Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 16
16 ennmg ir**B MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 JLlV Fjölhæfir listhlutir áflækingi Listunnendur missa gjörsamlega stjórn á skapsmunum sínum í árásunum á listina þegar tækifærið gefst. DV-mynd E.ÓI. Seinni hluta ársins hafa nokkrir smáir, óhlutbundnir listhlutir eftir Söru Björns- dóttur flakkað milli sýninga en þó komið fram í nýju hlut- verki og nýjum búningi í hvert sinn. Fyrst sáust þeir á sýningunni „Hlutur fegurðar" sem haldin var á Mokka í ágúst og þá voru þeir allavega á litinn. Áhorfendum var boð- in þátttaka í verkinu með því að greiða fegursta hlutnum at- kvæði sitt á þar til gerðum seðli og skila honum i þar til gerðan kassa. Niðurstaða þessarar samkeppni var ótví- ræð, hlutskarpastur varð rauðmálaður götóttur hlutur, fremur frjáls í forminu en þó með nokkra tilvísun til jurta- ríkisins, hvaða ályktanir sem draga má af því. Næst sáust hlutirnir alhvít- ir, svífandi í glugga fataversl- unarinnar Nælon og jarðarber við Hverfisgötu en sú sýning bar yfirskriftina „Hugleiðing um list“. Þar lágu einnig frammi póstkort með mynd af listakonunni sitjandi í lótus- stöðu og leiðsögn um hvemig komast má í hugleiðsluástand. Nú sér hins vegar fyrir endann á vegferð þessara fjölhæfu listhluta því á sýningunni „Þunglyndi hins sanna listamanns", sem nú stendur yfir í Galleri@Hlemmur.is, er verið að gera út af við þá í orðsins fyllstu merkingu. I samræmi við yfirskrift sýningarinnar er litur þeirra nú svartur og þar gefst áhorfendum tækifæri til að sparka af lyst í listina og er augljóst af verksummerkjum í galleríinu að margir hafa með fognuði tekið áskoruninni á veggnum, „Gefðu listinni spark“. Eins og vera ber hafa listhlutir Söru vaxið við hverja endurnýjaða viðkynningu. Þegar ég leit þá fyrst á Mokka var ég „ekki bergnumin", eins og sagt er, enda fyrirbærið fegurðarsamkeppni í sjálfu sér tilgangslaust. önnur sýningin vakti forvitni mína vegna hins ólíka hlutverks sem hlutirnir léku en í raun var það ekki fyrr en á síðustu sýningunni sem ég endanlega féll fyrir þrennunni í heild. Loks þá fann ég samhengið enda er allt þegar þrennt er. Myndlist Áslaug Thorlacius I stuttu máli þreifar þessi litla sýningaþrenna á öllum helstu snertiflötum myndlistarinnar viö tilveruna án þess að gera minnstu tilraun til fræðilegrar greiningar. Auk þess er gantast með ýmsar rótgrónar klisjur og fordóma um listina. Fyrsta sýningin fjallar á skemmtilega plebbalegan hátt um hið fagurfræðilega gildi, því þó svo listheimurinn vilji sjálfsagt síst láta kenna sig við fegurðarsamkeppni má segja að innan hans fari stöðugt fram svipuð leit að nýjum „drottningum“ til að krýna, bæði meðal listamanna og afurða þeirra og einnig á markaðnum svonefnda. Hvítir fengu hlutimir heldur betur aukið vitsmunalegt vægi og flettu þannig laglega ofan af innihaldsrýrð hins háleita listaverks. Það þurfti ekki meira til en yfirskrift sýningarinnar og að klæða „heimska ljóskuna“ í hvíta búninginn sem svo vel klæðir andlega þáttinn, hinn tæra og göfuga, og sjúskuð fortíðin var gleymd með öllu. Síðasta sýningin íjallar svo um listina sem farveg fyrir útrás tilfinninganna og hið óvænta er að það er ekki á listamanninn sjálfan heldur listunnendurna svonefndu sem mesta æðið rennur. Sennilega hafa listunnendumir hatað listina lengi, allavega virðast þeir