Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 Spurningin Ætlarðu í kirkju um jólin? Linda Björk Ómarsdóttir af- greiöslustúlka: Það fer eftir því hvort foreldrar minir fara í kirkju. Alexandra Jóhannesdóttir nemi: Já, ég ætla i messu klukkan 17 á að- fangadag í Breiðholtskirkju því amma mín verður að syngja þar. Hulda Margrét Pétursdóttir, 11 ára: Nei, ég fer aldrei í messur en langar pínu til þess. Sigríður Antonsdóttir nemi: Já, ég fer eflaust einhvem tímann yfir hátiðarnar. Sigríður Bima Eliasdóttir nemi: Já, ég fer í miðnæturmessu á að- fangadagskvöld. Ólöf Jóna Eliasdóttir nemi: Já, í miðnæturmessu á aðfangadags- kvöld. Lesendur Smæsta brotið í mósaíkmyndinni „íslendingar hafa brennandi áhuga á skáldskap um þetta leyti árs. Ríkisfjöl- miðill sem nýtur skylduáskriftar hefur nú kosiö aö leiöa þann áhuga hjá sér.“ Ágúst Borgþór Sverrisson, fram- kvstj. og rithöfundur, skrifar: Sífeilt verða hlálegri röksemdir fyrir ríkisrekinni sjónvarpsstöð og skylduáskrift að henni. Ein marg- tuggnasta „röksemdin" er þó svo- kallað menningarhlutverk Ríkisút- varpsins. Nú er jólabókavertíðin í hámarki. Fyrir löngu hefur sú hefð skapast í fjölmiðlum að fjalla hvað mest um bókmenntir á þessum árs- tíma. Oftast hefur þá megináhersla verið lögð á umfjöllun um nýútkom- in verk í flokki fagurbókmennta. Sjaldan hefur jafnrík ástæða verið tU að sinna þessu sviði vel og núna. Bókmenntakynning fjölmiðla hef- ur stundum virst nokkuð vanþakk- látt verk og erfitt að gera rithöfund- um og bókmenntaáhugafólki til hæfis. Engu er líkara en ríkissjón- varpið hafi ákveðið að bregðast viö hugsanlegum vanda hvað þetta snertir með þvl að sleppa að mestu bókmenntaumfjöllun! Ríkissjónvarpið heldur úti aðeins einum menningarþætti í viku. Þátt- urinn virðist nokkuð dýr í fram- leiðslu ef miðað er við þá marg- slungnu grafík og myndvinnslu sem blasir við áhorfendum. Skemmtana- gildi þáttarins er þó afar hóflegt og bókmenntahluti hans hlýtur að telj- ast hneyksli núna í miðju jólabóka- flóðinu. Bókmenntaumfjöllun þátt- arins tekur örfáar mínútur og er á þessa leið: Tveir komungir bók- menntafræöingar sitja fyrir framan ógreinilega hrúgu af bókum og skiptast á uppskrúfuðum frösum um skilgreiningar á ævisögum, barnabókum o.s.frv. Varla getur heitið að eitt einasta verk fái kynn- ingu, hvað þá gagnrýni, og rithöf- undum sést ekki einu sinni bregða fyrir í þáttunum. Umfjöllun um gömul hús (með fullri virðingu fyrir því sviði) er margfalt meiri í þessum dæmalausa þætti. Þannig hefur gamalt steinhús á Laufásvegi fengið eitt og sér meiri umfjöllun í þættinum en samanlagt öll skáldverk sem koma út fyrir jól- in. Á sama tíma býður Stöð 2 upp á reglulega bókmenntagagnrýni í morgunsjónvarpi sinu og Skjár 1 er með langan þátt sem algjörlega er helgaður jólabókunum. Stór hluti dagblaðanna er nú undirlagður bók- menntakynningu eins og hæfír bók- menntaþjóðinni. Islendingar hafa brennandi áhuga á skáldskap um þetta leyti árs. Ríkisfjölmiðill sem nýtur skylduáskriftar hefur nú kosið að leiða þann áhuga hjá sér og sinnir bókmenntum minna en einkarekn- ar sjónvarpsstöðvar