Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Side 10
vikuna
25.11-2.12 1999
48. vika
Fyrrverandi heimsmeistarinn í
breikdansi, Jay Kay, og félagar hans í
Jamiroquai eru á fullu spani með upp
listann með lagið King ForA Day.
Þetta er hið rólegasta lag sem fellur
greinilega vel í fólk í huggulegheitum
skammdegisins.
Topp 20 (01) Sun Is Shining Bob Marley & Funkstar Deluxe Vikur 8 á lista O11
02 ) KingForADay Jamiroquai * 2
(03 ) The Dolphins Cry Live 3
04 The World Is Not Enouch Garbage (James Bond) X 1
05 Just My Imagination The Cranberries ‘t 6
06 Okkarnótt Sálin hans Jóns míns 4 2
07 Stick ‘Em Up Quarashi 'i' 5
08 ToBeFree Emiliana Torrini 4 11
(09) SatisfyYou PuffDaddy t 2
10 NewDay WyClefJean & Bono 4v 7
(l 1) Burning Down The House Tom Jones & The Cardigans 4- 13
12 Strengir Maus 4 9
(13) (You Drive Me) Crazy Britney Spears U 12
14 1 Learned From The Best Whitney Houston X 1
(75) Heartbreaker Mariah Carey 4 12
16 BugABoo Destiny’s Child 4 6
(17) Tungubrögð Ensími X 1
(18) ModelCitizen Quarashi X 1
(19) Flying Without Wings Westlife n 3
(20) Örmagna Land og synir X 1
Sætin 21 til 40
© topp/ag vikunnar 21. Alltáhreinu Land og synir L j, 8
22. If 1 could Turn Back The Hands Of Time /?. Kelly X 1
4 vikunnar 23. Ég er kominn Sálin hans Jóns míns j Á 10
24. WhatlAm Emma Bunton & Tin Tin Out + 2
X nýtt á /istanum 25 /A|J Selma t 2
joj stendur 1 stað 26. Hit Girl Selma * 4. 6
, hækkar sfg frá 21 Keep On Movin’ Five T 4
1 slðistuviku 28. AlltáÚtSÖIu Buttercup t 3
lækkar siq frá 29. Svífum sifljstu viku 30 Then The rvjorning C Skítamórall X 1
omes Smash Mouth 4- 3
■f1 fallvikunnar 31. Lift Me Up Geri Halliwell t 2
* 32. Myndir Skítamórall " 4 9
33. Heyþú Stjórnin t 2
34. WÍII2K WillSmith 4, 4
35. That's The Way It Is Celine Dion 4, 4
36. Give It To You Jordan Knight 71 5
37. / Need To Know MarcAnthony t 3
38. Rhythm Devine Enrique Iglesias 4- 4
39. When We Are Together Texas 1 4, 3
40. Rise Gabrielle X 1
Ifókus
„Maður er svona í þessu á milli
húsverkanna," segir Ósk, „svona
þegar maður hefur tíma til að setj-
ast niður.“ Ósk notar heimilisfólk-
ið í rokkið, dóttir hennar Anna
Lucy syngur með mömmu sinni.
Sonurinn Hunter er kominn í
rappsmiðju í Miðbergi svo það
hlýtur að fara að styttast í að hann
taki lagið með mömmu. Ósk fílaði
rappið í botn í gamla daga, bönd
eins og Da Lynch Mob og Disposa-
ble Heroes of Hiphoprisy, og kom
krökkunum upp á rappið. Nú hef-
ur tafLið snúist við og krakkamir
fræða mömmu um nýjasta rappið.
„Ég var líka löngum mikið fyrir
David Bowie,“ segir Ósk, „og
Steve Harley og Johnny „Guit-
ar“ Watson. Nú fer klassísk tón-
list ekki ósjaldan á fóninn."
Hvert ertu ció þróast í músík-
inni?
„Nýjasta efnið mitt er rokkaðra
en áður. Ég er ekki búin að fá mér
tónlistarforrit í tölvuna enn þá, en
stefni að því á nýrri öld. Þá gæti
tónlistin breyst enn meira.“
Heimildin í botni
Á „Draumi hjarðsveinsins" sem-
ur Ósk að vanda lög við gömul
ljóð, mest ljóð Jakobínu Johnson.
Á nýja disknum eru sjö lög af ell-
efu með textum eftir Jakobínu.
Hvers vegna skyldu ljóö Jakobínu
höfða svona rosalega til Óskar?
„Æi, ég er bara ekki nógu dugleg
við að fá mér fleiri ljóðabækur,“
játar söngkonan. „Þetta er allt úr
sömu ljóðabókinni sem ég keypti
fyrir nokkrum árum og mér fannst
svona líka skemmtileg. En ég er
svo sem búinn að fá mér nýjar
ljóðabækur og yngri skáld eru líka
alltaf að gauka að mér bókum.“
Hvernig gengur svo baráttan?
