Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 24
‘32 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 Sviðsljós_____________________________________________________________________________ Sjaldan er góð vísa of oft kveðin: Naomi fækkar fötunum enn Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var ekki fyrr búin að koma sér aft- ur í spjarimar eftir að hafa setið fyrir á nektarmyndum í karlaritið Playboy en hún fækkaði fótum enn á ný. Já, Naomi kallar ekki allt ömmu sína þegar djarfar myndir eru ann- ars vegar. í næsta hefti karlaritsins GQ, sem kemur út fyrir þúsalda- mótin, verða myndir af fyrirsæt- unni fáklæddri. Það var ítalski ljós- myndarinn Fabrizio Enzo sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka þær. Bandaríska æsiblaðið New York Post hafði eftir nákunnugum að Na- omi hefði ekki átt í neinum vand- ræðum með að afklæðast fyrir Play- boy. „Henni fannst gaman að þvi og ljósmyndaranum lika. Naomi er ekki hrædd við nokkurn hlut,“ sagði einn þeirra sem tóku þátt í myndatökunum. Nei, fyrirsætan er ekki hrædd. Enn eitt dæmi um hugrekki hennar er opinber andstaða hennar við samtök dýravina, PETA, sem berj- ast fyrir mannúðlegri meðferð á dýrum. PETA-menn eru andvígir loðfeld- um en Naomi er aftur á móti ákaf- lega hrifin af þeim og það kunna siðapostular ekki að meta. Naomi Campbell er ekki feimin víö aö sýna fagurskapaðan líkama sinn á almannafæri. Á næstunni birtast nektarmyndir af henni í karlabiaöinu GQ. Klámblað birtir myndir af fræg- um í leyfisleysi Bandarískt klámblað hefur bakað sér reiði margra frægra stjarna með því að birta nektar- myndir af þeim á Internetinu. í leyfisleysi, að sjálfsögðu. Stjöm- umar sem hér um ræðir eru Madonna, Lena Olin hin sænska, Jennifer Lopez latínubomba og Drew Barrymore. Klámblaðið, Celebrity Skins, sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynna, í birtingu nektar- mynda af frægum kvikmynda- stjömum og öðru frægu fólki. Myndirnar eru oft sóttar í gaml- ar og óþekktar myndir með þessu ágæta fólki. Hin sænska Lena Olin er eitt nýjasta fórnarlamb klámhund- anna óprúttnu. Ljósmyndirnar af henni eru úr úrvalskvikmynd- inni Óbærilegum léttleika tilver- unnar frá árinu 1988. Þar fækkar Lena fötum en ekkert meira. I>V Natalie með fölsuð skilríki Leikkonan Natalie Portman er ekkert frábrugöin öðrum átján ára gömlum nýnemum við Harvard-háskóla. Hún er búin að útvega sér falsað nafnskírteini til að komast inn á klúbbana í Boston. Falsaði pappírinn kom henni þó næstum í klandur um daginn þegar lögga sem hafði af- skipti af henni við næturklúbb í Boston hafði orð á þvi að per- sónuskilríki stúlkunnar væri að öllum líkindum falsað. Natalie slapp með skrekkinn i þetta sinn eftir að plötusnúðurinn skarst í leikinn. Polanski fær sverð fagurlista Kvikmyndaleikstjórinn Rom- an Polanski var gerður að ævi- löngum félaga í fagurlistaaka- demiunni frönsku í vikunni. Því til staðfestingar fékk hann af- hent forláta sverð sem er tákn aðildar aö akademíunni. Mikil Qöldi stjama var viðstaddur at- höfnina, þeirra á meðal leikkon- urnar Catherine Deneuve og Kristin Scott Thomas, og að sjálf- sögðu fengu gestir sér kampavín á eftir. Hvemig má annað vera í sjálfu Frans? Ung eiginkona hins 66 ára gamla leikstjóra og dóttir þeirra voru líka í móttökunni. Kryddpían Victoria Adams sem þessa dagana kennir sig við eiginmanninn Beckham (hvar er stelpnavaldið? myndi einhver spyrja) setti upp hárkollu á tón- leikum kvennasveitarinnar vin- sælu í Bretlandi um daginn. Ekkert að því í sjálfu sér, nema hvað mörgum flnnst undarlegt að kollan er nákvæm eftirliking af eigin kolli Victoriu. Skýringin kann að vera sú aö henni finnist alvömhárið þunnildislegt, renn- sveitt í tónleikahasamum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.