gjörsamlega missa stjórn á skapsmunum sínum í árásunum á hana þegar tækifærið gefst. Hér er á ferðinni skemmtilega fersk og dálítið pönkuð sýningaröð, innblásin af óöryggi listamannsins gagnvart listinni og efasemdum hans um gildi þess aö vera listamaður. Galdurinn felst í yfirlætislausri nýtni og óvæntu samhengi hlutanna en ekki sist í reyfarakenndri uppbyggingunni því lausn gátunnar opinberast manni ekki fyrr en í síðasta kaflanum. Þannig á það að vera. Sýningin stendur til 19.12. Gallerí(ó>Hlemmur er opið þriðjud.-sunnud. kl. 14-18. Að ögra og sjokkera Þegar Didda gaf út sína fyrstu bók, ljóöa- bókina Lastafans og lausar skrúfur, vakti hún gífurlega athygli fyrir bersöglar lýsing- ar þar sem ekkert er dregið undan. Lesand- inn fær ömurleika utangarðsmannsins beint í æð, sársauka hans, einsemdina og óhugn- aðinn. í djörfum ljóðum lýsir Didda á kald- hæðinn og miskunnarlausan hátt þeirri til- finningu að vera utangarðs og hittir þannig í mark að lesandinn neyðist til að horfast beint í augu við eigin fordóma og íhaldssemi. í sinni fyrstu bók sló hún tóninn sem hún hefur viöhaldið síðan, í skáldsögunni Ertu og nú nýjustu bókinni Gullið í höföinu, þ.e. tón bersögli og óhugnaðar. Diddu er ekkert heilagt og notar typpa- og píkutal óspart. Sem gekk vel upp í hennar fyrstu bók af því það kom heim og saman við yrkisefnin en virkar hins vegar undarlega og jafnvel trufl- andi á lesandann þegar hann les Gullið í höfðinu. Gullið í höfðinu segir af stúlkunni Kötlu sem allt frá unga aldri hefur verið hálfskrít- in, talar lítið en hugsar því meira, er með toppeinkunnir í skóla og hegðar sér eins og engill. En það er eitthvað að. Sem bam er hún dofin og áhugalaus og leyfir hverjum sem er að hafa sig að fifli, gyrðir niður um sig úti 1 glugga og leyfir krakkahópnum að hía á sig án þess það viröist hafa nokkur áhrif á hana sjálfa. Fullorðiö fólk notfærir sér hana kynferðislega af því það veit að hún mun þegja og alltaf heldur hún áfram að vera jafn dofin. Hún eldist, fer að fá blæðingar, tekur stúd- entspróf með glans en Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir svo verður hún „veik“. Fer allt í einu að taka upp á alls kyns undarlegum hlutum sem hræða foreldrana svo mjög að þau senda hana á geðveikrahæli. Þar er hún þögul sem Didda. fyrr, horfir á lífið eins og kvikmynd og kippir sér lítið upp við Ástu, einn af sjúklingunum, sem hefur þann sið að skera sig hér og þar og þráir að deyja. Á deildinni hittir Katla einnig Viggu sem er svo kynferðislega virk að það endar með ósköpum - og hrollvekjandi ógeði í anda Diddu. Sú hrollvekja fer reyndar yfir öll mörk; kynferðisleg virkni Viggu og örlög hennar virka þannig á lesanda að höfundi finnist hann þurfa að standa undir merkjum þess sem þorir að ögra og sjokkera. En í stað ögrunar og um- hugsunar sem var svo sterk í Lastafansi fer lesandi að velta því fyrir sér hvaða hlutverki þessi sena þjóni í tengslum viö Kötlu. Geggjun Kötlu er lítt sannfær- andi í upphafi sögu, hún er bara þessi þögula, undirgefna, óaðlað- andi en skapandi týpa sem allt í einu er lokuð inni á geðdeild og fer þá fyrst að haga sér eins og geðsjúk- lingur! En aðeins um stundarsakir þvi hún hrekkm- aftur í sitt sama far stuttu síðar, heldur áfram að þegja en hugsar rökrétt. Og þaö er einmitt þessi rökrétta hugsun sem gerir söguna svo ósannfærandi og lítt grípandi. Er Katla