Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER Sport Stuóningsmenn ítalska knattspymu- liösins AC Milan hafa valið Franco Baresi leikmann aldarinnar hjá fé- laginu. Baresi hafði betur í kjörinu gegn Gianni Rivera, Marœ van Basten, Gunnari Nordahl og Paolo Maldini. Van Basten var um leið kjörinn besti framherji aldarinnar hjá félaginu og Fabio Cudicini besti markvörðurinn. Baresi lék 716 leiki fyrir AC Milan á þeim 20 árum sem hann lék með lið- inu en hann lagði skóna á hilluna fyr- ir tveimur árum. Á sínum ferli varð Baresi sex sinnum ítalskur meistari og vann þrjá Evróputitla. Janica Kostelic, hin 17 ára gamla skíöakona sem hefur komið svo skemmtilega á óvart í heimsbikar- keppninni í vetur og er í forystu í stigakeppninni, slasaðist á æflngu í gær og var flutt með þyrlu úr brekkunni í St. Moritz þar sem hún var að æfa fyrir brunkeppnina sem fram fer þar í dag. Kostelic meiddist illa á hné í fallinu og er talið að hún verði frá í allt að sex mánuði sem þýðir að hún keppir ekki meira á þessu tímabili. Derby hefur samþykkt aö greiða belglska liðinu Genk 330 milljónir króna fyrir belgíska landsliðsmann- inn Branko Strupar. Hann er 29 ára gamall framherji, fæddur í Króatíu, og hefur skorað 120 mörk fyrir Genk á 5 árum. Manchester United ætlar að bjóða Teddy Sheringham nýjan samning við félagið en samningur rennur út í sumar. Sir Alex Ferguson viil ekki missa þennan 33 ára framheija úr fé- laginu en nokkur félög, þar á meðal Fulham, hafa sýnt áhuga á aö fá Sher- ingham til liðs við sig. Franski landsliðsmaöurinn Christi- an Karembau er líklega á leið til þýska knattspymuliðsins Kaisers- lautem en hann hefur verið mjög ósáttur við veruna hjá spænska stór- liðinu Real Madrid. Kristinn Björnsson varð í 3.-4. sæti i svigi á móti í Evrópubikarkeppn- inni sem fram fór í Obereggen á ítal- íu í fyrradag. Kristinn og ítalinn Angelo Weiss uröu jafnir i 3.-4.sæt- inu. Bandaríkjamaðurinn Sacha Gros kom fyrstur í marki, 44 hundraðs- hlutum á undan Kristni, en Austur- ríkismaðurinn Mario Reiter varð í öðm sæti aðeins 2 hundraðshlutum á undan Kristni. Ncesta heimsbikarmótið sem Krist- inn keppir á fer fram í Kranjska Gora í Slóveníu á mánudaginn. Kristni hlekktist sem kunnugt er á á heims- bikarmóti i Madonna á mánudaginn og þar varð hann fyrir því óláni að brjóta skíði sín. Jólasýning Fimleikasambands ís- lands verður haldin í Laugardalshöll á morgun, laugardag, og hefst hún klukkan 16.30. Það verður fimleika- fólk frá félögunum á Reykjavíkur- svæðinu sem tekur þátt í sýningunni. Vikingur og KA spila tvo leiki í 1. deild kvenna í blaki um helgina. 