Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Stríðsástand í umferðinni Ástandi í umferðarmálum hér á landi má líkja við stríðsástand. Árekstrum og umferðarslysum hefur fjölgað mjög á árinu sem nú er að líða. Nærri lætur að um þrjá- tíu þúsund bílar hafi skemmst á þessu ári. Til loka nóv- ember bárust tryggingafélögunum tilkynningar um 26.900 skemmda bíla. Þetta þýðir að nær 2500 bílar skemmast í árekstrum og öðrum umferðarslysum og -óhöppum í hverjum mánuði. Aukningin milli ára nemur nærri 19 prósentum. í frétt Sjónvarpsins skömmu fyrir jól kom fram að stöðugt hef- ur sigið á ógæfuhliðina í þessum efnum frá árinu 1993 en keyrt um þverbak síðustu ár. Tölur nú sýna að um 15 pró- sent bílaflotans hafa skemmst að meira eða minna leyti á þessu ári. Dæmin sanna að því fylgir vaxandi ógn að hætta sér út á göturnar. Það er nánast eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu. í fyrrgreindri frétt sagði Hjálmar Sigþórsson, deildar- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, að tíðni tjóna ykist í takt við uppsveiflu í þjóðfélaginu. Fjöldi nýrra bíla er í umferðinni og ljóst að gatnakerfið ræður ekki við hina gríðarlegu umferð. Frá sjónarhóli tryggingafélaganna er þróunin afleit enda eru nýju bílamir verðmætari en aðr- ir. Hver skemmdur bíll kostar því tryggingafélög og eig- endur meira en áður. Það sem alvarlegast er við þetta ástand eru slys á fólki, miski, örkuml og jafnvel dauði. Fleiri hafa slasast í um- ferðinni á þessu ári en í fyrra þótt slysum á fólki hafi ekki fjölgað hlutfallslega eins mikið og tjónum á bílum. Deildarstjóri tryggingafélagsins bendir á að óhöppum hafi fjölgað meira en bílum á götunum. Því komi fleira til. Hann bendir meðal annars á aukið stress í samfélag- inu og meiri hraða. Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi nýlega skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 1998. Þar kom fram að banaslys í umferðinni það ár voru 27 sem er óvenjumikið. Skýrsla nefndarinnar sýnir að ungir ökumenn áttu oft þátt i þessum slysum. í gögnum hennar kemur og fram að ónóg notkun bílbelta og akstur undir áhrifum áfengis eru helstu orsakir banaslysanna. Stríðsástandið á götunum á sér margar skýringar. Meðal þeirra eru þær að ungir ökumenn, þeir sem flest- um slysunum valda, hefja aksturinn án nægilegs undir- búnings. Þeir gera sér ekki nægilega grein fyrir þeirri ábyrgð sem akstrinum fylgir. Sífellt fleiri bílar kalla á bætt gatna- og vegakerfi. Þótt flest banaslys verði í dreif- býli, eða ríflega 80 prósent á síðasta ári, hefur þó orðið bót á vegakerfi þar. Bundnu slitlagi fylgir samt aukinn hraði og einbreiðar brýr eru hættulegar. Ungir ökumenn kunna ekki að bregðast við beri eitthvað út af við akstur í lausamöl. Almennasti vandinn er þó á götum þéttbýlisins á höf- uðborgarsvæðinu. Gatnakerfið þar er löngu sprungið og þolir ekki bílafjöldann. Því er varhugavert að skera nið- ur þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru til bótar á þessu svæði. Samfélagið finnur verulega fyrir hinu efna- hagslega tjóni sem verður vegna ástandsins í umferðinni. Það ástand er algerlega ólíðandi. Rannsóknamefndin leggur til aukið eftirlit lögreglu með umferðarlagabrotum og að kannað verði hvort rétt sé að herða viðurlög. Það er vert skoðunar en aðalatriðið er bætt aðstaða til aksturs, betri kennsla ungmenna, auk- in