Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 36
. V I K I N G A iMtrm n& vínna E8 clu\ ^.. cp „jryrir jd, [ & í tluj '4*i FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 Bókastríð: Viö hækkum ekki kjötið „Við hækkum ekki kjötið til að nið- urgreiða bækumar. Bókabúð Lárusar ' Blöndal, heiðarleg bókabúð." Þessi auglýsing hljómaði í eyrum lands- manna í útvarpsauglýsingum í gær- dag. En fæstir hafa farið varhluta af bókastríðinu sem ríkir milli stór- markaðanna fyrir þessi jól. „Okkur finnst þetta ósanngjamt. Þama er ver- ið að plata kúnnana til að koma í búð- imar og það er verið að selja bækurn- ar á niðursettu verði en þeir hækka matvöruna á kostnað bókanna,“ segir Guðjón Smári Agnarsson, eigandi Bókabúðar Lámsar Blöndal. „Það er verið að taka toppinn frá okkur í bókaverslununum sem er í desember- mánuði. Ef þetta heldur svona áfram leggjast litlu bókabúðirnar niður,“ segir Guðjón.________-hól * Ekkert minnst á sleppibúnað „Mér vitanlega var hvorki minnst á losunarbúnað né sjáifvirkan sleppi- búnað í hönnun skipsins. Við smíðum skipið eins og teikningar kveða á um,“ segir Valgeir Hallvarðsson, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar sem sér um smíði nýju Hríseyjarferj- unnar. Eins og DV hefur greint frá undanskilur ný reglugerð feijur kröfum um að fjarstýrður búnaður sé ;>til að skjóta út gúmmbjörgunarbátum. „Það er algerlega á valdi kaupanda og hönnuðar, við bara smíðum ferj- una. Við höfum ekki fengið neina beiðni um að bæta þessu inn á. Við vitum ekki hvort kaupandinn vill þetta, það er undir þeim komið,“ seg- ir Valgeir. Nánar á bls. 4. -hdm Gu&jón Smári Agnarsson, eigandi Bókabúöar Lárusar Blöndal, auglýsti í útvarpi í gærdag aö hann ætlaöi ekki aö hækka kjötiö til að ni&urgreiða bækurnar. DV-mynd Hilmar Þór Ómar Ragnars- son. Omar í frysti vegna virkjunar „Mitt er að framleiða, annarra að sýna,“ sagði Ómar Ragnarsson um þær taíir sem orðið hafa á sýningu Ríkissjónvarpsins • á þriðja þætti hans um þjóð- garða en þar mun Ómar einmitt fjalla um Eyja- bakkana, Vatna- jökul og aðliggj- andi náttúruperl- ur. „Ég held að það eigi að sýna þáttinn í janúar eða febrúar og trúi því ekki að pólitík sé þama í spilinu," sagði Ómar. Samkvæmt heimildum DV þykir ekki við hæfi að sýna þjóðgarðaþátt Ómars um Eyjabakkasvæðið á meðan hatrammlega er deilt í þjóðfélaginu um Fljótsdalsvirkjun og segist Ómar ekki hafa farið varhluta af gagnrýni í sinn garð vegna þeirra mála allra. Þegar hefur Ríkissjónvarpið sýnt tvo af íjórum þáttum Ómars um þjóð- garða. Tveir þeir fyrstu fjölluðu um þjóðgarða vestanhafs, sá þriðji mun fjalla um Vatnajökul og aðliggjandi svæði, svo sem Eyjabakka, og sá fjórði verður um Kverkfjöll. „Ég kannast ekki við að þættir Ómars hafi verið settir í frysti vegna Fljótsdalsvirkjunar," sagði Sigurður Valgeirsson, dagskrárstjóri Ríkissjón- varpsins. -EIR Rannsókn á gögnum í þrotabúi Sæunnar Axels ehf. á Ólafsfirði: Gögnum var hent - röng upprunavottorð hefðu getað þýtt tugmilljóna króna minni tollagreiðslur DV; Akureyri: Rannsókn