Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 Fréttir Fyrsta réttarhaldið í hátt í 30 milljóna króna skaðabótamáli Kios Briggs gegn ríkinu: Kio fær gjafsókn - var að sjálfsögðu fjarstaddur - í Danmörku - og hafði ekki hugmynd um réttarhaldið íslenska ríkið mun greiða máls- kostnað við rekstur hátt í 30 millj- óna króna skaðabótamáls Kios Al- exanders Briggs gegn ríkinu sjálfu. Bretinn fær því gjafsókn. Helgi Jóhannesson, lögmaður Kios, lagði fram gjafsóknargögn frá dómsmálaráðuneytinu við fyrsta réttarhald málsins í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. „Eigum við ekki að leiða stefn- anda fram í málinu,“ spurði Skarphéðinn Þórisson ríkislög- maður í glettnum tón þegar Hjört- ur O. Aðalsteinsson héraðsdóm- ari hafði sagt rétt settan i gær. Bæði dómarinn og Helgi lögmað- ur Kios, brostu. við verðum þá að fara _________ Dan- merk- ur,“ sagði Hjörtur og þótti spurning ríkislög- '' manns greinilega ekki af verri endanum. Helgi upplýsti í gær að hann hefði ekkert séð eða heyrt í Kio Briggs síðan í sumar. „Hann var þá sennilega í Amsterdam," sagði Helgi. Aðspurður af blaðamanni DV hvort Kio vissi yfir höfuð um réttarhaldið i gær - sitj- andi í einangrun í Dan- mörku - sagði Helgi að Bretinn hefði örugglega ekki vitað um þing- haldið í gær. Helgi kvaðst engu að síður hafa sagt Kio í sumar að réttarhöld í skaða- bótamáli hans yrðu sennilega í upphafi 8 „Ætli árs 2000 - nokkuð sem stenst enda ekki ákvað Hjörtur dómari í gær til að aðalmeðferð yrði 27. janúar. Við ____________ rétt- arhaldið sjálft í gær - og í tengslum við 'cs' spurningu ríkislög- manns hvort ekki ætti að færa Briggs fyrir dóminn hér heima - sagði Helgi aö málið snerist í raun einungis um bótaskyldu ríkissjóðs gagnvart skjólstæðingi sín- um. Kio myndi engu bæta við þann málflutning með nærveru sinni. Helgi benti á 1^^ að skaðabótamálið væri al- V gjörlega einangrað frá mála- f Kíó Briggs er sjálfsagt himinlif- andi með gjafsóknina. Hann veit þó minnst um máliö enda heldur hann jól í dönsku fang- elsi. gegn Kio í sakamáli þar sem hann situr nú inni. „Hann er reyndar saklaus enn þá,“ sagði Skarphéðinn ríkislög- maður. „Já, og þetta myndi heldur engu skipta þótt hann yrði dæmd- ur sekur í Danmörku," sagði þá lögmaður Kios. Rikislögmaður var þessu samþykktur og sagði að einungis yrði tekist á um lög- fræðileg atriði í skaðabótamálinu. Að síðustu, og áður en dómar- inn ákvað hvenær réttarhöldin færu fram, þ.e. sóknar- og varnar- ræður í málinu, upplýsti Helgi að hann myndi ekki tala lengi þegar þar að kæmi - að minnsta kosti ekki lengur en hálftíma. En hver er skýringin á því að Kio Briggs fær gjafsókn frá íslenska ríkinu? Jú, vegna þess að lög hafa verið sett nýlega um að hver sá sem sýknaður er af sakargiftum en hefur setið inni í gæsluvarðhaldi fái gjafsókn vilji hann fara í skaðabótamál vegna frelsissvipt- ingar sinnar. -Ótt Mæörastyrksnefnd: Biðröðin lengist enn Fólk í biöröö hjá Mæörastyrksnefnd á Sólvallagötunni. DV-mynd E.