Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Útlönd Páfí segir að fjölskylduna verði að vernda Jóhannes Páll páfí sagði í gær að hefðbundnar fjölskyldur ættu undir högg að sækja og að grípa þyrfti til sérstakra ráðstafana til að standa vörð um réttindi þeirra. Páfi lét orð i þessa veru falla í síðasta ávarpi sínu á þessu árþús- undi til gesta og gangandi á Pét- urstorgi. Þúsundir manna hlýddu á boðskap páfa í gær. Jóhannes Páll sagðist vilja nota tækifærið nú, við þúsaldamót, til að minna á réttindi fjölskyldunn- ar, lífsins og æskunnar eins og þau birtust í Mannréttindasátt- mála SÞ. Páfi sagði að til að hægt væri að standa vörð um mann- réttindi yrði að standa vörð um réttindi fjölskyldunnar. Kúbversk þota ferst og 22 með Kúbversk farþegaþota, smíðuð í Rússlandi, fórst í fjalllendi nærri borginni Valencia í Venesúela á laugardagskvöld og létust allir sem um borð voru, 22 menn. Undir kvöid í gær var ekki ljóst hvers vegna þotan flaug á fjallið. Þetta var í annað sinn á tæpri viku sem þota frá kúbverska rík- isflugfélaginu ferst. Fyrir jól fórst vél frá flugfélaginu í Gvatemala. Sjónarvottar sögðu að flugvélin hefði hnitað hringi, mjög lágt á lofti, í meira en hálftíma áður en hún skall á fjallinu og sprakk. Vilhjálmur prins búinn að ná sér Vilhjálmur prins á Englandi, eldri sonur Karls ríkisarfa og Díönu prins- essu, var orðinn nógu hress í gær til að sækja guðsþjónustu með Elísabetu drottningu, ömmu sinni, og öðrum úr kon- ungsfjölskyldunni bresku. Prins- inn var hins vegar fjarri góðu gamni á laugardag vegna krank- leika. Ekki hefur fengist upplýst hvað amaði að prinsinum. Margir aðdáendur Vilhjálms, einkum þó ungar stúlkur, urðu fyrir sárum vonbrigðum þegar hann lét ekki sjá sig í kirkjunni í Sandringhamhöll drottningar. „Ég varð fyrir miklum von- brigðum. Ég var meira að segja búin að veðja við fjölskylduna um að hann myndi smella á mig kossi,“ sagði hin 16 ára gamla Rebecca Vass við Sunday People. Ekkja fer hvergi Flugræningjar sem rændu md- verskri farþegaflugvél á jóladag neituðu í gær að sleppa ekkju manns sem þeir myrtu við upphaf flugránsins. Þotunni var rænt eft- ir flugtak frá Katmandú í Nepal. Flugvélin er nú í Kandahar í Afganistan og eru 155 gíslar enn um borð. Ræningjamir hafa farið fram á að indversk stjórn láti lausan pakistanskan múslíma- leiðtoga og félaga hans í Kasmír. Stjómvöld í Afganistan vilja losna við vélina og veittust að SÞ fyrir að miðla ekki málum. Mikill veðurofsi í Evrópu um jólin: Tugir fórust og tjón varð mikið Fárviðri var víða í Evrópu vest- anverðri yfir jólahátíðina og varð allt að flmmtíu og þremur að bana. Óveðrið olli miklum truflunum á jámbrautarsamgöngum, teppti vegi og lokaði báðum flugvöllum París- arborgar í nokkrar klukkustundir í gær. Disney-skemmtigarðinum skammt frá Parísarborg var lokað vegna ótta manna um öryggi gest- anna. Áður höfðu sex gestir slasast þegar tré féll ofan á smáhýsi þar sem þeir dvöldu. Allt að tuttugu og átta manns týndu lífi í veðurofsanum í Frakk- landi og hálf önnur milljón heimila var án rafmagns, að sögn yfirvalda. Tveir hinna látnu voru að snæða jólamáltíð þegar þakið á veitinga- húsi féll ofan