Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Qupperneq 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 27 Sport Sport MÉMáJhi Heiðmar Felixson áttl sinn besta leik í þýsku A-deildinni í handknatt- leik á sunnudaginn en hann skoraði 7 mörk fyrir Wuppertal og var langat- kvæðamestur þegar liðið lá heima fyrir Lemgo, 17-24. Sigurður Bjarnason hefur staðiö sig vel með liði Wetzlar en hann skoraði 5 mörk og var markhæstur í sínu liði sem vann góðan útisigur á Frankfurt í fyrradag. Örn Magnússon hef- ur ákveðið að hætta störfum sem fram- kvæmdastjóri Hand- knattleikssambands íslands en það hefur hann veriö undanfar- in 8 ár. HSÍ hefur þeg- ar auglýst starfið laust til umsóknar og um leið og nýr starfskraftur verður ráð- inn hverfur Örn til annarra starfa. Austurríski skíðakappinn og múrar- inn Herman Maier vann einn sigur- inn í heimsbikarkeppninni á skíðum þegar hann varð hlutskarpastur í risasvigi í Kanada í fyrrakvöld. Svi- inn Fredrik Nyberg varð annar og Josef Strobl frá Austurríki þriðji. Maier hefur byrjað timabilið með miklum látum og er efstur að stigum i samanlögðum greinum með 580 stig. Stephan Eberharter frá Austurriki kemur næstur með 380 stig, Andreas Schifferer, Austurríki, er með 223, Norðmaðurinn Kjetil Andre Aamodt 197 og Svíinn Fredrik Nyberg er í fimmta sætinu með 179 stig. Helgi Sigurósson lék allan leikinn fyrir Pan athinaikos sem sigraði Aris, 3-0, í grísku A- deildinni í knatt spyrnu um helgina. Helgi var ekki á meðal markaskorara en fékk tvö góð færi sem hann nýtti ekki. Arnar Grétarsson lék síðustu 20 minútumar í liði AEK sem geröi 2-2 jafhtefli gegn Xanthi eftir að hafa ver- ið 2-0 undir í hálfleik. Olympiakos er efst í deildinni með 27 stig, Panat- hinaikos 26 og OFI 25. AEKer i 6. sæti með 15 stig. Jorge Valdano verður væntanlega næsti þjálfari spænska knattspymu- liðsins Real Madrid og tekur þá við starfi Vicente del Bosque sem ráðinn var tímabundið eftir að John Tos- hack var rekinn. Valdanos bíður strembið verkefni en eftir 1-5 skell gegn Real Zaragoza er Madridarliðið í 17. sætinu. Valdano er ekki ókunn- ugur herbúðum Real Madrid, hann þjálfaði liðið í eitt og hálft ár en var rekinn vegna slaks árangurs í janúar 1996. Bretinn Colin Montgomerie var i gær útnefndur kylfingur ársins í Evr- ópu í fjórða sinn á siðustu fimm ár- um. Montgomerie átti góðu gengi að fagna og þá sérstaklega í Ryder-bikar- keppninni. í öðm sæti varð Bretinn Paul Lauirie sem svo eftirminnilega sigraði á opna breska meistaramót- inu og í þriðja sæti í kjörinu varð Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem varð hlutskarpastur á US Mast- ers mótinu. Spánverjamir ungu og efnilegu, Sergio Garcia og Miguel Angel Jimenez, vom einnig tiinefnd- ir. Guðmundur E. Step- hensen sigraði á Adi- das stigamótinu í borðtennis sem fram fór í íþróttahúsi TBR á sunnudaginn. Guð- mundur lagði félaga sinn úr Víkingi i úr- slitum, 2-0 (21-14 og 21-15). Kristján Jón- asson og Adam Harðarson, báðir úr Víkingi, urðu i 3.