Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Fréttir sandkorn Sex nýjar útvarpsstöövar hjá Islenska útvarpsfélaginu: Stórstyrjöld hafin á Ijósvakanum - Fínn miðill býst til varnar „Með þessum nýju útvarpsstöðvmn viljum við renna styrkari stoðum und- ir rekstur íslenska útvarpsfélagsins sem er frumkvöðuli á íslenskum Ijós- vakamarkaði," sagði Jón Axel Ólafs- son, yfirmaður útvarpsmála hjá ís- lenska útvarpsfélaginu, en félagið hyggst setja sex nýjar útvarpsstöðvar í loftið áður en langt um líður. „Við verðum að veita erlendum gestum sem hingað eru komnir í útvarpsrekstur verðuga samkeppni og stöðugt að- hald,“ sagði Jón Axel og átti þar við Fínan miðil sem rekið hefur sex út- varpsstöðvar í miðbæ Reykjavíkur um skeið en fyrirtækið er að hluta til í eigu bandaríska íjölmiðlafyrirtækisins Saga Communication. Fyrir rekur Islenska útvarpsfélagið Bylgjuna, Mono og Stjömuna en eftir áramót bætast við stöðvar sem sér- hæfa sig i kúrekatón- list og diskótónlist. Þá hefjast útsendingar á Jón Axel Ólafsson. nýrri útvarpsstöð Tvíhöfða og sérstök útvarpsstöð þar sem eingöngu verður flutt talað mál á einnig eftir að lita dagsins ljós. „Við tökum eitt skref í einu en þetta er allt að bresta á,“ sagði Jón Axel Ólafsson. í höfuðstöðvum Fíns miðils í Aðal- stræti búast menn til vamar með nýj- um liðsmönnum sem bættust i hópinn þegar útgáfufélagið Vaka-Helgafeil keypti þriðjungshlut í fyrirtækinu fyr- ir skemmstu. -EIR Bóksala síðustu daga fyrir jól: Slóð fiðrildanna söluhæst UstiLEAZJ yfir söluhæstu bækur - síðustu viku - 1. Ólafur Jóhann Ólafsson - Slóð fiðrildanna 2. Johanna Rowling - Harry Potter og viskusteinninn 3. Anna Valdimarsdóttir - Leggðu rækt viö sjálfan þig 4. Páll Valsson - Ævisaga Jónasar Hallgrímssonar 5. Guöjón Friðriksson - Ævisaga Einars Benediktssonar II 6. Andri Snær Magnason - Sagan af bláa hnettinum 7. Óttar Sveinsson - Útkall í Atlantshafi á jólanótt 8. Ýmsir höfundar - 20. öldin 9. Þór Whitehead - Bretarnir koma — 10. Jacobsson & Olsson - Vandamál Berts Sannkölluð bókajól eru nú að baki og birtist nú síðasti listi DV yfir söluhæstu bækumar fyrir jól. Listinn tekur mið af sölu frá sunnudeginum 19. desember til og með 24. desember. Bækurnar, Slóð fiðrildanna og Harry Potter og viskusteinninn, hafa skipst á að vera í efsta sætinu en bók Ólafs Jóhanns, Slóð fiðrild- anna, var sú söluhæsta síðustu daga fyrir jól. Harry Potter skipar nú annað sætið. Bók Önnu Valdimarsdóttur sál- fræðings, Leggðu rækt við sjálfan þig, er nú í þriðja sæti listans en salan á henni hefur farið stigvax- andi þegar nær dró jólum. Ævisög- ur skipa fjórða og fimmta sætið. Ævisaga Jónasar Hallgrímssonar er í fjórða sæti og annað bindi Ævisögu Einars Benediktssonar er í fimmta sæti. Sagan af bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason er í sjötta sæti og er því önnur mest selda barnabókin í þessum lista. Útkall í Atlantshafi á jólanótt er í sjöunda sæti en vinsældir henni hefur haldist síðustu vikur. Þá kem- ur ný bók inn á listann og fer beint í áttunda sætið, 20. öldin, en Vaka- Helgafell gefur hana út í þýðingu Helgu Þórarinsdóttur, Ólafar Pét- ursdóttur og Jóhannesar H. Karls- sonar. Níunda sætið skipar bók Þórs Whitehead, Bretarnir koma, og Vandamál Berts er í því tíunda. Hverju er skilað En þrátt fyrir að jólapakkamir hafi verið afhentir og búið sé að opna þá