á þá. Flestir létust þó þegar bílar þeirra urðu fyrir fljúg- andi braki eða bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu. Þá fuku einnig margir út í skurði og hafnir og drukknuðu. Vindstyrkurinn var hinn mesti í manna minnum í Frakklandi. Tré rifnuðu upp með rótum og kranar féllu um koll í norður- og austur- hluta landsins. Lögreglan hvatti almenning til að halda sig innan dyra. Slökkviliðið í París var kallað út tíu þúsund sinn- um vegna veðursins. Ríkisjárnbrautarfélagið aflýsti nær öllum ferðum um norðanvert Frakkland og voru þúsundir reiðra farþega strandaglópar á brautar- stöðvum. Vindurinn blés líka hressilega í Sviss. Þrettán ára gamall þýskur piltur og átján ára belgísk stúlka lét- ust þegar skíðalyfta sem þau voru i féll til jarðar í skíðabænum Crans Montana. Svissneskir fjölmiðlar sögðu að átta manns til viðbótar að minnsta kosti hefðu látið líflð í veð- urhamnum. Tólf manns að minnsta kosti fór- ust í Þýskalandi suðvestanverðu, margir í umferðarslysum sem urðu vegna trjáa sem féllu um koll. Tafir urðu á flugi til og frá flugvöllunum í Stuttgart og Múnchen, taflr urðu á lestarsamgöngum við Sviss og raf- magnslínur slitnuðu. Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti yflr hryggð sinni vegna dauðs- fallanna og sendi fjölskyldum fóm- arlambanna samúðarkveðjur sínar. Vindurinn var svo mikill á tíma- bili að lögreglan í París bannaði umferð bUa og gangandi vegfarenda um Champs Élysées breiðgötuna vegna þess að þaksteinar fuku þar um allt. Parísarbúar sem vildu komast leiðar sinnar um Foch-breiögötuna í París í gær þurftu aö sneiöa hjá stórum trjám sem höfðu rifnaö upp meö rótum eöa brotnað í fárviðrinu sem gekk yfir noröurhluta Frakklands yfir jólahelgina. Hátt í þrjátíu manns týndu lífi í Frakklandi einu í óveðrinu. Manntjón varö einnig í Sviss og Þýskalandi. Rússar sóttu langt inn í Grozní í gær: Uppreisnarmenn Rússneskir hermenn mættu harðri mótspyrnu uppreisnar- manna múslíma þegar þeir sóttu langt inn í Grozní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær. Bandarísk stjórnvöld ítrekuðu fordæmingu sína á hernaðaraðgerð- um Rússa. Búast má við frekari gagnrýni vestrænna ríkja nú þegar jólahátíðin er liðin. Interfax-fréttastofan hafði eftir Rússavininum Bislan Gantamírov að hersveitir hans hefðu komist inn í miðborg Grozní, nærri fyrrum höf- uðstöðvum dagblaða í Grozní. Gantamírov þessi ræður yfir átta hundruð manna liði sem fer fyrir árás Rússa á tsjetsjensku höfuð- borgina. Sjónvarpsstöðin ORT sagði að rússneskir hermenn hefði náð til Mínútka-torgs nærri miðborginni, þar sem hart var barist í stríðinu 1994 til 1996. Þeirri styrjöld lauk með því að Rússar hurfu á brott úr Tsjetsjeníu. í úthverfunum í norð- Rússneskur hermaöur í Tsjetsjeníu skreytir nýárstréð sitt meö skotbelti til aö reyna aö gera dálítiö hátíölegt i kring um sig á vígvellinum. tefja för urhluta borgarinnar reyndu rúss- nesku hermennirnir að einangra uppreisnarmenn frá aðalbækistöðv- um þeirra í miðborginni og nutu við það aðstoðar flugvéla. Tass-fréttastofan hafði eftir emb- ættismönnum í landvarnaráðuneyt- inu að rússnesku hermennirnir mættu mikilli mótspymu í sókn