Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 17
JU'V MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 enmng 17 Andvari kominn Ævisögugreinina í nýjum And- vara skrifar Vésteinn Ólason, for- stööumaður Stofnunar Áma Magn- ússonar, um Einar Ól. Sveinsson, forvera sinn í starfi, en í gær var aldarafmæli Einars. Einar Ólafur var einstaklega farsæll fræðimaður og ennþá hafa iðkendur íslenskra ANDVARI 1999 fræða gott gagn af því sem hann lét frá sér fara. Hann var merkasti þjóðsagnafræðingur okkar á öld- inni; bæði skrifaði hann fræðibæk- ur um þau efni og gaf út þjóðfræða- efni fyrir almenning. Hann rann- sakaði fomar sögur, fornaldar- og riddarasögur og íslendingasögur, einkum Njálu sem var honum hug- stæðust sagna. Hann skrifaði bók um Sturlungaöld og hið mikla rit ís- lenskar bókmenntir í fomöld þar sem hann fjallar um upphaf byggð- ar og mannfélags á íslandi og eddu- kvæði. Hann ól upp kynslóðir nem- enda í fræðum sínum og var loks fyrsti forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar. Af öðm efni í Andvara má nefna ljóð eftir Baldur Óskarsson, grein- ina „Endurfundir við apríl-lauf ‘ eft- ir Kristján Árnason sem fjallar um ljóðskáldið Sigfús Daðason og grein eftir Guðmund Hálfdanarson um „Guðfeður íslensks ílokkakerfis", Jón Þorláksson, Jónas frá Hriflu og stjórnmálahugsjónir nýrra tíma. Þórir Óskarsson skrifar greinina „Hvað er rómantík?" og veltir fyrir sér þessu vandmeðfama orði í ís- lenskri bókmenntasögu. Amheiður Sigurðardóttir þýðir ljóð eftir Knut og Marie Hamsun. Soffla Auður Birgisdóttir birtir hugleiðingar sín- ar um stöðu Gunnars Gunnarssonar i íslenskri bókmenntasögu og veltir þar upp mörgum álitaefnum um verk hans og æviferil. Einkum íhug- ar hún hvers vegna hann kaus að þýða verk sín sjálfur á íslensku undir ævilok. Loks á Bima Bjama- dóttir greinina „Endurfæðing harm- leiks“ um skapandi mörk lífs og list- ar i skáldævisögu Guðbergs Bergs- sonar. Hið íslenska þjóðvinafélag gefur Andvara út og er þetta 124. árgang- ur hans. Ritstjóri er Gunnar Stef- ánsson. Einnig fallegir hliSarhringar sem gefa hringunum sérlega skemmtilegt útlit. 71506 pr. stk hvítagull 16750,- 71505 pr. stk rauðagull 14500,- in Hringdu og faðu okkar fallega skartgripabækling sendan til þín. Laugavegi 49, sími 561 7740. Fallegir 14k hringar á frábæru verSi, bæði úr hvítagulli og gulu gulli. 0,21 w/sl 32950,- Kjóll 3.990 Jakkaföt 6.990 108 Reykjavík Faxafeni 8 sími: 533 1555 603 Akureyri Sunnuhlíð sími:462 4111 Opið: mán.-fim. 10-18 föstudaga 10-19 laugard. 10 -20 sunnud. 13-18 \ 0 Pels 5.490- Kjóll 2.990- Sokkabuxur 895-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.