er ekki þar með sagt að komin sé ró yfir bókabúðimar. Nú flykkjast þiggj- endur gjafanna í bókabúðimar til að skila eða skipta bókunum. En hvaða bókum ætli sé mest skil- að? „Við erum að sjá bækumar á vin- sældalistum koma til baka eins og þær leggja sig. Svona listar hafa mik- ið að segja um hvaða bók verður fyr- ir valinu hjá fólkinu," segir Ingþór Ásgeirsson, verslunarstjóri hjá Penn- anum, Bókval á Akureyri. Stutt er síðan bókabúðir vom opn- aðar eftir jól og því í raun ekki hægt að segja með vissu hvaða bækur rata aftur í hillur bókabúðanna. En það kemur ekki á óvart að mest seldu bókunum er skilað þar sem margir hverjir hafa fengið fleiri en eitt eintak af sumum þeirra. En það má með sanni segja að í ár hafi verið góð bókajól og margar góðar bækur verið gefharút. Þessi listi er unninn úr sölutölum eftirtalinna búða: Penninn-Eymunds- son (2 verslanir), Hagkaup (5 verslan- ir), Mál og menning (2 verslanir), Bók- val á Akureyri og KÁ á Selfossi. -hól Framsóknarmenn eineltir ... .... Uu^Ju/j Halldór Ásgrímsson er að vonum sár þessa dagana enda hefur hann og allt hans lið orðið fyrir einelti fiölmiðla. Ekki hefur framsóknarmaður mátt hreyfa sig án þess að fiölmiðlar sneru út úr og finndu út sviksamlegt athæfi eða allavega siðlaust. Þannig var með landbúnaðarráðherrann Guðmund Bjarnason sem af alúð sinnti starfi sínu. Hann hafði þann kross að bera að þurfa að selja jarðir fyrir hönd síns ráðuneytis. Eðlilega gat Guðmundur ekki útilokað framsóknarmenn sem kaupendur. Slíkt hefði ekki verið sann- gjarnt enda starfar flokkurinn undir ævagömlu slagorði sem sjálfur Stein- grímur Hermannsson fann upp. Steingrímur, sem sjálfur var eineltur vegna grænna bauna, skipaði á sinum tíma framsóknarmann sem flugmála- stjóra og auðvitað fóru fiölmiðlamir á kreik með sína útúrsnúninga. Þá sagði Steingrímur með sinum hlíða og trega- fulla rómi: „Menn eiga ekki að gjalda fyrir að vera framsóknarmenn" og þar við sat. Það er auðvitað tilviljun að landbúnaðarráðherra fann sig knúinn til að selja jörðina Hól gömlum kosningastjóra Framsóknar sem meira að segja var úr allt öðru kjördæmi. Það að jörðin fór á slikk hlaðin dýrmætum vatns- réttindum var eðlilegt og réðist af markaðsveröi sem allir vita að hoppar upp og niður. Þá var líka tilviljun að varaþingmaöur Framsóknar fékk jörð á slikk. Fjölmiðlarnir ærðust yfir báðum þessum jarðasölum og reyndar fleirum sem er auðvitað óskiljanlegt. Varaþingmaðurinn var úr allt öðru kjördæmi en ráðherrann og hann má ekki gjalda þess að vera framsóknarmaður. Halldór formaður benti réttilega á það í DV í gær að fiölmiðlamenn skálduðu gjarnan upp fréttir í einelti sínu við framsóknar- menn. Þá benti hann á að Finnur, verð- andi seðlabankastjóri, og hann séu vin- ir og hafi gjarnan gengið saman á fiöll. Þannig hlýtur að teljast skiljanlegt að formaður og varaformaður komi af fiöll- um þegar erfið og viðkvæm málefni flokksins ber á góma. Það voru fiölmiðl- arnir sem hröktu Finn út úr pólitík eins og svo marga fleiri góða drengi. Fjölmiðlarnir voru nærri því búnir að flæma Halldór sjálfan úr pólitik með því að fá launsátursmenn til að póst- leggja dreifimiða um að Halldór væri kvótaerfingi. Auðvitað getur Halldór ekkert gert að því þó hann eigi i vænd- um kvóta og því ósvífið að kalla hann sægreifa þegar hann er í hæsta lagi sæprins. Og enn ólmast fiölmiðlarnir