Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 14
14 enning FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Fimm góð ár í langri sögu Skírnis Nú er lokið kapítula i langri sögu Skímis, tímarits Hins íslenska bók- menntafélags. Skírnir er sem kunnugt er elsta tímarit á Norðurlöndum. Und- anfarin fimm ár hafa Jón Karl Helga- son og Róbert H. Haraldsson haldið um taumana og nýlega kom út sein- asta heftið undir stjórn þeirra. Bókmenntir Ármann Jakobsson Staða Skírnis er sterk þegar alda- mót nálgast. Tímaritið hefur haldið gildi sínu og er bæði sérfræðilegt og alhliða. Þá er útlit þess og umbrot jafnan vandað. Kápan sameinar hefð og nýmæli og er oftast aðlaðandi. Efnisvalið undir stjóm Róberts og Jóns Karls hefur einkennst af fjöl- breytni, metnaði og dirfsku. Enn er haldið í þá góðu hefð að hafa í tímarit- inu þrætubók þar sem vandamál sam- tímans era krufln eða greinum and- æft. Á hinn bóginn er stefna Skírnis í ritdómum óljós, þar eru birtir ritdóm- ar en erfitt er að skilja hvað ræður því um hvaða bækur er fjallað. Oft em ritdómar Skirnis þó gagnmerkir Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson ritstýra Skírni Efnisval þeirra hefur einkennst af metnaöi og dirfsku. og ná dýpt sem næst sjaldan í bókmenntaum- fjöllun hér á landi. Þar má nefna ítarlegan dóm Geirs Svanssonar um þrjár skáldsögur í haustheftinu 1998. Þjóðern- isumræð- an já- kvæð Eitt efni hefur einkum sett svip sinn á þessi ár sem Jón Karl og Róbert hafa stýrt Skími. í vorheftinu 1995 voru þrjár greinar um þjóðemi og árið 1999 tel ég sex greinar um þjóðemi og þjóðernis- stefnu í vor- og haustheftinu. Ekki hefur ár liðið svo að þjóðemi sé ekki til umræðu. Þessi umræða hefur stundum virst yfirþyrmandi en mér virðist niður- staðan sú að hún hafi verið jákvæð. Mikilvægt er að leyfa umræðu að ná dýpt og mörgum að koma að. Þjóðerni er í deiglunni um þessar mundir og framlag Skímis til skilnings á því hef- ur svo sannarlega skipt máli. Annað áberandi efni á þessum fimm ámm er íslensk menning er- lendis. Þannig em í þessum heftum tvær greinar um viðtökur íslenskra bókmennta í Rússlandi. Þá er þar grein um goðsögnina um ísland í Þýskalandi á fyrri hluta þessarar ald- ar og eins hefur verið fjallað um vest- ur-islenskar bókmenntir. í seinasta hefti er áhugaverð umræða um Vest- ur-íslendingana Stephan G. Stephans- son og Bill Holm í nýju samhengi. Rómantíkin rifjuð upp Þá hefur rómantík verið áberandi á þess- um fimm árrnn, birtar vom viðamiklar grein- ar um Jónas Hall- grímsson, Heine og hugtakið rómantík. Er- lendir fræðimenn hafa lagt nokkuð efni tU Skímis á þessum árum. Það er varla tU- vUjun að aUt gerist í senn: fjaUað sé um þjóðemi og stöðu ís- í síðasta sinn. iendinga í heiminum og um leið era kynnt sjónarmið erlendra fræðimanna um íslenskar bókmennt- ir. Og aUt i Skími. Hin seinustu ár hefur Skímir haft á sér heimspekUegan og fræðUegan blæ. Segja má að sú stefna hafi verið mörk- uð að gera málum skU á vísindalegan og heimspekUegan hátt. Brýn þörf er fyrir slík rit á þessari léttmetistíð. Stundum hefur þó borið á að greinar séu í lengsta lagi og snerpan kannski aðeins minni en mætti