Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1999, Síða 15
Magnús Skarphéðinsson heldur að trúin víki fyrir efnishyggjunni. ið. „Nuddarinn teygir sig inn á lík- amstakt þess sem tekur við nudd- inu. Fyrir vikið stjórnar sá síðar- nefndi nuddinu. Sá sem nuddar fer eins djúpt og líkami hins leyfir og einbeitir sér að því að losa um stífl- ur og vekja þann sem nuddið fær til vitundar um ástand líkamans. Þannig hjálpar nuddarinn honum að beina athyglinni inn i líkamann svo hann gangi inn í ævintýraheim líðandi stundar," segir Guðrún glaðlega og tekur fram að Huna- fræðin segi orkuna leita þangað sem athyglin beinist. „Þegar sá sem þiggur nudd og nuddarinn sameinast í að næra og hlúa að sama líkamanum á þennan hátt þá hleðst upp mikil orka og sá sem kom í nudd gengur endumýjaður út og hlaðinn krafti." Hvaö er Hunaheimspeki? „Hunaheimspekin á rætur sínar í eldgamalli hefð frumbyggja á Hawai og útleggst á ís- lensku sem „Fræðin um hið dulda i manninum," út- skýrir Guðrún. Hún leggur mikla áherslu á öndun í nuddinu og segir að djúp regluleg öndun með nudd- inu auðveldi fólki að kom- ast út úr huganum og tengj- ast líkamanum, tilfinning- unum og losa um streitu, reiði, gleði og sorg. Hlýir Hawai-straumar ilja eflaust norpandi íslendingum með vöðvabólgu. Það hressir ef- laust þögla þjóðarsál að leggjast undir dansandi lomi lomi nuddara og kynnast duldum hvötum. Örlög heimsins Sálarransóknarskólinn er mekka andlegheitanna og þangað leitar alls konar fólk. Magnús Skarphéð- insson er skólastjóri og að hans sögn er Sálarrannsóknarskól- inn ekki dýr og að mörgu leyti rek- inn af hugsjón. „Þetta eru 13 skóla- dagar yflr veturinn sem kosta ekki nema 24 þúsund krónur." Er vakning í andlegum málum? „Ekkert sérstök. Hins vegar er sífellt meira andlegt hungur hjá þeim þjóðum sem vanrækja fegurð, listir og guðdóminn, einkum og sér í lagi á Vesturlöndum þar sem lit- leysið og guðleg tilfmning víkur meira fyrir trú á efnishyggjuna. Og þetta guðleysi og þessi leiðindi og þessa hnignun getum við þakkað háskólum Vesturlanda að mestu leyti. Háskólar Vesturlanda hafa verið í broddi fylkingar þeirrar hreyfingar að brjóta niður guödóm- inn og standa að þessari afhelgun alls sem frummanninum var heil- agt og er heilagt, tengsl sín við guð, uppruna sinn, örlög heimsins, hinstu rök tilverunnar og allt sem tengist fegurð í þær áttir,“ fullyrð- ir Magnús ákveðinn og segir að það sé töluverð ásókn í skólann. „Fólki dugir ekki svör kirkjunnar eða Biblíunnar. Það trúir á sinn guð en það vill hins vegar svör. Hvert það fer. Á hvaða leið það hugsanlega er. Hvert ástvinir þess fóru. Hvað er draugagangur? Hvað eru álfar og hvað er huldufólk? Hvaða rann- sóknir hafa verið gerðar á þessu? Og hvað mikið er að marka miðils- fundi og ekki síst hver heildarsýn- in er á þessi mál.“ Magnús hallast að því að fólk sé fyrst og fremst að leita að meiri fegurð en efnishyggj- an býður upp á. „Þetta er nánast genetísk þörf mannsins fyrir ör- yggi og fegurð og einhverja vit- neskju á hvaða ferðalagi hann er. Slíkum svörum hefur ekki verið til að dreifa I visindasamfélagi sam- tímans eða í neyslu- og efnishyggj- unni sem hér situr við stjómvölinn við þessar mundir. Það sorglega við þetta er að musteri þekkingar- innar, sem eru háskólar og rann- sóknastofnanir, hafa leitt þessa andlegu niðurlægingu Vesturlanda og heimsins. Musteri þekkingar- innar á öðru fremur sökina og heiöurinn af þessari vanlíðan, eymd, tilgangsleysi og fnringu sem heltekur sífellt stærri hluta vest- rænnar byggðar," segir skólastjóri Sálarrannsóknarskólans. Engar djúsí sólarlandaferðir Háskólar hafna vissulega nýald- arbylgjunni og telja slíkt eintómar kerlingabækur og hjátrú. Háskóla- fólk minnist gjaman á heilbrigða dómgreind, ímyndun hins trúaða, líffræðilegar staðreyndir og svo- leiðis tittlingaskít. Slík rök mega sín lítils gagnvart þeim sem trúa. Þeir trúa og hinir sem ekki trúa eru með veraldlegt gildismat og hroka. Enda er vísindunum og ekki sist tækninni kennt um guðleysi og vonsku heimsins. Trúaðir spretta fram og segja að alheimsviskuna og sannfæringuna sé að fmna í hjart- anu. Rökhugsunin geri það að verkum að við týnum frumeðlinu og vantrúaðir þræða Laugaveginn með skömm í hjartanu. Trúleys- ingjarnir yppa hins vegar öxlum og segja nýaldarliðið betla um stað- festingu á eigin órum. Fólki sem stundar sjálfsrækt og trúir liður þó ósköp vel í andlega starfinu. Þar með er tilganginum náð og því er peningunum ekki kastað á glæ þótt andlegheitin geti verið ímyndun og margir falsspámenn skjóti upp kollinum og græði slatta. Kannski er ráðlegra að sólunda ekki fjár- munum í djúsí sólarlandaferð held- ur kaupa hugleiðslutíma i islenska skammdeginu. Jafnvel fræðast um fyrri líf sem voru ekki eins stútfull af glimrandi góðæri. -AJ Viðari Aðalsteinssyni finnst manneskjan vera kraftaverk. unni 3. desember 1999 f Ókus 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.