1 kvöld eigast liðin við klukkan 19.30 og á morgun klukkan 14. Báðir leik- imir fram fram í Víkinni. Besim Haxhijadini, knattspymu- maöur frá Júgóslavíu, hefur skrifað undir samning við 1. deildar lið Vals og leikur með því næsta sumar. Besim, sem er 27 ára sóknar- eða miðjumaður, lék með KR-ingum í úr- valsdeildmni 1998 og skoraöi þá 2 mörk í 11 leikjum. KR endumýjaði ekki samninginn viö hann fyrir síð- asta tímabil. Kiel sigraði Guómund Hrafnkelsson og félaga í Nordhom í þýsku bikar- keppninni í handknattleik í gær- kvöld. Lokatölur urðu 27-24 en stað- an í leikhléi var 13-15, Nordhom í vil. Njaróvik vann þriðja leikinn í röð gegn Keflavík í gær en þetta var 29. leikur liðanna í deild, bik- ar og úr- slita- keppni á síðustu fjórum og hálfú ári. Njarðvík hefur unnið 16 af leikj- unum. Svindl í keilunni? Aganefnd Keilusambands íslands hefur fengið til sín sérstakt mál en þar eru liðsmenn A-liðs KR, sem leikur í 1. deild karla, sakaðir um að hafa vísvitandi fyllt leikskýrslur rangt út. Eftir leik KR-A og Úlfanna í 1. deildinni á mánudagskvöldið kom í ljós við samanburð á útprentun úr tölvukerfinu í Keilu í Mjódd og leikskýrslu KR-A að nokkrum fellum hafði verið bætt við á nokkra leikmenn liðsins. Aganefndin mun rannsaka hvort þetta hafl veriö gert með því markmiði að leikmenn KR ættu meiri möguleika á að vinna til einstaklingsverðlauna sem veitt eru í lok hvers tímabils. Að sögn heimildarmanns DV hefur einn leikmanna KR viðurkennt íýrir starfsmönnum Keilu í Mjódd að hann hafl heyrt tvo liðsmanna ræða um að fylla skýrsluna ranglega út en hann hafi talið þá vera aö grínast. Mál þetta er einstakt í sögu keiluíþróttarinnar hér á landi og niðurstöðu aganefndar er beðið með eftirvæntingu. -VS Sigurganga Stóla heldur enn áfram - og Njarðvíkingar sigruðu Keflvíkinga Tindastólsmenn unnu sinn 13. sigur í röð í vetur í mótum vetrarins er þeir sigruðu Grindvíkinga í úrvalsdeildinni í gærkvöld með tuttugu stiga mun. Segja má að Stólamir hafi gjörsam- lega keyrt yfir Suðumesjamennina. Framan af Ieit út fyrir jafnan og spenn- andi leik en þegar Uða tók að leikhléi fóm heimamenn í gang svo um munaði, þeir vom á öðrum hraða en gestimir og breiddin í Uðinu greinilega mun meiri. Þetta kom enn betur í ljós í seinni hálf- leiknum og Grindvíkingar áttu sér þá aldrei viðreisnar von. Það var mikil stemning í Síkinu í gærkvöld og heimamenn ánægðir með framgöngu sinna manna. HeimaUðið lék lika sérlega vel, boltinn gekk hratt og hittnin í góðu lagi, þannig skomðu td. Tindastólsmennimir ungu, Friðrik og Helgi, fjórar þriggja stiga körfur í röð undir lok fyrri hálfleiks, skömmu eftir að Grindvíkingar höfðu tekið leik- hlé og skipt yfir í svæðisvöm, en það kostaði mikla orku að elta hina fljótu leikmenn Tindastóls. Það var Shawn Meyers sem var yfir- burðamaður á veUinum í gær. Þá léku þeir Sune Hendriksen, Kristinn Frið- riksson, Friðrik Hreinsson og Svavar Birgisson mjög vel hjá Tindastóli. Hjá Grindvíkingum vom það Brend- an Birmingham og Pétur Guðmundsson sem stóðu upp úr og Guðlaugur Eyjólfs- son lék einnig vel. Góður sigur Njarðvíkur „Máhð er bara einfalt, við erum ekki betri en þetta eins og er,“ sagði Sigurður Valgeirsson, liðsstjóri Keflavíkur, eftir að Njarðvík hafði lagt granna sína úr Keflavík, 77-74, í spennandi leik sem var mjög mikUvægur fyrir bæði lið. „Við verðum bara að rifa okkur upp og