fræðsla og áróður og síðast en ekki síst breytt hugar- far ökumanna. Þeir eru með drápstól í höndunum og verða að hegða sér samkvæmt því. Jónas Haraldsson „Eins var þetta um síöustu aldamót: framfarir, vísindi og siömenning sóttu fram og gullöld í vændum." anverðri Hverfisgötu. Hesturinn þarfasti þjónninn á götum Reykjavíkur. - A inn- Spáð í spilin sprengjur um allan hnött, ekki aðeins í kjarnaofnum sem bila eins og i Tsjernobyl heldur og með eitri í mold og vatni og lofti. Hrikalegar þverstæður Lífsháskinn var aldrei langt undan á tuttug- ustu öld og hann hopar ekki á nýrri öid. Þver- stæðurnar eru hrikaleg- ar sem fyrr. Þau vísindi sem einna hæst láta, erfðavísindin, lofa merkum lyfjum og mannkynsbótum og draga um leið með sér „Við þessar aðstæður verður margt tal um lýðræði og frelsi að hræsni, að meinlegu háði og blá- eyg bjartsýni blátt áfram hættu- leg. Og þó þarf vitaskuld að bjarga því sem bjargað verður af frelsinu og lýðræðinu og fram- förum sem rísa verða af erfið- ustu byltingu í viðhorfum sem hugast getur.u Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur Það má sanna að aldamót standi ekki fyrir dyrum, samt ætla þjóðirn- ar að láta sem nýtt árþúsund sé aö byrja og þá það. Allir spá í spilin við tímamót og það er mikið um bjart- sýnar ræður: lýð- ræðið, markaðsbú- skapurinn og þekk- ingin munu sigur- sæl og leysa flestan vanda. Öld ofbeldis Eins var þetta um síðustu alda- mót: framfarir, vís- indi og siðmenning sóttu fram og gullöld í vændum. En það var þá að íslenskur skáld- bóndi i Vestur- heimi, Stephan G., kvaðst orðinn þreyttur á heimin- um enda væri öld ofbeldis að ríða í garð. Hann var sannspár: Sið- menningarstór- veldin steyptu sér í heimskulegt blóð- bað heimsstyrjaldar fjórtán árum síðar. Allt orkaði tvímælis. Þjóðernishyggjan efldi þjóðir, ekki síst þær smærri, til að láta að sér kveða, til að sækja sinn rétt og vinna menningarafrek eins og við íslendingar gerðum - en sú sama þjóðemishyggja gat einnig af sér Hitler og Auschwitz. Sósíalisminn rétti hlut fátækra manna, gat af sér bæði verklýðshreyfmgu og vel- feröarrríki - en einnig Stalín og Gúlagið. Vísindin og dóttir þeirra tæknin gáfu okkur penisillínið, flugið, tölvuna og önnur undur - en einnig Hiroshíma; þær hlóðu tíma- miklar líkur á líffræðilegum stór- slysum i erfðabreyttum jurtum og dýrum. Markaðsstjórar lofa allsnægtum en skjóta sér með fláttskap undan kröfum um sjálf- bæra þróun - þ.e. kröfu um að sú staðreynd sé virt í verki að auð- lindir heims eru takmarkaðar, ekki síst þær sem taldar voru sjálf- gefnar: mold, vatn, loft. Tæknin og markaðsbúskapurinn sameinast um að gera mennina óþarfa sem vinnuafl. Fjöldaupp- sagnir í nafni „samkeppnisstöðu á alþjóðamarkaði" eru daglegt hrauð, sjö af hverjum tíu nýjum störfum sem til verða í helstu iðnríkjum Evrópu eru láglaunuð hlutastörf án rétts til orlofs eða eftirlauna. Um leið er heimtað að allir vinni og hafi tekjur til að geta keypt á mark- aði - og þeir atvinnulausu og fá- tæku svo niðurlægðir með því að kenna þeim sjálfum um hve illa er fyrir þeim komið. Lýðræði er lofað - en þó enn meir sú hnattvæðing sem lamar lýðræðið: Jafnt og þétt er dregið úr möguleikum kjörirma fulltrúa lýðræðis á þingum þjóð- rikja og gildi stjórnmála yfir höfuð með því að færa vald yfir á yfir- þjóðlegar stofanir eins og Alþjóða- viðskiptaráðið