ÓI. Hangikjötsilmur liggur í loftinu en biðröðin er hljóð á öðrum degi mat- arúthlutunar Mæðrastyrksnefndar við Sólvallagötu. Hingað kemur fólk ekki til að skrafa heldur bíður i þögn eftir að röðin komi að því. Við borð sitja eldri konur, líkar ömmum i önn- um, og ræða við fólkið af samúð og með skilyrðislausan skilning í aug- um. Kerti loga á borðum og skapa eldhættu þegar þrengslin eru sem mest og dúnúlpurnar flaksa í logana. Margir eru með böm í fanginu eða sér við hönd, aðrir með staf eða hækjur. Unglingar og gamalmenni í bland. Einn á línuskautum. Biðröðin er lengri en í fyrra. „Ég var hér líka í fyrra en var að vona að jólin í ár yröu mér auðveld- ari. En hingað er ég komin aftur þvi ég get ekki annað. Þótt ég fái ekki nema fimm þúsund króna matarút- tekt í Bónusi þá bjargar það jólunum. Umhverfisvinir: Bjóöa ráðherrum á tónleika „Þetta eru tónleikar meö fremstu listamönnum lýðveldis- ins,“ segir Jakob Frímann Magn- ússon, talsmaöur Umhverfisvina, um tónleika samtakanna í kvöld klukkan 22 í beinni útsendingu á Skjá einum. „Þama verða Sigur- rós, Quarashi, Páll Óskar, Ensími, Jón Gnarr, KK og Magnús Eiríks- son, Maus, Bubbi og fjölmargir aðrir,“ segir Jakob. Og Jakob lofar góðum tónleik- um. „Þetta er bein útsending og verða tónleikamir haldnir í mynd- veri Skjás eins að viðstöddum áhorfendum og fólk getur nálgast miða á skrifstofu Umhverfisvina að Síðumúla 34. í takmörkuðu upp- lagi. Tónleikamir em tileinkaðir hinu mikla hitamáli um Eyja- bakka og þama verða kynnt bæði sjónarmið umhverfissinna og virkjunarsinna. Það hefur verið boðiö bæði ráðherrum, talsmönn- um Austfirðinga og talsmönnum umhverfisvemdarsinna.“ -hdm Kannski fæ ég líka kjötlæri og þá er ég góð,“ segir Sigga sem er að vestan og á tvö böm heima. Stefán er í leð- urjakka, tekinn til augnanna og sítt hárið er farið að þynnast í hvirflin- um: „Eitthvað verður maður aö éta á jólunum,“ hreytir hann út út sér og Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um mannfjölda á landinu 1. desember síðastliðinn hefur landsmönnum fjölgað um 3438 á árinu. Fjölgun landsmanna er misskipt eftir landshlutum þetta árið eins og mörg undanfar- in ár. Þannig fjölgar íbúum höfuðborg- arsvæðisins um 3555 eða 117 íbú- um meira en heildarfjölgun lands- manna er. Fjölgunin á Reykjavík- ursvæðinu er samsvarandi því aö allir íbúar Sandgerðis, Bolungar- heldur svo áfram að þegja. Bryndís úr Breiðholtinu segist vera þakklát Mæðrastyrksnefnd fyrir allt: „Án kvennanna hér hefði verið heldur dapurlegt hjá okkur mömmu. Við búum saman tvær og höfum ekkert nema tryggingamar." víkur, Seyðisfjarðar og flestallir íbúar Biskupstungna hefðu tekið sig upp og flutt þangað. Á höfuð- borgarsvæöinu fjölgar hlutfalls- lega mest í Mosfellsbæ eða 6,42%. Ibúafjölgunin er mest í Reykja- vík, 1444, og Kópavogi, 1198. I þrem kjördæmum utan Reykjavík- ur fjölgar fólki. Á Suðumesjum um 1,43%, Suðurlandi um 1,36% og Vesturlandi 0,76%. íbúar höfuð- borgarsvæðisins eru nú orðnir 61,5% af heildarfjölda á landinu öllu en voru 1989 56,8%. Fyrir síöustu jól deildi Mæðra- styrksnefnd út 1100 matarmiöum að verðmæti 5000 krónur hver. Úthlut- unin í ár fer fram klukkan 14-17 að Sólvallagötu 48 dag hvern fram aö jólum. Af landsbyggðarkjördæmum er fækkunin mest á Vestfjörðum eða 3,41%. Á Vestfjörðum búa nú sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstof- unnar 