Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 13 Rússar á tímamótum Strlöiö í Tsjetsjeníu er ekki aðeins uppgjör Rússa við múslímska erfðafjendur sína í Kákasus; heldur póli- tískt innanlandsupp- gjör og uppgjör við Vesturlönd um leið. Afleiðingar stríðsins eru ekki bundnar við ófriðinn sjálfan. Þær geta skilgreint upp á nýtt samskipti Rússa við umheiminn, og þá fyrst og fremst Banda- ríkin. Frá sjónarmiði Rússa markaði forysta Bandaríkjanna í lofthemaði NATO gegn Serbiu vegna Kosovo tímamót í sam- skiptum rikjanna. Tsjetsjenía og Kosovo eru sam- tvinnuð mál. Eftir á séð hefur stækkun NATO og einkum hernað- urinn gegn Serbíu valdið þáttaskil- um. Rússar hafa tvíeflst í þeirri af- stöðu sinni að hafna forystu Banda- ríkjanna, og utanríkisstefna þeirra mun framvegis að líkindum snúast um að afla bandamanna í andófi gegn ofurvaldi Bandaríkjanna. Samtímis hefur rússnesk þjóðernis- hyggja eflst svo mjög að hún má heita ráðandi afl i stjómmálum, eins og sást í kosningunum á dög- unum sem snerust að miklu leyti um Tsjetsjeníu og vom mikill sigur fyrir Jeltsín og Pútín. Þjóðarstolt Rússa var sært dýpra í Kosovomál- inu en menn töldu. Það þjóðarstolt er nú lagt að veði í Tsjetsjeníu. Utanaðkomandi íhlutun þar er óhugsandi. Þau ummæli Clintons forseta að Rússar myndu gjalda hernaðinn gegn Tsjetsjenum dýru verði, munu trúlega verða honum sjálfum og Bandaríkjunum dýr- keypt. Rússar sáu hvað NATO gerði í Serbíu og sáu sjálfa sig í Serbum. Afstaða þeirra gegn vestrinu hefur harðnað um allan helming. Þjóöarstolt Stolt Rússa var sært fyrir, þeir sakna stórveldistíma Sovétríkj- anna, og ósigurinn í fyrra Tsjetsjeníustríðninu 1994-96 svíður sárt í hemum. Rússneskur almenningur kennir Tsjetsjenum bæði um glæpastarfsemi og hryðjuverk. Samúð með neyð almenn- ings í Tsjetsjeniu er torfundin, og því er stríðið nú raunveru- legt foðurlandsstríð í huga rússnesks al- mennings. Ákúrur utan frá herða aðeins Rússa í hatrinu á Tsjetsjen- um og efla um leið herinn, sem trúlega er nú orðinn áhrifa- meiri í rússnesku þjóðlífi og pólitík en nokkru sinni í áratugi. Hvað sem líður mannfalli mun stríðið í Tsjetsjeníu verða hernaðarlegur sigur Rússa, þótt það kosti að jafna þar öll mannvirki við jörðu. Um pólitískan sigur getur ekki orðið að ræða. Hemám í Tsjetsjen- íu til frambúðar er slíkt botnlaust forað að enginn í Moskvu hugsar þá hugsun til enda. Hefndarhugur og þjóðremba ráða för. Forræði og forræöishyggja Rússar eru ekki þeir einu sem gremst ofurvald Bandarikjamanna í heimsmálum og sú forræðis- hyggja sem stundum birtist i utan- ríkisstefnu þeirra. Þess sá ljóslega merki í öngþveitisfundi WTO í Seattle þar sem Clinton hótaði í fyrsta sinn efnahagslegum refsiað- gerðum gegn þeim rikjum sem hefðu ekki verkalýðs- og mann- réttindalöggjöf sem Bandaríkjun- um væri þóknanleg. Allflest ríki þriðja heimsins með Indverja í far- arbroddi tóku þetta vægast sagt óstinnt upp. Forysta er eitt, forræðishyggja annað. Rússar, Kínverjar og Ind- verjar eru ekki þeir einu sem hugsa þungt til Bandaríkjanna vegna yfirlætis og valdsmennsku. Þótt Bandaríkin séu ótvírætt for- ysturíki veraldar eru bandarisk gildi íjarri því allsráðandi og ekki endilega eft- irsóknarverð í allra augum. Striðin í Kosovo og nú Tsjetsjeníu geta orðið til að skilgreina ný valdahlutfoll, þar sem Rússar, að loknu Tsjetsjení- ustríði hafa for- ystu um nýtt mótvægi gegn núver- andi yfirburðum Bandaríkjanna. Að því leyti er stríðið við Tsjetsjena tímamótastríð sem boð- ar heimspólitískar breytingar á nýju árþúsundi. Gunnar Eyþórsson „Hvað sem líöur mannfalli mun stríöið í Tsjetsjeníu veröa hernaðarlegur sigur Rússa, þótt þaö kosti aö jafna þar öll mannvirki viö jörðu,“ segir Gunnar m.a. í grein sinni. Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaöur „Rússneskur almenningur kennir Téténum bæöi um glæpastarf- semi og hrydjuverk. Samúð með neyð almennings í Téténíu er torfundin, og því er stríðið nú raunverulegt föðurlandsstríð í huga rússnesks almennings.“ Ekki benda á mig - segir formaður KKÍ Fyrir skömmu lýsti sá er þessa grein ritar þeirri skoðun sinni í kjallaragrein hér í blaðinu að körfuknattleikur á íslandi ætti í miklum vanda. Fullyrti hann að á höfuðborgarsvæðinu hrakaði iþróttinni stöðugt. Nú væri svo komið að af tólf úrvalsdeildarfé- lögum væru aðeins tvö af þessu fjölmenna svæði. Dæmi úr greininni Undirritaður lýsti þeirri skoðun sinni að íþrótt sem ekki ætti hljómgrunn hér í þéttbýlinu væri afar illa stödd. Sem dæmi um þessa neikvæðu þróun voru tekin mörg dæmi í kjallaragreininni. Áhorfendum á leiki fækkar stöðugt. Sífellt verður erfiðara að fá fólk til starfa. Vakin var athygli á þeirri óheillaþróun að körfuknattleiksdeildum á höfuð- borgarsvæðinu fækkaði ár frá ári. Nú væru iðkendur í yngri aldurs- flokkum orðnir helmingi færri en aðeins fyrir fáum árum. Þá stað- hæfði undirritaður að sama þróun ætti sér stað hjá meistaraflokkum karla og kvenna. Á fáum árum hefðu til dæmis þrjú félög lagt niður meistaraflokk kvenna. í greininni var mjög sterklega gefið í skyn að þessa þró- un mætti rekja til stefnu körfuknattleikssambandsins. Það hefði í mörg ár beitt sér af alefli á landsbyggðinni en vanrækt upp- byggingarstarf á höfuðborgar- svæðinu þar sem 60% landsmanna byggju. Undirritaður hélt því einnig fram að tæknilegri getu körfuknattleiksmanna færi hrak- andi vegna þess að uppbygging stórra leikmanna hefði setið á hakanum. Leiöinlegar rangfærslur Forysta körfuknattleikssam- bandsins er ósammála greinarhöf- undi. Formaður þess ritaði svar- grein í DV 26. nóvember og lýsti afstöðu sinni. Af grein hans má ráða að körfuknattleikur á höfuðborgar- svæðinu sé í góðu ástandi. Það litla sem aflaga fari sé hins vegar allt undirrituðum að kenna! Hann sé jú formaður körfuknattleiksráðs Reykjavíkur. Greinin er afar persónuleg og mjög neikvæð í garð undirritaðs og Reykja- víkurfélaganna. í henni eru einnig klaufalegar rangfærsl- ur. Formaðurinn seg- ist þannig aðeins vita um tvö félög á höfuð- borgarsvæðinu sem hafi lagt niður meist- araflokk kvenna. Það eru liklega Valur og Breiðablik. Hann gleymir því að meist- araflokkur kvenna í hans gamla félagi, Haukum, var lagður niður fyrir fáum árum. Formaðurinn segir einnig að 4 lið af höfuðborgarsvæðinu séu í 1. deild karla þó allir áhugamenn geti nefnt 5, Val, Breiöablik, Stúdenta, Stjömuna og ÍR. Að lokum fullyrðir formaður- inn:..enn síður hefur hann (það er undirritaður) lagt fram tillögur til lausneir á þeim vandamálum sem hann reifar í grein sinni." Fyrir örfáum ámm voru Gísli Ge- orgsson, Haukur Hauksson og greinarhöfundur skipaðir í nefnd. Hún fjallaði um vanda körfuknatt- leiksins á höfuðborgarsvæðinu og skilaði skýrslu með fjölda tiilagna sem kynntar voru á körfuknatt- leiksþingi. Óvönduð, málefnasnauö skrif Á höfuðborgarsvæðinu er körfuknattleikur í vaxandi lægð. Áhugi unglinga hefur hrap- að. Stutt er síðan sjö félög í Reykjavík ráku unglingastarf. Nú eru fjögur eftir. í Reykjavíkurmótum kepptu A- og B-lið í flestum flokkum. Síð- an hefur iðkendum fækkað um meira en helming. Sama þró- un er í meistara- flokkunum. Áhorf- endum að leikjum fækkar. Stöðugt verður erfiðara fyrir