og bók- menntaumfjöllun hans nær varla einu prósenti af bókmenntaumfjöll- un dagblaða! Er einhver skýring á þessu hneyksli? Skilin eftir í ónýtum bíl H.P.K. skrifar: Maður er hreint agndofa hvernig lögreglan getur komið fram. Fyrir nokkru voru dóttir mín og kærasti hennar skilin eftir í losti við ónýtan bíl í Ármúla eftir að ekið var aftan á þau á mikilli ferð. Dóttirin, 18 ára, og kærasti hennar urðu fyrir því við hús Sparisjóðs vélstjóra að stór flutningabíll ók á bíl þeirra á mik- illi ferð og gjöreyðilagði hann. Dóttir mín hringdi grátandi og bæði voru þau í losti þegar ég kom að sækja þau í Ármúlann. Þaðan lá leiðin á Slysadeild þar sem í ljós komu háls- og bakáverkar og hálsá- verkar á unga manninum. Læknir- inn viðhafði þau orð að vonandi rættist vel úr enda þótt það væri því miður ekki alltaf. Unga fólkið var einskis spurt á slysstaðnum. Venjuleg skýrsla var jú tekin og spurt hvort þau vildu fá kranabíl á staðinn. Eins og ég sagði var unga fólkið í sjokki og hafði svo sem ekki rænu á miklu. Mér finnst það hafa hlotið að vera hlutverk lög- reglu að sjá til þess að enginn væri meiddur, en stundum eru meiðslin ekki sýnileg eins og allir vita. Bílstjóri flutningabílsins hélt því fram að fólksbíll unga fólksins hefði svínað í veg fyrir sig. En vitni í raf- tækjabúð á móti segir að stóra bíln- um hafi verið ekiö hratt eftir göt- unni og bílstjóri hans hafi trúlega verið að tala í GSM-síma því hann kom út úr bil sínum með símann í hendinni. Stóru jólagjafirnar frá viðskiptaráðherra - allar til þeirra „stóru“ Ég vil hins vegar senda þeim gjafmildu á Alþingi þessa spurningu: Hvers vegna gefa þeir gjafirnar ekki þeim sem ekki geta borgaö skuldir sínar? Kristjana Vagnsdóttir skrifar frá Þingeyri: Stóru aðilamir fá jólagjafímar frá viðskiptaráðherra, segir Ögu- mundur Jónasson. Og það væri nú svo sem í lagi ef sá góði og örláti viðskiptaráðherra sýndi nú skiln- ing og gæfi smælingjunum svolitla slettu með fram gjafmildi sinni. Ég hlusta mikið á þessa talfúsu á Al- þingi og er ein þeirra sem misstu vinnuna hér fyrir vestan - og sem Ögmundi var svo tíðrætt um. Og ég segi líka stundum: Af hverju fara þessir menn bara ekki heim að sofa og koma svo úthvíldir og segja okk- ur þá hvað þá dreymdi? Við gætum þá huggað okkur viö það að ruglið í fUH^f^fRf1ÍD)Æt þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu þeim væri bara draumur. - Ég vil hins vegar senda þeim gjafmildu á Alþingi þessa spumingu: Hvers vegna gefa þeir gjafirnar ekki þeim sem ekki geta borgað skuldir sínar? Eigum við íslendingar að lifa á svokallaðri „ís- lenskri miðlun" þá held ég að við meg- um ekki við því að hafa heil og hálf byggðarlögin í at- vinnuleysisgeiran- um. En hvers vegna getur viðskiptaráð- herra ekki séð af nokkrum seðlum til þessa fólks í svelti, t.d. í formi jólagjafa eins og Ögmundur er búinn að staglast á í rúma tvo klukkutíma þegar þetta er skrifað. Jólagjafir þessar, sem Ögmundi er svo tíðrætt um, eiga víst bara að fara til millanna en ekki þeirra sem eru í vandræðum með sínar skuld- ir. Þá er eins gott að vera kominn með íslenska miölun - til þess að hringja í öryrkja og atvinnulausa til að bjarga. DV Mæðrastyrks- nefnd vill ekki fatnað Elúi hringdl: Ég var búin að tína til nokkuð af fatnaði af mér og öðru heimilis- fólki til að fara með til Mæðra- styrksnefhdar og leggja þar inn nú fyrir jólin. Allt var þetta úr- valsfatnaður en of lítill eða pass- aði ekki lengur á þá er áttu. Allt hreinsað og fínt. En er ég kom til að afhenda flíkumar var mér tjáð að ekki væri hægt að taka á móti fatnaði, allt fullt og gengi ekki út. Ég var orðlaus. Er þá ástandið ekki svo slæmt eftir allt? Mér létti að vísu við þetta en held að hér búi einhvers konar bingó að baki. Það eru liklega aðeins peningar sem hið „bágstadda" fólk vill fá eða þá matvæli. Ég tel að við ætt- um að hætta að styrkja innlend bágindi, þau eru hvort eð er meira og minna heimatilbúin. En tekur þá enginn lengur við heil- um flíkum? Er alveg hætt að senda föt og annað slíkt til út- landa þar sem neyðin er víða mik- il, jafnvel í Evrópu? Ónæði af Um- hverfisvinum Laufey skrifar: Mér þykir átak þeirra sem kalla sig Umhverfisvini og safna nú undirskriftum gegn því að Eyjabökkum verði sökkt vera orð- ið uppáþrengjandi. Og nú mælast þeir til viö íþróttafélögin að þau safni nöfnum gegn virkjunum. Þetta er orðið nokkuð frekt fínnst mér. Ég las ummæli í DV eftir einn þessara sjálfskipuðu vernd- ara hálendisins og forsprakka Umhverfisvina þar sem hann tal- ar niður tO eins þeirra sem fer fyrir virkjunarsinnum á Austur- landi með því aö kalla hann „áhugaleikara" sem standi rök- þrota með útrétta höndina til að biðja um stærstu ölmusu íslands- sögunnar. Er hér ekki komin ein sönnun þess hve nefndir Um- hverfisvinir eru utangátta? Það er orðið verulegt ónæði af lista- mönnum og öðrum spámönnum á ríkislaunum sem gera hróp að framfarasinnum og þeim sem vilja byggja upp fyrir nútíð og framtíð. Skjá einn umfram aðra Knútur hringdi: Ég og konan erum búin að fá nóg af þeim trakteringum sem okkur stendur til boða frá ríkinu í formi sjðnvarpssendinga. Dag- skráin er verri en dauð, það stafar fnyk af henni frá skjánum; drungi, leiðindi, sori og svart- nætti. Fréttirnar eru líka óvand- aðar, stuttar, klipptar og ófull- komnar og umfram allt litaðar af heift og öfund út í þá sem meira hafa sakir dugnaðar og áræðni. Nú er það Skjár einn sem við grípum til strax og maður gefst upp á Sjónvarpinu. Því miður höfum við ekki efni á að kaupa nema eina sjónvarpsrás og þar kemur Skjár einn að góðum not- um. Stuttar, lifandi og ögrandi fréttir, léttir þættir frá gömlu góðu árunum og svo Egill Helga- son á sunnudögum með aldeilis frábær viðtöl sem eru um hita- málin og þau sett fram eins og á að gera. Ég vel Skjá einn umfram aðrar rásir. Allir flytja suður Utanbæjarmaður skrifar: Fyrir mörgum, mörgum árum tóku landsmenn upp á því að flytja til Reykjavíkur. Fyrir svona 10 til 15 árum fór steinbíturinn lika, flutti suður af Vestfjarðamið- um. Þrem eða fjórum árum síðar fór Austfjaröasildin suður. Núna eruð þið búnir að fá snjóinn, Reykvíkingar. Nokkuð fleira sem við getum gert fyrir ykkur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.