vera. Það er ástæða tU að þakka fyrir seinustu fimm árin í sögu Skímis. Rit- stjóramir hafa haldið vel á málum og staða þessa öldungs í íslenskri tíma- ritaútgáfu er styrk. Það verður gaman að fylgjast með Skími á næstu öld. Fallinn frá en verður samt í Cannes DV 1. vinningur: Bartok-sölumyndbandið og Anastasíu-sölumyndbandið saman í pakka ásamt talandi Bartok-brúðu. Linda Björk Jóhannsdóttir nr. 14620 2. vinningur: Bartok-sölumyndbandið ásamt talandi Bartok-brúðu. María Bjamadóttir nr. 11088 3. vinningur: 2 bíómiðar i Regnbogann á Lilla snilling sem frumsýnd var 26. desember ásamt talandi Bartok-brúðu. Jóhanna S. Sigurðardóttir nr. 15228 15 aukaverðlaun: talandi Bima Guðmundsdóttir Ása Guðrún Elísa B. Björgvinsdóttir Dísa Ragnheiður Heiðrún Þórðardóttir Elvar Ö. Guðmundsson Ólafúr I. Hansson Thelma R. Egilsdóttir Bima Ósk Þórunn B. Heimisdóttir Rakel Ó. Snorradóttir Hólmfríður Þórarinsdóttir Kristinn Gíslason Gunnar B. Ólafsson Stefanía Hnmd Bartok-brúður nr. 14872 nr. 9262 nr. 2248 nr. 13190 nr. 5833 nr. 6104 nr. 15651 nr. 6209 nr. 9800 nr. 12758 nr. 5951 nr. 14513 nr. 9863 nr. 14285 nr. 14779 S • K I F -A- N : Góða skemmtun! Krakkaklúbbur DV og Skífan þakka ykkur fyrir þátttökuna í Anastasíu og Bartok-leiknum. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Skömmu fyrir jól barst frönsku fréttastofunni AFP tilkynning frá frú Bresson um að eiginmað- ur hennar, kvikmynda- leikstjórinn Robert Bresson, hefði fallið frá þann 18. desember. Bresson var orðinn há- aldraður þegar hann lést, 98 ára gamall. Þrátt fyrir þennan aldur gerði hann aðeins þrettán kvik- myndir, enda kominn yfir fertugt þegar sú fyrsta, Syndaenglar (Les Anges du péché, 1943) leit dagsins ljós. Sú síðasta hét Peningar (L’Argent) og var frumsýnd í Frakk- landi árið 1983. Þó afköstin hafi ekki verið mikil telst Bresson til mestu kvikmyndaleik- stjóra sem uppi hafa ver- ið. Áhrifa hans hefur ekki síst gætt í heima- landinu, þar sem skoðan- ir hans settu sterk mörk Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1981-l.fl. 25.01.00-25.01.01 kx. 316.927,00 1986-l.fl. B 10.01.00- 10.07.00 kr. 28.086,50 < 1989-1.fl. A 2,5 ár 10.01.00- 10.01.01 kr. 26.462,60 o 1989-2.fl. A 10 ár 15.01.00- 15.01.01 kr. 23.943,80 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. desember 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS Kvikmyndaleikstjórinn Robert Bresson haföi mikii áhrif á frönsku nýbylgjuna. á frönsku nýbylgjuna sem og á franska kvikmyndagagnrýnendur - sem á sjöunda áratugnum voru gjaman hinir einu og sömu. Hjá þeim Frökkum sem vilja halda kvik- myndagerð á lofti sem listgrein svíf- ur andi Bressons enn yfir vötnum. Líkt og hann gera þeir greinarmun á kvikmyndagerð og því sem læri- meistarinn kallaði bíó. „Það eru til tvær tegundir kvikmynda," skrifaði Bresson. „Önnur styðst við leikhús- ið og notar kvikmyndavélina til að endurgera; hin notar miðil kvik- myndagerðarinnar, kvikmynda- tökuvélina, til að skapa.