Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Page 22
34
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
Fókl í fréttum
Ólafur Örn Haraldsson
Ólafur Öm Haraldsson alþingimaö-
ur, Frostaskjóli 97, Reykjavík, hefur
verið í fréttum aö undanfómu vegna
Fljótsdalsvirkjunar en hann er for-
maður umhverfisnefndar Alþingis.
Starfsferill
Ólafur fæddist í Reykjavík 29.9.
1947 en ólst upp á Laugarvatni. Hann
stundaði nám við Héraðsskólann á
Laugarvatni, við Idrætshujskolen í
Sunderborg í Danmörku 1963-94, var
við þýskunám við Goethe Institut
1966, lauk stúdentsprófl frá ML 1968,
B.Sc.-prófi í landafræði við HÍ 1972 og
MA-prófl í byggða- og skipulagsfræði
frá University of Sussex í Englandi
1973.
Ólafur var fyrsti skálavörður í
Hvítárnesi sumrin 1%7 og 1968, var
stundakennari við Hagaskóla 1970-72,
við MR 1971-72, ráðgjafi hjá Hagvangi
hf. 1973-80, framkvæmdastjóri þar
1980-85, framkvæmdastjóri innan-
landsdeildar Útsýnar 1986-87, fram-
kvæmdastjóri og einn eigenda
Gallups á íslandi 1987-93, starfrækti
eigin ráðgjafarþjónustu 1993-94 og
hefur verið alþm. Reykvíkinga frá
1995.
Ólafur var framkvæmdastjóri fata-
söfnunar RKÍ og Hjálparstofnunar
kirkjunnar, framkvæmdastjóri um-
dæmisnefndar um sameiningu sveit-
arfélaga á Suðurlandi, var fram-
kvæmdastjóri landsmóts UMFÍ 1994
og vann að sameiningu Stéttarsam-
bands bænda og Búnaðar-
félags Islands.
Ólafur samdi gaman-
þættina Jónas og fjöl-
skylda fyrir Umferðarráð
og áramótaskaup og fleiri
útvarpsþætti fyrir ríkisút-
varpið.
Ólafur kleif Mont Blanc
Í2 Ölpunum 1992, var
leiðangursstjóri í fyrsta
skíðaleiðangri íslendingar
yfir Grænlandsjökul 1993,
og í fyrsta leiðangri
íslendinga á Suðurpólinn
1997-98. Hann lagðist snemma í
ferðalög, íyrst með foreldrum sínum
og kom þá fyrst á jökul, sjö ára, fór
síðar yfir hálendi landsins á
skellinöðru, fimmtán og sextán ára,
hefur gengið á skíðum yfir þvert og
endilangt hálendi íslands og yfir flesta
stærstu jökla landsins og klifið fjölda
fjalla hér á landi.
Ólafur var formaður nemendasam-
taka ML, sat í stjóm Landfræðifélags
íslands, sat í stjórn og var formaður
Félags íslenskra rekstrarráðgjafa
1981-85, sat í stjórn Rotaryklúbbsins
Austurbær 1986-87 og hefur setið í
stjóm Reykjavíkurdeildar RKÍ. Hann
er formaður umhverfisnefndar
Alþingis frá 1995, er varaformaður
menntamálanefndar og
félagsmálanefndar þingsins, situr í
sendinefnd Alþingis í Evrópuráðinu í
Strasborg, og hefur setið í fjölda
nefnda á vegum Framsóknar-
flokksins.
Ólafur er höfundur
bókarinnar Hvíti risinn,
sem fjallar um skíða-
ferðina yfir Grænlandsjök-
ul og fleiri ferðir hans.
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs er Sigrún
Jakobsdóttir Richter, f.
29.6.1948, ritari, dóttir Jak-
ÓlafurÖrn obs Helga Richter, skipa-
Haraldsson. smiðs í Reykjavík, og Gyt-
hu J.F. Richter húsmóður
sem bæði eru látin.
