Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 13 Fréttir Björgunarsveitin Víkverji i Vík 60 ára: Alltaf í viðbragðs- stöðu vegna Kötlu DV.Vík: Björgunarsveitin Víkverji í Vík i Mýrdal hélt veglega afmælishátíð í tilefni af 60 ára afmæli svéitarinn- ar nú nýlega. Björgunarsveitin var stofnuð árið 1939 en hét þá reynd- ar Slysavarnadeildin Vonin. Sama ár voru stofnaðar sveitimar Happasæll í Meðallandi, Stjarnan í Skaftártungu, Lífgjöf í Álftaveri og Slysavamadeildin Pétursey í Mýr- dal sem seinna sameinaðist Vík- verja. Nafni Vonar var breytt í Víkverja eftir að upp komu vand- ræði í samskiptum við leit þar sem tvær sveitir báru sama nafn. Björg- unarsveitin i Vík var upphaflega stofnuð til að vera til taks éf skip strönduðu og mörg útköll hefur sveitin farið i vegna þeirra. Eftir aö sveitin lenti í leit að banda- rískri herflugvél árið 1953 urðu þáttaskil í starfl sveitarinnar og eftir það fór hún að afla sér búnað- ar til landbjörgunar. Því verki lýk- ur þó seint því alltaf eru að koma ný tæki og þau verkefni sem sveit- in lendir í að verða margbrotnari og stærri um sig. I dag er sveitin vel tækjum búin og tilbúin til flestra verkefna sem geta komið upp við leit og björgunarstörf. For- Frá björgunaræfingunni miklu á síðasta hausti en þar lék Víkverji stórt hlut- verk. DV-mynd Njöröur maður Björgunarsveitarinnar Vík- verja er Kristján Þórðarson. Á síð- asta hausti tók sveitin þátt í mik- illi almannavarnaæfingu vegna hugsanlegs Kötlugoss og segja má að sveitin sé stöðugt í viðbragðs- stöðu vegna óróa á svæðinu. -NH Frá undirritun samstarfssamnings milli Kaupþings hf. og Sparisjóðs Siglu- fjarðar um fjarvinnsluverkefni við rekstur lífeyrissjóða í vörslu Kaupþings. Kaupþing sér kosti í landsbyggðinni: Færir Sigl- firðingum nokkur störf DV, Siglufirði: Fyrir skömmu var undirritaður við hátíðlega athöfn samstarfs- samningur milli Kaupþings hf. og Sparisjóðs Sigluflarðar um flar- vinnsluverkefni við rekstur líf- eyrissjóða í vörslu Kaupþings. Sparisjóðurinn tekur að sér í upp- hafi að skrá öll iðgjöld fyrir Líf- eyrissjóðinn Einingu og Séreigna- sjóð Kaupþings og gert er ráð fyr- ir að skráning fyrir aðra lífeyris- sjóði í vörslu Kaupþings muni fylgja í kjölfarið. Fjórir nýir starfsmenn verða ráðnir til að gegna þessum nýju störfum hjá sparisjóðnum en þar eru fyrir níu starfsmenn. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, lét þess getið við und- irskrift samninganna að upplýs- ingatæknin gerði Sparisjóði Sigluflarðar kleift að vera í bein- línusambandi við Kaupþing og hefði sérstakur vélbúnaður og nýtt lífeyrissjóðakerfl verið þróað í samvinnu við Tölvumyndir hf. til að koma þessu á. Viðskiptavin- ir munu í engu verða varir við breytingar, nema hvað í framtíð- inni er gert ráð fyrir að upplýs- ingar muni berast hraðar til þeirra en áður, meðal annars í gegnum viðskiptavef Kaupþings. Talsverð hagkvæmni næst með því að flytja þessa starfsemi til Sigluflarðar. Þar er fyrir hendi gott húsnæði sem er til muna ódýrara heldur en í Reykjavík. Einnig mun nást betri nýting á fastakostnaði. Hægt er að ná fram enn meiri hagkvæmni ef fleiri að- ilar semja um að ganga inn í þessa þjónustu og er ekkert því til fyrirstöðu að fleiri lífeyrissjóðir t landinu nýti sér þjónustu á Siglu- firði að sögn Sigurðar Einarsson- ar. -ÖÞ Erum í swðurrenda MM\ íFmwfáí&atíimw Faxafeni 10, skeifumíi - $; 533 5MB SBE 570 Rafmagnsborvél 570 W13 mm patróna stiglaus rofi Rafhlöðuborvél BS2E12T 12Witðsku PFh 20 Lofthöggsborvél 560 W stiglaus rofi i tösku Lágmúia 8 • Sími 530 2800 Umboðsmenn um allt land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.