Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 Spurningin Ertu farin(n) aö skreyta fyrir jólin? Oddný Sigtryggsdóttir: Nei, ég byrja um næstu helgi. Guðríður Jónsdóttir: Nei, fer að byrja, ætli það verði ekki um næstu helgi. Magnús Sveinbjömsson sjómað- ur: Já, svona rétt byrjaður. Helgi Seljan: Já, auðvitað er ég að- eins byrjaður á því. Hörður Hafsteinsson netagerða- maður: Nei, en kannski næ ég mér í konu fyrir jól til að skreyta fyrir mig. Svavar Hafsteinsson bakari: Nei, mamma gerir það. Lesendur Ha, áttu ekki bíl? Úrsúla Júnemann skrifar: Það vekur furðu og mætir litlum skilningi aö einhver fjölskylda skuli vera til á ís- landi sem á engan bíl. Jafnvel tekjulaust og eignalaust fólk á þó bil til þess að búa í - og sennilega nægan pening fyrir bensíni (DV-frétt 12.11.99). Um daginn spurði ungur nemandi mig hvort ég væri virkilega svo fátæk að ég gæti ekki keypt mér bíl. Hann bauöst tO þess að spyrja pabba sinn, sem væri nokkuð ríkur, hvort hann gæti ekki gefið mér millj- ón til bílakaupa. Svo gekk ég alveg fram af baminu þegar ég sagði að ég ætti alveg nægan pening sjálf en mig langaði bara ekki til að eignast bíl. Ég sé mig knúna til þess að upplýsa þau sem þekkja mig, hvers vegna ég kýs bílleysið þótt ég sé með ökuleyfi og telji mig góðan bílstjóra enda átti ég bíl í mörg ár. Ástæðumar eru þessar: Umhverfisvænt: Ég reyni að lifa umhverfisvænu lífi. Einka- bílar eru mengunarvaldar og notaðir úr hófi fram hér á landi. Spamaður: Við eigum alltaf næg- an pening afgangs til að fara öll saman í gott frí, jafnvel tvisvar á ári - án þess að safna skuldum. Og það þrátt fyrir að við hjónin vinnum í láglaunastörfum (kennari og bóka- vörður). Bætt heilsa: Þegar maður er van- ur að vera úti daglega og í hvaða veðri sem er þá myndar líkaminn gott mótstöðuafl gegn alls konar pestum. Ég man ekki hvenær ég var síðast rúmliggjandi með flensu, það Bílleysiö kemur sér vel, eins og lesa má í eru allavega mörg ár síðan. Sumum nemendum mínum er ekki skemmt, kennslan fellur aldrei niður. Aukið úthald: Maður fær ótrúlega gott úthald bara með því að ganga eða hjóla sínar nauðsynjaferðir. Það geri ég alltaf ef veðrið leyfir. Stræt- isvagnar eru bara neyðarlausn enda er ég afar óhress með skipulag þess fyrirtækis. 20-30 kílómetra hjólreið- ar og/eða 5-7 kílómetra ganga er góð þjálfun og sparar mér líkams- rækt innanhúss í hávaða, þrengsl- um og innan um sveitt fólk. Enginn bréfi Ursúlu til blaösins. í minni fjölskyldu er of feitur þótt við borðum yfirleitt eins oft og eins mikið og okkur lystir. Minna stress: Það hljómar kannski ótrúlega, en ég hef yfirleitt nægan tíma! Bíllaus skipuleggur maður sinn dag miklu betur og er ekki í óþörfum „skreppitúrum" dag- inn út og daginn inn. Ég slepp t.d. algjörlega við að vera „einkabíl- stjóri" barnanna minna. Ég mæti yfirleitt hress og vel vöknuð í vinnu eftir 15 mínútna göngu og hef aldrei komið of seint í vinnu. Heybrækurnar eru flúnar Kristján skrifar: Það er ósmekklegt að lesa þá ein- kunn sem Jón nokkur Kristjánsson gefur landsbyggðarfólki