Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Spurningin Ætlaröu á nýársfagnaö? Jóhann Ágústsson sjómaður: Já, ég ætla á Breiðina á Akranesi. Katrín Þrastardóttir, vinnur í Baðhúsinu: Ég ætla að vera með fjölskyldunni og vinum og fara svo í bæinn. Edda Kristín Reynis sérkennari: Já, ég ætla i einkafagnað með saumaklúbbnum „Hinar mjúku meyjar". Margeir Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri: Já, það er annað hvort heimaveisla eða Loftleiðir. Vagn Leví kokkur: Já, mjög lik- lega en það er alveg óákveðið. Það er margt í boði. Fjóla Helgadóttir nemi: Já, en ég er ekki búin að ákveða hvar. Lesendur Þjóðarsvindl og svínarí - og almenningur í álögum Bjöm Kristjánsson skrifar: Það má með sanni segja að með þeim leikstýrða farsa sem settur er á svið þessa dagana um stöðuveit- ingu í Seðlabanka íslands geti al- menningur hugsanlega greint mein íslenska þjóðarlikamans sem hefur þjáðst allt of lengi. Ekki af neinu út- vortis heldur innanmeinum sem seint gengur að lækna enda aldrei kallaðir til alvörulæknar, bara hómópatar frá fyrri tið, þ.e. land- stjómin á íslandi hefur sífellt tekið að erfðum allt það versta sem fyrri stjómendur létu eftir sig: græðgi, ósannsögli, svindl og svínarí í flest- um málum. Og má flokka í eitt alls- herjar þjóðarsvindl og svínarí. Ekki það að ráðning í lausan stól í Seðlabankanum sé eitthvað verri eða siðlausari en áður gerðist þótt hún sé byggð á sömu hæpnu for- sendunum og hingað til. Allir vita t.d. að ekki þarf þrjá seðlabanka- stjóra. Kannski mun Finnur Ingólfs- son þó gerast drifhjól í bankanum með svipuðum hætti og hann gerði ráðherraembætti sitt að marktækri einingu innan ríkisbáknsins. Hver veit? Og hver veit nema stjómmála- maðurinn Valgerður Sverrisdóttir verði þeim náttúruvænu græningj- um sem áfram vilja berja á embætti orkumála ósjálfrátt fjarlægari, vegna þess að hún er kona. Kannski á leikfléttan um stólaskiptin ein- hver upptök í samsæriskenningu sem orða má svona: „harður út, mjúk inn“? - Finnur og flokkur hans hefðu varla haldið lengur út. Þjóðarsvindlið heldur hins vegar velli og áfram verður almenningi boðið upp á skattafrádrátt með kaupum á hlutabréfum, þ.e.a.s. þeim sem á annað borð eiga lausa peninga. Hinum sem ekki eiga pen- ing aflögu er gert að greiða fullan skatt. Hefði ekki verið heiðarlegra að bjóða skattgreiðendum öllum að sitja við sama borð með því að lækka skattprósentuna eins og ráða- menn eru sífellt að tala um? En forsvarsmönnum íslenskra þjóðmála tekst ávallt að töfra hinn breiða almenning, svo að hann er sem í álögum og gerir hvað sem er tU að ná sínum hlut, þótt hann sjái aldrei fram á að ná nema broti af því sem honum er þó ætlað. Og sumir ná aldrei þvi broti. - Er furða þótt is- lenskum almenningi verði tamt í munni að nefna ríkin í Mið- og Suð- ur-Ameríku, þangað sem fæstir hafa þó komið eða þekkja af raun, og kaUa þau „bananalýðveldi" þegar ís- lensk stjórnsýsla er annars vegar? Kannski á leikfléttan um stólaskiptin einhver upptök í samsæriskenningu sem oröa má svona: „harður út, mjúk inn“? - Vaigeröur Sverrisdóttir alþm. og Finnur Ingólfsson, fyrrv. ráöherra. Pedagógisk rökhyggja - eða hvað? TK skrifar: í mánudagsblaðinu rakst ég á afar skemmtUega grein eftir Marjöttu ís- berg. Ég vU benda öUum þeim sem vUja