Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 22
50 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Afmæli Tryggvi Bjöm Stefánsson Tryggvi Björn Stefánsson læknir, Brekkutúni 4, Kópavogi, er flmm- tugur í dag. Starfsferill Tryggvi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vogahverfinu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1980, stundaði nám í almennum skurðlækningum í Vásterás í Sví- þjóð 1984-89 og framhaldsnám í skurðlækningum og skurðlækning- um ristils og endaþarms í Uppsölum - í Svíþjóö frá 1990 og lauk doktors- prófi þaðan 1994. Tryggvi var aðstoðarlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1980-81 og 1983-84, heilsugæslulækn- ir á Siglufirði 1981-82, hefur starfað á skurð- lækningadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur frá 1994 og auk þess á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði frá 1995. Tryggvi hefur átt sæti í samninganefnd sjúkra- hússlækna frá 1996. Fjölskylda Tryggvi kvæntist 29.11. 1974 Sigursveinsdóttur, f. 11.1. Tryggvi Björn Stefánsson. Unni 1949, sjúkraliða. Hún er dóttir Sigursveins Friðriksson- ar, bifreiðastjóra á Akur- eyri, og Sveinbjargar Rósantsdóttur húsmóð- ur. Böm Tryggva og Unnar eru Lilja Tryggvadóttir, f. 23.10.1978, nemi í verk- fræði við HÍ; Friðrik Þór Tryggvason, f. 13.12.1984, nemi; Valgerður Tryggvadóttir, f. 3.5.1988, nemi. Systkini Tryggva eru Stefánsson, f. 25.7. 1941, eðlisverkfræðingur og kennari við Þórarinn háskólann í Þrándheimi í Noregi; Guðrún Stefánsdóttir, f. 9.6. 1947, ráðgjafi við áfengismeðferðarstofn- anir í Svíþjóð; Valgerður Stefáns- dóttir, f. 8.9. 1953, forstöðumaður Heymar- og talmeinastöðva; Ástríð- ur Stefánsdóttir, f. 10.2.1961, læknir og siðfræðingur, dósent við KHÍ. Foreldrar Tryggva: Stefán Guðna- son, f. 5.8. 1911, d. 3.4. 1988, forstjóri, og Anna Þórarinsdóttir, f. 23.7.1918, sjúkraþjálfari. Tryggvi tekur á móti vinum og ættingjum að heimili sínu að Brekkutúni 4, Kópvogi, á afmælis- daginn milli kl. 18.00 og 21.00. Hafsteinn Þórðarson Hafsteinn Þórðarson, framleiðslu- stjóri og sölumaður hjá Glerborg ehf., Fjóluhvammi 13, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hafsteinn fæddist í Reykjavík og 2 ólst þar upp í Vesturbænum við Bræðraborgarstíginn. Hann gekk fyrstu bamaskólaárin í Bamaskóla Vesturbæjar sem var í gamla Stýri- mannaskólanum við Öldugötu, var í Melaskólanum frá tíu ára aldri, í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, fyrst í JL-húsinu við Hringbraut og síðan við Vonarstræti, en þar lauk Haf- steinn gagnfræðaprófi 1966. Hafsteinn hóf störf hjá Cudogleri haustið 1966, starfaði hjá Glerverk- smiðjunni íspan á upphafsárum hennar 1969-72, var þá einn af stofn- , endum Glerborgar í Hafnarfirði þar sem hann starfar enn í dag sem sölumaður og framleiðslustjóri. Þá stofnaði Hafsteinn fyrirtækið Gler og spegla efh. 1991 sem vinnur i nánu samstarfi við Glerborg. Hafsteinn bjó í Hlíðunum um skeið en flutti til Hafnarfjarðar 1975 þar sem hann bjó fyrst í Laufvangi en flutti síðan í Fjóluhvamm þar sem hann býr enn. Hafsteinn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var félags- maður í Junior Chamber-hreyfing- unni í þrettán ár, landsforseti henn- ar 1987-88, var formaður Fimleika- félagsins Bjarkar í Hafnarfirði 1994-96 og hefur átt sæti í stjóm Fimleikasambands íslands frá 1994 og verið gjaldkeri þess frá 1996. Þá hefur hann setið í stjórn íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar í rúm fjög- ur ár. Fjölskylda Eiginkona Hafsteins er Anna Björk Daníelsdótt- ir, f. 1.5. 1955, sjúkraliði við Landspitalann. Hún er dóttir Daníels Kr. Dan- íelssonar, fyrrv. sjúkra- liða við Kópavogshælið, og Margrétar Þorsteins- dóttur sem starfaði við Borgarspítalann. Böm Hafsteins og Önnu eru Pálína Margrét, f. 28.1.1976, hagfræðingur í framhaldsnámi I Þýska- landi; Ása Marin, f. 26.6. 