Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Page 7
+ 7 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ 880 m.kr. ... Bankavíxlar fyrir 264 m.kr. ... Hlutabréf fyrir 252 m.kr. ... Ríkisvíxlar fyrir 246 m.kr. ... Mest með bréf íslandsbanka fyrir 120 m.kr. og hækkuðu bréfin um 2,8%. ... Almennt hækkun á hlutabréfaverði. ... Mest hækkaði vísitala bygginga- og verktakastarfsemi um 1,07%. ... Hampiðjan kaupir J. Hinriksson Hampiðjan hefur gengið frá samningum við eigendur J. Hinriks- sonar ehf. um kaup á öllum hluta- bréfum í fyrirtaekinu. Til stendur að sameina fyrirtækin á næsta ári. í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að kaupin séu hluti af þeirri stefnu Hampiðjunnar að treysta stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki á alþjóða- markaði í þjónustu við útgerðir. Vélaverkstæði J. Hinrikssonar var stofnað árið 1963 af Jósafat Hin- rikssyni og fólst starfsemin framan af í alhliða smiði og verkstæðisþjón- ustu við skip og báta. Á seinni árum hefur áhersla fyrirtækisins einkum verið á framleiðslu á toghlerum fyr- ir fiskiskip og hefur J. Hinriksson haslað sér völl erlendis með vöru- þróun og markaðssetningu á því sviði undir vörumerkinu Poly-Ice. Vöruþróun er snar þáttur í starf- semi fyrirtækisins og má þar nefna samstarfsverkefni við verkfræði- deild Háskóla íslands um hönnun á nýrri línu af toghlerum sem staðið hefur frá 1992. Samvirkni á mörkuðum Framleiðsluvörur fyrirtækjanna falla vel saman - Hampiðjan fram- leiðir flottroll og efni i botntroll en J. Hinriksson framleiðir toghlera fyrir hvort tveggja. Fyrirtækin hafa átt vaxandi samstarf á sviði mark- aðssetningar og að hluta til á sviði vöruþróunar. Markaðir þeirra liggja hvarvetna saman þannig að samlegðaráhrif í markaðsstarfi eru fyrir hendi. Bæði fyrirtækin eru með starfsemi erlendis: J. Hinriks- son er með dótturfyrirtæki 1 Mexíkó en Hampiðjan rekur starfs- 'stöðvar i Noregi, Namibiu, á Nýja- Sjálandi og á vesturströnd Banda- ríkjanna. Ársvelta J. Hinrikssonar 1998 og dótturfyrirtækis var 335 milljónir króna og þar af var sala erlendis um 70%. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns. Velta Hampiðjunnar og dótturfyrirtækja ‘98 nam 1.535 millj- ónum og starfa þar um 240 manns. Sameining á næsta ári Atli Jósafatsson, einn af seljend- um J. Hinrikssonar, segir söltma til Hampiðjunnar farsæla niður- stöðu. „Vöruþróun J. Hinrikssonar kemst nú í enn öflugri farveg og þar með skapast svigrúm til að nýta betur ýmis spennandi sóknar- færi.“ Að sögn Hjörleifs Jakobssonar, forstjóra Hampiðjunnar, er breið- ara vöruúrval og öflugri heildar- lausnir kostur í harðri samkeppni. „Hampiðjan vill með kaupunum á J. Hinrikssyni styrkja sig enn frek- ar í sessi sem leiðandi fyrirtæki á alþjóðamarkaði í þjónustu við út- gerðir í öllu því sem lýtur að veið- um og veiðarfærum. Ég get nefnt sem dæmi að tveir af stærstu keppinautum Hampiðjunnar i flottrollum framleiða líka toghlera þannig að með þessum kaupum styrkjum við samkeppnisstöðu okkar gagnvart þeim.“ Hjörleifur segir að stefnt sé að því að sameina rekstur J. Hinrikssonar ehf. rekstri Hampiðjunnar á næsta ári. Hagnaður Hampiðjunnar 139 milljónir á fyrstu 10 mánuðum ársins Hampiðjan hf. var rekin með 138,9 milljóna króna hagnaði á fyrstu 10 mánuðum þessa árs, sam- anborið við 118,7 milljónir á sama tíma árið áður. Hagnaður af reglu- legri starfsemi var 59,2 milljónir, söluhagnaður fastafjármuna var 54,4 milljónir og hlutdeild í afkomu dótturfélaga var 25,4 milljónir króna. Þetta eru niðurstöður óendur- skoðaðs rekstrarreiknings Hampiðj- unnar fyrir tímabilið janúar til októberloka. Hagnaður sama tíma- bils í fyrra var 118,7 milljónir króna. Sala Hampiðjunnar fyrstu 10 mánuði ársins nam 1.066 milljónum króna sem er um 1% minni sala en sama tímabil árið áður. Þá var sala röradeildar meðtalin en hún var seld í árslok 1998. Þegar tillit hefur verið tekið til brottfalls röradeildar hefur sala Hampiðjunnar aukist um 5% milli ára. Útflutningur nemiu- 56% af heildarsölu. í tilkynningu Hampiðjunnar kem- ur fram að þensla á vinnumarkaði með afleiddri starfsmannaveltu og launaskriði ásamt aukinni al- mennri verðbólgu hefur aukið launakostnað og almenn rekstrar- gjöld meir en ráð var fyrir gert. Svigrúm félagsins til verðhækkana er takmarkað og því hefur heldur dregið úr framlegð frá fyrra ári, en hagnaður án fjármagnsgjalda og fjármunatekna er 68,2 milljónir króna en var 88,8 miíljónir sama tímabil árið áður. Hjörleifur Jakobsson, framkvæmda- stjóri Hampiðjunnar. tlM III I Notaðir bílar. Allt að §®§QfMMI t Qáon) t£3G M b+jImíil Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins fyrstu 10 mánuði ársins var 59,2 milljónir en var 62,9 millj- ónir árið áður. Söluhagnaður eignarhluta í öðrum félögum, mestmegnis vegna sölu á hlutum í Útgerðarfélagi Akureyringa hf., er 54,4 milljónir, eftir að tillit hef- ur verið tekið til tekjuskatts, en sölu- hagnaður var 39,2 milljónir árið áður. Hlutdeild í afkomu dótturfélaga er 25,4 milljónir en var 16,5 milljónir árið áður. Hlutdeild í afkomu DNG Sjóvéla hf. er mestmegnis vegna sölu- hagnaðar þess félags á eignarhlutum í Stefju ehf., og Fiskeldi Eyjaíjarðar hf., DNG Sjóvélar hf. var sameinað Vaka fiskeldiskerfum hf. þann 1. júlí sl. og eignaðist Hampiðjan 22,47% hlut í sameinuðu félagi. J NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 550 2400 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.