Böm Ólafs og Sigrúnar eru Harald-
ur Örn, f. 8.11. 1971, lögmaður í
Reykjavík, en unnusta hans er Una
Björk Ómarsdóttir, lögfræðingur hjá
Tryggingastofnun; Örvar Þór, f. 13.1.
1975, BA í viðskiptafræði og
starfsmaður hjá Coldwater í
Bandaríkjunum en unnusta hans er
Guðrún Árdís Össurardóttir,
fatahönnuður í New York; Haukur
Steinn, f. 19.1.1983, nemi við VÍ.
Systkini Ólafs: dr. Jóhanna Vil-
borg, f. 9.7. 1946, sálfræðingur í
Reykjavík; Matthías Bjöm, f. 24.4.
1949, d. 9.3.1981, háskólanemi; Þrúður
Guðrún, f. 14.12. 1950,
framkvæmdastjóri Félags íslenskra
náttúrufræðinga.
Foreldrar Ólafs era dr. phil. Har-
aldur Matthíasson, f. 16.3. 1908, fyrrv.
menntaskólakennari á Laugarvatni,
og k.h., Kristín Sigríður Ólafsdóttir, f.
16.4.1912, fyrrv. kennari og húsmóðir.
Ætt
Meðal systkina Haralds má nefna
Steinunni, móður Gests Steinþórsson-
ar skattstjóra. Haraldur er sonur
Matthíasar, b. á Fossi í Hrunamanna-
hreppi, Jónssonar, b. á Skarði, Jóns-
sonar, b. á Skarði, Gíslasonar, b. á
Hæli, bróður Gests á Hæli, langafa
Steinþórs Gestssonar, fyrrv. alþm.
Móðir Matthíasar var Steinunn, syst-
ir Rósu, langömmu Alfreðs Flóka.
Steinunn var dóttir Matthíasar, b. á
Miðfelli, Gíslasonar, af Kópsvatnsætt.
Móðir Haralds var Jóhanna Bjarna-
dóttir, b. í Glóra, Jónssonar, b. í Há-
holti, Ámasonar, b. í Háholti, Eiríks-
sonar. Móðir Árna var Sigríður Guð-
mundsdóttir, systir Brynjólfs, langafa
Þuríðar, móður Þorsteins Erlingsson-
ar skálds. Móðir Jóhönnu var Guð-
laug Loftsdóttir, b. í Austurhlíð, bróð-
ur Ingunnar, ömmu Guðrúnar á
Skarði, langömmu Guðlaugs Tryggva
hestamanns. Loftur var sonur Eiríks,
ættföður Reykjaættar, Vigfússonar.
Bræður Kristínar: Ólafur, íslensku-
kennari í MR, og Haraldur, Sigurður
og Bragi, forstjórar Fálkans hf. Krist-
in er dóttir Ólafs, stofnanda Fálkans
Magnússonar, b. á Gili i Örlygshöfn,
Sigurðssonar. Móðir Ólafs var Þórdís
Jónsdóttir, smiðs í Miðhlíð, Bjarna-
sonar, og Kristínar Jónsdóttur, systur
Gísla, langafa Árna Friðrikssonar
fiskifræðings. Móðir Kristínar var
Þrúður, dóttir Jóns Borgfjörð, snikk-
ara í Ingólfsbrekku í Reykjavík, Gísla-
sonar, og Oddrúnar Samúelsdóttir.
Afmæli
Jón Gunnar Guðlaugsson
Jón Gunnar Guðlaugs-
son landmælingamaður,
Fannafold 177, Reykjavík,
er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Jón Gunnar fæddist í
Reykjavík en ólst upp á Fá-
skrúðsfirði og í Suðursveit.
Hann lauk búfræðiprófi frá
Bændaskólanum á Hólum í
Hjaltadal 1969, prófi sem
garðyrkjufræöingur frá
Garðyrkjuskóla Ríkisins
1974 og prófi f landmæling-
um frá NKI-skólanum í Noregi 1978. dóttur, f.
