Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 24
52 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Í IV nn Ummæli Drepin í leiðinni „Að mati ráðherra ber Is- lendingum skylda til að aðstoða við að berja þetta fólk niður þó svo að nokkur óláns- böm verði drep- in í leiðinni. Hvað munar um einhverja litaða arabaskrælingja?" Astþór Magnússon í Mogg- anum, um meðferö Nató- þjóða á íröskum börnum. Öld þeirra fáu „Það var þegar löggjafinn færði örfáum aðilum, fyrst út- gerðarmönnum, svo kvótaerf- ingjum sem fjárfestar svokall- aðir em sem óðast að kaupa upp, alla björg þessara byggða í hendur. Nú er aftur upp runnin öld þeirra fáu sem eiga og mega og hinna mörgu sem eiga alit sitt undir duttlungum þeirra.“ Guðmundur Wiium Stefáns- son í Mogganum, um rót byggðavandans. Pólitískt hvíldarheimili „Seðlabankinn er ekki póli- tískt hvíldarheim- ili eða hvíldar- heimili fyrir þreytta eða leiða stjórnmálamenn. Það á ekki að vera þannig. Það á að standa fag- lega að ráðningu seðlabankastjóra." Margrét Frímannsdóttir í Mogganum, um ráðningu Finns Ingólfssonar í Seðla- bankann. Enginn veit hvað átt hefur... „Hins vegar hef ég orðið var við að margir þeirra sem hafa gagnrýnt Finn harðlega á síð- ustu misserum hrökkva nú við og viðurkenna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Hjálmar Arnason í Degi, um brotthvarf Finns Ingólfssonar úr stjórnmálum. Bless party Það hafa allir viljað fara úr þessum félögum og ég reikna fast- lega með þvi að það muni gerast. f Það gæti því far- ið svo að það yröi bara „bless party“ með þessi félög.“ Helgi Laxdal, um starfs- mannafélög opinberra starfs- manna. Arnarnesvegur' ígarstaður kirkjugarftur íbúöasvæði skóla- svæði íbúöasvæöi íbúöasvæði ilngarstaöur Vatnsenda ánlngarstaöui skógræktarsvæöi Reiðleiðir í Kópavogi Reykjavík brú yflr re Garðabær Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri flytur áramótakveðju RÚV að vanda: „Þetta er í áttunda skiptið sem ég flyt áramótakveðju Ríkisútvarpsins. Fyrsta skiptið var árið 1985 og þessu er farin að fylgja viss eftirvænting," segir Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri. „Nú er ég auðvitað orð- inn þjálfaður í þessu, vinn ávarpið á mettíma og næ góðum _____________ árangri," segir Mark- ús og kímir. „En að öllu gamni slepptu er þetta löng hefð sem Vilhjálmur Þ. Gíslason kom á þegar hann var út- varpsstjóri á sjötta áratugnum og flutti þá eins konar annál ársins með hugvekju í lokin. Þegar Andrés Bjömsson varð útvarpsstjóri var sjónvarpið komið og fréttastofur út- varps og sjónvarps fóru að flytja fréttaannála og áramótakveðjan breyttist að því leyti. Þegar ég tók við 1985 var mér nokkur vandi á höndum þar sem ég er gamall fjölmiðlamaður en hafði ekki samið hugvekjur fram til þessa. Ég fann þess vegna leið út úr þessu og og braut upp formið með tónlistaratriðum þannig að orð mín væru ekki endilega aðalatriðið. Ég hef fengið ungt listafólk til liðs við mig og nú verður sérstakur hátíðar- bragur á ávarpinu. Ég stikla á helstu atburðum aldarinnar og flutt verða tónlistaratriði, ættjarðarlög sem hafa orðið til á stærstu hátíðar- stundum aldarinnar. Ég fékk til liðs við mig kór Hallgrímskirkju meðal annarra og við hverfum með sjón- varpsáhorfendum aftur í tímann. Svo fylgja með nokkur orð frá eigin brjósti." Hvaöan færðu innblásturinn í áramótakveðjurnar þínar? „Þetta endurspeglast auðvitað af hugmynd- um mínum um lífið en það tekur töluverða umhugsun að ákveða hvert innihaldið á að vera hverju sinni. Ég er yflrleitt byrjaður að skipuleggja kveðjuna í lok nóvember svo öruggt sé að hægt sé að fá þá tón- listarmenn til liðs við Maður dagsins sig sem maður óskar.