-4. sætinu. Tryggvi Rósmundarson, Víkingi, stóö sig vei á mótinu en hann var bæði í 1. og 2. flokki. Helgi Kolviðsson var enn einn leík- inn í hópi bestu manna vallarins þegar iið hans, Mainz, tapaöi 0-1 fyr- ir Bochum i þýsku B-deildinni. Helgi fékk 2,5 í einkunn í Kicker og aðeins einn í hvoru liði þótti standa sig bet- ur. Þetta var fyrsta tap Mainz síðan i ágúst og liðið datt úr 4. sætinu í það 7. Eirikur Önundarson var í aðalhlut- verki hjá Holbæk gegn Glostrup í dönsku A-deildinni í körfubolta á laugardaginn. Eiríkur skoraði 21 stig en Holbæk mátti samt sætta sig við sinn 12. ósigur i 14 leikjum, 75-72. Ei- rikur og félagar sitja þvi um kyrrt á botni deildarinnar. -GH/VS EM í sundi í Portúgal: Sjo Islendingar - blanda af reyndum og reynslulitlum Islenska landsliðið í sundi hélt í morgun til Portúgals en Evrópu- meistaramótið í 25 metra laug hefst í vikunni í Lissabon. íslendingar eiga sjö fulltrúa á mótinu sem allir eru A-hópi Sund- sambands íslands. Þetta eru: Elín Sigurðardóttir, Friðfinnur Kristins- son, Jakob Jóhann Sveinsson, Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir, Lára Hrund Bjargardóttir, Ómar Snævar Friðriksson og Örn Amarson. Þessi hópur er sambland af sund- mönnum með mikla reynslu og ný- liðum á keppnisgerðir á stór alþjóð- leg mót. Evrópumótið í Lissabon er fyrsti liðurinn í undirbúningi íslensku sundmannanna fyrir ólympíuleik- ana sem fram fara í Sydney í Ástr- alíu eftir níu mánuði. Það verður fróðlegt að sjá hvar okkar fólk stendur í samanburði við þá bestu í Evrópu í dag en reiknað er með hörkukeppni og hægara sagt en gert að komast upp úr undanrásum og í 16-manna undanúrslit. Þjálfari íslenska sundlandsliðsins er Brian Marshall og fararstjóri er Magnús Tryggvason sem af mörg- um er talinn einn mesti „sundgúrú" landsins. -GH Rodman á leið til Seattle? Körfuboltafurðufuglinn og frá- kastahirðirinn Dennis Rodman virðist enn á ný vera á leið í NBA-deildina, að minnsta kosti ef marka má orð hans í samtali við þýska vefmiðilinn Sport 1. Þar segist Rodman, sem er 38 ára og fimmfaldur NBA-meistari með Detroit og Chicago, vera hú- inn að ná samkomulagi við eig- anda og framkvæmdastjóra Seattle og ef allt fari að óskum geti hann byrjað að spila með liðinu í janúar. -VS Tíu sigrar í röð hjá Tindastóli Körfuknattleikslið Tindastóls er á miklu skriði en í gærkvöld vann liðið sinn 10. sigur í röð. Fimm þessara leikja eru í úr- valsdeildinni, íjórir í Eggjabik- amum og einn í bikarkeppninni. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Hamri í Hveragerði 14. október sl. Tindastólsmenn sýndu það með framgöngu sinni á heima- velli í gærkvöld að þeir eru til alls líklegir í vetur. -JKS Stólarnir sterkir - lögðu Keflvíkinga á Króknum í gærkvöld DV, Sauðárkrólö: Tindastólsmenn náðu að endur- taka leikinn frá því í úrslitum Eggjabikarsins og leggja íslands- meistcira Keflavíkur að velli á Króknum i gærkveldi. Leikurinn var skemmilegur á að horfa, mikil barátta og lengstum jafn leikur en sigur Tindastólsliðs- ins engu að síður öruggur. Norðan- menn sýndu það í gærkveldi að þeir eru í röð þeirra allra bestu í körfu- boltanum hér á landi í dag, kannski besta liðið. Heimamenn byrjuðu betur en síð- an jafnaðist leikurinn og undir lok fyrri hálfleiks kom góður leikur heimamanna er skapaði þeim níu stiga