1977, nemi við KHÍ; Daníel Þór, f. 14.12. 1984, nemi í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Systur Hafsteins eru Bára Þórðar- dóttir, f. 21.9.1948, gift Herði Sveins- syni; Laufey Þórðardóttir, f. 13.5. 1963, gift Víði Ámasyni. Foreldrar Hafsteins: Þórður Kristjánsson, f. 13.1. 1924, d. 30.6. 1990, forsetabílstjóri, leigubíl- stjóri og síðan verslunar- maður í Reykjavík, og k.h., Pálína Margrét Haf- steinsdóttir, f. 1.1. 1930, fyrrv. ræstitæknir hjá Pósti og síma, nú búsett í Kópavogi. Ætt Þórður var sonur Krist- jáns Pálssonar og Dan- fríðar Brynjólfsdóttur en þau bjuggu lengi að Hólslandi í Eyja- hreppi á Snæfellsnesi. Pálina er dóttir Hafsteins Sigur- bjamasonar og'Laufeyjar Jónsdótt- ur sem bjuggu að Reykholti á Skagaströnd. Hafsteinn Þóröarson. Sigurður Sigurður Marísson, Aðaltúni 18 í Mosfellsbæ verður fertugur á gamlársdag. Starfsferill Sigurður er fæddur í Reykjavík en fluttist með fjölskyldu sinni til Keflavíkur eins árs og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Suðumesja í desember 1978 og út- skrifaðist sem vélfræðingur frá Vélskóla íslands vorið 1984. Hann lauk sveinsprófi í vélsmíði voriö 1986. Loks lauk hann prófi í hugbúnaðar-tæknifræði frá Hogskolen i Agder, Grimstad í Noregi, vorið 1997. Hann vann við fiskvinnslustörf á sumrin frá íjórtán ára aldri og síðan Sigurður Marísson. tvær vertíðar i hraðfrystihúsi KASK á Höfn í Hornafirði. Hann vann sem vélstjóri á fiskiskipum á sumrin meðan á námi stóð í Vélskólanum, var jafn- framt vélstjóri í einn mánuð á flutningaskipinu Hvalvík, vann í Vélsmiðju Njarðvíkur fi:á 1984 til 1990 með nokkrum hléum, fyrst sem nemi en síðan sem vélsmiðasveinn. Hann starfaði við veðurathuganir á Hveravöllum á Kili veturinn 1986-1987 ásamt Kristínu konu sinni. Hann var öryggisvörður hjá Fhigmálastjóm í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli Marísson frá 1990-1994 og starfar nú sem forritari í tölvudeild Búnaöarbanka íslands síðan vorið 1997. Hann var trúnaðarmaður öryggisvarða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hjá SFR 1991-1994. Hann var ritari stjómar Félags íslendinga í Suður-Noregi 1995-1997. Fjölskylda Sigurður kvæntist 1.6. 1985 Kristínu Auði Jónsdóttur ritara. Foreldrar hennar eru Jón Sigurbergur Kortsson og Guðleif Selma Egilsdóttir. Böm þeirra eru: Ólafur, fæddur 30. nóvember 1987, og Petrún, fædd 17. maí 1989. Systkini Sigurðar em: Ingibjörg Guðný, fædd 30. apríl 1963, verkakona, búsett í Keflavik; Margrét, fædd 6. apríl 1969, verkakona. búsett í Gerðahreppi; Viðar Þór, fæddur 16. júlí 1976, flugnemi, búsettur í Keflavik. Foreldrar Sigurðar: Málfríður Sigurðardóttir, f. 16. ágúst 1941, ræstitæknir, og m.h., Marís Hvannberg Gíslason, f. 16. des. 1935, verkamaður, bús. í Keflavík. Ætt Foreldrar Málfríðar: Guðný Runólfsdóttir, f. 3. okt. 1913, d. 2. jan. 1980, húsfreyja í Garðabæ, og Sigurður Þórðarson, f. 19. ágúst 1912, d. 21. des. 1978, endurskoöandi í Reykjavík. Foreldrar Marísar: Petrún Anna Dóróthea Jónsdóttir, f. 30. ágúst 1909, fyrrum þema til sjós, bús. í Hafnarfirði, og Gísli Björgvin Magnússon, f. 30. maí 1905, d. 27. jan. 1977, bifreiðarstjóri í Keflavík. Sigurður tekur á móti gestum á heimili sínu eftir klukkan 14.00 á gamlársdag. Afmæli Margrét Frímannsdóttir: Kosningarnar rísa hæst í minningunni „Á kosningaári er það jafn- an þannig að kosningar og allt sem þeim tilheyrir rís hæst þegar maður lítur til baka yfir árið og svo er einnig nú. Nú var kosningabaráttan öðruvísi en oft áður að því leyti að það var lítið um pólitískar rökræð- ur og i mínu kjördæmi á Suð- urlandi voru t.d. ekki sameig- inlegir kosningafundir," segir Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar. Margrét segir kosningaúr- slitin á Suðurlandi hafa verið mjög góð fyrir Samfylkinguna en úrslitin í öðrum kjördæm- um hafi