Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 43 Fréttir Seldu rækju og harðfisk I nafni Hjálparstarfs kirkjunnar: Fisksalar undir fölsku flaggi - þóttust vera að selja fyrir veik börn í útlöndum DV, Suðurlandi: „Það bankaði maður upp á hjá okkur í fyrrakvöld og spurði hvort ég vildi ekki kaupa rækju af sér. Ég sagðist ekki borða rækju en þá spurði hann „En harðfisk? Ég er með alveg úrvalsgóöan harðfisk, steinbíturinn er til dæmis ekki full- harðnaður.“ Hann sagðist selja vöruna á veg- um Hjálparstarfs kirkjunnar og vera safna fyrir veik böm í útlönd- um. Reyndar sagöi hann fyrst Hjálp- arstofnun kirkjunnar. Það vakti grunsemdir hjá mér svo ég hringdi í GSM-númer hjá Biskupsstofu og lét þá vita af þessu. Þar könnuðust menn ekkert við að nokkur væri að selja á þeirra vegum,“ sagði árvökul húsmóðir í Biskupstungum, sem lét vita af óprúttnum sölumönnum þar í sveit, við ÐV. Konunni fannst sölumennirnir vera frekar tortryggilegir og ólík- legt að ferðir þeirra væru þess er- indis sem þeir sögðu þær vera. „Það er algengt að bankað sé upp á hjá okkur til að selja eitthvað en þá eru sölumennimir yfirleitt með eitt- hvað sem sannar erindi þeirra. Þessir vom öðruvísi en venjulegir sölumenn. Það var eins og erindið stæði í þeim. Þeir voru tveir í bíln- um, rauðum Toyota-jeppa, sem var ábyggilega bremsulaus eftir akst- urslaginu að dæma. Þegar þeir fóru héðan sá ég að þeir héldu að næsta bæ þar sem eldri maður býr. Ég hringdi strax í hann og sagði hon- um grun minn. Þeir komu hingað ofan úr sveit, ég hef ekki heyrt hvort þeir hafa verið að selja þar en það er ekki ólíklegt," sagði húsmóð- irin. „Við bmgðumst skjótt við eftir að fengum upphringingu um menn sem voru við sölumennsku og kváð- Útskrifaöir nemendur frá FVA ásamt Þóri Ólafssyni skólastjóra og Herði Ó. Helgasyni aðstoöarskólastjóra. DV-mynd Daníel Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi: Brautskráir 41 nemenda DV, Akranesi: Laugardaginn 18. desember fór fram brautskráning nemenda í FVA á haustönn 1999. Brautskráður var 41 nemandi: 34 stúdentar, 3 nemend- ur i rafvirkjun, 2 nemendur í vél- smiði, 1 nemandi af uppeldisbraut og 1 nemandi í rafsuðu. Margir nemendanna náðu af- bragsgóðum námsárangri og hlutu ýmsar viðurkenningar fyrir. Viður- kenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi hlaut Gauti Jóhannes- son en námsárangur hans var sér- lega glæsilegur. Gauti hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan náms- árangur í raungreinum, íslensku, sögu og stærðfræði. Veitt voru verð- laun úr minningarsjóði Þorvalds Þorvaldssonar, fyrrum kennara skólans. Verðlaunin hlaut Unnar Bachmann fyrir framúrskarandi ár- angur í stærðfræði og eðlisfræði. Hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í nátt- úrufræði, sögu, tölvufræði og þýsku. Anna Berglind Halldórsdótt- ir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan árangur í stærðfræði, þýsku og í viðskiptagreinum. Ingibjörg Gests- dóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í dönsku. Sigrún Halla Gísladóttir hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í eðlis- fræði, efnafræði, líffræði, stærð- fræði, þýsku og viðskiptagreinum. Valþór Ásgrímsson hlaut viður- kenningu fyrir ágætan árangur í ensku, frönsku, raungreinum og stærðíræði. Þóra Björg Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur i íslensku, dönsku, ensku og þýsku. Loks hlaut Þór- bergur Guðjónsson viðurkenningu fyrir ágætan árangur í dönsku, stærðfræði og viðskiptagreinum. Verslunarmannafélag Akraness gaf verðlaunin fyrir námsárangur í við- skiptagreinum. -DVÓ SigluQörður: Ný gjafavöruverslun „Ég fékk hugmyndina að setja upp gjafavöruverslun seint í sumar. Þá var þetta húsnæði að losna og mér fannst það passa ágætlega án telj- andi breytinga fyrir litla verslun og lét verða af þessu. Ég opnaði í lok október og get ekki annað en verið mjög ánægð með viðtökur bæjar- búa,“ sagði Kolbrún Gunnarsdóttir. eigandi gjafavöruverslunarinnar Moniku á Siglufirði. Verslunin er við aðalgötuna í bænum og er með mikið úrval af gjafavöru sem er sér- lega smekklega fyrir komið í litlu en vinalegu húsnæði. Gjöfum er pakk- að inn eftir óskum viðskiptavina. Einnig eru þarna á boðstólum ýms- ar tegundir af te og kaffi. -ÖÞ Kolbrún Gunnarsdóttir, eigandi Moniku, fékk hugmyndina í sumar og hikaöi ekki. ust vera frá Hjálparstarfi kirkjunn- ar. Við sendum út tilkynningu um að það væri enginn á okkar vegum að selja á þessu svæði,“ sagði Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, við DV vegna þessa máls. Jónas sagði að því miður væri oft verið að nota vel- vild fólks til Hjálparstarfs kirkjunn- ar í óheiðarlegum tilgangi. „Við ráðleggjum fólki að fara var- lega þegar bankað er upp á hjá því og menn segjast vera frá einhverj- um góðgerðarsamtökum að selja einhverja hluti. Það á að spyija þá að nafni eða fá að sjá einhverja pappíra upp á erindið. Ábyrgar stofnanir fara heldur ekki út í svona sölu án þess að kynna það vel fyrst. Ef einhverjir eru að selja í okkar nafni þá eru þeir vel merktir, með merkta vöru og hafa skilríki upp á að þeir séu að selja fyrir okk- ur,“ sagði Jónas Þórir. Hann sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hann heyrði af sviksemi sem þess- ari rétt fyrir jól. -NH Gefum okkur öllum betri framtíd Ert þú aflögufær? fyiit þiit htutskipti vr' 'IT IL / 'Mi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.