Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 Fréttir__________________________________________________pv Fulltrúi Samfylkingar í iðnaðarnefnd Alþingis um Fljótsdalsvirkjun: Málið ekki rætt til enda - út í hött, segir Hjálmar Árnason og segir að málsskjölin vegi um tvö kíló „Þetta er í raun alveg út í hött og lýsir yfirborösmennskunni sem ein- stakir fulltrúar Samfylkingarinnar hafa sýnt i þessu máli. Þaö getur vel verið aö þeir séu með vonda sam- visku vegna ábyrgðar krata í málinu en það voru þeir sem gáfu út starfsleyf- ið,“ segir Hjálm- ar Árnason, for- maður iðnaðar- Hjálmar Árna- nefndar Alþingis, son: „Út í hött að um fullyrðingar fara bónarveg að fulltrúa Samfylk- erlendu fyrirtæki ingarinnar í eins og Norsk nefndinni þess Hydro.“ efnis að málefni Fljótsdalsvirkjun- ar hafi ekki fengið nauðsynlega um- fjöllun í nefndinni. Málið var af- greitt úr henni á laugardag með at- kvæðum sex stjómarliða gegn einu atkvæði fulltrúa vinstri grænna en viljað hitta, sem og fulltrúa Norsk Hydro, en því var fullkomlega synj- að og nefndin fékk ekki að hafa mál- ið lengur þrátt fyrir að iðnaðar- nefndin ætti ekki að halda fund fyrr en þremur dögum síðar. Þegar mál- ið kom til iðnaðarnefndar leituðum við, fulltrúar Samfylkingarinnar, eftir því að fá að fylgja umhverfis- þættinum eftir en því var synjað. Við óskuðum eftir að fá fulltrúa frá Norsk Hydro vegna ítrekaðra yfir- lýsinga fyrirtækisins og mismun- andi túlkunar á þeim og því var neitað. Á löngum fundi á laugardag fengum við eingöngu fulltrúa frá hagsmunaaðilanum, Landsvirkjun, og þegar þeir höfðu gagnrýnt niður- stöður þeirra sem höfðu sent álit vegna lífríkisins óskuðum við eftir að fá þá vísindmenn á fund nefndar- innar til að geta spurt út í gagnrýni Landsvirkjunar. Því var synjað. Við óskuðum þá eftir því að umfjöllun um málið héldi áfram á mánudag en þá heldur iðnaðarnefndin fund en því var hafnað og máliö tekið ein- hliða út með meirihlutavaldi full- trúa stjórnarflokkanna," segir Rannveig. Segir málið útrætt „Það eru fá mál sem hafa fengið jafnítarlega umljöllun í iðnarnefnd og þetta mál og það hefur verið unnið í því meira og minna frá því í september. Yflr 70 einstaklingar hafa komið á fund nefndarinnar og málsskjölin vega sjálfsagt hátt í tvö kíló. Það eru um 200 tölvuskeyti sem hafa borist auk undirskriftar- lista,“ segir Hjálmar Ámason. Hjálmar ver þá ákvörðun að synja beiðni um að kalla fulltrúa Norsk Hydro fyrir nefndina. „Það er út í hött að fara bónarveg að er- lendu fyrirtæki, eins og Norsk Hydro, í störfum Alþingis, enda hafa forsendur þar að auki ekkert breyst því að það liggur fyrir að yf- irlýsingin frá því í júní stendur. Fulltrúar innlendu fjárfestanna, sem eru í samningaviðræðum við Norsk Hydro, staðfestu þaö ræki- lega á fundi með nefndinni að svar við tilboðinu um þessa stóriöju yrði að liggja fyrir núna, í kring- um þessi áramót, annars yrði mál- ið í uppnámi. En ef Samfylkingin vill meira hlusta á útlendinga þá er það hennar vandamál," segir Hjálmar. Búast má við að máliö komi til síðari umræðu á þinginu á þriðju- dag eða miðvikudag en samkvæmt áætlun á Alþingi að taka jólahlé næsta laugardag. Hjálmar er ekki viss um að það takist að afgreiða Fljótsdalsvirkjun fyrir þann tíma og útilokar ekki að þing verði því kallað saman milli jóla og nýárs. „En það er búið að leiða fram alla meginþættina í málinu og runnin upp sú ögurstund að menn geri það upp við samvisku sína hvort þeir eru með málinu eða á móti því,“ segir hann. sandkorn Kærleikar litlir Kærleikar litlir virðast með Hall- dóri Blöndal, forseta Alþingis, og Steingrlmi J. Sigfús- syni, þingmanni Vinstri- grænna, en báðir eru