“ Markús segir að innihald kveðjunnar sé hefðbundið að ein- hverju leyti. „En það gengur auðvitað ekki hafa sama ávarpið ár eftir ár,“ segir Markús og hlær. En lítur út- varpsstjóri svo á að ný öld sé að renna upp? „Nei, ég tel það ekki, en mér finnst þó miklu meiri tímamót þegar ártalið breytist úr 1999 í 2000 en frá 2000 í 2001. Tilfinn- ingarnar segja manni að aldamót- in séu núna en rökhyggj- an að þau verði um næstu áramót. Enda vs síðustu aldamótum fagnað fyrir 99 árum. En ég mæli að sjálfsögðu með þvl að almenningur hlýði á kveðj- una, enda er þarft að rifja upp fortíðina öðru hverju og dusta rykið af og njóta þeirra gim- steina sem við eigum í tónlistarsögu okkar.“ segir Markús að sA í tilefni aldamota munu margir skjóta upp óvenjuglæsilegum flugeldum. Flugelda- salan hafin Hin árlega flugeldasala Vals að Hliðar- enda hófst í gær kl. 14. í tilefni árþúsundamóta verður sérstök áhersla lögð á glæsilegar tertur og flugelda. Einnig verða til sölu hinir sívin- sælu fjölskyldu- Flugeldar pakkar og margt fleira. Opið verð- ur í dag frá kl. 10 árdegis til kl. 22. Á morgun, gamlársdag, er opið milli 10 og 16. Allur ágóði af sölu flugeldanna rennur til unglingastarfs í handknattleiksdeild félags- ins. Uppgjafapre ■ tur Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi. Meöal efnis sem sveitin L’amour fou flytur í kvöld verður kvik- myndatónlist eftir Charlie Chaplin. Tangó í Kaffileik- húsinu Hljómsveitin L’amour fou held- ur sína fyrstu tónleika í Kaffileik- húsinu í kvöld kl. 21.00. Leikin verður skemmtitónlist í anda 3. og 4. áratugarins, tangóar úr smiðju Gardels, Piazzolla, Albeniz og Gade og nokkur vel þekkt islensk dægurlög í nýjum útsetningum Hrafnkels Orra Egiissonar, svo sem Austurstræti Ladda, Dagný Sigfúsar Halidórssonar og Litli tónlistarmaðurinn ertir 12. sept- ember. Auk þess flytur sveitin m.a. kvikmyndatónlist eftir Chaplin og Nino Rota í útsetning- um Hrafnkels Orra. Tónleikar Saionhljómsveitina L’amour fou skipa Hrafnhildur Atladóttir á fiðlu, Guðrún Hrund Harðardóttir á víólu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló, Borgar Magnason á kontra- bassa og Sezi Seskír á píanó. Hljóðfæraleikaramir stunda tón- listamám í Þýskalandi og Belgíu. Miðapantanir á tónleikana í Kaffl- leikhúsinu em í síma 551 90 55. Bridge Þegar aðeins fjórum spilum var ólokið í úrslitcdeik Dana og ísraela um þriðja sætið á heimsmeistara- móti yngri spilara vom Israelar með 21 impa forystu. Danir brúuðu 13 impa £if þessum 21 í spili 61 (af 64). Þeir impar voru verðskuldaðir á betri sögnum. ísraelamir enduðu ekki í besta samningnum í opnum sal, þrátt fyrir að fá frið í sögnum. Norður gjafari og allir á hættu: * 842 * KD53 * - * Á109643 ♦ KD1095 *Á109842 ♦ 3 * 7 * G6 •A - 4- DG987542 * D82 * Á73 *G76 ♦ ÁK106 * KG5 Norður Austur Suður Vestur Shaham Madsen Levin Konow 1 * * pass 2 ♦ dobl 2 * pass 2 ♦ pass 4 ♦ p/h Útspil Madsens í austur var lauft- vistur, sagnhafi setti gosann í blind- um og Konow átti slaginn á ás. Hann spilaði laufi tii baka og sagn- hafi henti hjarta heima. Lega spil- anna er sériega illvíg, en Danimir höfðu vit á því að gefa ekki miklar upplýsingar um hana. Sagnhafi gat að vísu gert ráð fyrir 4-0 legu í hjarta (eftir út- tektardobl vest- urs) en það var enginn búinn að tilkynna honum um 8-0 legu í tígli. Shaham spiiaði næst hjarta- gosa, vestur setti drottninguna og Madsen trompaði ás norðurs. Síðan kom tígull sem trompaður var hjá vestri, hjartakóngur tekinn og Mad- sen fékk aðra stungu í hjartalitnum. Daninn Nohr opnaði á einu hjarta á norðurspilin í lokuðum sal sem tryggði að NS spiluðu 4 hjörtu i lok- in. Þann samning var sagnhafi ekki í vandræöum með og Danir græddu því vel á spilinu. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.