gera sér skammdegið bærUegra á að lesa greinina, hver veit nema þeim stökkvi bros eins og mér. TitUl greinarinnar er Geturðu ekki talað íslensku? og hefst hún á eins konar formála þar sem meðal annars er hnýtt í fræðimenn fyrir útlenskudýrkun sína. 1 það minnsta skUdi ég textann þannig og var inni- lega sammála greinarhöfundi. Þegar að sjálfum boðskapnum kom varð mér hins vegar ljóst að til- gangur Marjöttu með formálanum var aUt annar. I grein sinni vildi hún fjaUa um það vandamál sem al- mennt er kaUað „lesblinda" en sú nafngift feUur henni ekki í geð, tel- ur hana ekki lýsa heUkenninu rétt. Lausn Marjöttu er sú að nota út- lensku, kalla fyrirbrigðið „dyslex- íu“ enda sé það „alþjóðamáT (vænt- anlega á sama hátt og „telefónn" væri alþjóðaheiti síma). Það spaugi- lega við hugmyndina er að mín tak- markaða þekking á útiensku segir mér að orðrétt þýðing á „dyslexia“ sé einmitt „lestruílun“. Það er sem sé í lagi að nota orð sem lýsir fyrir- brigðinu tila ef maður skUur það ekki! Það skal tekið fram að ég er ekki að reyna að gera grín að lesblindu, ég veit að hún er þungbær þeim sem við hana glíma. Það er einung- is þessi pedagógiska (alþjóðamál) rökhyggja sem veldur mér kátínu. Farsælt komandi mUlenium (al- þjóðamál)! Flóðlýsingu Hallgrímskirkju ábótavant - verður ljóður í alheimsútsendingu með Björk Helga skrifar: Björk í HaUgrimskirkju - al- heimssjónvarp á gamlársdag. Út- sendingin á að standa í hvorki meira né minna en 26 klukkustund- ir og ná tU eins þriðja hluta jarðar- búa. Ein viðamesta útsending sem íslenska útvarpsfélagið hefur ráðist í, en sending þess stendur í um það bU 8 mínútur tU aUra landa um tvöleytið á gamlársdag. Þessi góðu tíðindi mátti lesa í DV 21. des. sl. Kvöldmynd fylgdi af HaU- grímskirkju upplýstri að framan með flóðljósum sem voru svo rang- lega staðsett (rétt við framveggi Hallgrímskirkja flóölýst. Flóöljósin ranglega staösett aö mati bréfritara og mynda langan, Ijótan skugga upp eftir turninum. - Hr tími til úr- bóta fyrir alheimsútsendinguna? turnsins) að þau mynda svartan og ljótan skugga langt upp eftir tumin- um, skugga frá bogaglugganum stóra og ytra umbúnaði hans fram- an á turninum. Eins og kunnugt er var hinn veg- legi steindi gluggi Leifs Breiðfjörðs glerlistarmanns nýlega settur upp innan við þennan mikla tumglugga. Fleiri lýti frá steinsteypunni fram- kaUa einnig þessir ranglega stað- settu flóðlýsingarlampar, eins og oft hefur verið bent á í blöðum, þ. á m. ÍDV. Þessar línur eru skrifaðar af góð- um vini HaUgrímskirkju ef vera kynni að hægt yrði að fyrirbyggja að á gamlársdag verði þessum lýt- um þjóðarhelgidóms okkar sjón- varpað yfir aUa heimsbyggðina. Ég vona að þessi ábending birtist kirkjuhöldurum og þeim vinnist tími tU nauðsynlegra úrbóta, t.d. með lausum flóðlýsibúnaði eða ein- faldlega með því að tendra ekki lampana sem framkaUa þessi leiðu lýti. Finnur á hrós skilið Einar Ámason skrifar: Þegar umræðan er komin á Oeygi- ferð út af ákvörðun Finns Ingólfssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra um ára- bU að taka slaginn um lausan stól í Seðlabankanum er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg Finns sem stjómmála- manns. Sannast sagna er feriU Finns ótrúlega glæstur. Hann hefur unnið sig upp á eigin forsendum frá þátttöku