i DV þann 2. desember sl. Hann upplýsir þar að allir firðir séu fullir af annars- flokks fólki og blóminn sé flúinn suður. Þessu vil ég andmæla þó í raun sé rógurinn ekki svaraverður. Landsbyggðin er nánast glæpafrí á meðan skálmöld ríkir i hverfum Reykjavíkur sem flest eru ofsetin. Hvenær sér maður til dæmis að ráðist sé á fólk og þaö limlest á Bakkafirði? Aldrei! Fréttir af árás- um vítt og breitt um höfuðborgar- svæðið eru daglegt brauð og fólk er barið til óbóta eða jafnvel drepið. Einu ofbeldisfréttirnar sem berast af landsbyggðinni eru þar sem handrukkarar koma við sögu og eru að ráðast að börnum lands- byggðarfólks, sem lent hefur á glap- stigum. Eiturlyfjaneysla á landsbyggð- inni er fáheyrð og á sér einna helst stað þegar dólgar höfuðborgarinn- ar reyna að veiða saklausa lands- byggðarunglinga í net sitt. Svo dæmi sé nefnt á enginn þeirra sem tengist hinum stóru fikniefnamál- um heima úti landi. Lífið á landsbyggðinni er ólíkt helbrigðara en gerist í hinni spilltu borg. Þá er fólkið betur þenkjandi austan Elliðaánna, og þankagang- urinn batnar í réttu biutfalli við fiarlægðina frá borginni. Því fer víðs fiarri að allir firðir séu fullir af annars flokks fólki. Þvert á móti er hinn harði kjami enn úti á landi, - heybrækumar eru flúnar í skjól sem er vaðandi í spillingu. Hinir brottfluttu eru allra kvikinda verstir og uppskera höfnun; bæði þeirra sem þeir yfir- gáfu sem og þeirra sem þeir tróðu sér upp á. Jólastreita, líf og limir - hvort er meira virði - jólagjöf eða líf barna okkar? Rannveig Sigurðardóttir skrifar: Ég varð vitni aö því að ung kona skildi böm sín eftir í bílnum er hún skrapp inn í Kringlu að versla. Ann- að bamið var ungbam og sofandi í bamastól en hitt á að giska 3 ára sem virtist vera laust i bílnum. Bíll- inn var í gangi og lagt um það bil 2 metra frá gangstéttarbrún við aðal- inngang Kringlunnar á efra bílaplani. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef um örfáar mínútur hefði verið að ræða, en tíminn var um EIN KLUKKUSTUND. Fólk ætti að vera meðvitaðra um hætturnar sem leyn- ast i að skilja bíl eftir í gangi, að ég tali nú ekki um börn í bílnum. Held- ur fólk að það sé statt í veröldinni hans Palla sem var einn í heiminum? Börn eru uppátektarsöm. Að hafa börn ein í bíl sem er í gangi hlýtur rUf^gf^íRJ1fP)/A\ þjónusta allan sólarhringinn H H H r\/)H Lesendur geta sent mynd af sAr imð bréfum sínum sern blrt verða á lesendasíðu Innkaupin fyrir jólin eru mikill streituvaldur hjá mörgum en ættu ekki aö vera annaö en skemmtun. Aö skilja börnin sín eftir meöan verslaö er nær engri átt. að bjóða hættunni heim.' Fyrir nú utan að einhver ókunnugur gæti hreinlega ekiö með allt á brott, böm og bíl. Þá gildir ekki lengur að hugsa sem svo að „það kemur ekk- ert fyrir mig og mína“. Kannski hef- ur unga konan hugsað með sér þeg- ar hún skrapp inn í Kringluna: Ég verð skotfljót. En hún var það ekki. Nú þegar tími jólastreitunnar gengur í garð, verum þess þá með- vituð að slysin gera ekki boð á und- an sér. Ég veit að allir vilja