körfuknattleiksdeild- imar að fá fólk til starfa. Ástandið er slæmt í fjár- málunum. Mikilvægt er að menn leiti leiða til úrbóta. Opin málefnaleg umræða er nauðsynleg. Hún verður að stjóm- ast af rökum. Innlegg leiðtoga körfuknattleiksmanna í þá um- ræðu er ekki málefnalegt. Rang- færslur hans bera vott um að grein hans hafi verið rumpað sam- an í hugsunarlausu reiðikasti. Vandinn er mjög áþreifanlegur eins og þeir sem starfa á þessu svæði vita. Hann hverfur ekki þó að þrætt sé fyrir hann. Ákveðið hugarfar má lesa úr grein leiðtog- ans. Það hugarfar er hluti þess vanda sem körfuknattleikurinn á höfuðborgarsvæðinu á við að etja. Stefán Ingólfsson „Af grein hans má ráða að körfuknattleikur á höfuðborgar- svæðinu sé í góðu ástandi. Það litla sem aflaga fari sé hins vegar allt undirrituðum að kennal Hann sé jú formaður Körfuknattleiks- ráðs Reykjavíkur.u Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur Með og á móti Arðgreiðslur Orkuveitu í borgarsjóð Bæjarstjórn Hafnarfjaröar hyggst leita eftir viöræöum viö nágrannasveitarfé- lögin vegna samskipta viö Orkuveitu Reykjavíkur vegna arðgreiöslna fyrir- tækisins í borgarsjóö. Hún telur aö meö aukinnl arögrelöslu veitunnar f borgarsjóö sé borgin aö skattleggja nágrannana í eigin þágu. Gæti leitt til hærri orkugjalda „Eigendur fyrirtækja gera al- mennt kröfur um arð af fyrirtækj- um sínum. Reykjavikurborg er engin undan- tekning að því leyti. Miðað við það mikla fjár- magn sem Reykjavíkur- borg hefur bundið í Orku- veitu Reykja- víkur og miðað Vlð avoxtunar- son borgarfulltrúi, möguleika á því formaöur Orku- fjármagni, ef veitu Reykjavíkur. það væri laust, er ljóst að arðsemiskröfum Reykjavíkurborgar til Orkuveit- unnar er stillt í hóf, enda er það yfirlýst stefna borgaryfirvalda að bjóða upp á lægstu orkugjöld í landinu miðað við þjónustustig. Þessara lágu orkugjalda njóta ekki aðeins Reykvíkingar heldur og íbúar nágrannasveitarfélag- anna, þar á meðal Hafnfirðingar. Ég hef ekki orðið þess var að óá- nægju gæti meðal íbúanna með gjaldskrá Orkuveitunnar. Mér er því óskiljanlegt að bæj- arfulltrúar í Hafnarflrði skuli ít- rekað stefna hagsmunum ibúa bæjarins í tvísýnu með endur- teknum kröfum um breytingar á núverandi fyrirkomulagi, tU dæmis með styttri samningstíma, sem einfaldlega gæti leitt tU hærri orkugjalda. Það væri mjög óskyn- samlegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. BúsetuskUyrði á höfuðborgar- svæðinu eru almennt góð. Hluti af þeim eru hin lágu orkugjöld Orku- veitunnar. Við skulum vona að misvitrir bæjarfuUtrúar í Hafnar- firði fari ekki að raska þeim grundveUi." Arðgreiðsi- urnar ekkert einkamál Lúövík Geirsson, bæjarfulltrúi Fjarö- arlistans í Hafnar- „Eins og staðan er í dag þá eru íbúar nágrannasveitarfélaganna i raun að greiða niður reksturinn hjá borginni. Það finnst okk- m- óeðlUegt og að mínu mati gengur það ekki upp að Reykjavíkur- borg, eða raun- ar hvaða sveit- arfélag sem er sem veitir þjón- ustu út fyrir sinn bæ geti farið með arðgreiðslur sem sitt einkamál. Hvað varðar málefni Orkuveitu Reykjavíkur þá má það ljóst vera að allir íbúar höfuðborg- arinnar, ekki bara Reykvíkingar, hafa lagt sitt tU þjónustunnar og eiga sinn hlut í arði fyrirtæksins. Þegar sú staða kemur upp að arðurinn verður svo mikill að veitustofnanir eða hitaveitan geta lagt milljarða króna til hliðar þá er aðeins um tvennt að velja. Ann- ars vegar er hægt að deUa arðin- um með nágrannasveitarfélögun- um eða einfaldlega lækka þjón- ustugjöldin þannig að aUir njóti góðs af.“ -aþ/JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.