forskot í leikhléinu, 52:43. Gestimir komu síðan grimmir til seinni hálfleiks og ekki leið á löngu þar til þeir höföu jafnað leikinn. Þeir urðu síðan fyrir áfalli um miðj- an hálfleikinn þegar Bandaríkja- maðurinn Roberts þurfti að fara af velli með fimm villur en hann hafði verið sérlega atkvæðamikill í seinni hálfleiknum. Tindastólsmenn tóku síðan leik- inn í sínar hendur á síðustu mínút- unum og voru þá eins og undir lok fyrri hálíleiksins áberandi betra lið- ið á vellinum. Shown Mayers, Kristinn Friöriks- son og ísak Einarsson voru bestir hjá Tindastóli og einnig léku þeir Svavar Birgisson og Sune Hendrik- sen mjög vel. Hjá Keflavík voru hinn ungi Magnús Gunnarsson og Banda- ríkjamaðurinn Chianti Roberts bestir. -ÞÁ Tindastóii (52) 33 8-3, 15-9, 15-18, 22-24, 33-30, 41-34, 5-38, (5243). 63-54, 68-69, 73-72, 84-76, 93-79. w Shawn Mayers 21 Kristinn Friðriksson 18 Isak Einarsson 12 Sune Hendriksson 12 Svavar Birgisson 10 Helgi Margeirsson 7 Friðrik Hreinsson 3 Flemming Stie 3 Lárus Dagur Pálsson 2 Sverrir Þór Sverrisson 2 Fráköst: Tindastóll 29, Keflavík 22 . 3ja stiga: Tindastóll 13/9, Keflavík 18/12. . Dómarar (1-10): 8 Sigmundur Herbertsson og Eggert Aðalsteinsson. Gœði leiks (1-10): 8. Víti: Tindastóll Keflavík 11/6. Áhorfendur: 350. 32/22, Magnús Gunnarsson 21 Chianti Roberts 17 Guðjón Skúlason 9 Hjörtur Harðarson 9 Fannar Ólafsson 8 Halldór Karlsson 7 Gunnar Einarsson 6 Elentínus Margeirsson 2 Maöur leiksins: ísak Einarsson, Tindastóli BSSI og Vífilfell Bikarmót í sDóker, forgjafarmót, dagana 11. og 12. des. á Billiardstofunni Klöpp, Hverfisgötu 42. Þáfttökugjald 1500 kr. Snyrtilegur klæðnaður. Allir velkomniri! Vegleg verðlaun mQí&m Alex Fergson, knattspymustjóri hjá Manchester United, hefur augastað á japanska knattspyrnumanninum Shinji Ono sem leikur með Uwara Reds. Ferguson hitti landsliðsþjálfara Japana þegar United var í Tokyo í síðustu viku og ræddu þeir um hinn 20 ára gamla miðjumann. „Ég sagði Ferguson að Ono væri tilbúinn í ensku deildina." Norðmaðurinn Egil Olsen, knatt- spyrnustjóri hjá Wimbledon, varar stjórnendur liðsins við ef þeir ætla selja leikmenn frá félaginu. Norski milljarðamæringurinn Kjell-Inge Rokke, sem er einn af aðaleigendum Wimbledon, vill aö félagið selji nokkra af sínum bestu leikmönnum til að rétta fjárhag þess við. Olsen er ósammála þessu og segir einfaldlega að liöið fari niður verði niðurstaðan sú að hann þurfi að losa sig við sterka leikmenn. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hans menn eigi ekki möguleika á að veröa enskir meistarar i vor þó svo að gengi liðs- ins hafi verið gott að undanfórnu. „Við töpuðum stigum þegar meiðsli herjuðu á hóp okkar og þau voru ein- faldlega of mörg til þess að við eigum möguleika á titlinum. Ég er hins veg- ar mjög ánægður með liðið í dag og í leiknum gegnWednesday var ég sér- lega ánægður með ungu strákana, Stephen Gerard, David Thompson og Danny Murphy." Roy Keane, fyrirliöi Manchester United, hefur gert upp hug sinn. Hann ætlar að gera nýjan samning við félagið og mun væntanlega skrifa undir á Old Trafford í dag. Sheffield Wednesday setti á sunnu- daginn met í ensku A-deiIdinni