Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 Fréttir Moonistar leggja ástar- snörur fyrir íslendinga „Þetta eru alþjóðleg samtök sem telja aö fjölskyldan eigi undir högg aö sækja,“ segir Þormar Jónsson sem segist geta hjálpað fólki til að öðlast eilífa hamingju í hjónaband- inu. Samtökin sem hann vísar til heita Familiy Federation for World Peace and Uniflcation (Fjölskyldu- samtök fyrir heimsfriði og einingu) og voru stofnuð af Sun Myung Moon, yfirmanni Unification Church, árið 1994. Samtökin eru betur þekkt sem Moon-söfnuðurinn og eru frægust fyrir fjöldabrúðkaup sin. Samtökin hafa nú auglýst eftir íslendingum til að ganga í hjóna- band. I auglýsingunni er biðlað til íslendinga á aldrinum 20-44 ára sem Stforðstofuácti, 6ujffets£ápar, s&ff£orð, sffar oy sffa6o: staní/66iÁ6ur s6att6o6 ANTIIC GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600 Gefum okkur Öllum betri framtíð mm ~m r .... ^ - f i ^ .... W, . Ert: þú aflögx ifær? - bjóða upp á fjöldabrúðkaup og eilíft ástarsamband leiti að eilífu ástarsambandi. „Það má ekki rugla þessu tvennu saman. FFWPU eru sjálfstæð sam- tök sem berjast fyrir þvi að styrkja fjölskylduna og stuðla með því að friði og jafnvægi í heiminum. Moon hefur starfað mikið fyrir íjölskyld- una. Hann hefur gert hana að mið- punktinum í allri sinni vinnu.“ Þormar kynntist eiginkonu sinni, sem er tékknesk, í gegnum Moon- söfnuðinn og gekk að eiga hana í 30.000 manna brúðkaupi árið 1992. „Moon hefur alveg sérstaka hæfi- leika til að velja saman fólk. Þessi stóra hjónavígsla lagði grundvöll- inn að andlegu skilyrði sem gerði það að verkum að þetta gæti gengið til alls mannkyns. Samtökin FFWPU voru stofnuð til að þessi blessun Moons á hjónabandinu mætti ná til þeirra sem gengið hafa í hjónabandi í öðrum söfnuðum. í samtökunum er fólk af öllum trúar- brögðum en ekki aðeins meðlimir Unification Church. í síðustu hless- un voru 90% hjónanna gift áður.“ Lofa að skilja aldrei Geturðu útskýrt þessa blessun nánar? „Moon gefur hjónum leiðarljós Frá fjöldabrúðkaupi á vegum Moon-samtakanna. Nú er auglýst eftir íslend ingum. til að fara eftir, svokallað fjöl- skylduheit. Guð vill sjá fjölskyld- una lifa í sátt og samlyndi og það er hægt með því að hjón heiti hvort öðru trúnaði og lofi að skilja óddrei. Það hafa 3,7 milljónir manna unnið þetta heit og lofað að standa við það.“ Þormar segir tilgang Fjölskyldu- samtakanna fyrst og fremst vera þann að stuðla að góðu fjölskyldu- lífi sem samtökin telja grundvölb inn að heilbrigðu samfélagi. Það er gert með því að boða skírlífi fyrir hjónaband og trygglyndi í hjóna- bandi. Sérstök áhersla er lögð á að fólk'hafi stjóm á kynhvöt sinni. Þá er höfðað til þess að lauslæti auki hættuna á kynsjúkdómum, þar á meðal eyðni, og bent á að kynlíf ungmenna geti haft slæm áhrif á getu þeirra til náms. Um þetta allt má lesa á heimasíðu samtakanna. Þar geta einhleypir í makcdeit einnig fyllt út eyðublöð þar sem þeir segja frá sjálfum sér og til- greina hvað eiginleikum þeir vilja að tilvonandi maki þeirra sé gædd- ur. „Samtökin telja mikilvægast að varðveita það dýrmætasta sem við eigum en það er hrein ást.“ -MEÓ Jólaverslunin í fullan gang: Troöfullt á Laugaveginum „Það var troðfullt á Lauga- veginum á laugardaginn og minnti einna helst á 17. júní. Kókbílarnir keyrðu niður götuna og það safnaðist sam- an fjöldi fólks til að fylgjast með þeim,“ segir Ragna Ósk- arsdóttir, talsmaður Lauga- vegssamtakanna, og kveðst ánægð með jólaverslunina í miðbænum um helgar það sem af er desember. „Kaup- menn á Laugaveginum hafa orðið varir við mikla aukn- ingu í verslun á árinu, ekki síst núna í jólamánuðinum. Lægstu tölur sýna 20% aukn- ingu en sumir hafa orðið varir við allt að 100% aukningu frá síðasta ári,“ segir Ragna. „Laugavegurinn er í mikilli sókn og við reiknum með að svo verði áfram fram að jólum. Hingað koma líka flestir á Þor- láksmessu. Það er sama hvemig viðrar." -MEÓ. Kaupmenn viö Laugaveg voru al- sælir meö jólatraffíkina. Kóklestin fræga trekkti vel aö. DV-mynd Hari KMARKAÐ MAGN AÐEINSQOJ EINTÖK í BOÐI. FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ! AÐEINS Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.