þeir þingmenn fyrir Norðurland eystra og hafa marga hildina háð á undanförnum árum. Fyrir nokkrum dögum gerðist það í þinginu að Steingrímur 'var í ræðustól en Halldór barði sífellt í bjöllu sína og áminnti þingmanninn um að halda sig við umræðuefnið. Steingrímur tók þetta óstinnt upp, sneri sér að Hall- dóri og frábað sér þennan „bjöllugang" eins og hann orðaði það, forsetinn gæti skammað sig þegar hann hefði lokið máli sínu. Halldór hélt sínu striki á bjöllunni og var ljóst í þessari rimmu þeirra að þeir eru ekki í miklu uppá- haldi hvor hjá hinum. „Manjún"-dellan Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafor- stjóri Stöðvar 2, Sýnar og Bylgjunnar er mikill stuðnings- maður enska knatt- spymuliðsins Manchester United, eða „manjún" eins og hann orðar það svo oft. Það er duðvitað í góðu lagi og hans hausverkur. Hins vegar þykir mörgum að ást Valtýs á liðinu sé svo yfirgengileg að hann eigi að reyna að halda sig til hlés og fmna sér eitthvað annað aö gera þegar liðið hans er að spila en að lýsa leikjum þess. Hlutdrægnin, upphrópan- imar um allt og allt sem tengist liðinu og annað í þeim dúrnum er þvílikt að það er með ólíkindum. Þetta væri allt í lagi ef Valtýr væri að dásama þessa hluti heima í stofu hjá sér, en að bjóða ákskrifendum Stöðvar 2 og Sýnar upp á þennan „sleikjugang" endalaust er að margra mati algjörlega óþolandi. Er Hákon um borð? Þegar Hákon Aðalsteinsson var á leið til Noregs að hitta konung á dög- unum, ferðaðist hann með Flugleiðum. Blaði var dreift meðal far- þega þar sem þeir vom beðnir að meta þjón- ustuna um borð. Há- kon svaraði spuming- unum á blaðinu ekki með hefðbundnum hætti, heldur orti: Þaófinnst öllumferlega gaman aöferöast í loftinu saman. Flugió er flott ogfœðió er gott og stúlkurnar freistandi aöframan. Ein af flugfreyjunum fór með blaðið í flugstjómarklefann og sýndi flugstjór- anum þetta óvenjulega svar. Hann las vísuna yfir, leit svo upp og spurði hissa: „Er Hákon Aðalsteinsson um borð í vélinni?" Létt í heilabúi Meira tengt Hákoni Að- alsteinssyni. Benedikt Vilhjálmsson framsókn- armaður í flugtuminum á Egilsstöðum orti þetta um Hákon vegna heim- sóknar Hákons til Nor- egskonungs: Hiröfifl gott hann yrði, ó herra, gef oss þá von aö hiróin norska hirði Hákon Aóalsteinsson. Þótt vísan sé góð, er hún því miður 10 ára gömul, ort þegar Hákon var á sínum tíma leiðsögumaður Svíakon- ungs við hreindýraveiðar en var í til- efni af drápuflutningi Hákonar yfir- færð á norsku hirðina. Af þessu tilefni orti Hákon um framsóknarmanninn í flugtuminum: í tímans straumi eyðist andans kraftur, oft er létt í heilabúi þröngu nú er verst að verða að nota aftur, vísu sem er úrelt fyrir löngu. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkom @ff. is Samfylkingarinnar -GAR tveir fulltrúar sátu hjá. Fengu ekki sérfræðinga „Formaður iðnaðarnefndar hefur verið afar drjúgur yflr því að málið hafi fengið viöamikla umfjöllun en málið hefur í raun verið mjög skamman tíma í vinnslu í þing- inu,“ segir Rann- veig Guðmunds- dóttir sem sæti á i iðnaðamefnd af hálfu Samfylking- ar. „Umhverfls- þættinum var vís- að yflr til um- hverflsnefhdar en hún hafði málið í minna en tvær vikur. Nefndin óskaði eftir lengri tíma vegna þess að hér væm svo mörg álitamál og að henni fyndist að henni hefði ekki unnist tími til þess að kaila til aíla þá aðila sem hún hefði þurft,“ segir Rannveig og nefnir sérstaklega í þvi sambandi sérfræðinga frá Háskóla íslands og Þjóðhagsstofnun, auk náttúrufræð- inga sem rannsakað hafi dýralíf og gróðurfar virkjunarsvæðisins. „Þessa aðila hefðu þeir gjaman Rannveig Guð- mundsdóttir: „Málið hefur ver- ið mjög skamm- an tíma í