn Bókarkáp- ur og plötuumslög skoðuð: w Olafur Jó- 16 hann flott- astur Villti tryllti Villi: Unglingaskemmti- staður með kopar- gólfi Ótrúlegustu hlutir til sölu: Kauptu rusl í Reykjavík Lífid eftir vmnu f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Quarashl. 3. desember 1999 f Ó k U S 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.