taka okkur saman í andlitinu því við emm miklu betri en við höfum verið að sýna upp á síðkastið. Það er ljóst að leiðin getur einungis verið upp á við eftir áramót," sagði Sigurður enn fremur. „Við erum mjög þreyttir og tókum þennan leik á viljanum einum sér. Margir leikmenn em mjög þungir eftir mikið álag og þá sérstaklega þeir leikmenn sem em í landsliðinu. Við eigum hörkuleik eftir, á móti Tindastóli á sunnudag, en svo kemur langþráð frí,“ sagði Friðrik Ragnarsson, fyrirliði Njarðvikur, eftir leikinn. -ÞÁ/-BG Oruggir Skailar Skallagrímur vann öruggan útisigur gegn Hamri í Hvera- gerði í gærkvöld. Fyrir leikinn hafði Skalla- grímur tapað átta útileikjum í röð í úrvalsdeildinni. Hamarsmenn töpuðu aftur á móti sjötta leik sínum í síðustu sjö leikjum en þeir réöu ekkert við Torrey John. -KB Þór styrkti sig Þór frá Akureyri styrkti stöðu sína í deildinni í gærkvöld er liðið sigraði Skagamenn á Akranesi, 101-84, eftir að heimamenn höfðu haft forystu í leikhléi með fjögurra stiga mun. Þetta var annar útisigur Þórsara í röð, eftir 11 töp þar á und- an og em þeir nú komnir í áttunda sætið með 8 stig. Skagamenn eru neðstir. -DVÓ Lægri laun Frakkinn David Colbac hefur verið lækkaöur í launum hjá úrvalsdeildarliði Snæfells. Hólmarar hafa ekki verið mjög ánægðir meö frammistöðu hans undanfariö. KR-ingar unnu nokkuð öraggan sigur í Stykkis- hólmi og eru enn einir og efstir í úrvalsdeildinni. Colbac skoraði 10 stig í leiknum. -KS/-SK Góður kveðjuleikur Þær Signý Hermannsdóttir og María B. Leifsdóttir kvöddu stöllur sínar í ÍS með góðum leik í gær þegar ÍS vann Grindavík, 82-28, sem gerði aðeins 10 stig í seinni háifleik. Signý skor- aði 22 stig, tók 19 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og varði 3 skot en hún er á leið út í nám í Bandaríkjunum eftir áramót. María skoraði 13 stig en hún er komin 5 mánuði á leiö og mun ekki leika með liðinu eftir áramót. Stig ÍS: Signý 22, Þómnn Bjamadóttir 15 (5 stoös., 9 fráköst), María 13, Hafdis Helgadóttir 11 ( 8 frá- köst, 6 stolnir), Stella Rún Kristjánsdóttir 8, Krist- jana B. Magnúsdóttir 6, Júlía Jörgensen 5, Jófríður Halldórsdóttir 2. Stig Grindavíkur: Sigriður Anna Ólafsdóttir 9, Sólveig Gunnlaugsdóttir 6, Sandra Guðlaugsdóttir 6, Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 2. -ÓÓJ IA (51) 84 - Þór A. (47) 101 13-14, 19-20, 32-33, (51-17), 60-67, 68-69, 68-75, 70-77, 72-38, 79-83, 84-101. FrákösL-íA 16, Þór 29. 3ja stiga: ÍA 7/17, Þór 7/12. Reid Beckett 26 Brypjar K Sigurðsson 24 Chris Horrocks 13 Hjörtur Hjartarson 9 Brynjar Sigurðsson 8 Ægir H Jónsson 4 Dómarar (1-10): Kristján Möller og Rögnvaldur Hreiðarsson (8.). Goeói leiks (1-10): 7. Víti: ÍA 9/11, Þór 23/35. Áhorfendur: 75. m Maurice Spillers 34 Óðinn Ásgeirsson 20 Sigurður Sigurðsson 14 Magnús Helgason 12 Hermann Hermansson 9 Einar Ö. Aðalsteinsson 6 Einar H Davíðsson 4 Hafsteinn Lúöviksson 2 Snæfell (37) 69 - KR (39) 77 11-10, 18-18, 25-26, 32-31, 48-52, 56-63, 61-69, 69-77. Kim Lewis 29 Bárður Eyþórsson 13 Jón Þór Eyþórsson 12 David Colbac 10 Baldur Þorleifsson 3 Pálmi Sigurgeirsson 2 Fráköst: Snæfell 34, KR 31. 