Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 53 Ljóð og djass á Sóloni Ljóða- og djasstónleikar verða haldnir i Sölvasal, efri hæð Sólons Islanduss, í kvöld. Þar mun Einar Már Guðmundsson lesa upp úr ýmsum ljóðabókum síum við und- irleik kvartetts Tómasar R. Ein- arssonar sem flytur tónlist sem hann samdi við ljóð Einars Más. Auk Tómasar, sem leikur á kontrabassa, skipa hljómsveitina Óskar Guðjónsson Scixófónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Tónleikar sem einnig mun spila á bongó- og kóngatrommur og Matthías M. D. Hemstock trommuleikari. Þessi dagskrá var frumflutt á Djasshá- tíð Reykjavíkur sl. haust og hlaut þá einróma lof gagnrýnenda. Tón- leikamir hefjast kl. 21 og er að- gangseyrir 1000 kr. Kvöldsýning á Hryllingsbúðinni Leikritið Litla hryllingsbúðin eft- ir Howard Ashman með tónlist eftir Alan Menken er alltaf jafn vinsæl. Tvær sýningar eru á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í dag. Sú fyrri er kl. 19 og er uppselt á hana en sú síð- ari er kl. 23. Litla hryllingsbúðin er söngleikur og fjallar um Auði og Bárð, sem eru afskaplega saklaus og sæt, og illu plöntuna sem spillir á milli þeirra. Upprunalega var Litla hryllingsbúðin ódýr B-kvikmynd sem fljótt varð að neðanjarðar- klassík í kvikmyndaheiminum. Upp úr myndinni var síðan saminn söngleikurinn vinsæli sem einu Samkomur sinni áður hefur verið settur upp hér, í ísíensku Óperunni, eins og kunnugt er. í aðalhlutverkum eru Þórunn Lárusdóttir, sem leikur Auði, Valur Freyr Einarsson leikur Baldur, Bubbi Morthens plöntuna og raddirnar þrjár eru Selma Björnsdóttir, Hera Björk Þórhalls- dóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir. Stefán Karl Stefánsson leikur tann- lækninn. Magnús og Rut á Kaffi Reykjavík Á KafFi Reykjavík er nóg um að vera alla daga. Rut Reginalds söng- kona og Magnús Kjartansson tón- listarmaður troða upp á staðnum í kvöld, fimmtudagskvöld. Þau hafa nokkrum sinnum áður spilað og sungið á Kaffi Reykjavík og á efnis- skránni er tónlist af ýmsum toga að vanda, popp, diskó, rokk og margt fleira. Efni í góða kvöldstund þar á ferð. Abel Snorko víkur úr Þjóðleikhúsinu: 7% i i r dagsCíJJU) Síðustu sýningar á Abel Snorko Nú eru aðeins eftir fimm sýning- ar á hinu vinsæla leikriti, Abel Snorko býr einn, sem hefur verið sýnt á annað ár á Litla sviði Þjóð- Veðrið í dag Viðvörun Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi Vestra og Miðhálendinu. Suðvestan 8-13 og dá- lítil él vestanlands en skýjað með köflurn norðan- og austanlands. leikhússins fyrir fullu húsi. Næsta sýning er í kvöld kl. 20 á Litla svið- inu, Lindargötu 20, að venju. Loka- sýningarnar verða svo fyrstu vik- Suðaustan 15-23 og rigning eða slydda um sunnan- og vestanvert landi seint í kvöld og í nótt. Hiti ná- lægt frostmarki víðast hvar en fer hlýnandi í kvöld. Höfuðborgarsvæðið: Suövestan 8-13 m/s og stöku él. Suðaustan 13- 20 og rigning í kvöld. Hiti 0 ti 4 stig, hlýjast í nótt. Sólarlag í Reykjavik: 15.35 Sólarupprás á morgun: 11.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.20 Árdegisflóð á morgun: 10.42 una í janúar en síðan verður verkið að víkja vegna næstu frumsýningar Þjóðleikhússins sem er leikritið Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Leikhús Leikritið Abel Snorko býr einn er eftir eitt vinsælasta leikskáld Frakka, Eric-Emmanuel Schmitt og hefur sýning Þjóðleikhússins hlotiö einróma lof gagnrýnenda og leik- hússgesta. Leikritið fjallar um Abel Snorko, Nóbelsverðlaunahafa í bók- menntum sem ákveður að veita blaðamanni viðtal á eyjunni þar sem hann býr einn, fjarri heimsins glaumi. Fundur þessara bláókunn- ugu manna verður upphafið að óvæntu og mögnuðu uppgjöri. Það eru þeir Amar Jónsson og Jóhann Sigurðarson sem fara með hlutverk- in tvö í leikritinu