geðveik eða er hún bara að þykjast? Er höfundur að deila á skipulag þar sem enginn má skera sig úr án þess að vera lokað- ur inni? Eða hvaö? Þessum spumingum er erfitt að svara því sagan ristir einfaldlega ekki nógu djúpt til þess. Textinn er flatur og skortir kraft og ör- væntingu hins geðveika sem skynjar hvorki sjálfan sig né heiminn. Höfundur leggur of mikla orku í að viðhalda fyrri reisn sem ögrandi og erótísk- ur höfundur en skilur bæði aðalsöguhetju og lesendur eftir í fullkominni spurn. Didda Gulliö í höfðinu Forlagið 1999 Ií tilefni aldarafmælis Jóhannesar í tilefni af því að 4. nóvember sl. vom 100 ár liðin frá fæðingu Jóhannesar úr Kötlum hefur fjölskylda hans komið upp heimasíðu á Netinu með slóðinni: http://bokband.com/joh.html Á síðunni er að finna greinar sem hafa birst að undanfómu um Jóhannes, skrá yfir bækur hans og útgáfur, hljóð- upptöku á upp- lestri Jóhann- esar á kvæð- inu „Land míns föður“ frá lýðveldis- hátíðinni á Þingvöllum 17. júní 1944 og ljósmyndir frá hátíðarsamkomu í Þjóðarbókhlöðunni 4. nóvember sl. Einnig eru þar ljósmyndir frá ýmsum æviskeiðum skáldsins sem ekki hafa komið fyrir almennings sjónir áður. Að gerð síöunnar stóðu þeir Svanur Jó- hannesson, sonur Jóhannesar, og Páll Svansson, sonarsonur hans. Þrír ungir söngvarar Annað kvöld kl. 20.30 eru tónleikar í ís- lensku óperunni með þremur ungum söngv- urum sem öll hafa stundað söngnám í Bret- landi og starfa nú þar við góðan orðstír: Emmu Bell sópran, Finni Bjarnasyni-tenór (á mynd) og Ólafi Kjart- ani Sigurðarsyni baritón. Píanóleikari er Gerrit Schuil. Á efnis- skrá eru verk eftir Moz- cirt, Purcell og Britten. Tónleikarnir gefa for- smekkinn af því sem er næst á döfinni hjá ís- lensku óperunni því Emma, Finnur og Ólaf- ur Kjartan munu öll syngja stór hlutverk í óperu Brittens, The Rape of Lucretia, sem frumsýnd verður 4. febrúar næstkomandi. íslenskar bókmenntir í sviðsljósinu Eftir hinar gleðilegu fréttir af velgengni nýrrar skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar hjá erlendum bókaforlögum er gaman að segja frá því að hið virta þýska bókaforlag Bastei-Lúbbe hefur keypt þýðingarréttinn á bókum Jóns Kalmans Stefánssonar, Skurðir í rigningu og Sumarið bakvið brekkuna. Þetta eru fyrri bækurnar tvær í sagnaílokki Jóns Kalmans um sveitasamfélag vestur á landi. Siðasta bindið, Birtan á fjöllunum, kom út fyrir skömmu. Bók Jóns kemur út á næsta ári í Þýskalandi. Svo hefur sænska bókaforlagið Sigma, lít- ið en metnaðarfullt bókamenntaforlag í Stokkhólmi, keypt þýðingarréttinn á bók Sigurjóns Magnússonar, Góða nótt Silja, sem kom út árið 1997 og fékk góðar viðtök- ur. Sænska þýðingin kemur út í byrjun næsta árs. Sagnabelgur Þórarins Þórarinn Eldjárn hefur safnað öllum þekktustu smásögum sinum saman og Bstungið þeim í einn Sagnabelg. Geta menn nú endurnýjað kynnin við - eða kynnst í fyrsta sinn - sögum eins og Ar súgur, Maðurinn e það sem hann væri Mál er að mæla Síðasta rann- sóknaræfingin, Til- bury og Töskumál- in. Vaka-Helgafell gefur Sagnabelg út. Minna má á að fyrr á árinu ljóðabók Þó ins Ydd endurútgefin, og einnig hafa komið út aftur barnabæk- urnar Gleymmérei og Stafrófskver með myndum Sigrúnar systur hans. Smá- sagnasafhið Sérðu það sem ég sé er kom- in út á hljóðbók, bæði á geisladiski og snældu, í lestri höfundar. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.