gjörsam- lega skilningslausir á það að menn eigi ekki að gjalda fyrir að vera framsóknar- menn. Hver dáðadrengurinn af öðrum flýr einelti pólitíkurinnar til að komast í vinnu sem ekki eltir þá heim. Guð- mundur Bjarnason er hættur að selja jarðir og kominn í fasteignirnar og Finnur fer með ekkasogum i Seðlabankann og er þar með hættur að selja banka. Sjálfur kapteinn Halldór sætir enn einelti þar sem hann er fangi eigin flokks og kemst hvorki lönd né strönd haldandi í heiðri þá reglu að skipstjórinn fer seinastur frá borði. Dagfari Tilkall Kristins Hrókeringarnar í kring um Fram- sóknarflokkinn hafa verið á allra vör- um síðustu daga. Reyndar var alltaf við því búist að Páll Pétusson risi úr sæti fyrir Valgerði Sverr- isdóttur. En nú er eftir honum haft að hann fari hvergi. En skyldi svo fara að Páll viki sæti fyrir öðrum framsókn- armanni á næstunni spyrja menn hver sé næstur i röðinni. í því sambandi rifiast upp tilkall Kristins H. Gunnarssonar, fyrrum allaballa, tii ráðherrastóls sem hann viðraði fyr- ir og eftir kosningarnar í vor. Reyndar vildi Kristinn fá sjávarútvegsráðuneyt- ið en það er upptekið sem stendur. Ekki má þó gleyma að Kristinn var gerður að formanni þingflokksins og því kann hann að hafa skipt um skoð- un... Á raketturnar Búist er við skítviðri á gamlárskvöld og útlit fyir að skotglaðir verði að hafa á sér hemil. Herdís Storgaard, sem hefur verið mjög dugleg að minna á hættuna sem er samfara því að fikta með flugelda og ítreka varúð, er orðin ímynd slysavarna. í því sambandi rifjast upp að einu sinni var hægt að kaupa ráðherrarakett- ur þar sem andstæð- ingar Ólafs Ragnars, Steingríms, Jóns Baldvins og annarra stjórnmálamanna gátu skotið þeim upp í himingeiminn og sprengt þá. Ritari viil síður en svo sprengja Herdísi og styður hana til allra góðra verka. En svo boðskapur hennar nái „alla leið“ og skotglaðir gæti að sér ætti auðvitað að setja mynd af henni á hveija ein- ustu rakettu... Ólíkt aðhafst Ærið misjafnt er hvað fyrirtæki gefa starfsfólki í jólagjöf, ef eitthvað er yfir höfuð gefið. Forráðamenn Samskipa þóttu nokkuð rausnarlegir þegar þeir gáfu starfsmönnum sín- um hlutabréf í félaginu að nafnvirði 10 þúsund krónur. Er ekki annað vitað en ánægja hafi verið með þá ráðstöfun meðal þiggjenda og meðal gefenda er við því búist að gjöfin skili sér margfalt aftur í vinnufram- lagi og almennri fórnarlund. Sand- kornsritari hefur það hins vegar eftir skipverja hjá öðru stóru skipafélagi að þar hafi menn hlegið dátt að klappstól- um sem bárust frá félaginu. Nokkrir stólanna munu þegar hafa brotnað undan þunga skipverja en þeir sem eiga heila stóla spá nú í hvort þeir skili sér ekki í betri vinnuaðstöðu þegar menja á og mála úti á dekki... Átti skjól í banka Hagyrðingar landsins sitja ekki auðum hönd- um þegar skemmtilegir atburðir gerast. Þessar visur eftir ýmsa höf- unda ferðast nú um Netið með leiftur- hraða: Ýmislegt hér á sér stað ofar skilning minum: nú er Finnur oröinn að undirmanni sínum. Hverjum manni er mörkuð braut misjafnt hlutverk fengum. Trúlega er torleyst þraut að taka við af engum. Næstum kól i köldum stól karl með ról í þanka. Eftir jól, við Amarhól átti skjól í banka. Það passar bæði pent og flott að pólitískur flagari gefist upp og göslist brott og gerist blýantsnagari. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.