og hefur leikur þeirra í þessu kröfuharða verki vak- ið mikla athygli. Kristján Þórður Hrafnsson þýddi verkið, leikmynd og búninga gerði Iílín Gunnarsdótt- ir, lýsingu annast Ásmundur Karls- son og leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 0 Bergstaöir sitýjaó -1 Bolungarvík snjóél 0 Egilsstaðir -1 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö -2 Keflavíkurflv. haglél 1 Raufarhöfn alskýjaö 0 Reykjavík snjóél 0 Stórhöföi snjóél á síð. kls. 1 Bergen léttskýjaö 0 Helsinki ísnálar -15 Kaupmhöfn snjókoma 0 Ósló léttskýjaö -8 Stokkhólmur -8 Þórshöfn rign. á síó. kls. 4 Þrándheimur léttskýjaö -12 Algarve heiöskírt 9 Amsterdam léttskýjaö 2 Barcelona heiöskírt 2 Berlín alskýjaó 0 Chicago heiöskírt 4 Dublin rigning 6 Halifax heiöskírt -8 Frankfurt skýjaó 2 Hamborg snjók. á síó. kls. 0 Jan Mayen snjókoma -1 London skýjaö 1 Lúxemborg þokumóöa 0 Mallorca létskýjaö 8 Montreal þoka -6 Narssarssuaq heiöskírt -13 New York skýjaö 3 Orlando heiöskírt 9 París skýjaö 1 Róm heiöskírt 1 Vín skýjaö 1 Washington hálfskýjað 2 Winnipeg heiöskírt -17 Jóhanna af Örk Jóhanna af Örk, eða Joan of Arc, er ein þekktasta persónan í sögu Frakklands. Hún fæddist á 15. öld þegar 100 ára stríðið geis- aði í Frakklandi og logandi illdeil- ur geisuðu í landinu. Hún bað öll- um stundum á unglingsárunum og náði að sagt er sambandi við rödd guös sem vfldi að hún leiddi ///////// Kvikmyndir her Frakka til sigurs gegn Englendingum. Sautján ára gömul var hún í fylkingarbrjósti hers sem vann sigur á Englend- ingum við Orleans. Hún var þó að lokum seld í hendur óvina sinna sem komust að þeirri niðurstöðu að hún væri nom og brenndu hana á báli. Síðar var viðurkennt að Jóhanna væri saklaus af þeim ákærum sem hún sætti og hún var gerð að dýrlingi. Myndin Jó- hanna af Örk fjallar um lífshlaup Jóhönnu af Örk. Með helstu hlut- verk fara Milla Jovivich, John Malkovich, Faye Dunaway, Dustin Hoffman og Luc Besson, sem einnig er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 a 9 10 11 12 13 14 15 16 17 " 19 ?1 22 23 24- * y? c Góð færð í nágrenni Reykjavíkur Góð færð er í nágrenni Reykjavikur. 1 Árnes- sýslu er hálka og flughált var í morgun um Eld- hraun í V-Skaftafellssýslu og Suðursveit í A-Skafta- fellssýslu, einnig á Breiðdalsheiði. Góð færð er á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þó er víða hálka og Færð á vegum hálkublettir og flughált er í Reykhólasveit og um ísafjarðardjúp. Góð færð er um Norðurland, Norð- austurland og Austurland en víða er hálka og hálkublettir. Ástand vega ^ Skafrenningur fvt Steinkast 0 Hálka QD Ófært E Vegavinna-aftgát 0 Óxulþungatakmarkanir □ Þungfært (g) Fært fjallabilum Thor Moller Símonarson Litli drengurinn á myndinni heitir Thor Moller Símonarson en hann fæddist 7. október 1999. Með honum á mynd- inni er stóra systir hans, sem heitir Thea Meller Barn dagsins Thorleifsson, en hún veröur tveggja ára i febr- úar. Thor litli var 64 sm að lengd og 5900 g að þyngd við fæðingu. Hann á eina hálfsystur sem heitir Klara Ágústa en hún er fimmtán ára. For- eldrar Thors eru Dorte Moller Thorleifsson og Símon Þorleifsson. Lárétt: 1 tilgerð, 8 mjög, 9 svefn, 10 fuglum, 12 grastoppur, 13 svelgur, 15 kropp, 17 fimu, 19 aular, 21 beiðni, 23 slitið, 24 féll. Lóðrétt: 1 hestur, 2 kynstur, 3 jaka, 4 gný, 5 lykta, 6 sápulög, 7 hirð, 11 guð, 14 skel, 16 drasl, 17 læsing, 18 ágæt, 20 slá, 22 róta. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 flík, 5 efa, 8 Jósafat, 9 akk- ur, 11 gó, 12 snuðar, 13 mör, 14 afar, 17 ýtar, 18 ári, 20 strák, 21 óð. Lóðrétt: 1 fjas, 2 ló, 3 ískur, 4 kauð- ar, 5 efra, 6 fagra, 7 atóm, 10 knött, 13 mýs, 16 rið, 15 fák, 19 ró. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 HHHHHI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.