í stjómmálum á háskólaámnum. Hann hefur unnið mikið, er ósérhlíf- inn og einbeittur og hefur komið ótrú- lega mörgu i framkvæmd sem ráð- herra á fáum árum. Bæði á sviði bankamála og í atvinnuuppbyggingu stóriðju. Það væri margt öðruvísi í at- vinnulífmu hér hefði Finns ekki notið við. Hann er sá sem stendur sterkast- ur upp úr sæti sínu sem stjórnmála- maður seinni tíma. Ótrúleg skrif um Flugleiðir Halldór Einarsson skrifar: Það hefur líklega slegið óhug að mörgum eftir lestur greinar einnar í Viðskiptablaðinu 22. þ.m. um Flug- leiðir eftir þekktan bandarískan ferðamálafrömuð. Furðulegt ef ís- lenskir ijölmiðlar utan fréttastofu hljóðvarps RÚV. ætia að þegja málið í hel. Furðulegt var og að lesa ummæli lögfræðings eins, Páls Þórhallssonar, í Mbl. í morgun (28.12.) en hann ætlar að halda fyrirlestur í Málstofu Mann- réttindaskrifstofu íslands og Blaða- mannafélagsins um frjálsa og upp- lýsta umræðu. PáU þessi segir upp- lýsta umræðu um þjóðfélagsmál sennilega eins frjálsa nú um stundir og hún hafi nokkum tíma verið á ís- landi! PáU þessi starfaði hjá Mbl. um árabU sem blaðamaður. Það viU nú svo einkennUega tti að Mbl. er einmitt einn þeirra fjölmiðla sem á það tU að stinga málum undir stól telji það þau skaða einstök fyrirtæki - að ekki sé nú talað um að kunni að vera „þjóð- hættuleg" - eins og skrifm um Flug- leiðir munu talin af sumum hér. Sverrir og Halldór strípaðir Helga Einarsdóttir skrifar: AUir þekkja söguna um Nýju fotin keisarans þar sem bamið eitt kvað upp úr með að keisarinn væri án fata meðan aðrir hældu fótunum á hvert reipi, þótt þau væm engin. Mér datt þessi saga í hug þegar ég hlýddi á mál- flutning Sverris Hermannssonar í sjónvarpi sl. mánudag og hann var spurður um ummælin um Finn Ing- ólfsson er hann kaUaði hann ýmsum ónöfnum, svo sem „vaxtaflón" o.fl. Sverrir lagði hreinlega niður rófuna, dró úr öUum slíkum ónefnum og kvað þau sögð „í hita leiksins" og gaf hrein- lega i skyn að ekki væri mikið að marka orð stjómmálamanna í dagsins önn. Sverrir afhjúpaði sig þarna fuU- komlega og verður því ekki tekið mark á honum framvegis. - Ekki verð- ur heldur tekið mark á orðum HaU- dórs formanns Framsóknar sem segir blákalt i forsíðuviðtali Dags „Ákvörð- un Finns kom mér á óvart“. Hver trú- ir þessum orðum formannsins? Þarna hafa tveir stjómmálamenn, báðir for- menn flokka sinna, gengið berstripað- ir fram fyrir alþjóð og aUir hlægja. Ekki bara bamið eitt. Finnur og Páll hinir sterku Þór P. sendl þessar línur: Ekki leikur nokkur vafi á þvi að þeir Finnur Ingólfsson og PáU Péturs- son munu fá einkunnina sterkustu menn stjómmálanna. Báðir virðast hafa bein í nefinu tU að halda við sín- ar skoðanir og standa og faUa með þeim. Þeir sýna flokksforystunni i tvo heimana ef við þeim á að stjaka og hafa tU þess þor ásamt stuðningi frá skjólstæðingum sínum. Þama fara menn sem láta ekki segja sér fyrir verkum. Annað mál er svo hvort einn stjómmálaflokkur þolir að hafa svo sterka karaktera innanborðs. Stjóm- málastarf byggist nefnUega mikið á flokksaga eins og reyndar öU félags- starfsemi. Margir hafa einmitt hlaup- ist á brott sem ekki þola agann, eða þeim verið ýtt út pent og rólega. Það á ekki við um þá Pál og Finn. Þeir ráða ferðinni sjálfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.