Jón Gunnar starfaði við garð- ingi. Hún
Jón Gunnar
Guðiaugsson.
yrkju í Noregi jafn-
framt því að stunda
nám í landmælingum.
Hann flutti aftur heim
til íslands 1979, hóf þá
störf hjá Verkfræðistof-
unni Hnit og hefur
starfað þar síðan.
Jón Gunnar hefur gefið
sig að félagsstörfum i
þágu kirkjunnar.
Fjölskylda
Jón Gunnar kvæntist
24.6. 1978 Láru Jóns-
9.6. 1953, garðyrkjufræð-
er dóttir Jóns Haraldsson-
ar og Hildigunnar Valdimarsdóttur.
Þau hjón bjuggu að Einarsstöðum í
Hofsárdal í Vopnafirði. Jón lést
þann 30.11.1998 en Hildigunnur býr
i Fellabæ í Norður-Múlasýslu.
Böm Jóns Gunnars og Láru eru
Hjörleifur Snævar Jónsson, f. 11.9.
1978, nemi við Viðskiptaháskóla ís
lands; Hildigunnur Jónsdóttir,
19.6. 1983, nemi við VÍ.
Systkini Jóns Gunnars eru Sig
urður Guðlaugsson, f. 7.2. 1940, vél
stjóri, búsettur á Seltjarnamesi
Þorbjörg Guðlaugsdóttir, f. 20.5.
1943, búsett í Reykjavík; Ingólfur
Guðlaugsson, f. 18.9. 1944, fram-
kvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík;
Bárður Guðlaugsson, f. 3.6.1955, fag-
kennari, búsettur á Seltjamamesi.
Foreldrar Jóns Gunnars: Guð-
laugur Eyjólfsson, f. 5.8.1915, d. 16.9.
1992, kaupfélagsstjóri og verslunar-
maður, og Valgerður Hjördís Sig-
urðardóttir, f. 19.7.1916, d. 6.11.1988,
heimilisstýra og afgreiðslukona.
Þau bjuggu á Reykjavíkursvæð-
inu að undanskildum árunum
1949-55 er þau bjuggu á Fáskrúðs-
firði.
Jón Gunnar tekur á móti gestum
að kvöldi afmælisdagsins frá klukk-
an 20.00 fram undir miðnætti í veit-
ingasalnum Dúndur, Dugguvogi 12.
Til hamingju með afmælið 7. desember
80 ára
Valdimar Helgason, Gidlsmára 9, Kópavogi.
75 ára
Arnkell B. Guðmundsson, Stórholti 47, Reykjavík. Bjarni Jónsson, Strandgötu 12, Hvammstanga. Bragi K. Norðdahl, Þinghólsbraut 66, Kópavogi. Hlín Axelsdóttir, Brekkuvegi 7, Seyðisfirði. Tryggvi Ólafsson, Skeiðflöt, Mýrdal.
70 ára
Ingi Bjöm Halldórsson, Boðagranda 7, Reykjavík. Víglundur Elísson, Garðabraut 10, Akranesi.
60 ára
Guðjón Bergsson, Hofi 1 Eystribæ, Fagurhólsmýri. Hrafnhildur G. Norðdahl, Háteigsvegi 50, Reykjavík. Jóhann Gunnar Jónsson, Skólavörðustíg 22, Reykjavík.
50 ára
Guðbjartur Sigurðsson, Lundarbrekku 2, Kópavogi. Heiðrún Sverrisdóttir, Ásbraut 19, Kópavogi. Hugrún H. Sigurbjömsdóttir, Skarðshlíð 31a, Akureyri. Sigurður Ólafsson, Sandi 2, Húsavík. Torfi Einarsson, Skólavegi 7, Hnífsdal. Valdimar Snorrason, Svarfaðarbraut 15, Dalvik.
40 ára
Egill Þór Ragnarsson, Logafold 35, Reykjavík. Guðrún Runólfsdóttir, Barkarstöðum, Hvolsvelli. Helga Bjamadóttir, Kirkjuteigi 23, Reykjavik. Ingvi Magnússon, Asparfelli 12, Reykjavík.