„Þetta hreyfist nú hægt, skal ég
segja þér. Ég er ekki góð sölukona
og hef ekki nægt fjármagn til að
auglýsa mig. Yfirdráttarheimildin
er í botni en maður hefur samt
alltaf salt i grautinn. Það er jú góð-
æri.“
Ósk ætlar að kynna sig og plöt-
una með því að spila á Sólón ís-
landus 11. desember. Þá kemur
dóttirin Anna Lucy fram, en hún
var kölluð „senuþjófur plötunnar"
í plötudómi nýverið.
plötudómur
Hljómsveitin Jagúar hefur
skemmt gestum á krám í Reykjavík
undanfarin misseri og talar fólk
jafnan um dansiböllin með gleðitár í
augunum. Sveitin kennir sig við
fónk og fönk er jú algert æði ef vel
tekst upp. Það var því óneitanlega
spennandi að hlusta á þessa plötu.
Fönkið var stæðileg tónlistar-
stefna sem reis af souli og þegar hún
var upp á sitt besta réðu sveittir
svertingjar betri hluta hennar með
ólgandi skælifótstig að vopni. Besta
fonkið var sungið, menn eins og Sly
Stone, James Brown, Isaac Hayes og
Curtis Mayfield hefðu allir átt að fá
nóbelinn í fonki á sínum tíma. Svo
kom diskó og teknó og fónkið féll í
dá. En það fór ekki langt, fönk er
bara of flott til að fara á þjóöminja-
safn og bönd eins og Beastie Boys
hafa gramsað fönkinu upp á yfir-
borðið aftur.
Kannski væri Jagúar besta hljóm-
sveit í heimi ef söngvari væri í
bandinu. Einhver magnaður stuð-
bolti sem hrópaði frasa og hristi
tamborínu. Ósungið fönk á það
nefnilega til að missa marks, að
Booker T & The MG’s og The Meters
auðvitað undanskyldum. Nýfönk
Medeski, Martin & Wood getur t.d.
verið ágætt, en á það allt of oft til að
renna út í fjúsjón, og því verður
fönk Jagúars strax vafasamt þvi
bandið minnir mikið á áðurnefnda
MM&W.
Þó enginn hnykki barkakýli í
Jagúar er tæplega helmingurinn á
þessari frumraun sjömenninganna
argasta gæðafönk sem höfðar til
heilbrigðrar líkamsstarfssemi neð-
anmittis. Spikfeitasti partur plöt-
unnar hefst með öðru laginu og lík-
ur með þvi fimmta. Þama eru fjögur
lög sem verða að teljast toppurinn á
íslenska fönkjakanum; glaðlega
grúfí og fersk (“Bubba’s Song“),
töffaraleg (“Watermelon Woman“),
eldvirk og bullandi (“Theme for
Miquel”) eða tryllt og eltingarleiks-
leg á la Shaft (“Gustav Blomkvisf‘).
Ef öll platan væri svona væri ís-
lenska þjóðin í frábærum fönkmál-
um, en því miður er sú ekki raunin.
Nokkur önnur lög nálgast toppinn
en restin nær ekki sama fluginu og
þegar verst lætur minnir tónlistin á
bönd eins og Spyro Gyro og Mezzof-
orte; fjúsjón, skammstafað
l.e.i.ð.i.n.d.i. í mörgum lögum eru
þeir í Jagúar nýrakaðir og dannaðir
eins og vísitöluþenkjandi skrifstofu-
menn en villimennskuna, sukkið og
svitann vantar og maður hugsar í
mesta lagi: ,já, voða voru þeir dug-
Jagúar ★★★
Tæplega helmingurinn er
argasta gæðafönk sem höfðar
til heilbrigðrar líkamsstarfs-
semi neðanmittis.
legir að læra sóló í F.Í.H“. Þau ná-
bleiku lög þjóna ekki öðrum tilgangi
en að vera undir í skjáauglýsingum
og maður sér ekki aðra fyrir sér fíla
þau en miðaldra pípureykjandi djas-
spunga með hártopp. Ekki gott mál.
En þó fordómar mínir og skortur
á umburðarlyndi hindri mig í að fíla
plötuna alla verður ekki annað sagt
en að þetta sé besta íslenska fönk-
platan til þessa (á íslandi ríkir að
vísu fákeppni í fönki). Platan var
tekin upp á sviði Borgarleikhússins
og sándið er fínt, dálítið hart samt
og mætti stundum vera meira „djú-
sí“. Umbúðirnar eru full skandinav-
ískar en aðalmálið hlýtur að vera að
strákarnir spila vel og eru fagmann-
legir fram i síðasta svitadropa. Svit-
inn hefði bara mátt vera meiri og
fagmennskan stundum letilegri.
Dr. Gunni
10
f Ó k U S 3. desember 1999