8308 manns, þar hefur fækk- að um 1532 íbúa frá árinu 1989 eða 15,6%. Það samsvarar því aö allir Bolvíkingar hafl flutt suður en fjölgað hefur um 27.650 íbúa á höf- uðborgarsvæðinu eða 19,2%. í öör- um kjördæmum hefur fækkaö á Austurlandi um 1,29%, Norður- landi vestra um 1,38% og Norður- landi eystra um 0,55%. -NH -EIR íbúum á höfuðborgarsvæðinu Qölgar mest: Vestfirðingar með met í fólksflótta - fækkun á áratug samsvarar öllum íbúum í Bolungarvík Stuttar fréttir dv Guðni frestar Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur ákveðið að fresta því að taka ákvörðun um hvort leyft verð- ur að flytja inn kýrfósturvísa frá Noregi. Þriggja manna starfshópur á að meta hvort gæði mjólkurinnar breytist verði innflutningurinn leyfður. Höfnuðu kröfu Upp úr slitnaði í samningavið- ræðum aðildarfélaga Verka- mannasambands íslands og Sam- taka atvinnulífsins en þær sner- ust um frestun viðræðuáætlunar í allt að ár en á móti kæmu kjara- bætiu- til þeirra lægst launuðu. Var krafan 11.000 krónur ofan á lægstu taxta. Þessu höfnuðu at- vinnurekendur. RÚV greindi frá. Óttast ofhitnun Bandarísku matsfyrirtækin Moody’s Investors Service og Standard & Poor’s hafa staðfest mat á lánshæfl íslenska ríkisins. Fyrirtækin segja mikinn hagvöxt á Islandi vekja áhyggjur um ofhit- un í hagkerfinu. Nýr rektor Menntamálaráðherra hefur skipað doktor Ólaf Proppé rektor Kennaraháskóla íslands til næstu fimm ára. Ódýrari í Reykjavík Jólatrén eru ódýrari i Reykjavík en á landsbyggðinni og gildir einu hvort um innflutt eða íslensk tré er að ræða. RÚV sagði frá. Ármann látinn Ármann Kr. Einarsson, rithöf- undur og kennari, er látinn, 84 ára að aldri. Mannekla Fækkun lögreglumanna i Graf- arvogi og styttri opnunartíma lög- reglustöðvar má meðal ann- ars rekja til þess að erfitt er að fá menntaða lögreglumenn til starfa. Þetta kom fram hjá Geir Jóni Þóris- syni aðstoðaryfirlögregluþjóni á fundi hverfisnefndar Grafarvogs. Ríkið greiði Hæstiréttur staðfesti dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur um að ríkið hefði brugðist þeirri skyldu að tryggja konu laun úr ábyrgðar- sjóði launa við gjaldþrot að ís- lenskum rétti og væri því skaöa- bótaskylt. Bylgjan greindi frá. Ekki hert eftirlit Stjómarflokkamir höfnuðu hertu skattaeftirliti til tekjuöflun- ar þegar fjárlög ársins 2000 voru afgreidd sem lög frá Alþingi í gær. Höfnuðu þeir líka að taka upp 2700 kr. gjald á hvert tonn af kvótaúthlutun. Allar tillögur VG til eflingar velferðarkerfmu vom felldar. Dagur greindi frá. Tap af virkjun Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði við HÍ, segir 12-13 millj- arða tap blasa við af Fljótsdals- virkjun. Hjálmar Ámason, for- maður iðnaðarnefndar, segir hann gefa sér rangar forsendur. Ekki fengið svar Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra hefur í greinum á vef- síðu sinni gagn- rýnt Lyfjaeftir- lit ríkisins fyrir viðskiptahindr- anir á tiltekn- um fæöubótar- efnum. Hann segist ekki enn hafa fengiö lokasvör frá eftirlitinu vegna fyr- irspurnar sinnar um fæðubótar- efnið VM-75 sem ekki má flytja til landsins. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.