hafa sína nánustu hjá sér um hátíðamar en ekki liggjandi slasaða á stofnun- um eða jafnvel látna. Tökum bömin með okkur inn þegar bíllinn er yfir- gefinn. Leggjum bOnum löglega og gefum okkur góöan tíma til að versla. Jólahátíðin er timi gleði og eftirvæntingar. Látum hana ekki verða tíma sorgar og angistar. Eins og sjá má græddi Grímur á að kaupa lyfin í lyfjabúð Hag- kaups. Lyfjaverö á landsbyggöinni: 93,5% afsláttur í lyfjabúð Hag- kaups Grímur skrifar austan af landi: Það er ekki tekið út með sæld- inni að búa úti á landi hvað verð- lag snertir. Verðlag á matvöru, húsnæði, rafmagni, hita, já bók- staflega öllu, er mun lægra í Reykjavík en úti á landi. Hér selj- ast fasteignir ekki nema á hálf- virði miöað við Reykjavík. Það nýjasta í þessu var að ég keypti lyf í Lyfiabúð Hagkaups fyrir 82.028 krónur - hluti trygg- inganna var 76.628 krónur og hluti sjúklings því 5.400 krónur. Af mínum hluta fékk ég svo 93,5% afslátt, eða kr. 5.050. og þurfti því einungis að greiða 350 krónur fyrir þennan skammt. Eftir þessa reynslu hvet ég alla sem þurfa á lyfium að halda og þurfa til Reykjavíkur að notfæra sér þetta einstaka verðlag. Þetta er sko engin smáræðis kaup- hækkun. Moka aðeins hálfar götur Baddi hringdi: Ég get ekki orða bundist yfir snjóruðningi í Hafnarfirði. Kannski er það kunnáttuleysi að kenna að nú er ekki hægt að aka nema á einni akrein vegna þess hversu þröngt er skafið. Ekki hef- ur verið skafið út úr þrengingun- um Á Hringbraut er ástandið þannig að bílar, sem þar er lagt, eru í stórri hættu. Ekki er heldur skafið frá strætisvagnaskýlum heldur rutt upp að þeim háum ruðningum. Það er eingöngu ár- vökulum strætisvagnabílstjórum að þakka að ekki hefur hlotist slys af þegar fólk er að hrasa í ruðningunum og renna undir vagnana. Ekki veit ég hvað hefur breyst í þessum efnum, kannski eru það nýir stjórnendur bæjarins. Er ekki ráð að senda þá í nágranna- byggðarlögin eða tfi Vegagerðar- innar til að læra snjómokstur? Við vonum að úr rætist sem fyrst. Ekki einn af oss Leigubílstjórar í Keflavík vildu koma á framfæri eftir- farandi: Okkur þætti vænt um að það kæmi fram á prenti í DV að leigu- bUstjórinn sem blaðið sagði frá að hefði ekið um með lögregluþjón framan á húddinu er ekki einn af oss. LeigubUstjóri þessi er frá stöð í Reykjavík og búsettur á því svæði. Þegar svona fréttir eru birt- ar í blöðum finnst okkur að greina eigi frá því hvaðan bUstjórinn er. Svona haga leigubUstjórar i Kefla- vík sér ekki, og við erum öskuUlir þvi margir telja auðvitað að hér hafi verið um heimamann að ræða. Hraust fólk tek- ur bílastæði veiks fólks Læknir á Landspítalanum hringdi: Starfsfólki hér á spítalanum finnst það dálítið grátt að horfa upp á það árlega að bUastæðin við K-bygginguna svonefndu séu upptekin daginn sem stjórnar- nefnd Ríkisspítalanna heldur að- alfund sinn. Svæðinu er lokað af fyrir útvalda gesti, fullfrískt fólk. Á sama tíma er fársjúkt fólk að staulast hérna að spítalanum. Menn spyrja hvenær þessu linni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.