WTO. Púður til sprenginga Almenningur ræður engu um það hvað gerist á þeim vettvangi: þar ráða þeir sem stýra fjárfest- ingum og risafyrirtækjum heims- ins, fulltrúar svo sem eins pró- sents af mannfólkinu. Oddvitar voldugasta ríkis heims, Bandaríkj- anna, tala klökkir um „alþjóða- samfélagið" sem eigi aö lúta al- mennum reglum, bæði um við- skipti og mannréttindi - en sjálfir áskilja Bandaríkjamenn sér rétt til að virða eða hunsa sáttmála jafnt um mengun, verslun og kvenréttindi eftir því sem þeim þóknast. í öllu þessu er púður til spreng- inga, tilefni grimmra átaka. Við þessar aðstæður verður margt tal um lýöræði og frelsi að hræsni, að meinlegu háði og bláeyg bjartsýni blátt áfram hættuleg. Og þó þarf vitaskuld að bjarga því sem bjarg- að verður af frelsinu og lýðræðinu og framförum sem rísa verða af erfiðustu byltingu í viðhorfum sem hugast getur. Byltingu sem hafnar sjálfvirkum formúlum eins og „meira er betra“ og „hvenær hefur ekki allt reddast" og spyr í hverju máli fyrst tveggja spurn- inga: hvenær er nóg komið? Og: erum við í hverju dæmi á leið til réttlætis og sanngimi eða stefnum við i allt aðra átt? Ámi Bergmann Skoðanir annarra Sjóðir fremur en hlutabréf „Fólk almennt er oftast betur sett með það að kaupa hlutabréf í hlutabréfasjóðunum fremur en að taka áhættu í einstökum hlutafélögum ... Það er eig- inlega regla að maður lítur lítið á fortíðina, en frem- ur hvemig maður treystir þeim sem fara með sjóð- ina, eða kannski hvemig þeim hefur tekist til lengri tíma. Því það er auðvelt, sérstaklega með nýja sjóði, að sýna afskaplega góða ávöxtun til að byrja með. Langtímaávöxtun er það sem segir meira um það hvort menn eru hæfir. Að öðru leyti verða menn bara að treysta viðkomandi fyrirtækjum.“ Skoöun Péturs Blöndais í viötali við Dag 29. des. Seðlaútgáfa ríkisins „Oft er það þannig þegar rætt er um hlutverk rík- isins að þeir sem vilja draga úr rikisumsvifum þurfa að færa margvísleg rök fyrir máli sínu. Þeir sem vilja hins vegar að ríkið haldi áfram að skipta sér af öllu milli himins og jarðar þurfa ekki að tilgreina neinar ástæður fyrir því. Hefur einhver stuðnings- maður Seðlabanka til dæmis greint frá því nýlega hvers vegna íslenska ríkið rekur seðlabanka og gef- ur út gjaldmiðil? Hvað er það sem mælir með því að ríkið veiti þá þjónustu að gefa út peninga? Ætla mætti að þessi rök séu svo alkunn og margvísleg að það sé að bera i bakkafullan lækinn að nefna þau op- inberlega. Þótt Vef-Þjóviljinn telji sig fylgjast þokka- lega með þjóðmálaumræðunni kannast hann þó ekki við að hafa nýlega heyrt neinn rökstuðning fyrir því að ríkið reki seðlaútgáfu." Úr Vef-Þjóðviljanum 28. des. Seðlabankaráðning með pólitískri forskrift „Flestir aðrir en stjórnmálamennimir sem staðið hafa að pólitískum ráðningum seðlabankastjóra í gegnum tiðina eru sammála um að ráðning seðla- bankastjóra samkvæmt pólitískri forskrift séu vinnu- brögð sem ekki eigi lengur við og brýnt sé að hverfa frá. Með umsókn sinni um stöðu seðlabankastjóra hefur Finnur Ingólfsson komið í veg fyrir að tækifær- ið nú verði nýtt til þess að rjúfa þessa vondu hefð. Það eru hvorki góð lok á starfsferli hans sem við- skiptaráðherra, og þar með ráðherra bankamála, né góð byrjun á störfum hans sem seðlabankastjóra." Úr forystugreinum Viöskiptablaðsins 29. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.