á gögnum í bókhaldi Fiskverkunar Sæunnar Axels ehf. i Ólafsflrði, sem tekin var til gjald- þrotaskipta í síðustu viku, bendir til þess, samkvæmt heimildum sem telja verður áreiðanlegar, að röng upprunavottorð á flsk sem seldur var til landa innan Evrópusam- bandsins hafl verið gefín út frá ár- inu 1997 og fram á haust i ár. Talið er að sú upphæð sem með þessu at- hæfi var komist hjá að greiða í tolla geti numið a.m.k. mörgum tugum milljóna króna. Hins vegar kann að verða erfitt að finna þessa upphæð nákvæmlega því komið hefur í ljós að a.m.k. einhverjum af tölvum fyrirtækisins, sem höfðu m.a. geyma bókhald þess, hefur verið hent. „Það má a.m.k. segja það að bókhaldsgögn eru ekki eins aðgengileg og óskað hefur verið eft- ir,“ segir Ólafur Birgir Árnason, Sæunn Axels er í kröppum dansi þessa dagana. skiptastjóri þrotabúsins. Embætti ríkisskattstjóra rann- sakar málið, þ.e. hvort hráefni sem keypt var frá Alaska og Rússlandi til vinnslu í fyrirtækinu hafi síðan fengið upprunavottorð sem íslensk- ur fiskur þegar afurðin var seld til landa innan Evrópusambandsins, en grunur um þetta kom upp þegar fyrirtækið var tekið til gjaldþrota- skipta. Viðbótartollar sem greiða þaif fyrir fisk frá löndum eins og Alaska og Rússlandi sé hann seldur til landa innan Evrópusambands- ins getur numiö allt að 20%, mis- miklu eftir tegundum. Samkvæmt tollalögum er það kaupandi vörunnar sem ber ábyrgð ef svona mál koma upp. Hafi fyrir- tæki í landi sem á aðild að Evrópu- sambandinu keypt fisk frá landi utan Evrópusambandsins á röngu upprunavottorði, og lægri tollar verið greiddir en átti að gera, er það kaupandinn sem er ábyrgur og verður að greiða. Það fyrirtæki ætti hins vegar endurkröfurétt, í þessu tilfelli á hendur þrotabúi Sæ- unnar Axels. Fá svona mál hafa komið upp hér á landi, en þau hafa tengst rækjusölu og eitt þeirra kom upp er Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar á Akureyri var tekin til gjaldþrotaskipta á sínum tíma. Ólafur Birgir Ámason, skipta- stjóri þrotabúsins, vildi ekkert tjá sig um þetta mál enda væri það í rannsókn. Hann sagði það for- gangsatriði hjá sér sem skipta- stjóra nú að losna við óseldar af- urðir fyrirtækisins og það þyrfti að gerast hratt. Þá sagði hann sölu á skipi fyrirtækisins, Kristjáni ÓF, vera forgangsmál. Ólafur Birgir sagði að hann væri búinn að af- greiða frá sér allar launakröfur sem fram hefðu komið á þrotabúið og þær næmu um 10 milljónum króna. Þeim hefði verið komið til ábyrgðarsjóðs launa með þeirri beiðni að laun yrði greidd út fyrir jól, og það myndi væntanlega ganga eftir. -gk > Fyrsti dúkkuvaqninn Fæst í betri \ leikfangaverslunum : landsins ‘ Sími 567 4151 & 567 4280 r Heildverslun með leikföng og gjafavörur Veðriö á morgun: Snjókoma eða slydda Á morgun verður norðaustan- átt, 10-15 m/s og snjókoma eða slydda um mestallt land. Hiti nálægt frostmarki allra syðst, annars frost á bilinu 2 til 8 stig, kaldast norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 45.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.