“ Einfald- leikinn sem mörgum hefur þótt ein- kenna myndir Bressons era í raun niðurstaða þrotlausrar nákvæmnis- vinnu listamanns, sem lét ekkert í kvikmyndatökunni vera tilviljun. Þekktustu myndir Bressons eru án efa Dömurnar í Boulogne-skógi (Les Dames du bois de Boulogne, 1945), Dagbók sveitarprests (Joumal d’un curé de campagne, 1951), Rétt- arhöldin yfir Jóhönnu af Örk (Le Procés de Jeanne d’Arc, 1962) og Láttu tilviljun ráða Baltasar (Au hasarad Balthazar, 1966). Forráða- menn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes höfðu ákveðið áður en Ro- bert Bresson lést að heiðra hann á næstu hátíð, sem hefst i maí árið 2000, með yfirlitssýningu á kvik- myndum hans. Brjáluð ást í Kaffi- leikhúsinu Ungir tónlistarmenn við nám í Þýskalandi og Belgíu hafa stofnað hljómsveit sem þeir kenna við salon, upp á frönsku eða kannski belgísku. Því er líklega við hæfi að bera íranska nafnið L’amour fou, sem á ís- lensku útleggst Brjáluð ást. Hljómsveitin debúterar í KafFi- leikhúsinu í kvöld klukkan 21 á tónleikum sem byggðir verða upp á skemmtitónlist frá fyrri hluta aldarinnar. Tangó, kvik- myndatónlist og nokkur vel val- in íslensk dægurlög eftir Sigfús Halldórsson, Ladda og 12. sept- ember í nýjum útsetningum Hrafnkels Orra Egilssonar fá einnig að fljóta með. Hrafnkell Orri er sellóleikari L’amour fou, sem einnig er skipuð Hrafnhildi Atladóttur fiðlu, Guðrúnu Hrund Harðardóttur víólu, Borgari Magnasyni kontrabassa og Sezi Seskir pí- anó. Níutíu Evrópuraddir | halda bænastund | með biskupi Kórinn Raddir Evrópu og söngkonan Björk koma fram í fyrsta skipti á gamlársdag und- ir stjóm Þorgerðar Ingólfsdótt- Iur þegar þau syngja í beinni al- þjóðlegri sjónvarpsútsendingu frá Hallgrímskirkju. Kórinn kemur aftur fram um kvöldið Ifyrir útvalda gesti í Perlunni í tilefni af þvi að Reykjavík tekur 1 við titlinum Menningarborg | Evrópu árið 2000. Þá mun kór- | inn flytja tvö lög Bjarkar og ÍEvrópurapp eftir Atla Heimi Sveinsson sem einnig hefur § gert útsetningar af lögum söng- konunnar fyrir kórinn. Almenningur fær ekki að vera viðstaddur 1 tónleikana sem I verður sjónvarp- Iað frá Hallgríms- kirkju. Öllum er hins vegar frjálst að mæta í bæna- stund fyrir friði, leidda af Karli Sigubjömssyni biskupi íslands og Röddum Evrópu, i Hallgrímskirkju á ný- Iársdag klukkan 17. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta hlustað á beina útvarpsútsend- ingu. Raddir Evrópu og Björk koma næst fram á íslandi 26. og I 27. ágúst áður en þau halda í : tónleikaferð til hinna menning- * arborga Evrópu árið 2000. Kór- • inn er skipaður 90 ungmennum s á aldrinum 16-23 ára og koma ( tíu frá hverri borg. Raddir Evr- ópu er stærsta sameiginlega verkefni menningarborga Evr- | ópu árið 2000 og var fyrst til að hljóta Millenium-styrk Evrópu- sambandsins, sem veita á til | ýmissa verkefna innan sam- I bandsins. 100 ár í Iðnó Þeir sem vilja feta í spor feðr- í anna í upphafi nýs árs geta gert það með því að bregða sér á dansleik í Iðnó á nýárskvöld. Þar var síðast haldinn alda- mótadansleikur 1. janúar árið ; 1900. Iðnó vill viðhalda hefðinni nú með því að gefa borgarbúum kost á að dansa aftur inn í nýja öld og um leið inn í nýtt árþús- j und. Miöi á aldamótaherleg- heitin með drykk kostar 5.000 1 krónur. Umsjón Margrét Elísabet Ólafsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.