sinni inn i Grozní. „Framsókn rússnesku hermann- anna gengur mjög erfiðlega. Upp- reisnarmenn hafa komið upp bæki- stöðvum við nær alla mikilvæga staði,“ hafði Tass eftir starfsmönn- um ráðuneytisins. Talið er að milli 1.500 og 5000 tsjetsjenskir skæruliðar hafist við í Grozní þar sem allt að fjörutíu þús- und óbreyttir borgarar eru enn, matarlitlir og fátækir að eldiviði. Fréttastofan RIA sagði að tveir rússneskir hermenn heföu týnt lífl í átökunum í gær og fjórir særst. Uppreisnarmenn segjast hafa drepið hundruð rússneskra hermanna. Stuttar fréttir dv Áhöfninni bjargað Sjö manna áhöfn flutningaskips, sem strandaði vestur af Hauga- sundi í Noregi á jóladagskvöld, var bjargað með aðstoð þyrlu. Jólasveinar til Færeyja Tveir þekktustu jólasveinarnir í Færeyjum, þeir Kertastubbur og Grautarsleikir, hafa lagt til við danska starfs- bræður sína að jólasveinaráð- stefna verði haldin í Færeyj- um næsta sum- ar, að því er fram kemur í færeyska blaðinu Dimmalætting. Dönsku sveinkarnir munu hafa tekið vel í hugmyndina og ætla að reyna að fá aðra nor- ræna jólasveina með sér. Efast um ágæti evru Efasemdamönnum um ágæti þess að Danir taki upp evruna, sameiginlega mynt Evrópusam- bandsins, fer fjölgandi meðal jafn- aðarmanna, flokksbræðra forsæt- isráðherrans. Erkibiskup í æsiblaði Geirge Carey, erkibiskup af Kantaraborg og yflrmaður ensku þjóðkirkjunnar, hefur fengið æsi- blaðið News of the World í lið með sér til að útbreiöa boðskap kristinnar trúar. Bók Careys, Jesús 2000, fylgir ókeypis með blaðinu á sunnudaginn kemur. Einstein er maöurinn Bandaríska tímaritið hefur út- nefnt Albert Einstein, höfund af- stæðiskenningarinnar, mann ald- arinnar. Hamilton íhugar áfrýjun Neil Hamilton, fyrrum ráð- herra í stjórn breska Ihaldsflokks- ins, sagðist i gær vera að íhuga að áfrýja úrskurði í meið- yrðamáli gegn auðkýfingnum Mohamed A1 Fayed, eiganda Harrods-stór- verslunarinnar. Hamilton tapaði málinu í yflrrétti fyrr í mánuðin- um og á yfir höfði sér gjaldþrot vegna skulda við lögmenn sína. Forsetinn flúinn Henri Konan Bédié, forseti Fílabeinsstrandarinnar, sem valdaræningjar úr hemum settu af á aðfangadag, kom til Lomé, höfuðborgar Tógó, í gær. I fór með honum voru fjölmargir úr fjölskyldu hans. Föngum gefið frelsi ísraelar slepptu í gær fimm líbönskum skæruliðum sem höfðu verið í haldi án þess að rétt- að hefði verið í máli þeirra. Talið er að ísraelar séu að biðja um gott veður í væntanlegum friðarvið- ræðum við Sýrlendinga. Ekki tekið hart á hassi Breska lögreglan gaf til kynna í gær að ekki yrði tekið hart á þeim sem fengju sér í hasspípu um áramótin. Noel gegn refaveiðum Oasispopparinn Noel Gallagher og aðrir frægir Bretar hafa skrif- að Tony Blair forsætisráð- herra bréf þar sem þeir hvetja til þess að refa- veiðar verði bannaðar. Hefð er fyrir þvi á Bretiandi að halda á refaveiðar um jólaleytið og verður blásið til veiðanna í dag. Bretar hafa stundað refaveið- ar í meira en 300 ár. Við öllu búnir Bandarískir embættismenn reyndu að draga úr ótta almenn- ings við hryðjuverk og tölvurof um áramót en sögðu þó að fólk ætti að vera á varðbergi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.