3ja stiga: Snæfell 17/5, KR 21/8. URVALSDEILDIN KR 11 9 2 873-769 18 Grindavík 11 8 3 985-863 16 Njarðvík 10 8 2 916-763 16 Tindastóll 10 8 2 863-741 16 Haukar 10 7 3 826-771 14 Keflavik 10 5 5 973-787 10 Hamar 11 5 6 842-924 10 Þór A. 11 4 7 856-1007 8 Skallagr. 11 3 8 902-1002 6 Snæfell 11 3 8 761-881 6 KFÍ 9 2 7 721-768 4 ÍA 11 1 10 703-945 2 Teitur Örlygsson skoraði 17 stig fyrir NJarðvík sem vann Keflavík í þriðja sinn í vetui Dómarar (1-10): Erlingur S. Erlingsson og Einar Þór Skarphéðinsson, 6. Gceði leiks (1-10): 7. Víti: Snæfell 18/15, KR 23/15. Áhorfendur: 150. Ólafur Jón Ormsson Keith Vassell 16 Jónatan Bow 11 Jakob Sigurðarson 11 Hjalti Kristinsson 11 Steinar Kaldal 7 Jesper Sörensen 6 Ólafur Egilsson 5 16 Maður leiksins: Kim Lewis, Snæfelli Hamar (44) 85 - Skallagrímur (51) 98 0-2, 7-4, 12-7, 17-14, 22-16, 30-22, 34-39, 37-39, 42-47, (44-51), 44-55, 50-60, 60-65, 62-75, 73-82, 77-89, 79-95, 85-98. Titus Brandon 28 Skarphéðinn Ingason 22 Pétur Ingvarsson 11 Ómar Sigmarsson 11 Hjalti Jón Pálsson 9 Óli S. R. Barödal 4 Fráköst: Hamar 26, Skallagrimur 28. 3ja stlga: Hamar 9/18, .Skallagrímur 9/12. Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson (7). Gceði leiks (1-10): 6. Torrey John 26 Sigmar Egilsson 18 Tómas Holton 15 Hlynur Bæringsson 14 Birgir Mikaelsson 9 Ari Gunnarsson 8 Yngvi Gunnlaugsson 3 Víti: Hamar Skallagrímur 16/18. Áhorfendur: 180. Maður leiksins: Torrey John, Skallagrími Njarðvík (46) 77 - Keflavík (41) 74 2-7,12-11, 17-21, 23-30, 31-32, 38-38, (4041), 46-51, 57-52, 63-57, 67-60, 70-66, 74-69, 72-71, 73-74, 77-74. INf Fráköst: Njarðvik 35, Keflavik 33. 3ja stiga: Njarðvik 26/8, Keflavík 29/10. Örlygur Sturluson 21 Friörik Ragnarsson 20 Teitur Örlygsson 17 Friðrik Stefánsson 11 Páll Kristinsson 4 Gunnar Örlygsson 3 Ragnar Ragnarsson 2 Hermann Hauksson 2 Dómarar (1-10): Jón Bender og Einar Einarsson, 5. Gœói leiks (1-10): 7. Guðjón Skúlason 19 Chianti Roberts 16 Hjörtur Haröarson 11 Fannar Ólafsson 9 Gunnar Einarsson 8 Magnús Gunnarsson 7 Kristján Guölaugsson 4 Viti: Njarðvík Keflavík 18/10. Áhorfendur: 250. 25/9, Maður leiksins: Maurice Spillers, Þór, A. ■ I Maður leiksins: Örlygur Sturluson, Njarðvík ■ S ■ Maður leiksins: Shawn Mayers, Tindastóli. Tindastóll (53) 97 - Grindavík (39) 77 4-5, 10-9, 22-22, 34-25, 41-27, 47-32, (53-39) 59-46, 68-53, 75-55, 81-58, 89-71 97-77. Shawn Mayers 31 Friörik Hreinsson 16 Kristinn Friðrikss. 15 Svavar Birgisson 10 ísak Einarsson 7 Sune Hendriksson 7 Helgi Margeirsson 6 Flemming Stie 4 Láms Dagur Pálsson 1 Fráköst: Tindastóll 45, Grindavik 27. 3ja stiga: Tindastóll 18/13, Grindavík 18/10. Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Jón Halldór Eðvaldsson, 9. Gceói teiks (1-10): 9. Víti: Tindastóll Grindavík 12/9. Áhorfendur: 400. Br. Birmingham 26 Pétur Guðmundsson 22 Guðlaugur Eyjólfsson 12 A. Ermolinski 5 Dagur Þórisson 3 Bjami Magnússon 3 Bergur Hinriksson 2 Sævar Garðarsson 2 16/12, Guðmundur Ásgeirss. 