þegar liðiö lá fyrir Liverpool. Aldrei fyrr í 7 ára sögu A-deildarinnar hefur lið byrjað tímabilið eins illa en Wed- nesday hefur aðeins náð í 6 stig úr 16 leikjum. Gamla metið átti Swindon en liðið lék 15 leiki í röð án þess að vinna. Þrátt fyrir þetta segir Danny Wilson, stjóri Wednesday, að hans menn eigi möguleika á aö forðast fall. -GH Þjóðverjinn Steffen Freund hjá Tottenham og ítalinn Paolo Di Canio heyja hér baráttu um knöttinn í viöureign liðanna á White Hart Lane í Lundúnum i gærkvöld. Reuter Markalaust á White Hart Lane Lundúnaliðin Tottenham og West Ham gerðu markalaust jaöitefli í ensku A-deildinni í knattspyrnu í gærkvöld en viðureignin var háð á heimavelli Tottenham, White Hart Lane. Leikurinn var frekar tíðindalítill en Tottenham átti fleiri færi en Shaka Hislop, markvörður West Ham, stóð vaktina með sóma og hélt hreinu. Ian Walker i marki Totten- ham varði eitt sinn á frábæran hátt skot Marc-Vivien Foe af stuttu færi. Steve Lomas, fyrirliði West Ham, fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks. Tottenham er áfram í 7. sæti með 27 stig en West Ham í 8. sæti með 25 stig. -JKS Billiardsamband íslands. Schumacher á enn í erfiðleikum Þýski kappakstursmaðurinn Mich- ael Schumacher á enn nokkuð í land með að jafna sig á meiðslum þeim er hann hlaut í keppni i júli á þessu ári. Schumacher fótbrotnaði en náði að vera með í lokaslagnum undir lok tímabilsins í Formula 1. Sýndi hann þá reyndar snilldartilþrif sem minntu mjög á gamla góða daga Þjóð- verjans. „Ég á enn í erfiðleikum. Ég hef ekki enn getað fylgt eftir áætlunum á æfingum og það veit í raun enginn hve lengi þetta ástand varir,“ sagði Schumacher. Þann 25. janúar kemur fram á sjón- arsviðið nýr bíll frá Ferrari, Ferrari F320. Schumacher ætlar að taka líf- inu með ró þangað til enda segir hann engum tilgangi þjóna að gera bragarbót á gamla bílnum. „Markmið okkar á næsta ári verð- ur auðvitað að vinna titlana tvo sem í boði verða, titil ökumanna í bíla- framleiðanda. Það er ljóst að okkar hættulegusti andstæðingur verður McLaren," sagði Schumacher sem varð heimsmeistari 1994 og 1995. Villeneuve áfram hjá BAR Nú er orðið ljóst að Kanadamaður- inn Jacques Viíieneuve verður áfram ökumaður hjá BAR og fer því ekki til Williams eins og margir reiknuðu með. Villeneuve ók fyrir Williams þegar hann varð heimsmeistari fyrir tveimur árum Villeneuve gekk afleit- lega á þessu ári og BAR fékk ekki eitt einasta stig í keppninni. Á næsta ári mætir Bar til leiks með vél frá Honda og búast margir við betri tíð hjá BAR. Zanardi vill vera áfram Allt bendir til þess að ítalinn Alex Zanardi verði áfram ökumaður hjá Williams ásamt Ralf Schumacher. Zanardi átti afleitt ár og fékk ekki stig á meðan Schumacher varð sjötti og náði í 35 stig. „Ég er með samning við Williams og vil vera áfram. Að fara annað væri eins og að hlaupa heim til mömmu og ég kæri mig ekki um það,“ sagði Zanardi. -SK Sigmundur hjá Liverpool Sigmundur Kristjánsson, 16 ára drengjalandsliðsmaður í knattspymu úr Þrótti í Reykjavík, dvaldi um helgina hjá enska stórliðinu Liverpool og æfði með 17-ára liði félagsins. Þjálfararnir þar voru mjög ánægðir