Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Fréttir Akranes segir sig úr SSV i mótmælaskyni: Telja aö efnt til óvinafagnaðar Áreksturinn við Grind varð talsvert harður eins og sjá má á myndinni. DV-mynd Guðfinnur Slysagildra á Ströndum DV, Akranesi: Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum með 6 atkvæðum gegn 3 að segja sig úr Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) í kjölfar þess að Gunnar Sigurðsson, sjálfstæðismaður á Akranesi, var kjörinn formaður sambandsins. Tillöguna fluttu meirihluti Fram- sóknarílokks og Akranesslistans og hljóðaði hún þannig: „Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Akranes- kaupstaður segi sig úr Samtökum sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi. Úrsögnin skal miðast við ára- mótin 2000-2001. Bæjarstjórnin lýsir yfir eindregnum vilja sínum til áframhaldandi samstarfs og sam- vinnu við sveitarfélög á Vesturlandi með þau málefni sem hagkvæmt er fyrir aðila að hafa samstarf um.“ í greinargerð með tillögunni segir að samtökin hafi til þessa starfað þverpólitískt og samkomulag ríkt um að ekki yrði efnt til þess óvinafagnaðar að gera þennan vett- vang að flokkspólitísku veldi. Nú hafi mál skipast með þeim hætti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn SSV hafi brotið þessa hefð með þvi að gera formannskjörið í Samtökunum að flokkspólitísku máli. Fulltrúar vestur á SnæfeUs- nesi og í Dölum ákváðu án samráðs við meirihluta bæjarfulltrúa í Borg- arbyggð og Akranesi að skipa mál- um að sínum geðþótta. „Við það verður ekki unað að tvö stærstu sveitarfélögin séu algerlega sniðgengin á þennan hátt og er því úrsögnin kröftug mótmæli við slík- um vinnubrögðum," segir í greinar- gerðinni. Bæjarfulltrúar sem standa að þessari tillögu ítreka fyrri sam- þykkt bæjarstjórnar Akraness um sameiningu allra sveitarfélaga í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Pétur Ottesen sjálfstæðismaður flutti tU- lögu um að vísa tiUögunni frá en sú tiUaga var felld með 6 atkvæðum gegn 3. -DVÓ DV, Hólmavík: Harður árekstur tveggja bifreiða varð við svonefnda Grind skammt frá bænum Hvalsá við mynni Steingríms- fjarðar skömmu fyrir jól. Bílstjórar meiddust ekkert og það er að þakka öryggisbeltunum. Engir farþegar voru í bUunum. Mikil hálka var þar sem áreksturinn varð en vegur beggja. vegna hálkulaus að heita má. Nær vinkUbeygja er á þessum stað og auk þess nokkur hæðarmunur á vegi. AUt of algengt er að óhöpp verði þama, bæði árekstrar og einnig að bifreiðar á norðurleið lendi út af og fari jafnvel fram af háum bakka og út í sjó. Engin alvarleg slys hafa þó orðið en þörf er úrbóta á þessum vegspotta ekki síst að mati staðkunn- ugra. Bifreiðirnar eru mikið skemmdar. -GF 27. des. mán 28. des. þri. 29. des. mið. 30. des. fim. 31. des. fös. 2. jan. sun. 3. jan. mán Lokað Opið til kl. 20 (Opið til kl. 18:30 í Kringlu) Opið til kl. 20 (Opið til kl. 18:30 í Kringlu) Opið tíl kl. 21 (Opið til kl. 18:30 í Krínglu og til kl. 20 á Akureyri og í Njarðvík) Opið til kl. 14 Lokað Lokað Skeifa, Kringla, Smáratorg,l3Akureyri Imi/Ií !■'-■! !!|/|!':íl Meira úrval - betri ka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.