ekki komið sér á óvart. En hvemig sér hún pólitíska landslagið á nýju ári? „Það verður mjög viðburðaríkt, við erum að undirbúa flokks- stofnun og að kjósa okkur for- ystu. Þar með fáum við fastan sess sem við höfum ekki haft til þessa. Ef ég gef mér það að rik- isstjómin haldi saman, sem ég er þó ekki viss um vegna þess að þar er ekki sami samhljóm- ur og áður, þá á ég ekki von á miklum breytingum úr þeim herbúðum. Hvað varðar mig persónulega þá ber hæst á árinu sem er að ljúka að við eignuðumst okkar annað bamabam, Matthias Mána, og bamsfæðing er alltaf sama kraftaverkið," segir Margrét. -gk Steingrímur J. Sigfússon: Árið sem ævintýri „Það er af mörgu að taka en fyrst og fremst hefur árið verið viöburðaríkt og ævintýralegt. Öll saga Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs rúmast innan ársins, alveg frá því við stofnuðum fyrsta kjördæmafélagið á Norðurlandi eystra i upphafi ársins," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. „Það má segja að þetta hafi verið ævintýri líkast og það er ánægjulegt að sjá árangur erfiðis síns. í pólitík- inni eru hins vegar um þessar mundir veðrabrigði, staða ríkisstjórnarinnar er að breytast og nýtt pólitískt lands- lag aö festast í sessi. Ég held að umhverfis- og virkjunar- mál eigi eftir að vera áfram áberandi á næstu misserum, einnig byggðamál og ýmis velferðarmál, m.a. i tengslum við kjarasamningsagerð. Hvað mig sjálfan varðar hefur árið verið gott og gjöf- ult. Ég er með bam á fyrsta ári í uppvexti og svo enduð- um við á því að flytja okkur í nýtt húsnæði," segir Stein- grímur. -gk x>v Tll hamiiigju með afmælið 30. desember 85 ára Davíð Guðmundsson, Hæðargarði 33, Reykjavík. 80 ára Þormóður Haukur Jónsson, fyrrv. bif- reiðarstjóri, Ugluhól- um 12, Reykjavík, verður áttræð- ur á morgun. Hann tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Noröurvangi 24, Hafnarfirði, á gamlársdag kl. 14.00-17.00. Magnús Guðmimdsson, Heiðargerði 55, Reykjavík. 75 ara Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Garði. 70 ára Hjalti Kristjánsson, Hjaltastöðum, Húsavík. Hörður Jóhannesson, Hjarðarholti 3, Akranesi. 60 ára_______________________ Kristján Ólafsson, Bjarkarbraut 11, Dalvík. Eiginkona hans er Valgerður Guðmundsdóttir. Þau taka á móti gestum í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju á afmælisdaginn frá kl. 19.00. Svava Björg Karlsdóttir, Mararbraut 21, Húsavik. 50 ára Karitas Erlingsdóttir húsmóðir, Háabarði 15, Hafnar- firði. Maður hennar er Bergþór Bergþórs- son, starfsm. hjá ísal. Tekið verður á móti ættingjum og vinum í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði, Helluhrauni 22, kl. 20.00-23.00. Kristjana Kristjánsdóttir, fulltrúi framkvæmda- stjóra Geðhjálpar, Hlíðarhjalla 52, Kópa- vogi. Maður hennar er Pétur A. Maack. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Húsi verslunarinnar, 14. hæð, í kvöld frá kl. 19.00. Anna Kristín Kristinsdóttir, Byggðarenda 9, Reykjavik. Björn Valdimar Gunnarsson, Framnesvegi 24, Reykjavík. Elísabet María Pétursdóttir, Hlíðarvegi 15, Bolungarvík.. Gísli Öm Ólafsson, Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði. Hafsteinn Þórðarson, Fjóluhvammi 13, Hafnarfirði. Jóhannes Ragnarsson, Holtaseli 32, Reykjavík. Nanna Bjömsdóttir, Glæsivöllum 19a, Grindavík. Sigríður Jónsdóttir, Blómvangi 3, Hafnarfirði. Tryggvi Bjöm Stefánsson, Brekkutúni 4, Kópavogi. 40 ára Alda G. Jóhannesdóttir, Rekagranda 2, Reykjavík. Dagbjartur Harðarson, Grundargötu 70, Grundarfirði. Dagbjört Guðmundsdóttir, Skeiðarvogi 87, Reykjavík. Guðrún Lilja Ingólfsdóttir, Hlíðarhjalla 73, Kópavogi. Hallur Ægir Sigurðsson, Stekkum 13, Patreksfirði. Hannes Clemens Pétin-sson, Laugamesvegi 90, Reykjavík. Hjörleifur Þórarinsson, Heiðvangi 72, Hafnarfirði. Ólafur ÞorkeU Helgason, Draumahæð 10, Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.