Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 I I 27 Fréttír Brennsluofninn á Keldum ekki starfræktur: Gæludýr geymd í frosti - sýkt dýrasýni uröuö í tunnum í Sorpu „Ég veit dæmi þess að fólk hefur geymt gæludýr, sem það hefur orðið að láta aflífa, í frosti. Ég hef sjálfur geymt slíkt fyrir menn í einhvem tíma. Þetta er oft tilfinningamál og vel skiljanlegt." Þetta sagði Sigurður Sigurðarson, yfirdýralæknir á Keldum, en brennsluofn þar, sem ætlaður er til að brenna dýraleifum, hefur ekki verið starfræktur um alllangt skeið. Þeir, sem láta aflífa gæludýr sin, eiga þrjá kosti í stöðunni, að láta þau fara með öðrum úrgangi í brennsluofn sem er í notkun á Suð- umesjum, láta urða þau í Sorpu eða geyma hræin í frosti þar til þiðnar, þannig að hægt sé að grafa þau. E3 Verð á jólatrjám _ ____________— miðað við 150-175 era norðmannsþin 4.700 9 oqn 3.190 2.|4° 2'990---4 97! 1 T 7 1 i 11 ! \ 1 V ! wmmm Alaska Garöhcimar Blómaval Garöshom Grótta Böistorgl Bcrgiöjan Rugbjörgunar- sveltln Landgœslu- sjóður Jólatrésverðkönnun: Auk gæludýranna berast ýmis sýkt dýrasýni að Keldum. Ef sýkin reynist bráösmitandi er sýnunum brennt í ofninum á Suðumesjum. Ella eru þau sett í lagarheldar málmtunnur, sem grafnar eru í Sorpu. Sigurður sagði að mikill kostnað- ur hefði fylgt því að halda ofninum á Keldum gangandi. Þá hefðu nábú- ar verið famir að kvarta undan reyk frá honum. Sigurður kvaðst hafa óskað eftir því að hafa ofninn áfram, en það hefði ekki reynst ger- legt. Öðru hvom hefði komið upp umræða um að koma upp slíkri að- stöðu. Mikil þörf sé á henni. „Við höfum ekki tekið gæludýrin í frost nema í undantekningartilvik- um. Ef það er eitthvað mjög við- kvæmt, þá reynum við að leysa úr þvi,“ sagði Sigurður. „Það á einkum við ef börn eða gamalt fólk er að koma með dýrin sín. Sumir era í sálarkreppu út af þessu. Það hefur verið rætt oftar en einu sinni að koma upp stað þar sem dýraspítalar, hestamannafélög, jafn- vel hunda- og kattaeigendur gætu sameinast um að láta brenna hræj- um. Oft hafa komið fram óskir um að eigendumir geti fengið öskuna. Við reyndum að sinna því lengi vel, en núna er það ógerlegt." -JSS Leiörétting: Sambandshangikjöt ekki birkireykt Leiðrétting í grein DV í gærdag um verðkörmun á jólatrjám var ranglega farið með verð í grafi. Þar kom fram að jólatrén frá Garðheimum væra ódýrust og kostuðu 2.550 krónur. Rétt verð á þeim er 2.990 krónur en sama stærð af tijám hjá Alaska kosta 2.940 og era því 50 krónum ódýrari. Misritað var í grein DV í fyrra- dag um bragðprófun á hangikjöti þar sem talað var annars vegar um SS hangikjöt og hins vegar um birkireykt Sambandshangikjöt eins og um sama kjöt væri að ræða. Hið rétta er að hangikjötið frá SS var ekki með í bragðprófuninni. Sam- bandshangikjötið er ekki birkireykt og beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Vegna þess hve mörg fyrirtæki framleiða hangikjöt verður gerð önnur bragðkönnun á hangikjöti sem mun birtast í DV næstkomandi mánudag. XJrval — gott í hægindastólinn AAAAAA Fallegar jólagjafir: UFO-skrautlampi, kr. 3.990. Töfralampl, andlitið hreyfist, kr. 2.990. Rocket, Lava-lampi, kr. 5.990, 3 litir, rautt vax-hvítt, grœnt. VÍSA-EURO. Sími póstverslunar 892 9804. Samtök atvinnulífsins: Nei, ráðherra Á stjómarfundi í Samtökum at- vinnulífsins í fyrradag kom fram óá- nægja með yfirlýsingar fjármálaráð- herra um að ekki væri hægt að gera betur í ríkisfjármálum en þegar væri gert. „Stjómin er ekki sammála því mati fjármálaráðherra að ekki sé hægt að gera betur í ríkisfjármálum og reynd- ar held ég að þeir séu fáir stjómend- umir sem geta leyft sér að halda því fram að ekki sé hægt að gera betur í rekstri,“ sagði Ari Edvald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt heimildum DV hleyptu ummæli fjármálaráðherra illu blóði í stjómarmenn Samtaka atvinnulífsins sem töldu að ef stjómandi einkafyrir- tækis hefði lýst viölíka skoðun og fjár- málaráðherra hefði hann verið rek- inn. „Um þetta vil ég ekki tjá mig,“ sagði Finnur Geirsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í morgun. -EIR ! PFh 20 Lofthttggsborvél 560 W stlglaus rofi — f tösku /1 Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Umboðsmenn um allt land ÆlasCbpco % t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.