Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 44
 X Vinningstölurlaugardaginn: 04.12. Jókertólur vikunnar: Fjöldi vinningar vinninga 1. 5 af 5 2. 4 af 5 3. 4 af 5 2.030.520 101.190 6.430 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiðast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 Árekstur á Sandskeiði: Einn er í > lífshættu Alvarlegt umferðarslys varð rétt austan við Sandskeið á fimmta tím- anum í gær og voru sex farþegar tveggja jeppa fluttir slasaðir með sjúkrabílum á sjúkrahús i Reykja- vík en þyrla Landhelgisgæslunnar varð frá að hverfa vegna éljagangs. Samkvæmt upplýsingum Theo- dórs Friðrikssonar, sérfræðings á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, var einn farþeganna enn í lifshættu á gjör- gæslu í gærkvöld en hann var hugs- anlega með innvortis áverka og samanfallinn hryggjarlið. Tveir aðr- ir karlmenn höfðu slasast alvarlega og var þar m.a. um að ræða áverka á hryggjarliðum, handleggsbrot og w brotin bringubein. Stúlka sem var ásamt föður sínum á ferð hlaut nokkum höfuðáverka og sennilega heilahristing og var lögð inn á bamadeild. Kona sem var farþegi í aftursæti í öðmm jeppanna var með talsverða áverka eftir bílbelti en ekki alvarlega slösuð. Einn fékk að fara heim eftir skoð- un í gærkvöld en sá hafði skorist og var marinn. Talið er að tildrög slyssins hafi verið þau að ökumaður annars jepp- anna, sem var á leið austur, hafi ■•^misst stjóm á bilnum með- þeim af- leiðingum að hann fór yfir á rangan vegarhelming og lenti þar framan á jeppa sem var á leið í vesturátt. Loka þurfti Suðurlandsvegi í hálf- an annan klukkutíma vegna slyss- ins og mynduðust langar biðraðir bíla til beggja átta á meðan. -GAR Einn er í lífshættu eftir árekstur tveggja jeppa við Sandskeið í gær. Jepparnir eru gjörónýtir. Enginn sleppibúnaður í Hríseyjarferju og neyðarútganga vantar: Trúi ekki að menn séu að gera þetta - segir skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Reglugerð sem er í fæðingu og skylda á öll íslensk skip yfir tiltek- inni stærð að hafa sjálfvirkan sleppibúnað fyrir björgunarbáta gildir ekki fyrir nýju Hríseyjarferj- una og önnur farþegaskip. Guðmundur Guðmundsson, for- stöðumaður skoðunarsviös Sigl- ingastofnunar, segir að ástæðan fyr- ir þessari breytingu á reglugerð sé að það muni ekki teljast þjóna nein- um tilgangi að vera með sjálfvirkan sleppibúnað fyrir aðeins einn eða tvo gúmbáta á ferjum þar sem margir björgunarbátar séu um borð. Það gefi bara falskt öryggi. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavamaskóla sjómanna, var mjög hissa þegar málið var borið undir hann og segist ekki hafa heyrt um slíkar breytingar á reglugerð- inni um sleppibúnaðinn. „Við erum nýbúin að heyra um alvarlegt slys í Noregi þar sem frétt- ir hermdu að erfiðleikar hefðu ver- ið við að koma út bátum. Ég sé því Hilmar Snorrason. ekki hvað ætti að réttlæta slíka breytingu. í ferjum er ekki síður mikilvægt að koma björgunarbátum hratt og örugglega fyrir borð þar sem flestir eru ekki vanir sjómenn heldur ferðafólk. Ég tel að sleppi- búnaður í íslenskum skipum hafi þegar sannað gildi sitt og hann er ekki settur um borð að ástæðu- lausu. Ég trúi bara ekki að menn séu að gera þetta,“ sagði Hilmar Snorrason. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að nýlega væri búið að gefa út reglugerð sem varðaði öll skip en hann vissi ekki nákvæm- lega hvemig það sneri að farþega- skipum eða einstökum skipum öðr- um en flskiskipum. Engir neyðarút- gangar em á bakborðshlið ferjunn- ar en það orkar mjög tvímælis að mati skoðunarmanna. Fjölda at- hugasemda varðandi ferjuna var einfaldlega sópað undir teppið. Nánar á bls. 2 -HKr. Bókastríð: Hörkuslagur milli Bónuss og Nettó „Við ætlum að halda áfram að lækka verðið eins lengi og Nettó. Þeir eiga eftir að komast að því,“ segir Guðmundur Marteinsson, ffam- kvæmdastjóri Bón- uss, um samkeppn- ina um lægsta bókaverðið fyrir jólin. Bónus og Nettó börðust hart um kúnnana um helgina og lækkuðu bókaverð á víxl. „Það hefur verið óbreytt stefna okkar í 10 ár að bjóða lægsta verðið. Það verður engin breyting á því.“ -MEÓ Hækkun leikskóla- gjalda boðuð Leikskólagjöld í Garðabæ munu hækka um 10% á komandi ári sam- kvæmt fjárhagsáætlun. Hækkunin hefur þó enn ekki verið samþykkt. Gert er ráð fyrir áframhaldandi íjár- veitingu til greiðslna til foreldra sem eiga böm á biðlista eftir leik- skólaplássum. Rekstrarkostnaður leikskóla Garðabæjar á hvert heils- dagsígildi vistunar var í hærri kant- inum meðal sveitarfélaga á suðvest- urhomi landsins í fyrra, eða um 469 þúsund krónur. -GAR Veðrið á morgun: Úrkomulítið sunnan til Á morgun verður norðlæg átt, 5-8 m/s og él norðan til en úr- komulítið sunnan til. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig, kaldast norðan til á landinu. Veðriö í dag er á bls. 53. „ sgögn úr tre fyrir börnin Sími 567 4151 & 567 4280 Heild'/erslun með leikföng og gjafavörur i i i i í I i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.