vinnslu í þinginu." Fjöldi manns var saman kominn í Arbæjarsafni í gær þar sem unnið var samkvæmt gömlum jólahefðum. Hér er ver- ið að prenta jólakort upp á gamla móðinn. Gestir gátu fengið að prenta stn eigin kort með þessari gömlu tækni og voru fjölmargir til að þiggja boðið. DV-mynd HH Umhverfisplat upplýst Stjómarandstaðan fer hamforum vegna virkjunar Eyjabakka og bráðnauðsynlegrar Flj ótsdalsvirkj - unar sem ætlað er að varpa birtu og yl inn í líf þeirra fáu Austfirðinga sem enn em ekki flúnir. Iðnaðar- nefnd hefur tekið af skarið og lýst þeirri skoðun að virkja skuli tafar- laust, hvað sem gæsum og graslendi líði. Álverið viö Revðarfjörð er mik- ilvægara enda verða gæsirnar hvort eð er skotnar og étnar. Hjálm- ar Ámason, umhverflssinni og framsóknarmaður, stýrir iðnaðar- nefnd og hann vildi ekki þvæla mál- in með því að fara að þeim vilja of- stækismanna að kalla fyrir nefnd- ina norska álfursta sem ýmist era tilbúnir að biða eftir nýju umhverf- ismati eða ekki, allt eftir því hver spyr. Kjarni málsins nú er sá að Al- þingi hefur áður samþykkt að virkja megi á Eyjabökkum. Þá hefur Landsvirkjun látið fara fram umhverfismat sem leiðir í ljós að það fylgja því engin veruleg vandamál að sökkva um- ræddu hálendi. Hlar tungur meðal stjómarandstæð- inga segja að visu að Landsvirkjun hafi látið fara fram umhverfisplat. Einn er sá maður í öllum þess- um darraðardansi sem Dagfari hlýtur að dást að. Það er umhverfissinninn Kristján Pálsson sem situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Kristján hefur verið aðdáandi íslenskrar náttúra lengur en elstu menn vilja muna. Hann hefur tengt saman hagsmuni Landsvirkjunar og aðdáenda íslenskrar náttúru svo eftir er tekið. Það hefur nefnilega ítrek- að komið fram að Kristján lét lýsa upp allan Kefla- víkurveginn svo nú geta vegfarendur notið þess að horfa á hraun sem tekur á sig hinar fjölbreytileg- ustu myndir, íslendingum jafnt sem útlendingum til mikillar ánægju. Af þessu tilefni hafa aðdáendur Kristjáns útnefnt hann ljósálf. Kristján er nátengd- ur Eyjabökkum þar sem hann er bróðir Ólafs Kar- vels Pálssonar, formanns Skotveiðifélags Islands. Ólafur Karvel vill, eins og aðrir ákafir skotveiði- menn, að Eyjabakkagæsunum verði ekki ógnað af öðrum en vopnbærum mönnum. Þessi tengsl mátti lesa úr lærðum greinum Kristjáns ljósálfs fyrir kosningar þar sem hann steytti hnefa að virkjunar- sinnum og varaði þá við því að kaffæra Eyjabakka. Slíkt yrði ekki liðið. Kjósendur fógnuðu mjög fram- taki Kristjáns og hlaut hann ásamt öðmm vel upp- lýstum frambjóðendum á Reykjanesi D-listans góða kosningu. Kristján er maðurinn sem færði Reyknes- ingum ljósið og þar kom að sjálfur sá hann ljósið. Nokkru eftir kosningarnar uppgötvaði hann að það var í góðu lagi að sökkva Eyjabökkum. Það þyrfti bara örlitlar hliðarráðstafanir til að bjarga gæsun- um. Nokkar upplýstar eyjar með lendingarpöllum hér og þar um lónið gætu bjargað gæsunum úr klóm Landsvirkjunar og í skotlínu gæsaveiðimanna. Þetta er auðvitað snjallræði sem Kristján hefur dott- ið niður á enn einu sinni. Upplýstar eyjar á Eyja- bökkum og gæsunum er borgið. Það þarf ekkert um- hverfisplat eða umhverfismat þar sem slíkra manna nýtur við. Aðeins nokkurra mánaða umhugsun og málið er leyst. Lausnin er fólgin í upplýstu umhverf- ismati þar sem hagsmunir gæsa og Landsvirkjunar fara saman. Þeir sem halda því fram að Kristján hafi ástundað umhverfisplat fyrir kosningar og það hafi nú verið upplýst eru ekki með fullum sönsum. Málið er einfaldlega það að maðurinn sem lýsti upp Reykjanesbrautina er kominn til fjalla að lýsa upp hálendið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.