með Sigmund og vildu fá að hafa hann áfram en þar sem það var ekki hægt var ákveðið að hann kæmi aftur til félagsins. Nágrannaliðið Wrexham, sem er frá Wales en leikur í ensku C-deildinni, fylgdist einnig grannt með Sigmundi en Þróttarar hafa tekið upp samstarf við Wrexham, sem væntanlega kemur hingað til lands næsta sumar, auk þess sem félögin geta skipst á leikmönnum. David GrifFiths, yfirþjálfari Þróttar, kom þess- um samskiptum á og fór með Sigmundi til Liverpool. -VS Valdimar af sjúkrahúsinu Valdimar Grímsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Wuppertal í Þýskalandi, kom heim af sjúkrahúsi á sunnudaginn en hann var lagður inn í síðustu viku eftir að hafa fengið sýkingu í hnéð, það sama og skorið var upp í haust. Valdimar þarf að ganga við hækjur næstu tvær vikurnar og fer síðan í endurhæfmgu. Hann leikur því ekkert meira á þessu ári og mjög óvíst er hvort hann verði með ís- lenska landsliðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins sem verður í Króatíu 21.-30. janúar. -GH „Rólegur" M Hörður Már - segir Eiður um áhuga Mörg hð ensk hð hafa að undan- fömu fýlgst grannt með Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni hjá Bolton. Þessi áhugi ætti ekki að koma á óvart því Eiður Smári hefúr verið að leika sérlega vel með Bolton. Eins og kunn- ugt er bauð Derby County tæpar 470 mihjónir í Eið Smára fyrir helgina en Bolton hafiiaði thboðinu umsvifa- laust. „Eins og stendur er ég ekki á forum frá Bolton. Svo er að sjá sem félag mitt vhji ekki sleppa mér en óneitan- lega er gaman að heyra þennan áhuga annarra liða. Þetta sýnir að maður er að gera ágætishluti. Ég er rólegur yfir þessu öhu saman og stefiian er að Mfi wmwm Úrslitin í nótt: NJ Nets-Sacramento.......109-95 Van Horn 27, Marbury 26 - Webber 25, Divac 21. Philadelphia-Denver .......77-94 Hill 16, McKie 12 - Van Exel 34, Mcdyess 17. Houston-Vancouver........102-99 Barkley 25, Rogers 18 - Abdur-Rahim 24, Harrington 18. Utah-Washington..........102-96 Malone 32, Eisley 18 - Rishmond 25, Strickland 16. LA Clippers-Miami.........91-99 Odom 20, Taylor 17 - Mouming 25, Carter 20. Úrslitin í fyrrinótt: Toronto-SA Spurs .........98-92 Carter 39, McGrady 16, Christie 12 - Duncan 27, Johnson 20, Elie 14. Seattle-Charlotte .......81-103 Payton 17, Baker 12, MaxweU 12 - Coleman 26, Robinson 18, Jones 13. Milwaukee-Dallas.........103-97 Allen 20, Robinson 17, CasseU 16 - Finley 29, Davis 18, Hughes 18. New York-Denver ..........78-80 Houston 15, SpreweU 14, Thomas 12 - Van Exel 20, McDyess 16, McCloud 11. Phoenix-Portland..........90-92 Gugliotta 19, Robinson 19, Chapman 12 - WaUace 21, Sabonis 18, Pippen 13. LA Lakers-Orlando.......117-100 Shaq 27, Rice 24, Bryant 15 - D. Arm- strong 20, Garrity 16, Amaechi 14. Vince Carter átti ótrúlegan leik með Toronto gegn meisturum San Anton- io og skoraði 39 stig. KR byrjar í Laugardalnum KR-ingar hefja titilvörnina á ís- landsmóti karla í knattspyrnu árið 2000 með því að sækja Framara heim í Laugardalinn en dregið var um töfluröð um helgina. Fyrsta umferðin verðu leikin fimmtudaginn 18. maí, væntanlega öh þann dag. Aðrir leikir í 1. umferð eru: ÍBV-Fylkir, ÍA-Leiftur, Stjaman- Grindavík og Keflavík-Breiðablik. I lokaumferðinni mætast: Fylkir- LA, ÍBV-Grindavík, Stjamcm-KR, Fram-Breiðablik og Keilavík-Leiftur. I kvennaflokki byrja meistarar KR heima gegn ÍBV en aðrir leikir eru Þór/KA-Valur, Stjaman-ÍA og FH-Breiðablik. I 1. dehd karla mætast í 1. um- ferð: Skallagrímur-Dalvík, ÍR-Vík- ingur, Sindri-Tindastóh, Valur- Þróttur, R. og KA-FH. -VS annarra liða leika áfram fyrir Bolton. Mér hefur gengið vel að skora og það verður vonandi áframhald á því,“ sagði Eið- ur Smári Guðjohnsen við DV. Bolton tapaði iha fyrir Tranmere um síðustu helgi. Hvað hefúr Eiður Smári um þann leik að segja? „Þetta var einn lélegasti fyrri hálf- leikurinn hjá okkur á tímabilinu. Það er ömurlegt að tapa á heimaveili og það gegn slöku liði á borð við Tran- mere. Ef við æfium okkur að vera með i toppbaráttunni megum við ahs ekki við því að tapa á heimavehi." Bolton leikur í kvöld við Blackbum í dehdakeppninni. -JKS til Leifturs Hörður Már Magnússon, knatt- spyrnumaður úr Val, er á leiðinni til úrvalsdehdar- liðs Leifturs og skrifar undir tveggja ára samn- ing við Ólafsfirðinga á næstu dögum. Hörður Már, sem er 28 ára miðjumaður, lék með Leiftri 1997. Hann hóf fer- ilinn með ÍK en hefur sphað með Val frá 1992 að þessu eina ári undanskildu. Hann á að baki 102 leiki í efstu dehd og hefur skorað í þeim 11 mörk. „Það er gott að vera í Ólafsfirði og ég get hæg- lega hugsað mér að dvelj- ast þar lengur en þessi tvö ár. Leiftur er með ágætis leikmannahóp og við ættum að geta gert góða hluti næsta sumar,“ sagði Hörður Már við DV í gærkvöld. -VS Sendið til: íþróttamaður ársins DV - Þverholti 11 105 Reykjavík I Framkvæmdastjóri STARFSSVH) ► Stjómun, skipulagning og eftiriit með daglegum rekstri sambandsins ► Markaðs- og kynningarmál ► Samskiptí við félög innan sambandsins, samstarfsaðila og stjóm ► Starfsmannahald á skrifstofu HSÍ ► Sækja fundi og ráðstefnur, innanlands sem og eriendis á vegum HSÍ HÆFNISKRÖFUR ► Háskólamenntun og/eða mikil þekking á rekstri íþróttafélaga nauðsynleg ► Reynsla af markaðs-og kynningarmálum ► Reynsla af stjómun æskileg ► Góð almenn tungumálakunnátta ► Skipulag og áræðni í starfi ► Hæfni í mannlegum samskiptum "Strákamir okkar" unnu sér þátttökurétt á Evrópumóti landsliða, sem er eitt af þremur stærstu handknattleiksmótum í heimi og því eru fjölbreytt og spennandi verkefni framundan. Handknattleikssamband íslands Ieitar að öflugum aðila til að takast á við krefjandi starf framkvæmdastjóra. Handknattleikssamband fslands var stofnað 1957. í dag em aðildarfélögin 31 talsins með u.þ.b. 5000 þátttakendum. Handknattleikssambandið heldur utan um alla starfsemi og skipulagningu landsleikja og íslandsmóta. Boðið er upp á opið og lifandi staifsumhverfi á reyklausum vinnustað. Nánari upplýsingar veitir Hilmar G. Hjaltason hjá Gallup. Umsókn ásamt mynd þarfað berast Ráðningarþjónustu Gallup fyrir mánudaginn 24. des. n.k. - merkt „Framkvæmdastjóri - 114318" GALLUP RAÐNINGARÞJONUSTA Smiöjuvegi 7 2, 200 Kópavogi Sími: 540 1000 Fax: 564 4166 Netfang: radningar@gallup.is í samstarfi við RAÐGARÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.