Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 20
48 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Sviðsljós Jodie Foster vill ekki láta eta sig Jodie Foster hefur afþakkaö hlutverk i framhaldsmyndinni um Hannibal Lecter, mannætuna ógurlegu úr kvikmyndinni Lömb- in þagna. Þar lék Jodie hlutverk FBI-rannsóknarlögreglukonu og fékk óskarsverðlaun fyrir. Ekki er ljóst hvort sá ágæti Anthony Hopkins mun taka að sér hlutverk Hannibals í fram- haldsmyndinni. Einhveiju sinni aftók hann það með öllu en nú ku hann vilja sjá lokahandritið. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort Jodie myndi slá til einu sinni enn. Sögur voru á kreiki um að FBI-konan yrði mannætunni að bráð. Leikkonan og söngkonan Jennifer Lopez kunni illa vistinní hjá lögregl- unni á Manhattan þar sem henni var haldiö í fjórtán klukkutíma í kjölfar skotárásar á næturklúbbi. alveg æf yfir öllu sem hafði gerst,“ sagði heimildarmaður innan lögregl- unnar við æsiblaðið New York Daily News. Farðirm rann i stríðum straumum niður andlit leikkonunnar og hún liktist ekki mjög konunni sem við þekkjum af hvíta tjaldinu, konunni sem var kjörin kynþokkafyllst allra ekki alls fyrir löngu. Jennifer slapp með skrekkinn því lögreglan lét hana lausa eftir yfir- heyrslur og saksóknari ákvað að ákæra hana ekki. Ástmaðurinn var ekki jafnheppinn því hann var ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð og á yfir höfði sér fimmtán ára fang- elsi. Lögreglan fann nefhilega fret- hólk í bíl skötuhjúanna þegar tókst loks að stöðva þau eftir æsilegan elt- ingaleik um götur Manhattan. Puffy, eins og ástmaðurinn er líka kallaður, þvertekur fyrir að eiga Víst má telja aö dýravinir hafi ekki veríö yfir sig hrifnir af þessum furöuhatti sem franska tískuhúsiö Dior kynnti ■ sumar. Eins og sjá má eru bæði refur og kanína í hattinum sem borinn var viö buxnadragt og leðurtopp á sýning- unni í París. Fatnaður þessi var hluti haust- og vetraríínu Dior. Gwyneth með Ben í réttarsal Enn velta menn fyrir sér hvort þau Gwyneth Paltrow og Ben Affleck séu enn saman. Sumir telja að svo sé og benda á því til sönnunar að Gwyneth hafi fylgt Ben í réttarsal í Massachusetts á dögunum. Leik- arinn hafði verið þangað kvadd- ur til að svara til saka fyrir að aka of hratt og með útrunnið ökuskírteini í þokkabót. Reyndar var full ástæða fyrir Gwyneth að sýna stuðning sinn í verki því fyrrum, og kannski nú- verandi, ástmaður hennar var einmitt á leið að horfa á hana í leikriti eftir Shakespeare þegar löggan gómaði hann. Hvað um það. Gwyneth og Ben mættu snemma í réttarsalinn og greiddu sekt upp á átta þúsund krónur. Að því loknu leyfðu þau myndatökur og spjölluðu við starfsfólk réttarins. Don Johnson og frú orðin léttari Eiginkona rosatöffarans Dons Johnsons ól bónda sínum frum- burð þeirra á sjúkrahúsi í Los Angeles á þriðjudag. Stúlkubam var það og var gefið nöfnin Atherton Grace. Móður og dóttur heilsast vel. Don er fimmtugur en eigin- konan, Kelley, er ekki nema þrí- tug. Hún er leikskólakennari í San Francisco og fyrrum glæsi- ungmey. Þau gengú í hjónaband á síðasta ári. Aumingja Jennifer Lopez hefur sjálfsagt haldið að þetta væri sitt síð- asta. Leikkonan kynþokkafulla há- grét í fjórtán tíma yfirheyrslum og aumri vist hjá lögreglunni í New York um daginn, eftir að hún og ást- maður hennar, rapparinn Puff Daddy, voru handtekin í kjölfar skotárásar á næturklúbbi í borginni. Löggan tók fingrafor Jennifer og læsti hana inni í einsmannsklefa þar sem hún var handjámuð og hlekkjuð við bekk. „Hún bara grét og grét. Hún var nokkurt vopn og segist aldrei bera forsendum," sagði Puffy við frétta- slík tól. „Ákæran er byggð á folskum menn í New York. Jennifer Lopez hágrét í fjórtán tíma martröð: Handjárnuð og hlekkjuð í klefa Fjárfesting í hlutabréfasjóöum Landsbréfa fyrir áramót tryggir allt að 61.344 kr. skattaafslátt. Hlutabréfasjóðir Landsbréfa eru íslenski hlutabréfasjóðurinn og íslenski fjársjóðurinn. Ávöxtun frá áramótum* íslenski hlutabréfasjóðurinn 25,3% íslenski fjársjóðurinn 23,4% Leiðin til skattaafsláttar um áramótin liggur um Landsbréf eða næsta Landsbanka. Landsbanki Islands LANDSBRÉF flP' Sf 3 wmmmm^ £gl W m % m m H jp ^m frá t. janúaí 1999 * *• desembec 1999.* Tónleikaárið 1999: Stónsarar höl- uðu mest inn íslandsvinurinn Mick Jagger og félag- ar hans í Rolling Stones rokksveitinni höluðu inn mest allra tónlistarmanna sem lögðu upp í hljóm- leikaferðir um Banda- ríkin á árinu sem er að líða. Stónsaramir fengu tæpar 65 millj- ónir dollara í kass- ann, að því er útreikn- ingar herma. Næstur á eftir Stóns kom annar skallapoppari, amerískur að vísu, bossinn Bruce Springsteen. Hann halaði inn rúmri 61 milljón dollara á spiliríi sínu og E-götu sveitarinnar. Það er ekki sist þessum lifseigu öld- imgum að þakka að miðar á tónleika í Bandaríkjunum á ár- inu seldust fyrir 1,5 milljarða dollara. Það jafhgildir rúmum eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. í þriðja sæti var unglingasveitin ‘N Sync. Miðar á tónleika þeirra seld- ust fyrir rúma 51 milljón dollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.