Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Skólastjóraátökin í Tónlistarskóla Garöabæjar: Draumurinn sem varð að martröð - segir yfirkennarinn sem gengur út 1. janúar „Maöur er búinn að berjast harðri baráttu fyrir nýbyggingu tónlistarskólans í ellefu ár. Svo loksins þegar draumurinn rætist verður hann að martröð," sagði Smári Ólason, yflrkennari Tónlist- arskóla Garðabæjar, vegna átaka um ráðningar í starf skólastjóra við skólann. Skólanefnd hafði talið Smára hæfastan í umsögn sinni. Hann kvaðst ekki fá skýringu á hvaöa ástæður lægju að baki ákvörðunar bæjarstjómar um að ráða Agnesi Löve í starfið. Hann kvaðst því myndu ganga út 1. jan- úar nk. „Það hljóta einhverjar upplýs- ingar að liggja fyrir bæjarstjómar- fulltrúum sem ég fæ ekki að vita um, eitthvað sem þolir ekki dags- ins ljós. Það hlýtur eitthvað að hafa verið sagt sem gerir það að verkum að ég er ekki talinn æski- legur, eitthvaö sem ekki er í mín- um gögnum og ekki hjá skóla- nefnd,“ sagði Smári. Aðspurður hvort ágreiningur hefði verið með honum og bæjar- stjóm kvað hann svo ekki vera. Hins vegar hefðu hann og skóla- stjórinn, annars vegar og bæjar- stjóri hins vegar tekist hart á um stærð tónlistarskólans þegar hann var byggður fyrir tveimur árum. Bæjarstjóri hefði viijað minnka húsið frá því er teikningar gerðu ráð fyrir en þeir ekki viljað gefa það eftir. Sú afstaða hefði verið mótuð með tillitit til faglegra sjón- armiða. „Ég er gjörsamlega miður mín vegna þessa máls og i hvaða farveg það er komið,“ sagði Smári. „Þetta er verulega slæmt fyrir skólann." Smári kvaðst hafa vitneskju um að gögn sem hann hefði látið fylgja umsókninni hefðu aldrei verið lögð fyrir vinnunefnd, skólanefnd, bæjarráð né bæjarstjóm. Þar hafi verið um að ræöa meðmæli og önnur gögn. „Hvað sem veldur þá er þetta ótrúlegt klúður,“ sagði Smári. „Mér skilst að meðmæli annarra hafi verið ljósrituð bak og fyrir og dreift með umsóknunum." Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri sagði að niðurstaða í málinu væri óbreytt. Menn teldu sig hafa tekið rétta ákvörðun. Bæjarstjóri kvaðst þess fullviss að bæjarfull- trúar hefðu aflað sér itarlegra upp- Kennarar tónlistarskólans samþykktu á fundi sínum í gærkvöld ytirlýsingu þar sem fariö er fram á aö starf skólastjóra veröi auglýst upp á nýtt. Einnig vilja þeir aö formgalli í meöferö umsókna veröi rannsakaöur. lýsinga og metið umrædda ráðn- ingu sem rétta ákvörðun út frá heildarhagsmun- um bæjarins og skólans. „Þetta tengist m.a. stöðu skól- ans í þessu bæj- arsamfélagi, samstarfi tónlist- arskóla og grunnskóla. Menn sjá fram á endurskipulagningu á starfi tón- listarskólans á grundvelli nýrrar aðalnámskrár. Bæjarstjóm var sammála að fá utanaðkomandi að- Ua að þessu verkefni og var sam- mála um að Agnes Löve væri best tU þess falllin. Hún hefur bæði far- sæla reynslu sem skólastjóri og tónlistarmaöur." Hvað varðaði samskipti við yfir- kennarann sagði bæjarstjóri að því væri ekki að leyna að upp hefði komið ágreiningur um málefni skólans á undanfomum árum sem ekki hefði farið hátt. -JSS Björk var kjörin tónlistarmaöur aldarinnar viö mikinn fögnuö áheyrenda í gærkvöld. Björk tónlistarmaður aldarinnar Björk Guömundsdóttir og Bubbi Morthens voru sigurvegarar kvöldsins í gær þegar veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur tónlistarmanna á öld- inni á aldamótaveislu í Háskólabíói. Björk var valin tónlistarmaður aldar- innar og jafnfram besta söngkonan á öldinni. Bubbi var valinn rokkari ald- arinnar og gamla hljómsveitin hans, Utangarðsmenn, var valin rokkhljóm- sveit aldarinnar. Plata aldarinnar var Lifun með hljómsveitinni Trúbrot en besta lagið var valið Vegir liggja tU allra átta eftir Sigfús HaUdórsson. VU- hjálmur Vilhjálmsson var valinn söngvari aldarinnar og Stuðmenn voru að lokum valdir ballhljómsveit aldar- innar. „Við þökkum öUum sem komu og lögðu góðu málefni lið.“ sagði Einar Bárðarson sem stjórnaði skemmtuninni sem nú var haldin annað árið í röð. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kom ffam í Háskólabíói og var kvöldið vel heppnað enda húsfyUir. Það voru DV, VífilfeU, ÍÚ, Háskólabíó og Hard Rock sem stóðu að Aldamótaveislunni en aUur ágóði rann tU Styrktarfélags krabbameinssjúkra bama og Um- hyggju. Að sögn Einars Bárðarsonar náðist það takmark sem sett var, tvær miUjónir króna söfnuðust og renna þær óskiptar tU samtakanna. -hdm Útvarpskona hvatti aöra til að eignast aldamótabarn: Tók starfiö alvarlega og varð sjálf ófrísk „Ég tók vinnuna svo bókstaflega að ég varð sjáU' ólétt,“ segir úvarpskon- an Hulda Bjarnadóttú sem staðið hef- ur fyrir kappleik um áramótabarnið. Starfsmenn Fíns Miðils gerðu sér að leik að reikna út hvenær geta ætti áramótabamið og stóðu fyrir léttum leik með hlustendum sínum hver myndi eignast annað barnið á öld- inni. Samkvæmt útreikningum hefði getnaður átt að eiga sér stað 9. aprU. Eflaust hafa fleúi reiknað út hvenær Hulda Bjarnadóttir berar bumbuna en allt viröist stefna aö því aö hún hljóti vinninginn í eigin leik. DV-mynd Pjetur getnaður ætti að eiga sér stað til að fæða bamið í byrjun ársins 2000 enda ekki amalegt að eiga afmælisdaginn 01/01/00. Vinningurinn í leiknum er glæsUegur en m.a. fær annað barnið á öldinni birgðir af barnamat og bleium, auk þess að fá utanlandsferð fyrir sig og foreldra sína. „Við leigðum hótelherbergi fyrú eitt parið. Þeim varð að ósk sinni og stúlkan varð ólétt en málið var að ég varð það líka,“ sagði Hulda hlæjandi í samtali við DV í gær. Barnið henn- ar Huldu átti samkvæmt úúeikning- um að vera komið í heiminn en það lætur bíða eftir sér. „Ég er að springa og var að koma úr skoðun en ekkert gerist. Ég hef reynt að gera ýmislegt og tekið mér hressUegar gönguferðir upp og niður Laugaveginn án árang- urs,“ segir Hulda. En er ekki tU mikUs að vinna að halda baminu nokkrum dögum leng- ur? „Það er rosaleg pressa á mér að halda í mér. Ég myndi gera aUt vit- laust á vinnustaðnum ef ég ætti ann- að bamið á árinu en samkvæmt vinnureglum ætti það ekki að gerast að ég hlyti vinninginn. En þetta er fyrsta barnið mitt og því ekki ólíklegt að ég gangi með einhverja daga fram yfir áætlaðan fæðingardag," segú Hulda. Sjávarútvegsrisi Eitt alúa öfl- ugasta sjávarút- vegsfyrirtæki heims varð til í gær með sam- runa Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda og íslenskra sjáv- arafúrða. Nýja félagið heitú SÍF hf. Fjarnám Undúritaður hefúr verið samning- ur mUIi Háskólans á Akureyri, Mið- stöðvar símenntunar á Suðumesjum og HeUbrigðisstofnunar Suðumesja um fjamám í hjúkrunarúæði á Reykjanesi. Dagur greindi frá. Aukið verðmæti Verðmæti fyrútækja á Verðbréfa- þingi íslands hefur aukist um 100 milljarða á árinu. RÚV greindi frá. Falskar forsendur Sýknudómur Hæstaréttar, þar sem faðú var sýknaður af að hafa beitt dóttur sína kynferðislegu of- beldi, byggú á fólskum forsendum, að sögn Boga Andersen, sérfræðings í sameindaerfðafræði og lyflæknis- fræði við læknadeUd Kalifomíuhá- skóla i San Diego. RÚV greindi frá. Methalli AUt stefnú nú í að góðærið 1999 verði gert upp með meúi viðskipta- halla en nokkru sinni síðan 1982 og tvöfalt meúi en meðalhaUa síðustu þriggja áratuga. Samkvæmt Hagvís- um Þjóðhagsstofhunar stefnú í 38 mUljarða haUa á utanrikisviðskipt- um á þessu ári. Dagur greindi frá. Fá háskólapróf Samkvæmt könnun sem Dagur segú frá hafa einungis um 1 af hverjum 10 starfsmönnum fyrú- tækja innan Samtaka iðnaðarins lokið háskólaprófi. Á vaktinni 2000 nefndin, sem Haukur Ingi- bergsson veitú formennsku, verður á vakt fyrstu viku nýs árs og mun fylgj- ast grannt með gangi mála. Vökt- un neöidarinnar stendur frá klukk- an 11 þann 31. desember 1999 tU klukkan 16 þann 7. janúar. Orkurisi Um áramót verður tU orkurisi í Reykjavík en þá sameinast vatns- veitan og Orkuveita Reykjavíkur. Salmonella drepur SalmoneUusýking hefúr drepið þrjú hross á bænum Vetleifsholti í Ásahreppi í RangárvaUasýslu. Óheimil skerðing Héraðsdómur Reykjavikur komst að þeúri niðurstöðu að ríkinu hefði verið óheimUt að skerða örorkubæt- ur vegna tekna maka. Fær heiðursverðlaun Hermann Pálsson prófessor hlýt- ur árleg heiðursverðláun verðlauna- sjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright. Rannsaka öldrun Rannsóknarstofa Háskóla íslands og Sjúkrahúss Reykjavíkur í öldrun- arfræðum verður formlega opnuð í dag. Mbl. greindi frá. 19-20 breytt Fréttaþættmum 19-20 á Stöð 2 verður breytt um áramót. Fréttatím- ar kvöldsins verða þrú, kl. 18.55, 19.30 og 20. Ást og friður Samemuðu þjóðúnar hafa útnefht árið 2000 ár friðarmenn- ingar að frum- kvæði Friðar 2000, ef marka má opið bréf sem Ástþór Magnús- son hefur sent Davíð Oddssyni for- sætisráðherra af þessu tilefni. Mikið sprengt Bæði menn og skepnur hafa orðið fyrir ónæði af völdum ótimabærra áramótasprenginga undanfarin kvöld. -hlh -hól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.