2 25 „Frábær vörn í fyrri hálfleik" - lykillinn að sigri á Rúmeníu á Hollandsmótinu, 23-22 Island sigraði Rúmeníu með eins marks mun, 23-22, á Hollandsmót- inu í handknattleik í gærkvöld. „Þetta var góður sigur. Við viss- um að Rúmenar voru sterkir í sókn og þvi lagði ég mikla áherslu á að taka hraustlega á þeim í vöminni. Það gekk eftir og vamarleikur strákanna í fyrri hálfleik var frá- bær,“ sagði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari í samtali við DV eftir leikinn. Staðan í leikhléi var 12-8, íslandi í vil. „Snarpur vamarleikur okkar í fyrri hálfleiknum kostaði margar brottvísanir og því urðum aö fara varlegar í sakimar í síðari hálfleik. ítalir gengu á lagið og náðu að jafna, 20-20. Við voram alltaf fyrri til að skora og höfðum alltaf yfir- höndina," sagði Þorbjöm enn frem- ur. Ragnar Óskarsson var besti leik- maður islenska liðsins og skoraði 11 mörk. Rúmenamir gengu mjög hart fram gegn skyttunum Daníel Ragn- arssyni og Hilmari Þórlindssyni og því losnaði verulega um Ragnar sem nýtti sín færi vel. Hilmar Þór- lindsson skoraði 4 mörk, Daníel Ragnarsson 3, Njörður Ámason 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2 og Magnús Þórðarson 1 mark. „Rúmenarnir eru á uppbygging- artímabili. Sóknarleikur þeirra er mjög sterkur en í vöm eru Rúmen- ar afar slakir. Það er ljóst að liðin sem leika á þessu móti eru mjög jöfn að getu og í raun allir að vinna alla. Við stefnum áfram að þremur sigrum á mótinu og sjáum hvað set- ur þegar upp verður staöið,“ sagði Þorbjöm Jensson. í dag leikur íslenska liðið gegn liði Póllands. Á laugardag mætir is- lenska liðið því hollenska og loka- leikur íslenska liðsins er á sunnu- dag en þá verða andstæðingamir frá Egyptalandi. -SK Sport NBA-DEIIDIN Úrslitin í nótt: Washington-New Jersey .108-104 Howard 28, Richmond 22 - Van Horn 23, Marbury 20. Miami-Milwaukee............95-96 Lenard 29, Mourning 21 - Allen 28, Cassel 20. Dallas-New York...........93-100 Nowitzki 24, Finley 20 - Houston 31, Camby 17. Denver-Sacramento........116-106 Van Exel 38, Mercer 25 - Webber, Stojakovic 19. Seattle-Portland .........81-107 Payton 22, Barry 13 - Stoudamire 20, Antony 17. Golden State-Detroit . . . .116-108 Starks 22, Caffey 21 - Hill 25, Stackhouse 23. Tak á Rúmenum íslenska handboltalandsliðið vann í gær sinn sjöunda sigur í síðustu tíu landsleikjum gegn Rúmenum eða frá því að sigur- inn eftirminnilegi vannst á HM í Sviss 1986. Fyrir þann tíma hafði aðeins einn af 12 leikjum unnist og tíu af þeim tapast. -ÓÓJ ** Þriðja bókin í þessum vinsæla bókaflokki fyrir krakka eftir Helga Jónsson. ' SPBNNUSAGA FYRIfí UNGUNGA Helqi Jonsson bokin fyrir þig i er Spennandi hrollvekja fyrir unglinga eftir Helga Jónsson rithöfund og Hörð Helgason, námsmann sem er 15 ára. Höróur Helqason @r mdur Heimasioa: www. sed. is/tin dur K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.