Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 Handtalstöðvar Draga3-5km. 30 rásir + skanni. Einfaldar, engin rekstrargjöld. Sparar GSM sfmtöl. Tilvalið í veiðina, smalamennskuna, á vinnusvæðið o.fl. Gefðu gott samband í jólagjöf. Fjarstart Fjarræstu bilinn út um gluggann og hann er heitur þegar þú kemur út. Lausvið aðskafa. Dreguralltað4oometra. Gefðu hlýja og öðruvísi jólagjöf. GPS tæki Magellan hefur skilað fjórum fslenskum leiðangrum yfir Grænlandsjökul og tveimur á Suður-Skautið. Ekki týna neinum, gefðu GPS tæki í jólagjöf. CB-talstöðvar Litlar og kröftugar. Vertu í sambandi við ferðafélagana. Ekki láta ferðabílinn fara í jólaköttinn. Radarvarar Duga gegn nútíma radarmælingum. Láttu ekki hirða þína nánustu. Gefðu sparnað í jólagjöf. Verslun • Verkstæði Skeifan 4 • Sími 585 0000 www.aukaraf.is Utlönd Stuttar fréttir i>v Rúsnesk stjórnvöld þræta fyrir mannfall í Grozní: Saka fjölmiðla um fréttafölsun Rússnesk stjórnvöld brugðust í gær ókvæða við fréttum um að her- sveitir þeirra heföu orðið fyrir miklu mannfalli í Grozní, höfuð- borg Tsjetsjeníu, í fyrrakvöld. Frétt- unum var alfarið vísað á bug. „Þetta er algjör vitleysa, ögrun sem ætlað er að varpa rýrð á rúss- neska herinn. Algjör fréttafölsun," sagði Vladímír Pútín forsætisráð- herra í rússneska sjónvarpinu í gær. Maria Eismont, fréttamaður Reuters, einn fárra fréttamanna sem eftir eru í Grozní á vegum er- lendra fjölmiðla, sagði á finmmtu- dag að uppreisnarmenn hefðu drep- ið meira en eitt hundrað rússneska hermenn í átökum nóttina áður. Hún sagðist hafa séð lík rússneskra hermanna sem féllu í árás uppreisn- armanna á lest 15 skriödreka og annarra brynvarinna farartækja og eyðilögöu. Alexander Zdanóvítsj, talsmaður öryggissveitanna FSB, sakaði sum- ar erlendar fréttastofur, þar á með- al Reuters, um að vera á mála hjá leyniþjónustu erlendra ríkja. Óbreyttir borgarar á flótta frá Grozní í gær sökuðu rússneskar hersveitir um að hafa ráðist á lang- ferðabíl á flóttaleið sem rússnesk stjórnvöld opnuðu fyrir íbúa tsjetsjensku höfuðborgarinnar. Rússnesk yfirvöld sögðu að upp- reisnarmönnum múslíma væri um að kenna. Óljóst er um manntjón í árásinni á rútuna. Sumir segja að allt að fjór- ir hafi týnt lífi en aðrir segja að að- eins nokkrir hafi særst. „Þetta er ekki vegur lífsins, þetta er dauðavegur,“ sagði hin 72 ára gamla Lídía Kóbekóva sem gekk við hlið eiginmanns síns að varðstöð langleiðina upp á eyðilega hæð um tíu kílómetra norður af Grozní. Knut Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs og forseti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem er í heimsókn nærri átaka- svæðunum, sagði að árásin sýndi að flóttaleiðirnar væru ekki öruggar. Hann ítrekaði hvatningu sína um allsherjarvopnahlé til að gera allt að 45 þúsund íbúum sem eftir eru í Groznf kleift að hafa sig á brott. „Flóttaleiðirnar virka ekki,“ sagði Vollebæk við fréttamenn um borð í flugvélinni á leið heim til Óslóar. „Fólkið þjáist af því að flóttaleiðimar eru ekki öruggar og vopnahlé hefur ekki verið komið á.“ Vollebæk var þrjá daga 1 Norður- Kákasushéraði, meöal annars til að fá Rússa til að samþykkja aukið hlutverk ÖSE við lausn deilunnar. Sergei Sjoígú, ráðherra neyðará- standsmála í rússnesku stjórninni, sagði hins vegar í gær að Rússar myndu Ijúka átökunum í Tsjetsjen- íu og ekki ræöa við uppreisnar- menn, hvorki beint né fyrir milli- göngu vestrænna sendimanna. 137 létust í aurskriðu Að minnsta kosti 137 hafa látið lífið og 100 er saknað eftir aur- skriðu og flóð í og við Caracas í Venezúela. Viðræðum haldið áfram Friðarviðræðum Sýrlendinga og ísraela verður haldið áfram í Washington í janúar næstkom- andi, að því er Bill Clinton Banda- ríkjaforseti greindi frá í gær. Að sögn utanríkis- ráðherra Sýr- lands, Farouk A1 Sharaa, hafa viðræðumar nú gengiö mjög vel. Óttast var að ræða A1 Sharaa við setningarat- höfn viðræðn- anna nú hefði spillt einhverju. Sagði ráðherrann meðal annars ísraela bera ábyrgð á öllum ágreiningi ríkjanna. Fangar sleppa gislum Kúbsku fangamir, sem gerðu uppreisn í fangelsi í Louisiana í Bandaríkjunum á mánudaginn, slepptu í gær 16 samfóngum sín- um. Alls hefur 100 verið sleppt en 75 eru enn í gíslingu. Sprengjuárás á skóla Að minnsta kosti niu börn slös- uðust í stórskotaliössprengjuárás ísraela á skóla í suðurhluta Lí- banons í gær. Mlnni fiskveiðikvóti Sjávarútvegsráðherrar ESB samþykktu í gær umdeildan nið- urskurð á fiskveiðikvóta á næsta ári. Nemur niðurskurðurinn sums staðar 85 prósentum. Danir óttast fárviðri Danskir veðurfræðingar óttast að fárviðri gangi yfir Danmörku í kvöld. í suðurhluta Svíþjóðar er einnig gert ráð fyrir óveðri. Samruní út um þúfur Fyrirhugaöur samruni sænska símafyrirtækisins Telia og norska símans Telenor fór út um þúfur í gær er stjórnvöld landanna riftu samningnum. Ágreiningur var um túlkun á samningnum. Óréttlát réttarhöld Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að réttarhöldin í Bretlandi yfir drengjunum sem myrtu James Bulger, 2 ára dreng, fyrir sex árum hefðu verið órétt- lát. Ekki átti að rétta yfir morð- ingjunum, sem voru þá 10 ára, eins og þeir væru fullorðnir. Ekki átti heldur að dæma þá í óskil- orðsbundið fangelsi. Monica í vitnastúku Monicka Lewinsky vitnaði í gær gegn Lindu Tripp, konunni sem gerði hana heimsfræga með segulbandsupptökum. Saksóknari vill höfða mál gegn Lindu vegna upptakanna. Rússneskur hermaður notar málmleitartæki viö ieit aö hugsanlegum vopnum í farangri óbreyttra borgara sem flýja Grozní, höfuöborg Tsjetsjeníu. Erlendir fréttamenn segja aö uppreisnarmenn múslíma hafi drepiö meira en eitt hundraö rússneska hermenn í átökum í héraöshöfuöborginni á miövikudagskvöld. Netverð kr.990.- alment verð kr.1795,- Glanni glæpur TAKMARKAÐ MAGN AÐEINS^OO) EINTÖK í BOÐI. FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ! AÐEINS Á VÍSÍr.ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.