Sigurður V. Gunnarsson
Sigurður V. Gunnarsson, vélfræð- Starfsferill
ingrn- og iðnrekandi, Sæviðarsundi
9, Reykjavik, er sjötugur í dag. Sigurður fæddist á Melhóli í Nes-
kaupstað og ólst þar upp. Hann
lærði vélvirkjun hjá Dráttarbraut-
inni í Neskaupstað, stundaði nám
við Vélskóla íslands og lauk þaðan
prófum sem vélfræðingur 1955.
Sigm-ður var vélstjóri við írafoss-
virkjun við Sogn og stöðvarstjóri
Grímsárvirkjunar austur á Héraði.
Hann var síðar vélstjóri á togurum
hjá Júpiter og Mars hf. Hann stofn-
aði Vélsmiðju Sigurðar V. Gunnars-
sonar að Súðavogi 16 í Reykjavík
1963 og hefur starfrækt hana síðan.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 24.12. 1954,
Þýðrúnu Pálsdóttur, f. 19.1.1931, for-
stöðukonu. Hún er dóttir Páls Jóns-
sonar á Stóru-Völlum í Landsveit og
Sigríðar Guðjónsdóttur.
Böm Sigurður og Þýðrúnar eru
Sigurvin Rúnar, f. 3.12. 1952, vél-
tæknifræðingur og deildarstjóri hjá
Samskipum hf. í Reykjavík, kvænt-
ur Ólafiu G. Kristmundsdóttur og
eiga þau tvö böm; Pétur Sigurður, f.
5.5. 1962, d. 11.3. 1984, vélfræðingur
en unnusta hans var Ester Agnars-
dóttir; Sveinn, f. 15.1.
1969, vélvirki og iðnrek-
andi en sambýliskona
hans er Sigurborg Hrönn
Sigurbjömsdóttir og eiga
þau tvö böm.
Hálfsystir Sigurðar,
sammæðra er Laufey
Guðlaugsdóttir, f. 22.3.
1918, húsmóðir í Nes-
kaupstað, var gift Svein-
bimi Á. Sveinssyni út-
gerðarmanni sem lést
1984.
Fóstursystir Sigurðar
er Guðrún Baldursdóttir, f. 5.6.1940,
sjúkraliði, búsett í Kópavogi, gift
Sveini Jóhannssyni skólastjóra.
Foreldrar Sigurðar voru Gunnar
Bjamason, f. 15.1. 1905, d. 1966, vél-
stjóri, og Hermannía Sigurðardóttir,
f. 4.9. 1896, d. 1989, húsmóðir.
Ætt
Gunnar var sonur Bjama, b. á
Sveinsstöðum, Guðmundssonar, b. á
Sveinsstöðum, Jónssonar, b. á
Kirkjubóli, Vilhjálmsson-
ar. Móðir Guðmundar
var Þorbjörg Bjamadótt-
ir frá Flögu í Breiðdal.
Móðir Bjama var Gunn-
hildur Ólafsdóttir, Pét-
urssonar, og Mekkínar
Erlendsdóttur frá Hellis-
firði.
Móðir Gunnars var Guð-
rún Þorgrímsdóttir en
móðir hennar var Oddný
Ólafsdóttir, systir Jóns
Ólafssonar, skrifara á
Eskifirði, og Guðrúnar,
konu Thomsens á Seyðisfirði.
Hermannía var dóttir Sigurðar
Stefánssonar og Vilhelmínu Her-
mannsdóttur, b. á Brekku i Mjóa-
firði, Vilhjálmssonar. Móðir Her-
manns var Guðrún Konráðsdóttir.
Móðir Vilhelmínu var Guðný Jóns-
dóttir, pr. á Skorrastað og i Heydöl-
um, Hávarðssonar, og Sólveigar
Benediktsdóttur.
Sigurður verður að heiman.
Siguröur V.
Gunnarsson.